Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 16
6 óðalssetri sínu Raftbelugn, sem hafði að undanförnu verið sumarbústaður fjölskyldunnar, eins og sagt .var frá hér að framan. Og sumarið 1884 rann upp, færði gróð- ur og yl, fögnuð og sælu á landi, í lofti og á legi. Allsstaðar töluðu raddir, sem vitnuðu um frelsi, frið og ham- ingju. Slíkar raddir náðu vissulega til Matthildar. Henni var tíðum hugsað til fanganna, sem ekki fengju notið hamingju frelsisins. Dag nokkurn, þetta sumar, var hún á ferð í Helsingfors. Þar varð hún sjón- arvottur að fangaflutningi eftir göt- unni. _ Menn á ýmsum aldursstigum, klæddir svartröndóttum fangabúningi með hlekki um ökla og úlnliði og varð- menn á undan og eftir og til hliða, þrömmuðu þarna áfram. Margir þeirra virtust þreyttir, aðrir voru þarna, sem ekki vitust gefa neinu gaum, heldur í algerðu hugsunarleysi arka áfram. Matthildur virti fylkinguna fyrir sér. Á þessari stundu tók hún ákvörðun. Hún skyldi ganga á fund yfirmanns allra fangelsa í Finnlandi og óska eftir þ>ví að fá að heimsækja öll fangelsi Finnlands. Hún vissi, að þennan mann gat hún einmitt fengið að tala við núna, þar sem hann var í Helsingfors. Og hún lét ekki staðar numið við ákvörðunina eina, heldur gekk á fund þessa mikla valda- manns. Henni gekk vel að ná fundi hans og þar flutti hún svo mál sitt af miklum eldmóði og brennandi áhuga. Þegar hún hafði þannig flutt mál sitt, ýtti hann gleraugunum upp á ennið, virti hana fyrir sér, en spurði svo alvar- léga og var fastmæltur: „Hversu gömul eruð þér, ungfrú?“ „Tuttugu ára“, svaraði hún hiklaust. „Tuttugu ára“, endurtók hann, en bætti svo við: „Það er þó sannarlega ekki mikið að baki, það verð ég að segja“. Hún lét sér ekki bregða, en svaraði samstundis: „Það mál fær sína lausn með tíman- um“. Þessi valdamaður, sem annars var graf-alvarlegur, brosti að svarinu. Án þess að segja fleira að sinni, skrifaði hann henni til handa leyfi og meðmæli til allra yfirfangavarða í landinu, þar sem henni var heimilað að heimsækja fangelsin og jafnvel eiga viðræður við einstaklinga í hópi fanganna, ef hún óskaði þess. Þá var henni jafnframt gef- ið til leyfis að útbýta meðal fanganna Biblium og kristlegum smáritum. Þeg- ar hún hafði tekið á móti þessum mikils verðu skjölum, yfirgaf hún innilega glöð og þakklát þennan skilningsgóða og greiðvikna valdsmann, sem hafði svo vel og óvænt leyst úr erindi hennar. V. Aftur ljómaði vor. Það var vorið 1885. Einn hinna fögru vordaga gekk Matt- hildur á fund föður síns og sagði hon- um, að nú væri hún búin að taka ákvörðun um, hvert hún ætlaði að fara að starfa meðal fanga í vikunni fyrir páskana, sem nú færu í hönd. Hún ætlaði hvorki meira né minna en að heim- sækja fangana í stærsta fangelsi Finn- lands, ríkisfangelsinu Kokola í Abo. Þar voru þá 500 fangar og voru nærri 200 þeirra lífstíðarfangar. Sagði hún föður sínum, hvernig hún ætlaði að haga störfum sínum. Faðir hennar hlust- aði á hana með athygli, eins og hann svo oft hafði gert áður. Þegar hún hafði lokið máli sínu, spurði faðir henn- ar hana, hvort hún gæti ekki frestað för sinni fram yfir hátíðina, því að allt heimilisfólkið vild helzt hafa hana heima þá. En hún svaraði því, að hún ætlaði einmitt að tala við fangana fyrir páskana, því að þegar þeir svo rynnu upp, væru fangarnir viðbúnir komu þeirra og hugleiddu þann boðskap, sem þeir boðuðu