Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 11
um, og bætti því við að allir væru hræddir við afleiðingarnar af morði for- setans; fólk óttaðist jafnvel að styrjöld brytist út vegna þessa. IVrir utan byggingu utanríkisráðu- neytisins eða „State Depaxtment" eins og það heitirj var talsverður fjöldi gljá- fægðra Rolls Royce-bdla frá ýmsum sendiráðum borgarinnar. Hafa menn vafalaust verið að ganga frá ýmsu varð- andi þáttöku erlendra sendimanna við útförina. Við dyrnar stóðu verðir, og ikönnuðu s'kilríki manna. Eftir að hafa dregið upp blaðamannaskírteini og nefnt númer á herbergi því, sem við bugðumst fara til, var okkur hleypt inn. í anddyrinu var slaeðingur af mönnum, flestir í klæðum diplómata, röndóttum buxum etc. og töluðu saman í hálfum hljóðum. Eftir að hafa gengið um langa ganga í þessari miklu byggingu fundum við loks herbergi það, sem við leituðum að, í blaðadeild utanríkisráðuneytisins. bangað hafði íslenzka sendiráðið hringt kvöldið áður, og tilkynnt að von væri á tveimur fréttamönnum frá íslandi, sem hyggðust vera viðstaddir útför forsetans. Okkur var tjáð, að ekiki væri um að ræða að við kæmumst inn í S-t. Mattheus arkirkjuna. Hún væri lítil, og ailur heim urinn vildi þangað inn. Aðeins fáum fréttamönnum auðnaðist að komast í kirkju, og þá eingöngu þeir, sem höfðu blaðamannaskírteini frá Hvíta Húsinu frá fornu fari. Hinsvegar fengum við skilriki, sem okkur var sagt að myndu aaðvelda viðskipti okkar við lögregluna og leyniþjónustuna, og voru það orð að sönnu. Hræddur er ég um að lítið hefð- um við komizt ef ekki hefðum við haft þessi litlu, hvitu spjöld frá ráðuneytinu. Aö svo búnu náðum við í leigubíl og ókum sem leið lá til íslenzka sendiráðs- ins. sem er í hverfi því, sem flest hinna eriendu sendiráða eru. Þar blakti ís- lenzki fáninn í hálfa stöng. f sendiráð- inu hittum við Ingólf Thors, en hann er m.a. fulltrúi Loftleiða í Washington. Bauðst hann til að aka okkur til mið- borgarinnar og aðstoða okkur eftir föng- um. Reyndist Ingólfur okkur ómissandi hjálparhella í einu og öllu þennan dag. Okkur reiknaðist svo til, að bezt væri að koma sér fyrir hjá Hvíta Húsinu, og fyigjast þaðan með líkfylgdinni. Ætt- ingjar og þjóðhöfðingjar fóru í bílum frá Þinghúsinu til Hvíta Hússins, en þaðan skyldi gengið á eftir kistu Kenne- ‘ dy‘s síðasta spölinn til kirkjunnar í ca. hálfrar mílu fjarlægð. Greinilegt var að mikið stóð til í hér- aði er við komum að Hvíta Húsinu. Taisverður mannfjöld hafði safnast saman meðfram Pennsylvania Avenue og fjölgaði ört. Margir höfðu með sér lítil ferðaútvarpstæki, og fylgdust þann- ig allir vel með því, sem var að gerast. Er við höfðum komizt framihjá lögreglu manni, sem gætti þess að áhorfendur færu ekki nær en góðu hófi gegndi, og teliið okkur stöðu við götuna, var lík- fylgdin í þann veg að leggja upp frá þinghúsinu. Heyrðum við vel í ferða- tækjum nærstaddra, þar til að líkfylgdin nálgaðist, en þá skrúfuðu allir fyrir tæki sín, og einkennileg þögn ríkti meðan kista forsetans og líkfylgdin þokaðist hjá. í almenningsgarðinum gegnt Hvíta Húsinu stóðu sjónvarpsmenn með tæki sín á upphækikuðum pöllum, og við hlið- ina stóðu bílar, sem fluttu sendistöðvar- nar. Samvinna var með hinum þremur stóru sjónvarpsfyrirtækjum, CBS, ABC og NBC þennan dag, og var sjónvarps- vélum komið fyrir bókstaflega alls stað- ar, þar sem líkfylgdin fór um, frá þing- húsinu að kirkju, og frá kirkju til Arlingtonkirkjugarðsins. Fréttaflutning- ur bandaríska sjónvarpsins þessa daga var einstakur í sinni röð, og mér er sagt að fólk, sem ekki hefur mátt heyra sjón- varp nefnt, hafi setið sem límt við sjón- varpstæki hvar sem til náðist. Á meðan við biðum þarna, varð mér hugsað aftur í tímann, er ég átti því láni að fagna að hitta Joihn F. Kennedy og hina glæsilegu konu hans í febrúar mánuði 1960. Undirritaður var þá við nám í Madison, höfuðborg Wisconsins- ríkis, og þangað lágu á þessum tíma ieiðir flestra þeirra, sem hug höfðu á því að komast í framboð ti’l forsetakjörs nokkrum mánuðum síðar. Þangað komu Jacqucline Kcnncdy gengur milli bræðranna Robcrts og Edwards Kennedy á eftir fcistu maniLs síus. (Ljósm. Mbl.: Erling Aspelund) Guffmundur f. Guðmundsson gengur i hópi erlendra fyrirmanna í líkfylgd Kenne- dys. (Ljósm. Mbl.: