Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 9
síðar viS N'icolásarkir'k.iuria í Kaup- xnannahöfn. — Til að byrja með var þar unnið á móti honum vegna trúar- skoðana hans. En hann sigraðist brátt é andstöðunni og var elskaður af söfn- uði sínum. — Þegar honum var síðar boðið biskupsembætti, hafnaði hann þvi, þar eð hann vildi ekki yfirgefa söfnuð cmn. — Miðbróðirinn, Broder, varð stiftsprófastur í Rípum og sóknarprest- ur við dómkirkjuna þar, en Árósabiskup skömmu síðar. Hann var mjög mikils metinn biskup, lærður vel og doktor í guðfræði. Náði háum aldri og var í þjónustu kirkjunnar í sex áratugi. — — Hans Adolf varð að hætta háskóla- námi um skeið. Hann hafði stundað námið af meira kappi en svo að lin heilsa hans leyfði. Hvarf hann þá heim tii Slésvikur til að njóta þar sveita- lofts og hvíldar, o-g jafna sig eftir of- reynsluna við námið. — Rétti hann þar furðufljótt við. — Með því að hann bjó við kröpp kjör fjárhagslega, tókst hann á he-ndur heimiliskennslu í Lykom kiaustri, hjá amtráðsmanni einum. — Markaði dvölin þar framtíðarbraut hans. — Frá barnæsku hafði hann verið trú- hneigður, og að þeirri hneigð hlúð ræki- lega af móður hans, sem var guðrækin kona og hafði hailazt mjög að hinni nýju trúmálastefnu. En það var ekki fyrr en í Lykom, að hinn ungi maður fann sjálfan sig, varð raunverulega vakinn. Þar kynntist hann og dótt- ur ráðsmannsins, er varð síðar kona hans og skóp honum mikla heimilis- hamingju, er entist meðan bæði lifðu. En hún varð fremur skammlíf og varð það Brorson tilefni þungrar sorgar. — Hann lýkur nú námi og er prestvígður samtímis miðbróðurnum. Byrjaði hann prestskap í Randrup í Slésvík — ættar- setrinu — en flyzt þaðan til Fönd- er 1729. — Þegar Broder Brorson varð biskup í Árósum, tók Hans Adolf við embætti hans í Rípum sem stiftprófast- ur og dómkirkjuprestur. — Meðan hann var í Randrap hafði hann lítið ort og birt örfáa sálma. En eftir að hann kem- ur til Fönder, gaf hann sig miklu meira við skáldskap, og sendir þá frá sér nokkur hefti andlegra ljóða. Þau verða síðar uppistaðan í höfuðriti skáldsins: „Troens rare Klenodie". — í Tönder var hann á mörkum hins danska og þýzka heims. — Þýzkaland hafði verið sllt frá dögum siðaskiptanna aðalheim- kynni lútersks sálmakveðskapar. Það var því ekki að furða, þó að hann sneri sér að því að þýða þýzka sálma. Af nógu var að taka, ekki sízt eftir að merkis- klerkurinn Schröder hafði gefið út stóra þýzka sálmabók í Tönder. — En enda þótt margar þessar þýðingar séu með ágætum, nær hann hæst í frumsömdu sáimunum. — Eftir að H. A. Brorson fluttist til Rípa, gafst honum minna tóm til þess að sinna íþrótt sinni. Hann átti annríkt velt, glasa- og flöskuglamur. Það var skeggrætt um málið fram og aftur, spurt og kallazt á. Og gamli sjómaðurinn hélt áfram: „Fjárinn hafi það, látið hendur standa íram úr ermum!!!“ Daginn eftir var ekki um annað talað, allir vissu hvað sá gamli hafði sagt. Jú, hann hafði kannski rétt fyrir sér. Allt sem hann sagði hélzt í hendur, Sig uriaug gamla, afturgangan hennar, skipbrot Hallgerðar langbrókar, formæl ingin.... og svo.... svo var það Björn. Andskotinn eigi það allt saman! Það væri kannski elcki svo vitlaust að mæl- ast til þess við lögregluna, að hún tæki upp málið að nýj-u, eða þá ... . Sjó mennirnir tvístigu hikandi og veltu vöngum. Aðrir æstu sig: „Við verðum að drífa okkur í þetta, því ég á varla eftir eyri.