öllu mannkyni. Enn hlust- aði faðir hennar hljóður. Og enn varð hann við ósk dóttur sinnar. Það er föstudagurinn langi 1885. Inni í skrúð'húsi kirkjunnar í Kakola-fang- elsinu situr Matthildur og bíður þess að ganga inn í kirkjusalinn og flytja prédikun yfir föngunum. Hún finnur til nokkurs hjartsláttar. Hafði hún ann- ars nokkuð að segja föngunum, þessum afbrotamönnum, sem komnir voru víðs- vegar að? Margir þeirra höfðu svallað og sukkað. Æstir af tryllingslegum þorsta eftir hefndum, höfðu margir þeirra framið hin skelfilegustu og hrylli legustu afbrot, sem þeir voru nú að afplána refsingu fyrir. Veslingarnir. Sjálfsagt höfðu þeir áður verið öðru- vísi. Þeir höfðu hlustað á þytinn í skóg- inum og vorsöng lævirkjans. Jafnvel margir eða allir þessir menn hafa leg- ið í grængresinu og horft á kvöld- fegurðina, þegar sólin hefir verið að hníga 'til viðar. Margir þeirra hafa ef til vill í einrúmi grátið yfir víxlspor- um sínum? Hvernig sem það annars var, þá eru þeir þó fyrst og fremst allir menn. Þessar og þvílíkar voru hugsanir Matthildar, þegar meðhjálpari kirkjunn ar birtist í dyrum skrúðhússins og gaf henni bendingu um að ganga inn í kirkj- una. Hún heyrði glamrið í hlekkjunum greinilega og það fór hrollur um hana Kirkjan var fullsetin. Hin tvítuga stúlka gekk inn og nam staðar frammi fyrir altari kirkjunnar. Hún fann til óróleika. Hjartsláttur hennar jókst til muna, þegar hún sá á fremsta bekkn- um meðal annarra skuggalegan, þrek- legan mann, sem glotti storkandi og ertnislega framan í hana. En hún herti sig upp.. Hún var komin á hólminn og hún varð að standa sig. Hún þekkti ekki rödd sína og átti erfitt með að hafa vald yfir henni, þegar hún byrjaði með orðunum: „Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi". En eftir því sem hún sagði fleiri orð, varð hún rólegri. Hún fann sér aukast kraft og áræði. Hún las prédik- unartexta sinn, sem hún hafði valið með nákvæmri yfirvegun. Síðan talaði hún til fanganna. Á meðan ríkti djúp þögn. Hún fann betur og betur, að hún hafði náð valdi yfir áheyrendum sínum. Hún bætti ýmsu við prédikun- ina, sem henni fannst á þessu heilaga og alvarlega andartaki yrði að koma fram. Þegar hún hafði lokið máli sínu, var lokið fyrstu ræðunni, sem kona hefir flutt í fangelsi í Finnlandi. Svo gekk hún um meðal hinna viðstöddu fanga og útbýtti bréfspjaldi með trúlegri á- letrun. Skuggalegi maðurinn á fremsta bekknum tók niðurlútur við sínu bréf- spjaldi. — Matthildur hafði séð árang- ur af starfi sínu við fyrsta átakið í Kak- ola fangelsinu mikla. Eftir þessa ánægjulegu heimsókn sína í Kakola fangelsinu, fór hún að ferðast milli fangelsanna, einkum í Suður-Finnlandi. Á þessum ferðum sínum talaði hún oft við ýmis konar menn, en það kom þegar í ljós, að henni var gefið undravert vald yfir jafnvel forhertum glæpamönnum. Það kom mörgum utan fangelsanna gersam- lega á óvart, hvernig henni tókst að ná fyllstu athygli jafnvel hinna forhert- ustu. Hér skulu nefnd þrjú dæmi sem sýna þetta greinilega. 