Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 1
sinni, og faðirinn sagði Tildu, að hún mætti eiga folaldið. Tilda réð sér varla fyrir gleði. Og hún var ekki lengi að hugsa sér heitið á litlu hryssudótturinni, héðan í frá skyldi hún heita Stjarna. IL Þ að var sannarlega bjart yfir bernskulífi Tiidu litlu, eins og við höf- um nú séð að dálitlu leyti. En' þessi bjarta mynd, sem hefir blasað við sjón- um okkar, hefir líka sína skugga. Skammt frá heimilinu í Vasa var stórt fangelsi. Stundum voru fangar frá þessu fangelsi fengnir til að starfa á heimili Tildu, svo sem í blómagarðinum. Hvert skipti sem Tilda sá einhvern þessara gráklæddu manna með hlekkina um Jón Kr. ísfeld: KONAN SEM KOLLIIÐ VAR .VINUR FANGANNA' Þegar ég fyrst fyrir allmörg- um árum sá sæmdarheit- ið „vinur fanganna", vaknaði hjá mér löngun til þess að kynna mér nánar, hver væri sú persóna, sem hér væri um að ræða. Eftir því sem mér tókst að afla mér meiri vitn- eskju um hana, þeim mun meir Jangaði mig að kynnast lífi hennar. Svo las ég frásögn um íslenzku fangahjálpina og um félagið, sem kallast VERND. Við það að kynnast þarna örlítið starfsemi þeirri, sem hér á landi er rekin til hjálpar föngum, datt mér í hug, að ekki væri úr vegi að kynna nokkru nánar kvenhetju þá, sem fyrst hlaut heitið „vinur fanganna“. Og hugsun mín varð að framkvæmd um. Ég tók saman talsvert af því, sem ég vissi um Matthildi Wrede. Og hér er það svo, ásamt mynd af henni. L Fu ullu nafni hét hún Matthildur Ágústa Wrede. Hún fæddist í Vasa í Finnlandi 8. marz 1864, dóttir lands- stjórans þar. Hún var yngst 9 systkina, svo að það kom raunverulega í hennar hlut að verða allra eftirlæti á heimil- inu. Meðan Matthildur var í bernsku, xnissti hún móður sína, en elzta systir hennar tók þá að sér að annast heimilis- stjórnina. Landshöfðinginn var lyndis- góður, ljúfur í viðmóti og hlýr í fram- komu við hvern og einn sem í hlut átti. Hann var þar að auki sanntrúaður mað- ur, sem byggði breytni sína svo sem hon- um var auðið á kærleiksboðum kristin- dómsins. Þegar hann missti eiginkonuna sina frá mörgum ungum börnum, gerði hann sér þegar í stað ljósa þá ábyrgð, sem nú hlaut að hvíla á herðum hans, þar sem hann varð að ganga börnum sínum einnig í móðurstað. Það tókst hon- um líka með hinni mestu prýði, eftir því sem Matthildur og fleiri hafa bor- ið honum. Mikinn hluta ársins dvaldi fjölskyld- an venjulega á ættaróðalinu Rabbelugn í Anjala. Svo má segja, að þar væri hið raunverulegá bernskuheimili Matt- hildar. Það lætur nærri, að sá staður og þau ár, sem hún átti þar heima, séu í endurminningum hennar sveipuð sól- arljóma fegurðarinnar, sakleysis og áhyggjuleysis. Þar undi hún sér ánægð og glöð. Þar var hún frjáls eins og fuglinn. Hún lék sér í skóginum og í víðlendinu. Frjáls og óhindruð fékk hún að vera meðal starfsfólksins og hlusta á frásögur þess um hinn víða heim veruleikans, en líka fékk hún að heyra marga frásöguna úr heimi hins óraun- verulega. Létt og kát lék hún sér jafnt hjá yfirmönnum sem undirmönnum. En á því heimili var raunar lítill stéttar- munur eða enginn, þó að verkaskipt- ing væri þar auðvitað ekki lítil, þar sem um stórbýli var að ræða. Allsstað- ar var Matthildur litla aufúsugestur