Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 14
Gömul grein eftir Halldór Hermannsson Morgunblaðinu hefur orðið það á að prenta upp að nýju gamla grein eftir Halldór Hírmannsson (í Lesbók 1. des. s.L), sem er sennilega hió eina sem sá merki maður skrifaði, og honum ekki var til sóma. Hann hefux þar algerlega rangt eftir uim- mæli, sem hann eignar mér, úr grein eftir mig um „Ríkisforlag", sem ég hafði skrifað í Lesbók Morgunblaðs- ins 1928. Ég mótmælti rangfærslum hans þá, og hlýt að gera það aftur, úr því að þær eru enn á ný fram komnar. Halldór Heirmannsson skrifaði, að ég hefði lagt til að jafnt „stórskáld sem skáldpeð“ ættu að fá bækur sín- ar útgefnar á kostnað ríkisins; ég hefði skrifað að ríkisforlagið ætti að aia önn fyrir þeim „sem samið geta íógur og kvæði skaimmlaust og snot- urlega“. En ég hafði auðvitað skrif- að nákvæmlega hið gagnsiæða, aó til ætlunin með ríkisforlagi væri ekki sú, að það ætti að gefa út bækur allra þeirra sem skrifað gætu sögur p og kvæði „skammlaust og snotur- lega.“ Þega.r ég svaraði Halldóri Her- mannssyni sagðist ég með engu móti skilja, hvernig vísindamaður gæti leyft sér að vitna með slíku móti í það sem aðrir skrifuðu. Um hu-gmynd mína um ríkisforlag skal þess að öðru leyti getið, að hún kom fram á timum þegar heita mátti að ekkert bókaforlag væri til í land- inu. Skáldverk ko-must tíðast á prent með því móti, að safn.að var áskrifend-um, o-g áskrifendalistamir afhentir prentsmiðjunum sem trygg- ing fyrir prentunarkostnaði. Þannig komst t.d. Vefarinn mikli frá Kasmír á prent^ Alþingi ræddi tillör'u mína, Ásgtir Ás-geirsson, nú forseti íslands, bar fram þingsályktun um að stjorn- in tæki hana til athugunar. Afleið- ingin varð sú að að stofnsettur var sá visir til ríkisforlags sem enn er við líði, Bókadeild Menningarsjóðs, og árangurinn kom strax í 1 jós. Hall- dór Laxness þyrfti ekki að láta safna áskrifendum að næstu bókum sín- um — Bókadeild Menningar'-mðs gaf á næstu árum út Sölku Völku og Þó vínviður Ureini. New York, 15. des. 1963 Kristján Alberísson WAHSINGTON Framhald af bls. 11 4,000 hermenn hafi gengið í líkfylgd- inni Lengi var þessi fylking að fara hjá, og með ákveðnu millibili fóru hijóm- sveitir hersins og léku sorgar- og her- góngulög. Bandaríkjaher sá að öllu leyti um útförina, enda Kennedy graf- inn að hermannasið. Brátt kom þó að því að við sáum til aikvagnsins og fákana sex, sem drógu hann. Á þessum vagni var kista Frank- lin D. Roosevelt dregin á sín-um tuna. Er hann nokkuð hár, fjórhjólaður og biksvartur. Vagninn var dreginn hliðar- veg að Hvíta Húsinu, en þar stigu ætt- ingjar og þjóðhöfðingjar úr bílum til þess að ganga siðasta spölinn á eftir kist- unni. Við höfðum aðstöðu til þess að fylgj- ast mjög vel með likfylgdinni frá því að hún lagði upp frá Hvita Húsinu og þar til hún kom að Connecticut Aven- ue, og sveigði í átt til Mattheusarkirkj- unnar. Reiknaðist okkur til að við hefð- um verið í nálega 6—10 metra fjar- lægð frá líkfylgdinni, en er fréttin var simuð heim siðar um kvöldið, mun eitthvað hafa farið í handaskolum, því síðar las ég í Mbl. að fréttamenn biaðs- Hagalagöar EKKI TÁR TIL . .. fyrr hafði ég aldrei svo verið, að ei ætti brennivín á bæ mínum, hvað sem á lægi, en nú átti ég ekkert. Kom það til af kostnaði þeim, sem ég hlaut hafa, og af því, að af þeirri fríhöndlan og lögleysu, sem í landið var komin, kostaði einn pottur brennivíns 30 sk. og þar yfir, svo sem ég og aðrir skirruðust við að kaupa það svo dýrum dómum, eftir sem mögulega gátum hjá komist, og ann- að þyn-gra ei upp féll. (J. Stgr.: Ævisaga) IIAUST Það haustar að og hélar jörð og húmið færist nær og bylja-élin blása hörð svo birkið svignað fær. Það haustar að í hjarta manns þá hárið grána fer, en ellin kreppir hendur hans, sem herðalotinn er. (Baldvin skáldi) OM ÆTTJARÐARÁST Þá ættjarðarástin hefur nokkurn þroska, þá birtdst hún annarsvegar sem umhyggja fyTÍr sæmd og hags- murium þjóðarinnar og ei-nlægum vilja til að leggja eitthvað í sölurnar fyrir þessa hluti. En hinsvegar birt- ist hún í ræktairsemi við landið sjálft, næmri tilfinningu fyrr fegurð þess, glöggu og opnu auga fyrir gæðum þess, sterkri trú á því, að það geti tekið miklum umbótum og gefið miklu meiri arð í mund en það hef- ur áður gert, og alvarlegri viðleitni til að styðja að því svo verði.