1. I fangelsinu í Ábo var gamall maður nokkur, sem Lauri hét. Einn fyrrihluta dags hafði Matthildur Wrede verið lengi hjá honum. Hún var að skrifa heim fyrir hann og hún ætlaði aldrei .að geta lokið við bréfið, því að það var svo margt, sem hún átti að segja, gamli maðurinn var ákaflega lengi að lesa henni fyrir. Þegar hún svo loks kom út frá Lauri gtimla, þá vildi umsjónarmaðurinn ná tali af henni, og hjá honum var hún til kl. 2,30 e.h. Nú var hún vön að fara inn til borgarinnar, til þess að borða mið- degisverð, en hún sá fram á það, að í þetta sinn myndi hún ekki hafa tíma til þess, því að hún átti að vera komin í fangelsið kl. 3, en þá tók hún á móti þeim föngum, sem vildu hafa tal af henni eða biðja hana um eitthvað. Til þess hafði hún fengið sérstakt her- bergi í fangahúsinu. Þegar hún nú kom inn í þetta móttökuherbergi, þreytt og svöng, stóð Lauri gamli þar og beið eftir henni. En þá var þolinmæði henn- ar á þrotum. Hún sagði Lauri, að nú mætti hann ekki eyða tíma frá hinum föngunum, þar sem hún væri nýbúin að vera svo lengi hjá honum. Þá sagði Lauri gamli henni, að hann hefði ver- ið við vinnu úti í garðinum og hefði því séð, að hún hefði ekki farið heim til þess að borða. Nú hefði viljað svo vel til, að hann hefði fengið kartöflur og brauð með ketsúpu í miðdagsmat- inn í dag og sér hefði því dottið í hug að geyma dálítið handa henni af því. Svo fór hann með hendina ofan í vasa sinn og kom upp með tvær litlar kart- öflur og brauðsneið, sem hann rétti henni. „Því“; sagði hann, „það sem sólskin og blóm eru fyrir þá, sem frjáls- ir eru, það eruð þér fyrir okkur, sem erum lokaðir inni“. Hún tók við gjöf- inni, en óttaðist það jafnframt, að gamli maðurinn myndi vilja sjá með eigin augum, að hún neytti þessa matar, sem hann hafði dregið af sér handa henni. En hann ætlaði að fara þegar í stað, án þess að henni gæfist tími til að þakka honum fyrir. Þá hljóp hún á eftir honum og sagði: „Næst skuluð þér fá að tala eins lengi og þér viljið. Þér hafið gefið mér meira en brauð, þér hafið gefið mér endurminningu, sem ég get hugsað um með gleði alla ævi mína.“ 2. að er laugardagskvöld og við er- um stödd í borginni Helsingfors, í skemmtigarði einum afskektum. Það er rigning og hvassviðri. Þó sitja tveir menn í einu horni garðsins. Þeir hafa leitað uppi þennan afskekkta stað, til þess að fá sér í næði duglega í staup- inu. Annar þessara manna er nýlega kominn út úr fangelsinu. Það er hapn sem veitir, hinn er nýkominn til borg- arinnar utan úr sveit. Rétt þegar fang- inn fyrrverandi, — Jokkinen heitir hann, — ætlar að fara að draga tapp- ann úr einni ölflöskunni, sem hann er með, kemur hann auga á kvenmann spottakorn frá og tekur þegar í stað að bölsótast yfir því, að einmitt hún skuli þurfa að rekast þarna á þá, þegar hann hafi nú ætlað að fara að gera sér glaðan dag. Félaga hans, sem Illonen heitir, þykir það í meira lagi lítilmótlegt að óttast kvenmann og kveðst skuli tala yfir hausamótunum á henni, ef hún komi. Jokkinen er þó ekki rótt. Hann segist engan vin hafa átt nema hana, á meðan hann sat I fangelsinu. Hún hafi heimsótt konuna sína fyrir sig og fært henni fréttir af sér. Hanrr hafi talið dagana milli þess, sem hún kom í fangelsið, og nú sjái hún, að hann sé farinn að drekka aftur. Illonen tekst þó að storka Jokkonen svo, að rétt þeg- ar Matthildur Wrede gengur framhjá, dregur hann tappann úr flöskunni. Hún lítur upp, kemur auga á drykkjubræð- urna, staldrar við, horfir á þá um stund, en heldur svo áfram, án þess að segja nokkurt orð. „Sástu augnaráðið?" spyr Jokkinen og er mikið niðri fyrir. Hann ætlar að bera flöskuna upp að vörun- um, en stanzar allt í einu og kallar til Matthildar. Þegar hún snýr sér við, hrópar hann: „Skál, Matthildur