meðal fólksins, ekki vegna þess, að hún var dóttir hins vinsæla húsbonda, held- ur vegna eigin verðleika hennar, yndis- legrar framkomu hennar og léttleika, sak leysis og ósnortinnar trúar á hið göfuga og góða. En það voru ekki eingöngu mennirn- ir, sem voru vinir hennar. Hún var einnig mikill dýravinur. Þótti hún þar ganga feti framar en góðu hófi gegndi, sérstaklega þegar hún var farin að láta taminn íkorna og veikan kött sofa í svefnherberginu hjá sér. En þó að hún væri vinur allra dýra, var hún þó mest- ur vinur hestanna. Þeir voru hennar eftirlæti og hún eftirlæti þeirra. Þegar hestasveinninn átti i erfiðleikum með að handsama einhvern hestinn, var venjan að kalla á Tildu — en það var hún köll- uð í bernsku. Og það sýndi sig, að það var ekki tilgangslaust, því að hún gat róleg gengið til hestsins, meðan hún tal- aði blíðmæli til hans. Tilda litla átti alltaf erfiða daga, þeg- ar leið að burtför hennar frá búgarð- inum og til borgarinnar. Þá átti hún annríkt, því að þá varð hún að kveðja flesta vini sína meðal manna og mál- leysingja á búgarðinum. Ekki er unnt að lýsa fögnuði Tildu litlu, þegar faðir hennar einu sinni leiddi hana með sér út í hagann, þar sem ein hryssan var á beit með lítilli dóttur öklana, fann hún til djúprar meðaumk- unar. En hvað henni fannst líkt á kom- ið með þessum mönnum og erninum, sem faðir hennar átti í búri! Henni var sannarlega kvalræði að hlusta á glamr- ið í hlekkjunum, þegar fanginn hreyfði sig. Hún lagði sig fram um það að vera hlýleg í viðmóti við fangana. Hún fékk sig ekki til þess að tala til þeirra, en hún brosti hlýja brosinu sínu og hneigði höfuðið, svo að ljósu lokkarnir féllu fram yfir herðarnar. Oft fékk hún hlýlegt bros á móti og einstaka sinnum vingjarnlega kveðju. Dag nokkurn, þegar Tilda var 7 ára, fór hún til einka-kennslukonu sinnar. Henni var vísað upp í kennsluherberg- ið. Hún stóð út við gluggann, meðan hún beið eftir kennslukonunni. Úr glugganum gat hún hæglega fylgzt með því, sem fram fór í smiðju nokkurri hinum megin við götuna. Þar stóð fangi, sem haldið var af tveimur varðmönn- um, meðan smiðurinn setti járn um ökla hans. Tilda ætlaði að rjúka á dyr og fara til jórnsmiðsins og tauta hón- um til fyrir meðferðina á fanganum, en mætti þá kennslukonunni, sem rak hana til baka. „Þetta er ekki fyrir þig að horfa á“, sagði kennslukonan kalt og hryssings- lega við litlu stúlkuna, sem svaraði: „Eg var bara að horfa á — en fang- inn . . .“ Hún fékk ekki að ljúka við setninguna, því að henni var sagt það kuldalega og með strangleik, að kennslu- stundin ætti að hefjast. En árin liðu, eitt af öðru. Smám sam- an færðust fullorðinsárin yfir. Tildu litlu. Og smátt og smátt máðist bernsk- an út, nema í minningunum. Æskan flæddi yfir hana eins og straumhart fljót. Og Tilda litla varð smám sam- an ekki til, nema í minningunum, en í hennar stað kom unga stúlkan Matt- hildur. III. M, I atthildur varð 19 ára. Á þvi ári varð trúarleg breyting í sál hennar. Frá þeirri hugarfarsbeytingu hefir hún sjálf sagt frá á þessa leið: „Hinn 5. marz 1883 gekk fangi syndarinnar út í frelsi og birtu. Þessi Framhald á bls. 15 Matthildur Wrede landsstjórans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.