“ (Sæm. Eyjólfsson) BLINDI FORSÖNGVARINN ... um mörg ár var blindur maður forsöngvari í Stór-Áskirkju. Hann hét Auðunn og var Torfa- son, bóndi í Hraunsási. Hann var söngmaður góður. Kunni hann Passíu sálmana, Aldamótabókina og Grall- arann utanbókar og fipaðist aldrei í því að skipta rétt versum, eða muna hin réttu upphöf þeirra sálma, sem prestur valdi í það og það skipti. l Kristl. Þorsteinsson I ins hafí verið í „aðeins 60 metra fjar- ia=gð“. Haia ýmsir haít orð á því, að leiðinlegt hafi verið að við komuimst ekki nær til þess að fylgjast með þess- um heimssögulega atburði. Þannig getur prentvillupúkinn stundum gert mönn- um grikk, þó þeir séu mörg þús-und kílómetra í burtu. Ekki sá ég svipbrigði á frú Kennedy á meðan ég fylgdist með líkfylgdinni ca. 80-100 metra spöl. Bar hún raunar sv„rta slæðu, er að mestu huldi and- lit hennar. Hugrekki frú Kennedy þessa örlagada-ga hefur mjög varið róm- að. Af þeim höfðingjum, sem gengu á eftir kistu Kennedys varð mér líklega mest starsýnt á Lyndon B. Joth-nson, binn nýja forseta. Blaðamenn Mbl. höfðu elt hann hvar sem hann fór hér á íslandi í septembermánuði, o-g ef satt skal segja, þá virtist mér þá þessi stóri Texasbúi ekki beinlínis til þess fallinn að setjast í forsetastól í Hvíta húsinu. En Johnson hefur þegar sýnt, að það býr meira í honum, en ætla skyldi við fyrstu sýn. Einkennilegt var að sjá í einum og sama hópnum, þá menn, sem oftast getur að líta á forsíðum blaða, og ráða örlögum heimsins. De Gaulle bar þar hæst, og var hann í fremstu röð. Síðan komu konung- ar, keisarar, prinsar, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar o. fl. Guðmund I. Guðmundsson utanríkisráðherra sáum við í þessum friða flokki. Er ég kom að Connecticut Avenue var mannfjöldinn orðinn svo þéttur með- fram götunni að ég komst ekki lengra. Sneri ég þá við, og fór krókaleiðir að kirkjunni. Hafði ég týnt af Erling, sem reyndi að mynda það sem fram fór, og varð eigi lítið hissa þegar ég rakst á hann á miðri leið að kirkjunni. Fram skal tekið að áætlað var að ein miíljón manna hafi verið á götunum í miðborg- inni þessar klukkustundirnar, svo þetta var dæmalaus tilviljun. Okkur tókst um síðir að komast til kirkjunnar, eftir að hafa brotizt framhjá mörgum lögreglumönnum með passana frá utanríkisráðuneytinu. Komumst við að heita alveg að kirkjunni. Þar hagaði svo til að mannfjöldanum var öllum hald- ið hinum megin götunnar, og var þar stappað eins og síld í tunnu. Okkur tókst hinsvegar að komast í hóp hinna útvöldu kirkjumegin götunnar. Þar snaraðist að okkur leyniþjónustumaður, og bað um skilríki. Rýndi hann í passana, og spurði síðan um leið og hann benti á undir- skrift þess, sem passann gaf út: „Hvað heitir þessi kona fullu nafni“. Kona sú, sem gaf út passana hafði skammstafað fyrri nöfn sín tvö, og greinilegt var að maður þessi vildi ganga fullkomlega úr skugga um að við hefðum ekki komizt yfir þessa passa á óréttmætan hátt. Voru nú góð ráð dýr, því hvorugur okkar mundi hvað konan hét. Var tekið til bragðs að láta greinilega heyra á mæli okkar, að við værum útlendingar, og þvi skotið að, að við værum nýkomnir til borgarinnar og hreinlega myndum ekki hvað konan hét. Leyniþjónustumaðurinn hugsaði sig um, og kvað síðan upp þann úrskurð að við mættum vera þarna. Við sáum þennan mann ganga á hvern þann, sem þarna kom, og krefja um skil- ríki. Þingmaður einn vildi komast enn nær, qg fékk hann það eftir að gögn hans höfðu verið skoðuð náið. Prestur einn kom gangandi með tösku í hendi. Hann var einnig stöðvaður og krafinn um skil- riki. Virtist sem leyniþjónustan ætlaði líka að rannsaka innihald tösku prests- ins, en lögreglumanninum