“ Það vaxð að vera hægt að róa, hvað í embætti, auk þess sem hann sakir oreglu Rípabiskups varð sem stiftpró- fastur að annast fjárrei&ur biskups- dæmisins. Mun það starf hafa átt illa við hann. — Sú saga er sögð, að Kristján VI hafi eitt sinn rætt við H. A. Brorson og spui't hann að því, hvort hann væri höfundur sálmsins: „Op al den Ting, som Gud har gjort“ (Upp skepna hver og göfga glöð). Er nú skáldið svaraði því játandi, hafi konungur heitið hon- um biskupsdómi. Annars lá það ljóst fyrir áður, að hann yrði Rípabiskup, við fráfall hins, þar eð embættið hvildi raunverulega á honum. Hann tók við því 1741 og gegndi til dauðadags með fullri sæmd. — í biskupsstarfi studdi hann heittrúarstefnuna. Hann áminnti presta sína að rækja vel sálusorgun og barnafræðslu. Einstaka prestar mót mæltu því að kenna barnalærdómskver Pontoppidans, og einn þeirra setti biskup af, sakir þvermóðsku hans. — Sýnir þetta, að biskup gæti verið strang- ur, þó að kunnari væri hann að mildi. Ekki voru menn samt á edtt sáttir um biskupsstarf Brorsons, eins og sjá má af orðum Peders Herslebs Sjálands- biskups, tengdaföður Ludvigs Harboes, sem íslendingum er að góðu kunnur, í bréfi til konungs: „hann (þ.e. Brorson) er góður, en einfaldur maður, næstum gagnslaus maður, sakir veikleika og þunglyndis." Harla óssmngjam er dóm- ur Herslebs, mótaður af andúð hans á beittrúarstefnunni. — Þunglyndur var Brorson að vísu með köflum, og var það arfur frá móðurinni. — Alla tíð bjó hann við kröpp kjör, og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. — Hann var aðdáandi söngs og hljómlistar, enda leynir sér ekki að hann kunni að velja sálmum sínum lög. — Brorson dó 3. júní 1764, og stóð þá á sjötugu. Hafði heilsa hans verið bág síðustu árin, sem hann lifði. — Annað aðalsálmarit hans, „Svanesangen“, birtist að honum látn- um.Sálmar Brorsons bera einkenni þeirrar trúmálastefnu, sem skáldið fylgdi, þar sem mjög gætir viðkvæmni og tilfinningasemi. — Eru þeir næsta ólíkir hinum kjarnyrtu og kraftmiklu sálmum Kingos. — En þó var Brorson svo mikið skáld, að hann er hafinn yfir „isma“ og stefnur. — Og við hlið þeirra Kingos og Grundtvigs stendur hann öld af öld sem einn af þrem mestu sálmaskáldum Dana. Hann var óvenju frjótt sálmaskáld. f „Troens rare Klenodie" eru t.d. yfir 350 númer. Oft hefur hann verið kallaður skáld jólanna. — Hann á heiðurinn af því að kynna fyrstur manna úrvalssálma P. Gerhardts í Danmörku. Eft'ir Brorson eigum vér margt sálma á íslenzku. Hefur Helgi lektor þýtt þá flesta. Meðal þeirra eru: Allra Heilagra Messu sálmurinn: „Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll“ og „Lát þitt ríki, ljós- sem það kostaði. Maður gat ekki setið aðgerðarlaus lengur. • að var eitt af þessum löngu köldu islenzku síðkvöldum. Bærinn var mannlaus, og vindurinn blés eftir svelluðum götunum. Fólk hélt sig inn- andyra í notalegri hlýjunni. Kaþólska kirkjan á móti franska sendiráðinu sló stundarhöggin. Nokkrir rónar ráfuðu um strætin illa til reika og með miklum hávaða og látum, studdu hver annan og runnu til í hálkunni án þess þó að detta nokkumtíma. Krakkaangar sem áttu von á flengingu þegar þau kæmu heim, fyrir ag hafa verið svona lengi uti, renndu sér fótskriðu á tjörninni. Annars var ekki hræða úti við. Þetta var óþverraveður. Vetur í Reykjavík. En í Barmahlíð, þar sem Björn bjó, var eitthvað óvenjulegt á seyði, svona sins herra", að ógleymdum jólasálmin- um: „Hin fegursta rösin er fundin.