Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 12
Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins Spurningunni svarar frú Agústa Guðmundsdóttir Há- síeinsveg 49, Vestmannaeyj- um, eiginkona Ólafs Gunn arsson verkfraeðings. Ég er svo lánsöm að eiga eiginmann, sem þykir all- flestur matur góður. En auðvitað sm.akkast matur- inn misjafnlega vel. London- lamb oe lambasteik eru í miklu uppáhaldi, en þó held ég að gæsastcik sé mesti hátiðamaturinn. Ég tala nú ekki um ef hann hefur skotið hana sjálfur, en því miður fæst gæs allt- of sjaldan. Gæsina matbý ég á eftir- farandi hátt: Fyrst er búið til soð af hálsi og vsengjum, sem áður er afvatnað n-.-jð innmatn- um. Ég þerra gæsina vel og strái salti og pipar yfir og fylli hana með 400 gr. sveskj um, 200 gr. eplum og 3-4 sneiðum af bacon. Síðan sauma ég saman öll op og bind fætur vel saman. Gæs- in er sett í vel heitan ofn svo góð skorpa myndist, hitinn er síðan lækkaður og steikt í nálega 3 klst. Soði er ausið yfir gæsina með stuttu millibili. Sósa er siðan búin til úr fyrrnefndu soði á venjulegan hátt og bragðbætt iroð sinnepi og rauðvíni. VinsæXasti eftirrétturinn er núna heit ískaka. Fyrst er bakaður botn úr 125 gr. smjöri, 100 gr. sykri, 2 eggj- um og 125 gr. hveiti. Ég hræri smjör, sykur og eggjarauöur vel saman, blanda síðan hveiti út í og að lokum stífþeyttum eggja- hvítum. Ég læt deigið siðan í form (ca. 20x30 sm) og baka í 15 mínútur. Þegar þetta er búið er útbúinn vanilluís og að síðustu mar- ens, í það er notað 3 eggja- hvítur, 2 teskeiðar edik og 150 gr. flórsykur. Eggja- hvíturnar eru þeyttar vel iroð edikinu og flórsykrin- um bætt síðan í. Botninn er látinn á eldfast fat eða bök- unarplötu. ísinn er síðan settur á miðjan botninn, marensinn breiddur yfir , og ískakan síðan sett inn í vel heitan ofn í 5 mínútur og borin svo á borð. SIMAVIÐTALIÐ ---------- Leiklist og íþróttir — Halló. Er þetta hjá Ragn- arj 'Magnússyni prentara? — Jú, ég skal ná í hann. — Já, halló, þetta er Ragnar. — Komdu blessaður, þetta er Lesbók Morgunblaðsins. — Já, sæll vertu. Ég á þó ekki að fara að prenta Bókina núna? — Nei, nei, það er allt annað og skemmtilegra, sem ég ætla að ræða við þig. Viltu ekki í fáum orðum segja okkur í Símaviðtalinu hvað þú gerir þér helzt til dægrastyttingar þegar þú ert ekki að vinna hérna hjá okkur? — Já, það er nú kannske ekki mikið frá að segja, en það, sem ég fæst einkum við er leiklist, nú og svo er ég mik- ill íþróttaunnandi. — og eins og svo margir aðrir safna ég frímerkjum. — Þið voruð með nýtt leikrit í Bæjarbíói núna rétt fyrir jólin, var það ekki? — Jú, jú, það er enskt leik- rit, Jólaþyrnar, sem gerist á aðfangadag og jóladagsmorgun, á prestssetri. Þetta er að mín- um dómi bezta leikritið. sem LeikfélaP Hafnarfjarðar hefur tekið til meðferðar síðan ég byrjaði að starfa með félaginu árið 1958. — Léku ekki með ykkur leik arar úr Reykjavík? — Það er ég nú hræddur ALLLANGT er nú um lið- ið síðan síðasti hljómplötu- þáttur birtist og mikið kom- ið á markaðinn af skemmti- legum dansplötum síðan. Skal því stiklag á stóru. Hinir ensku Shadows sendu frá sér ágæta plötu fyrir nokkru með lögunum „Shin- dig“ og „It‘s been a blue day“, fyrra lagið heldur plötunni uppi, í þessum gamla og góða Shadows stíl og að venju eru bæði lögin vel leikin. Hinir amerísku Shadows senda frá sér hverja plötuna á fætur ann- arri, sem.metsölu nær. Hin síðasta er „Point panic“ og „Waikiki run“, þetta eru rhythmísk lög og liklegt að þau geti orðið vinsæl hér, þó ekki sé músik þeirra Surfar- ismanna alltaf upp á marga fiska. Roy Orbison heitir am erískur söngvari, sem aldrei hefur orðið vinsæll hér þó flestallar plötur hans nái metsölu í heimalandinu. Nýjasta platan hans er „Blue Bayou“ og „Mean woman blues“ þetta er sérstaklega góð plata, mjög vel sungin, enda er Orbison annað og meira en venjulegur rokk- lagasöngvari, hann hefur mikla rödd og fer einkar vel með texta. Svo er það hún um. Þau Gestur Pálsson, Em- elía, Aróra og Jóhanna Norð- fjörð, allt fyrsta flokks