Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 15
Il íkur benda til þess, að Edward J. Dwight verði fyrsti hör- undsdökki maðurinn, sem faer að taka þátt í geimferð. Hann er foringi í bandaríska flughernum, er alinn upp í nágrenni flugstöðvar og hefur frá öndverðu langað til að fljúga. Dwight höfuðsmaður, sem nú er 29 ára að aldri, fékk æskuvon sína upp- fyllta 1955, þegar hann öðlaðist vængjamerkið á treyjuna sína. Hann hafði gengið í flugherinn tveim ár- um áður, eftir að hafa útskrifazt úr Junior College í Kansas City. En hann lét sér ekki þetta nægja. Hann varð þotuflugmaður og síðan kennari í þeirri grein. Jafnframt stundaði hann loftsiglingafræði við háskólann í Arizona og tók B.Sc.-próf árið 1957. Og í fyrra sendi flugiherinn hann í tilraunaflugnám. Snemma á þessu ári varð hann einn af 16 flugmönnum, sem var val- inn til sérstaks náms með það fyrir augum að taka þátt í geimferðaáætl- un Bandaríkjanna. Þetta var enn einn merkisteinn á braut drengsins, setm áður sópaði flugvélaskýlin í sendiferðir fyrir flugmennina, í þeirri von að fá að „skreppa á loft“ með þeim. Nú 6r æfingastöð hans geimferða- flugskólinn í Mojave-eyðimörkinni í Kalíforníu. En hann er þar þó ekki að staðaldri. Vegna náms í líffræði og líkamsfræði, verður hann að leita til Texas og útreikninga og hraða- aflfræði verður hann að læra í Washington. Hann lærir einnig há- lofta-siglingafræði og fær æfingar í áttaþekkingu á miðflóttavélum og gerviflugvélum. Þegar þessu námi er lokið, snemma á næsta ári, tekur Dwight höfuðs- maður til starfa við geimferðir. Þó er ekki víst, að það verði sem flug- maður — því að sumir þessara manna vinna að útreikningum eða sem ráðunautar — en drengurinn, sem langaði alltaf til að fljúga, vonar það bezta. Lokatakmark sitt segir hann vera það að stjórna hóp manna, sem lendir á tunglinu. Mynd I.: Ein gerð gerviflugvéla, eins og Dwight höfuðsmaður notar í Edwards flugstöðinni. Hún er fest niður í gólfið og stjórnað með elektróniskum útbúnaði. Mynd II.: Dwight í æfingaflugi yfir eyðimörk- um Kaliforníu. Mynd III.: Dwight ræðir við tvo félaga í stöð- inni, þar sem æfingarnar fara fram. Hann er minnsti rnaður, sem nokk- urntíma hefur verið valinn til geim- ferðaæfinga, aðeins 5’4”, og vegur 130 pund. Vinur fanganna Framhald af bls. 1 fangi var ég sjálf. Aldrei var ég rau»»- ar fangi í þess orðs venjulegu merk- ingu. Aldrei var ég innilokuð í fang- elsi að baki rimla og læsinga. Nei, þvert á móti var bernska mín og æska hamingjutímar og heimili mitt eitt hið bezta á jarðríki. Og samt fann ég til þess, undir eins í æsku, að ég var fangi — ekki fyllilega hamingjusöm, friðlaus syndarinnar fangi. Svo kom lausnarinn og frels- aði mig . . . Fangarnir, þessi óláns- börn samfélagsins, — áttu upp frá því brennandi samúð mína, hluttekn- ingu og kærleika. Ég held að það hafi verið neisti hins guðdómlega kærleika, sem þá tendraði hjarta mitt til elsku — ekki til elsku á synd- inni, heldur á syndaranum". Og framkvæmd þess, sem hún get- ur um í lok þessarar lýsingar hófst mjög fljótlega eftir hugarfarsbreyting- una. Það vildi svo til, að skráin í hurð- inni á herbergi Matthildar bilaði. Fað- ir hennar tilkynnti þetta yfirmanni fangelsins, sem síðan sendi einn fang- ann til þess að gera við skrána. Matt- hildur sat í herberginu meðan hann gerði við skrána. Hún fann ekki til neinna óþæginda af því að hafa fangann í ná- vist sinni, en hún vildi auðsýna honum svolítinn hlýleik með því að ávarpa hann nokkrum orðum. Maðurinn leit upp, þegar hún talaði til hans og hún sá í augum hans undrun, en jafnframt einkennilega mikla mildi. Þetta var fyrsta skiptið sem hún ávarpaði fanga. Og að hugsa sér, hann var bara eins og annað fólk! Hún hafði ekki lengi talað við hann, þegar hún gat ekki lengur stillt sig um að segja honum frá því, sem henni lá mest á hjarta, að hún hefði verið fangi, en fangi syndarinnar, og að nú væri hún frjáls, frjáls eins og örn, sem sleppt hafði verið úr búri. Matthildur varð svo áköf, að hún gleymdi alveg hlekkjum fangans og fangabúningi hans. Þegar fanginn hafði gert við skrána, sagði hann: „Ungfrúin ætti að koma og segja okkur frá þessu . . . okkur þarna yfirfrá. Það er einmitt þetta, sem við þurfum að fá að heyra“. Um leið og þau kvöddust, lofaði hún að koma til fanganna, já, næsta sunnudag. Svo hóf hún máls á þessu loforði sínu við föður sinn. Hann sagði ekkert í fyrstu, en virti fyrir sér hið barnslega andlit dóttur sinnar og síðan renndi hann augum sínum um grannvöxnu, 19 ára dótturina sína. Svo sagði hann ofur vingjarnlega, að þetta gæti hún ekki látið ske. „Já, en pabbi minn, ég hefi lofað þessu“, sagði Matthildur sannfærandi og horfði í augu föður síns. Hann átti í nokkurri baráttu andartak, en sagði svo: „Fyrst þú hefir lofað því, skaltu standa við orð þín. En varðstjórinn verð ur að fylgja þér eftir alltaf meðan þú ert innan veggja fangeslsins“. Sunnudagurinn rann upp. Matthildur fór til fangelsisins. Varðstjórinn og einn fangavörðurinn voru í fylgd með henni, þegar hún gekk um fangelsið. í þessari heimsókn til fangelsisins fékk hún tæki- færi til þess að tala við fangann, sem gert hafði við skrána í herbergishurð- inni hennar. Það varð henni óblandið gleðiefni að sjá, hversu hann gladdist við komu hennar. — Þetta var eigin- lega upphafið að hinni miklu fanga- starfsemi Matthildar. IV. H árinu 1884 var faðir Matthild- ar settur á eftirlaun. Þá flutti hann al- farinn frá borginni Vasa, en settist a3 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.