Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 5
Spjali um Jerome David Salinger Oiætt mun að fullyrða, að eng- inn amerískur rithöfundur a. m. k. eftir stríð hafi náð öðru eins töfravaldi yfir lesendum sínum, eink- um hinum yngri, og Jerome David Stal- inger. Ritverk hans eru þó ekki mikil að vöxtum. Á þeim 23 árum, sem hann hefur helgað ritlistinni allan tíma sinn, liggja eftir hann aðeins 4 bækur, skáld- sagan „Catcher in the Rye", „Níu sög- ur" eða „For Esmé with Love and Squalor", „Franny and Zooey" og „Raise High the Roof Beam, Carpenters og Seymour, an Introduction." f hvorri tveggja síSastnefndu bókanna eru tvær sögur. Auk þessara ritverka haf a 20 smásögur eftir Salinger birzt í tímarit- um, einkum The New Yorker. Mannblendni virðist ekki vera sterk- ur eiginleiki Salingers. Síðustu árin hef- ur hann að mestu lokað sig inni í fá- brotnu húsi sínu í New Hampshire ásamt konu sinni og tveimur ungum börnum. Eina blaðaviðtalið, sem hann hefur fengizt til að hafa, var við 16 ára stúlku árið 1953, rétt eftir útkomu „Catcher". ÞaS birtist í skólablaði hennar. — Sal- inger hefur gefið nokkrar furSulegar yfirlýsingar um verustaS sinn. Flestar virðast þær þó yfirborðskenndari en svo að þeim geti í fullri alvöru verið ætlað það hlutverk, að villa um fyrir þeim, sem hann vill ekki hitta. í „Seymour, an Introduction" segir svo: „nokkrir gamlir lesendur mínir hafa komizt að því að ég eyði 6 mánuðum ársins í Budda munkaklaustri og hinum helmingnum á geðveikrahæli. „I kápupistli „Franny og Zooey": „Ég bý í Westport meS hundin- um minum". Vinir og settingj- ar Salingers eru auk þess samhlaupa um að verja hann gegn heimsóknvim. Standist sú fylking ekki ágengni biaða- manna og forvitinna aðdáenda, þá er garður hans rammlega umgirtur tveggja metra háum vegg. I garðimim skamimt frá íbúðarhúsinu er steinsteyptur klefi með þakglugga, þar sem rifchöfundur- inn situr frá kl. 8.30 til 5.30 dag hvern við arineld. HádegisverSinn tekur hann með sér, því enginn má raska rö hans. Segja má, að allar sögupersóniur Saling- ers virðist raunverulegri og sennilegri en hann sjálfur. í „The Catcher in the Rye" segir svo: „Það, sem ég ætlaði að gera, var að þykjast vera einn af þessum mállausu og heyrnarlausu. Þá þyrfti ég ekki eiga neinar bjánalegar og gagnslausar sam- ræður við nokkurn mann. Ef einhver vildi segja mér eitthvað, þá yrði hann að skrifa það á miða og koma honum til mín. Ég mundi byggja mér lítinn kofa fyrir það, sem ég gæti aurað saman. Ég mundi byggja hann rétt fyrir utan skóginn, en ekki inni í honum, því ég vildi alltaf hafa allt á kafi í sólskini." Irau 10 ár, sem liðin eru síðan „Catcher" kom út, hefur bókin veriS eins konar biblía ungs fólks í háskólum og menntaskólum Ameríku. Ennþá selj- ast um 250 þúsund eintök af henni á ári í Bandaríkjunum. Söguhetjan, Hold- en Caulfield, líkist um margt Stikils- berja Finni Mark Twain. Hann er á flótta frá hefðbundnu lífi siSmenningar- innar. Holden hefur mjög sterka rétt- lætiskennd, og er dómharSur eftir sínu eigin siðakerfi, einkum er allri tilgerð búin eilíf útskúfun. En Holden hatar ekki umhverfi þaS, sem _ hann flýr. Hann er fullur viS- kvæmni fremur en uppreisnaranda. — Þegar hann harmar, að klámyrði skuli standa skrifuð á veggi, þar sem lítil börn geta séS þau, eða kennir í brjósti um vændiskonu, þá finnur hann ekki beinlínis til biturðar í garð umhverfis- ins, fullorðinna eða nokkurs sérstaks, heldur þjáist hann vegna þess, hvernig lífiS er í heimi, þar sem kærleika og skilning skortir. Flestum mönnum tekst aS bæla niSur eSa yfirvinna þá tilfinn- ingu, sem stundum skýtur upp kollin- um, að heimurinn sé óbærilegur en eins og Salinger segir, þeir, sem eru ungir, geðveikir eða dýrlingar, kunna ekki þá list. Flestar söguhetjur Salingers eru af þessum þremur flokkum, þó í mis- jöfnum mæli sé.