E. Aspelund) Nixon, Nelson Rockefeller, Hubert Humphrey, — og Jack Kennedy, þá öld- ungardeildarþingmaður. Prófkosningar nar í Wisconsin, hinar fyrstu í Banda- ríkjunum, voru taldar mjög afgerandi, og réðu e.t.v. úrslitum fyrir Kennedy. Var því mikill áróður rekinn í fylkinu, og kom Kennedy-fjölskyldan nær öll þangað og „agiteraði“. M.a. man ég eftir því, að Edward Kennedy, nú öld- ungardeildarþingmaður, kom til Madi- son, og brá sér á sunnudegi út fyrir borgina, þar sem skíðastökkkeppni fór fram. Þar steig hann á skíði, brunaði fram af stökkpallinum — og hafði ald- rei áður stokkið á skíðum! Bandarísk stjórnmálabarátta er á köflum æði und- arleg frá sjónarhóli Evrópubúa séð. Hvað skyldu menn t.d. segja hér heima, ef frambjóðendur til alþingis þyrftu að stökkva fram af Kolviðai-hólspallinum til þess að komast á þing! Kvöld eitt boðuðu demókratar til kosningafundar í samkomuhúsi einu í Madison, og þar mætti Kennedy ásamt konu sinni. Um 600 manns voru þarna saman komin til þess að fagna þeim hjón um, og hlusta á boðskap manns þess, sem hugðist bjóða sig fram til forseta. Bandarískir kosningafundir eru æði frábrugðnir því, sem við eigum að venj- ast hér. Minna þeir oft meira á skraut- lega leiksýningu eða „show“ en stjórn- mál, og svo var um þennan fund. Grammófónn var í einu horni salarins og lék kosningaslagara sunginn af Frank Sinatra. „K-e-n-n-e-d-y — Jack‘s tihe nations favorite guy“ hljómaði um salinn hvað eftir annað, og menn gengu skvaldrandi um, flestir með Kennedy merki í barminum eða Kennedy-hatta og annað því um líkt. Þarna flutti hinn tilvonandi forseti stutta ræðu, fléttaði bröndurum inn í, og skemmtu menn sér hið bezta. Síðan stilitu menn sér upp í röð, og gengu framhjá þeim hjónum og borgarstjóran- um í Madison, og tóku í hönd þeirra. Gekk svo langt að karl einn farlama var borinn til Kennedy's svo hann gæti tekið í hönd hans, og ljómaði síðan eins cg sá, sem frelsast hefur. Er farið var að síga á siðari hluta þessarar móttöku, kom ég mér fyrir í röðinni, og heilsaði upp á Kennedy og frú. Átti ég stutt saimtal við Kennedy, líklega í tvær minútur, en varð þá frá að hverfa þar sem þeir, sem á eftir fylgdu í röðinni, gerðust all óþolinmóð- ir. Ekki man ég orðrétt hvað okkur fór á milli, nema hvað samtalið snerist að miklu um kosningar þær, sem fram- undan voru. Kvast Kennedy vongóður, og bætti við: „Þér hafið komið langt að tii þess að sækja kjósendafund hjá mér“. Ég játti því, og spurði hvað hann vissi um samband íslands og Bandaríkjanna. Man ég að Kennedy var furðu vel að sér um þetta efni, minntist á þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu, kvað enga keðju sterkari en veikasta hlekk- inn, og væri ísland þvi ekki þýðingar- minna en önnur lönd. Ekki þarf fram að taka að Kennedy vann prófkosningarnar í Wisconsin með yfirburðum, og var það fyrsta stóra skref hans á leiðinni í forsetastól. Og nú, tæpum þremur árum síðar, stóg óg fyrir utan Hvíta Húsið til þess að sjá þeásu unga glæsimenni og stjórn- málaskörungi fylgt til grafar. Eins og fyrr getur höfðu margir í mannþrönginni, sem orðin var mikil andspænis Hvíta Húsinu, með sér lítil ferðaútvarpstæki, og fylgdust aliir með því hversu líkfylgdinni miðaði frá þinghúsinu. Sveitir trumbuslag- ara voru í líkfylgdinni. Skyndilega barst hvísl um mannfjöldann: „Þarna koma þeir“. Slökktu þá allir á útvarps- tækjum sínum, og heyrðust þá engin hljóð önnur en daufur klukknahljómur frá kirkjum í nágrenninu og háttbund- inn trumbuslátturinn, sem virtist korna úr fjars'ka. Á þessum augnablikum gengu þrír bandariskir ljósmyndarar yfir Pennsyl- vania Avenue og ræddu saman í hálf- um hljóðum. Flestir í kringum okkur horfðu á þá. Skyndilega rak einn þeirra upp hveilan hlátur. Enginn sagði neitt umhverfis ofckur en greinilegt var að menn hneyksluðust á þessu framferði. Mér var hugsag til þess að seint verði logið á ákveðnar tegundir bandarískrar blaðamennsku, og þær manntegundir, sem hana stunda. Fyrir kistu forsetans fór mikill fjöldi hcrmanna úr öllum herjum Bandaríkj- anna. Báru þeir byssur um öxl, og glóði á fægða byssustingina í nóvember- sólinni. Síðar var mér sagt að liðlega Fnamhaid á bls. 14 1. tölublaö 1964. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.