leik- arar, sem ánægja var að starfa með og mikið mátti af læra. Annars voru dómar heldur vel- viljaðir í garð okkar allra. — Ætlið þið efcki að sýna Jólaþyrna oftar? — Jú, meiningin er að byrja aftur núna eftir helgina, og ferðast í næsta nágrenni, svo sem á Suðurnesin og austur fyrir fjall. — Er mikill leikáhugi í Hafnarfirði? — Já, ég held ég megi segia það. En það, sem einkum hefir háð starfsemi okkar hjá Leik- félaginu, er mannfæð. Þeir, sem starfa í félaginu hafa reyndar mikinn áhuga. ekki vantar það, en okkur vantar til- finnanlega fólk á öllum aldri. — Hefur þú leikið í mörgum leikritum? — Já. í langflestum síðan 1958, og höfum við jafnan verið með tvö stykki á ári. Oftast hefir verið um gamanleiki að ræða, enda virðast þeir að öllu jöfnu gagna betur. — En hvernig er nú aðstaðan í Bæjarbíói? — Ég má segja að hún sé ekki sem bezt. Þrengsli eru mikil, og að mínum dómi fer efcki saman kvikmyndahús og leifchús. Ég vil þó taka fram, Skeeter Daives, sem var orðin fræg fyrir ag syngja kúrekalög þegar hún sneri sínu kvæði í kross og fór að syngja venjuleg dægur- lög. Nýjasta platan hennar er „I can‘t stay mad at you“ og „It was only a heart“. Fyrra lagið heldur plötunni uppi þó að bæði séu þau góð enda er Skeeter litla góð söng.kona. >á er það að mjög góð samvinna hefir verið við forstjóra bíósins og 'hann hliðrað til þegar því hefir verið að skipta og sýnt lipurð. — Hvaða leikrit hefur þú nú haft mestan áhuga á að leika í? — Tvímælalaust Jólaþyrnum, einnig þótti mér gaman af hlut- verki minu í Gerviknapanum, sem leikið var fyrir nokkrum árum, en þar hafði ég á hendi eina af aðalrullunum. — Finnst þér gaman að standa í þessu. Er það ekki þreytandi? — Það er ákaflega interesant, yngissveinninn Elvis Pres- ley. Skömmu fyrir jól söng hann tvö lög úr nýjustu kvikmyndinni sinni inn á plötu „Bossa nova baby“ og „Witohcraft", en myndin heitir „Fun in Acapulco", Þetta eru gjörólík lög, hið fyrra mjög hratt, en það síðara rólegt, en Elli kallinn gerir þeim báðum góð skil, og hefur „Bossa nova baby“ meira að segja náð góðri sölu hér á landi sem annars staðar. Allmikið hefur komið út af íslenzkum plötum undan- farið og verður rætt um þær í næstu hljómplötuþáttum. að vísu fer mikill tími í það, og áriægjan er líka nokkur þótt oft sé maðux þreyttur. — Hefurðu séð Hamlet og Fangana í Altona? — Nei, ekki enn þá, en hef hug á því. — Ferðu kannske ekki oft á leikrit í Reykjavík? — Jú, jú, maður lifandi. En ég hef mestan áhuga á að sjá verk, sem þeir Gísli og Baldvin Halldórssynir hafa stjórnað. Þeir eru mikilir hæfileikamenn i leiikstjórn. — En að hvaða leikriti, sem þú ■hefur séð, ertu einna hrifnast- ur? —Það er Allir synir mínir eftir Miller. — Og að lokum þetta um leiklistina. Ertu efcki bjartsýnn á framtíð leikfélaga hér á landi? — Það er ég. Sérstaklega eru það gleðitíðindi, að ríkisvaldið hyggst nú koma til móts við leikfélög úti á landsbyggðinni og styrkja þau fjárhagslega. Eins og allir vita er mjög dýrt að setja leikrit á svið, og því flestum hinum smærri leik- félaga ofviða að gera þau eins vel úr garði og æskilegt væri. En nú gæti þar orðið einhver breyting á. — Jæja Ragnar, heldurðu ekki að FH-ingarnir séu búnir að vera í handknattleiknum? — Nei, nei, síður en svo. Ég sá leikinn milli þeirra og KR nú um daginn, og léku þá margir ungir menn með FH, sem lofa mjög góðu í framtíð- inni, stæltir og sterkir strákar. Það er ekkert vig það að at- huga, þótt FH sé efcki alltaf fslandsmeistarar, hinu er ekki að neita að þeir eru ásamt Fram bezta liðið og hafa sið- ustu ár alltaf verið á toppinum. En þó hinir ungu menn í FH séu efnilegir, finnst mér full- snemmt fyrir hina eldri að hætta strax. >ú ert mikill knattspyrnu- unnandi? — Já, þar er áhuginn mikill. Ég á að heita formaður knatt- spyrnuráðs Hafnarfjarðar, og hef mikinn hue á að koma knattspyrnunni í Hafnarfirði úr þeim öldudal, sem hún hefur verð i undanfarin ár. En að sjálifsögðu verða þar allir að leggjast á eitt. 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.