Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 9
TiiiiiiiiiM'iiitiiiiiMiminiiiiiiiiiiii.....MiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiv M aður veit þess dætmi að menn fái vitlausan krúntappa í bát- inn sinn með flugvél frá útlöndum og standi eins og þvara fyrir bragð- ið á miðri vertíð, krúntappalausir. En ég hygg það sé algert einsdæmi að menn fái vitlausa prímadonnu frá útlöndum. Ég get naumast hugsað mér bagalegra slys. Útgerðarmaður sem stendur með vitlausan krún- tappa í höndunum getur sent hann út aftur með fyrstu ferð með við- eigandi orðbragði. En þjóðleikhús- stjóri sem stendur úti á flugvelli með vitlausa prímadonnu í fanginu á ekki eins hægt um vik. Það er einn reg-. inmunur k prímadonnuim og krún- töppum. Ég segi fyrir mig að ég vildi heldur endursenda þúsund vitlausa krúntappa til Svíþjóðar til dæmis en eina vitlausa prímadonnu til Ung verjalands til dæmis; ég vildi held- ur endursenda tvöþúsund krúntappa; og ég er ekki bara að hugsa um burðargjaldið. Menn reyni að satja sig í fótsp.T þess manns sem fer út á flugvöll með tólÆ rauðar rósir i seilófanpoka að taka á móti prímadonnu, og það fyrsta sem stígur út úr flugvélinni er kolvitlaus primado»na. >að er ekki eins og maðurinn geti flýtt sér að troða rósunum inn á sig, glópt sak- leysislaga upp í loft og látist \rera að telja kríur. Það er ekki eins og maðurinn geti eins og mjakað ser upp að síðunni á 'flugstjóranum, glápt sakleysislega í hina áttina og hvíslað: „Vitlaus prímadonna, væni. Þú skýtur henni út fyrir mig aftur." Þetta væri hægt að gera við krún- tappa. Þetta væri haegt að gera við gírkassa. Þetta væri hægt að gera við Ketil liggur mér við að segja. En prímadonna er prímadonna, og þó að prímadonnan sem steig út úr flugvélinni á dögunum hefði verið með rautt alskegg, þá hefði Guð- laugur ekki getað verið þekktur fyr- ir að endursenda hana strax. Ekki á stundinni á ég við. Hann hefð'i í mesta lagi getað stungið upp á því að hún fengi sér rakstur. M ér skiilst að Guðlaugur hafi farið til Ungverjalands gagngert þeirra erinda að finna fyrsta flokks prímadonnu; og að hann hafi fund- ið hana eftir nokkxa leit í leikhúsi inn beldur að hann sé á leiðinni til Færeyja, en þegar hann hefur land- sýn, þá er hann á leiðinni til Hon- olulu, og þegar hann snýr við í dauð ans ofboði, þá hafnar hann í Cara- cas, sem er því miður í Venezuela. Ég er með undinn vísifingur og verð að gæta ítrustu varúðar þegar ég bendi. Ég þarf af þrí-, fjór- og jafn- vel fiminbenda upp í hillurnár þegar konan sendir mig út í búð. Þegar ég þykist benda á tómatsósu frá Heinz, þá réttir kaupmaðurinn mér Ekstrafin dobbelt sósulit frá Fred- eriksberg Sennepsfabrik. Þegar ég þykist benda á grænu baunirnar, þá réttir kaupmaðurinn mér fjögur spjöild af þvottaklemmum, Ef þjóð- nokkru; og að hann hafi þá bent upp á leiksviðið á primadonnuna og sagt: ,,Den der", eða eitthvað þessháttar. Ég hef þetta með ábendinguna eftir Velvakanda sem hefur það eftir Tím- anum að hann segir. Það skyldi þó aldrei vera að Guðlaugur sé með undinn vísifingur? Ég nefni þennan möguleika af því maður með und- inn vísifingur getur bent vitlaust án þess að hafa hugmynd um það. Þetta er eins og koimpásskekkja. Skipstjór leikhússtjóri er með undinh vísifing- ur eins og ég og ef hann sat aftar- lega í salnum þegar hann benti á prímadonnuna, þá getur hann prísað sig sælan að hafa ekki fengið bruna- vörðinn. Kunningi minn einn, sem er maður íhugull, fullyrðir meir að segja að þjóðleikhúss>tjóri hefði allt- eins getað fengið brunahanann. En hvað sem öllum vísifingrum líður, þá þarf að ganga þannig frá hnútunum að svona mistök geti ekki komið fyrir aftur. Það er of seint að byrgja brunninn þegar prímadonn- an er sloppinn upp úr honum. Svo að við snúum okkur aftur að krún- töppunum, þá lærir hinn hyggni út- gerðarmaður af reynslunni. * Hann kaupir sér krúntappa af réttri stærð löngu fyrir vertíð og geymir hann vandlega. Hann hefur nógar áhyggj- ur samt að krúntappar haldi ekki fyrir honum vöku. Hann er búinn að fá nóg af því að standa úti á flug- velli í misjöfnum veðrum með lífið í lúkunum. Þjóðleikhússtjóri getur að vísu ekki komið sér upp prímadonnu- lager, og skal það umyrðaJaust játað. En hann getur