“ Sálmurinn var prentaður í Tönder 1732, og er ellefu vers. Talið er, að höfund- urinn hafi að nokkru leyti fengið hug- myndina að honum, líkingu og bragar- lsátt, frá öðrum jólasálmi eftir Elías Eskildsen Naur (1650—1728), sem var kennari við latínuskólann í Odense á dögum Kingos. Naur var sæmilegt sálmaskáld og orti mikið. Hafði Kingo mætur á honum og valdi nokkra sálma eftir hann í sálmabók sina: „Vinter- porten“. — En Naur voru mislagðar hendur, og gætir víða smekkleysa í sálmum hans. — Sálmur Brorsons er byggður á Ljóðaljóðunum 2,1 og I. Mós. 3.15 og 22,18. — Rósar-táknið var skáldinu kært, og hafði Kingo áður yf- írfært það á Jesúm. Brorson notar rós- ina sem tákn Jesú frá upphafi sálms- ins til enda. — Hefur sálmurinn jafnan hlotið lofsamlegustu ummæli danskra sálma og bókmenntafræðinga. — Hið íræga ævintýri H. C. Andersens: „Ver- dens dejligste Rose“ á ræbur að rekja til þessa sálms. Á minningatöflu um skáldið í Rípur- dómkirkju standa niðurlagsorð þessa fræga sálms. — Helgi lektor þýddi allan sálminn og birtist hann í sálma- bók 1886, en í sálmabókarfrumvarpinu 1945 eru þrjú vers felld niður. Veldur það nokkurri röskun á sálminum, þar eð h^pn er fastmótuð heild af höfund- arins hálfu. IX. Heims um ból helg eru jól (Stille Nacht, heilige Nacht). Þó að þessi sálm- ur sé einn af mest sungnu jólasálmum liér, er hann ekki tekinn upp í þýzkar sálmabækur. Þjóðverjar telja hann ekki sálm, en færa hann undir jólaljóð, þ.e. til söngs í heimahúsum. — Höfundur hans var austurrískur prestur, Joseph Mohr að nafni, fæddur 1792. Hann var prestur á ýmsum stöðum í grennd við Salzburg. Dáinn 1848. — Ekkert af því, sem hann orti, hefur hlotið viðurkenn- ingu, nema þessi eini sálmur, en frægð hans hefur faiið víða. Á sennilega lagið við hann bróðurpartinn af henni. — Mohr orti sálminn fyrir jólin 1818, á örskammri stundu, eftir að vera kominn inn frá skemmtigöngu undir alstirndum himni. — Að ortum sálminum hélt hann af stað með hann til organista síns og vinar, Franz Grubers (fæddur 1787), og bað hann um lag við hann. Varð Gruber fljótt og vel við þeirri beiðni. — Af sálminum er ti.1 fjöldi þýðinga á mörgum málum. Sálmurinn hefur lengst af verið talinn þýddur eða stældur af Sveinbirni Egils- syni rektor. Birtist hann í ritum höfund- ar, II. bls. 7, 1849, og var tekinn inn í sálmabókina 1871, sem þeir Pétur biskup, sr. Stefán á Kálfatjörn og sr. Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur, stóðu að. En sálmurinn „Heims um ból ... “ er frumsaminn af Sveinbimi. seint á reykvísku vetrarkvöldi. Þrír menn börðu að dyrurn hjá Birni. Varla hafði bjálfinn opnað glufu á dymar fyrr en en mennirnir þrír ýttu honum til hliðar, ruddust inn og lokuðu harkalega á eftir sér. Einn þeirra slökkti ljósið. „Formælingin, Björn“, sagði sá stærsti þeirra, „hún er þér að kenna. Hallgerð- ur langbrók, það er þér að kenna. Allt saman er þetta þér að kenna, skíthæll- inn þinn.