Wrede“. en hellir svo öllu niður úr flöskunni. Félagi hans borfir á hann steini lostinn, en þetta snertir hann þó meira en hann vill kannast við. f sama bili er Matt- hildur komin til þeirra. Hún segir Jokk inen, að þetta atvik hafi glatt sig svo óumræðilega mikið, því að það hafi leg- ið svo illa á sér. Þegar hún hafi séð hann með flöskuna, hafi hryggð sín aukizt, en nú hafi hann gert sér svo glatt í geði, að öll leiðindi séu gleymd, og nú skuli þeir báðir verða sér sam- ferða til borgarinnar og fá hjá sér kaffi. „Þér getið ekki látið sjá yður með okkur“, segja þeir, en hún vill ekki heyra það nefnt á nafn. Öll þrjú fylgjast þau svo að inn í borgina, þeir upp með sér, eins og þeir hefðu himin höndum tekið. 3. Ostýrilátustu og forhertustu fang>» ar Kakola voru yfirleitt læstir inni í þeim hluta fangelsisins, sem kallaður var Bjarnarbælið, og var á jarðhæðinni. Aðeins rúm, sem múrað var fast við vegginn, var í klefanum. Þarna hafði nú verið settur fangi, sem kallaður var Stór-Arska, og talinn einn allra mesti glæpamaður Finnlands. — Matthildur óskaði eftir að fá að heimsækja þennan fanga í Bjarnarbælinu. „Farið ekki þangað“, sagði varðstjór- inn og leyndi sér ekki, að hann vildi ekki að hún færi inn í klefann. „Stór- Arska er harður eins og steinninn, þjösnalegur og óútreiknanlegur eins og villt dýr“. En Matthildur lét ekki bilbug á sér finna. Kæra ungfrú, í hamingjunnar bæn- um hættið við þessa fyrirætlun yðar“, bað fangavörðurinn. En hún gaf ekki gaum að orðum hans. Hér á eftir skal svo sagt frá því sem siðan skeði, en hér verður þó ekki nema stiklað á því stærsta. Dyrnar voru opnaðar fyrir hana og hún gekk hægt inn. Úti fyrir dyrunum gekk fangavörðurinn með sverð í hendi. En þarna stóð nú Matthildur inni í klef- anum. Frammi fyrir henni stóð risavax- inn maður. Um háls hans og mitti voru breiðar jámgjarðir, sem tengdar voru saman með járnfestum á baki og brjósti risans. Um ökla og úlnliði voru hlekkjafestar, sem fullgerðu þessa ó- hugnanlegu járnbrynju. Auk hins hrika- lega vaxtar var Stór-Arska ófríður, rauður og þrútinn í andliti og það alsett örum, með flatt nef og lágt enni. Hrika- legt og ófagurt útlit þessa geigvænlega risa hlaut að skjóta flestum skelk í bringu. Nei, ekki henni MattJhildi. Hún settist á rúmstokkinn og benti Stór- Arska að setjast líka. „Við fangarnir eigum að standa, með- an einhver er hér inni hjá okkur“, taut- aði Stór-Arska og hélt svó áfram háðs- lega með því að raula vísupart frá Helsingjabotni. Skyndilega skaut því upp í huga Matthildar, að nú hefði hún fundið lykilinn að hjarta þessa hrika- lega manns. „Eruð þér frá Helsingjabotni?" spurði hún snöggt. „Þaðan koma fuglar eins og ég og mínir líkar. Ég er frá Stórkyro". „Setjist þér nú hérna, Arska, svo skal ég segja yðúr frá Stórkyro". Hann settist um leið og hann spurði með sýnilegum áhuga: „Hafið þér verið þar, ungfrú?“ Matthildur hafði verið þar og gat sagt honum frá ýmsu, sem hann hafði áhuga á að frétta um. Hann var orðinn svo spenntur, að hann fór að skjóta orðum inn í frásögn Matthildar, Svo sagði hann henni frá fátækt og neyð, löstum og óreglu, sem hann hafði kynnzt á uppvaxtarárum sínum. Við frá- sögnina æsti hann sig upp, þar til hann allt í einu reis á fætur, gnísti tönnum og sagði með hásri rödd: „Sér ungfrúin sprunguna þarna i 16 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.