komið sér upp betra pöntunarkerfi. Vísifingursaðferðin er ekki óskeikul eins og nú er komið á daginn. Best væri að þjóðleikhús- stjóri lærði ungversku. Hann getur naumast hafa rætt kost og löst á ungversku prímadonnunum sem hann skoðaði að neinu ráði, og kann að ég veit best aðeins eitt arii í ung- versku, nefnilega: „Gúllas!" Makkai Rakovski Serbovitch: „Hér er prímadonna sem ,við þorum hik- laust að mæla með. Hún hefur mikia og fagra rödd, og þér getið sjálíir séð byggingarlagið." Guðlaugur: „Gúllas!" Makkai Rakovski Serbovitch: „Þessi prímadonna heitir Mariska. Hún er sérstaklega vinsæl í tann- hjólaverksmiðjum. Hún er fyrrver- andi tannhjólasmiður, en yður list kannski ekki á byggingarlagið." Guðlaugur: „Gúllas!" Makkai Rakovski Serbovitch: „Jæja, þá eruim við búnir í dag. Á morgun föruim við til Gnask. Þeir hafa þar tvær þrjár prímadonnur sem ég held við ættum að líta á. Góða nótt." Guðlaugur: „GúLlas!" M ér finnst líka að þegar þjóð- leikhússtjóri leggur inn prímadonriu- pöntun í Ungverjalandi, þá eigi hann að heimta kvittun. Ég endurtek það sem ég sagði í upphatfi: það er lýgi- legur munur á primadonnum og krúntöppumT Ef ég væri í Guðlaugs sporum (og stundum er maður nán- ast dauðfeginn að vera það ekki), þá mundi ég þar að auki heimta mynd af prímadonnunni og staðfesta uppmælingu. Og til vonar og vara, þá mundi ég auk þess láta taka mynd af mér með prímadonnunni á eigin reikning, og á spjaldi sem hún bæri um hálsinn stæðí til dæmis: „Pönt- uð!" og á spjaldi sem ég bæri um hálsinn stæði þá: „Gúllas!" LK TlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllMliUIIIIIIUIIIIIIIIIIIHIH hegðun", segir Norris. „Hnísumar hafa margskonar vanafestu, sem okkur þætti óeðlileg ef mannvera ætti í hlut. Ef ungi fæðist dauður, til dæmis að taka, eða deyr rétt eftir fæðingu, getur móð- irin borið hann á bakinu vikum sam- an, eða þá fengið sér hákarl eða ein- bvern dauðan hlut til að bera." Annað greindarmerki, sem alltaf er verið að vitna til, er þessi þjóðsaga, að hnísa ýti drukknandi sjómönnum til Xands. Margir 'vísindamenn vefengja þetta, og segja, að sézt hafi til hnísu, sem ýtir aliskonar hlutum á land, þar nieð taldar gamlar heydýnur. Og svo bæta vísindamennirnir því við, óhugn- enlega, að við heyrum aðeins sögurnar »p mennina, sem ýtt »r til lands. Al- veg eins vel geti aðrir verið, sem ýtt 6é frá landi, en bara ekki lifað til að segja frá því. Allir þeir skraffundir, sem efnt væri til um heilastarfsemi hnísunnar, mundu sennilega enda í rifrildi. Flestir vís- indamenn munu fallast á, að hnísur séu greindari en hundar, og sumir taka þær fram yfir sjimpansa. En aðeins ör- Mtill minnihluti trúir, að greind hnís- unnar þoli samjöfnuð við eða standi framar greind mannsins. En allir kunn- áttumenn munu nú samt játa, að allar þessar skoðanir séu enn ekki annað en tilgátur, og koma sér saman um að nuklu meiri vitneskja sé nauðsýnleg tii þess að kveða upp nokkurn lokadóm. HAGALAGÐAR GÓÐUR FAÐIR Faðir minn lagði meiri stund á að glæða skilninginn heldur en æfa næmið. Hann var merkilega ljúfur og óþreytandi þolinimóður að leysa úr öllum sputningum mínum, svo að ég kom ævinlega til hans hiklaust og feimnislaust með allt, sem mér datt í hug, og hann gerði sér jaifnan far um að leysa úr spurningum min- um, greiða úr öllu óljósu og benda mér á allar veilur í hugsun og álykt- unum. ... Yfir höfuð var faðir minn mér eins og elskulegur eldri bróðir. Þegar hann bannaði okkur eitthvað, var það ekki gert með neinni höa'ku, og ef ástæðurnar til bannsins voru ekki alveg auðsæjar, var hann vanur að segja okkur, af hverju við mætt- um ekki gera það, sem hann þá bannaði okkur. Ef ég hafði óhlýðnast einhverju var hann sjaldnast byrstur við mig, heldur var hann sorgbitinn og sagði mér með mildum orðum, hvað sér þætti mikið fyrir. Að minnsta kosti einu sinni man ég, að hann sagðist hafa hugsað, að mér þætti svo vænt um sig, að ég vildi ekki hryggja sig með því að gera sér á móti. Og satt að segja hafði ég svo mikla ást á föður mínum að ég vildi með engu móti gera honum á móti, enda bar það örsjaldan við, að ég óhlýðnaðist honum, nema þá í gá- leysi." * (Jón Ólafsson) tO. tuLublao 1964 • LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.