“ Bjöm skildi hvað við va.r átt og hrópaði: „Nei, það er ekki satt, það er ekki satt.“ Það urðu stuttar en harka- legar ryskingar, og meðan tveir þeirra héldu Birni, kyrkti sá stærsti þeirra hann í sterkum sjómannsgreipum sín- um, með fyrirfram úthugsuðu öryggi. Hann glotti að rykkjum Björns og skegg inu sem sviptist til. Hann hafði kveðið niður formælinguna. Þegar augu Björns voru brostin og Hitt er annað mál, að texti Mohrs, og einkum þó lag Grubers, hafa komið honum af stað, því að Sveinbjörn var söngvinn maður, sem kunni að meta lag eigi síður en ljóð. — Benedikt Gröndal lýsir föður sínum þannig í Dægradvöl: „hann kunni vel til söngs .... lék vel á flautu.“ Texti- Mohrs er léttur, auðskilinn hverju barni, en Sveinbjarnar hins veg- ar all þungur, svo að ekki aðeins börn- in, heldur margir fullorðnir skilja hann ekki í fljótu bragði. X. Sem börn af hjarta viljum vér. ÍKom, lad os nu paa Börnevis). Höf- undurinn, Anders Nielsen, yrkir þenna sálm upp úr sænskum bamaversum: „Kom latom oss pá bamevis", en þau eiga enskan uppruna. — Anders Niel- sen var húsmannssonur frá Vejlefirði á Jótlandi, fæddur 1818. Hann var áU- lengi iðnaðarmaður og síðar heimilis- kennari á ýmsaim stöðum. Komst seint til mennta, sakir fjárskorts, en lauk prófi við kennaraháskóla 1847. — Hann varð fyrir miklum áhrifum fi-á heima- trúboðsmönnum, einkum þó foringja þeirra, þrumuklerkinum Vilhelm Beck. Nielsen varð barnaskólastjóri í Slés- vík og á Jótlandi, í Ubby, og var oft kenndur við þann stað. — Hann gaf út allstórt söngvasafn, Pilgrimsharpen, og þar er þenna jólasálm hans að finna. — Nielsen andaðist 1891. — Þýðing sr. Stefáns á Kálfatjörn er mun freimri fruimsálminum. Sennilega hefur lagið, sem er einkar fallegt, átt sinn þátt í því að hann þýddi sálminn. Stille Nacht, heilige Nacht Hljóða nótt, heilaga nótt. Værð á fold, vaka tvö, Jósef og María, jötuna við, jól eru komin, með himneskan fxíð, fætt er hið blessaða barn. Hljóða nótt, heilaga nótt. Hirðum fyrst heyrinkunn gleðiríks, vermandi engilsins orð, ómfögur berast frá himni á storð: Fæddur er frelsari þinn. Hljóða nótt, heilaga nótt. Sonur Guðs signir jörð. Myrkrið hverfur við hækkandí dag, hvarvetna sungið er gleðinnar lag: Kristur er kominn í heim. Sigurjón Guðjónsson. þýddi sálminn. hálsinn marblár, bái-u þeir hann út úr húsinu. Þeir hentu líkama hans, sem var jafn hjákátlegur dauður og hann hafði verið í lifanda lífi, út í litla trillu, og stefndu þrátt fvrir storminn og dimmviðrið út á Faxaflóa þangað sem Hallgerður langbrók hafði sokkið og Björn komizt af. Þeir náðu þangað snemma morguns, storminn hafði lægt, en þoka og rign- ing komin í staðinn. Þar tóku þeir líkama Bjöms, hræði* legan útlits, og fleygðu honum í sjóinn eins og poka. Þeir signdu sig. Formælingunni var aflétt. Fiskiveiðar hófust á ný. En aldrei varð sannleikurinn uppvís. Þannig er réttiæti mannanna. 1. tölublað 1964. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS g

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.