-Þótt undarlegt kunni aS virðast, eru þessir ungu, dálítið geð- veiku dýrlingar fullir kímni. Salinger hefur ekki brugðizt aðdáend- um sínum. Hann hefur undanfarin ár fengizt við að skrifa smásögur, sumar á lengd við stuttar skáldsögur, um fjöl- skylduna Glass. Sögurnar fjalla eink- um um börnin 7, sem öll hafa verið undrabörn og í æsku höfðu um 16 ára skeið spurningaþatt í útvarpinu, þannig aS hvert tók við af öðru eftir aldri. FaSirinn, Les, er gyðingur, en móðir- in, Bessie, er írsk. Afi Les var frægur sirkustrúður, sem hafði það höfuð- áhugamál að stinga sér úr mikilli hæð ofan í lítil vatnsker. Gagnrýnandi nokk- ur sagði í ritdómi um „Franny and dýrlingar Zooey", fyrstu bók Salingers um Glass fjölskylduna, aS sá rithöfundur, sem færðist það í fang að fæða og hýsa sjö ímynduð undrabörn, virtist vera að stinga sér ofan í mjög lítið vatnsker. En þótt ýmislegt sé sameiginlegt með undrabörnunum, þá blæs Salinger pau slíku lífi og gæðir svo mikilli anda- gift, að því fer fjarri að þau séu einlit hjörð. k3 másögurnar, sem einhverjír með- limir Glass fjölskyldunnar koma fram í, eru nú orðnar 7. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið, enda segist Saling- er hafa sitthvað fleira um þá fjölskyldu í smíðum. „Franny and Zooey", sem út kom 1961, fjallar aðallega um tvö yngstu bðrnin. Fyrri sagan í bókinni ber nafn tvitugrar stúlku, yngsta af- sprengis Les og Bessie. Franny þjáist eins og Holden af viðkvæmni gagnvart heiminum og óbeit á tilgerS og met- orðagirni. Hún flýr á náðir gamallar rússneskrar pílagrímssögu, sem segir frá flakki bónda nokkurs, er lærir að biðjast fyrir án afláts og kennir það síðan öSrum. Franny kemur til Dart- mouth til aS eyða þar helginni með Lane Coutell og horfa á fótboltakappleik. Lane tekur á móti henni og fer með hana á franskt veitingahús til hádegis- verðar. Þar gerist meginhluti sögunnar. Franny reykir, en borðar ekki. Lane gæðir sér hins vegar á sniglum og froskafótum meðan Franhy skýrir hon- um frá Jesúbæninni í pílagrímssögunni: „Ef maður. hefur yfir þessa bæn aftur og aftur, — fyrst þarf aSeins aS segja hana með vörunum, — þá skeður það kannske, að bænin verði sjálfvirk. — Eitthvað skeður eftir nokkurn tíma. Ég veit ekki hvað, en eitthvað skeður, og orðin komast í takt við hjartaslög mannsins . ..." Lane leiðist þetta trúarhjal og legg- ur lítið upp úr því, en segist þó hafa á reiðum höndum augljósa sálfræði- lega skýringu á slíkri trúarreynslu. — Salinger leikur Lane mjög gráfct, lætur hann vera gagntekinn af sjálfum sér, tilgerðarlegan og fyrst og fremst hvers- dagslegan, metorðagjarnar menntamann, gersamlega samdauna umhverfinu, sem fjölskyldan Glass vex í og getur ekki samlagazt. Þó er eins um Salinger og sköþunarverk hans, Holden, að hann leggur ekki fæð á þennan þyrni í auga sínu. Er Lane tekur á móti Franny á járnbrautarstöðinni, segir svo: „Eins og svo margir, sem aðeins ætti með vissum skilyrðum að leyfa aS taka á móti lestum, þá reyndi hann aS þurrka af andliti sínu öll þau svipbrigði, sem gætu á einfaldan og jafnvel fallegan hátt gefið til kynna, hvern hug hann bar til persónu þeirrar, sem hann var að taka á móti." Þegar Franny spyr hann, hvort hann hafi fengið bréfið, sem hún sendi honum þremur dögum áður, og hann er næstum búinn að lesa gat á, svarar hann: „Hvaða bréf? Nú það já. Er þetta allur farangurinn þinn? Hvaða bók er þetta?" Há J. D. Salinger 1. tölublað 1964. ládegisverðinum lýkur með þvi, að þaS líður yfir Franny. Eftir að sagan birtist fyrst (í The New Yorker 1955), „ var það almannarómur, meðal raun- sæisfólks þess, sem ekki var of gin- keypt fyrir '-n'lagrímssögunni, að Franny væri auðvÍLað með barni. Fjölmargar mæður hringdu í heimavistarskólana og harðbönnuðu dætrum sínum að fara til Dartmouth um næstu helgi. í síðari sögunni er Franny komin heim úr helgarferðinni og heldur sér dauðabaldi í pílagrímssöguna. Zooey, 25 ára gamall leikari, situr í baði, er sagan LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.