varð um leið litið til okkar, og sá að við fylgdumst með þessu öllu af áhuga. Stóð hann þá með töskuna nokkur augnablik, en rétti presti hana síðan óopnaða. Þetta er aðeins lítið dæmi um allan þann viðbúnað sem var í Washington þennan dag. T.d. var öllum húsum með- fram þeirri leið, sem likfylgdin fór, harð- læst. Á dyrum voru spjöld með áletrun: „Byggingunni lokað af öryggisástæðum“. Eitt brosiegt atvik kom fyrir. Á Connecti- cut Avenue heyrðist skyndilega brot- hljóð frá glugga á efri hæðum húss við götuna. Leyniþjónustumenn og öryggis- verðir þustu til, enda var þetta rétt áður en líkfylgdin kom að. Á daginn kom að einn starfsbróðir þeirra hafði hallað sér full þétt upp að glugganum til þess að sjá betur. Drógu víst allir andann léttar, því margt manna var í líkfylgdinni, sem ýmsir vilja sjá feiga. Má þar t.d. tilnefna de Gaulle og Selassie Abyssiníukeisara. Við kirkjuna stóðum við þar til kista Kennedys hafði verið borin inn. Héldum við þá til Mayflower hótelsins, en þar höfðum við mælt okkur mót við Ingólf Thors. Fundum við hann bráðlega í mannþrönginni, en nú brá svo við, að engin leið var að komast að bíl Ingólfs. Upphaflega hafði verið ráðgert að sjá það sem á eftir fór fram í sjónvarpi í sendiráðinu, en nú breyttist það. Héld- um við aftur að kirkjunni, en höfðum nú heldur verra útsýni en áður. Þó sáum við allvel er frú Kennedy kom með börn sín úr kirkju, og bílalestin ók örskammt frá okkur. Tókum við einkum eftir viðbún- aði öryggisvarða er Johnson forseti ók af stað. Líkfylgdin var komin langleiðina til Arlingtonkirkjugarðar, er við komum í sendiráðið, og þar fylgdumst við með því, sem fram fór þar í sjónvarpinu. Síðan átti að setjast við skriftir, en þá uppgötvaðist að lykillinn að ritvélarkass- anum hafði gleymzt á íslandi. Eftir tölu- vert stímabrak tókst að brjóta kassann upp. Mikið lá á að koma fréttum heim til íslands því tímamunur er mikill. Er ég náði símasambandi við Mbl. eftir langa mæðu var klukkan að verða sjö í Washington, en var þá að verða 11 í Reykjavík. Er við ókum til flugvallarins skömmu síðar sáum við uppljómað minnismerki þeirra Washington og Lincolns í myrkr- inu. Frá franska sendiráðinu kom bíla- lest á geysilegri ferð og fóru lögreglu- bílar á undan og eftir með vælandi síren- ui og rauð ljós. Við gátum okkur til að þar væri de Gaulle á ferð. Leiðin til flugvallarins liggur hjá Arlington. Uppi í hæðarslakkanum, þar sem gröf forsetans er, sáum við bláleitt, ílöktandi Ijós, hinn eilifa eld, sem frú Kennedy hafði skömmu áður tendrað á leiði manns síns. Eftirminnilegum degi í Washington var lokið. —hh. RabbaB vib rabbarann M. getur min í Lesbókarrabbi sunnudag- inn 27/10 f.á. Hann telur sig ekki sk- a nokkurt orð af því, sem hann þó gerir að umtalsefni og telur sig hafa gaman af að lesa. Þetta umtal mannsins um skilningsleysi hans og skemmtun af van- skildu máli er bæði tortryggilegt hvort satt er og svo persónuleg yfirlýsing að leiða mætti hjá sér, ef hún flytti ekki hugsanlega skýringu á útgáfu margra hinna fánýtu atóm-verka. Ef höfundar þeirra eru sama sinnis og M. að þykja gaman að því, sem þeir skilja ekki, þá liggur ljóst fyrir, að þeim er auðvelt að trúa því, að það sé þjóðar- gleði að bragliða- og stuðulvana orða- hrúgum rí’mlausum, háttlausum og eink anlega vitlausum. Út frá því sjónarmiði kynni það að vera nokkur sönnun fórnfýsi og mann- kosta að veija sér til framleiðslu slíkrar skemmtivöru, og vist á sú góðsemi ekk- ert skylt við geðvonzku þá, er hann dregur upp úr fjörutíu og átta ára gömlum súr til að núa mér um nasir. En til þess að yrkja og birta suman þann samsetning, sem kallaður hefur verið ,,atómljóð“ og gera það í áður- nefndum tilgangi, þarf gall'harða trú höfundar á það að aðrir séu eins og hann að skoðunum og Ijóðsmekk og mun það vera sama auðkennið og hann eignaði rnér þegar hann fór að hugsa og setti íram með orðunum: „Þjóðin, það er ég.“ Sigurffur Jónsson frá Brún. 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.