Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI Maður verður að lána þeim, sem ekk ert vilja kaupa. Á éríendum bókamarkabi Nýjar bækur frá Penguin A Dictionary of Modern History 1789—1945. 5s. What ís Histor'y. E. H. Carr. 3/6. A History of Modern France. Vol I. Alfred Cobban. 5s. Religion and the Rise of Capital- ism. R. H. Tawney. 4/6. A History of Christian Missions. Stephen Neill. 10/6. The Reformation. O. Chadwick. 7/6. Allar þessar bækur eru nýkomn- ar út hjá Penguin. Sumar þeirra hafa komið út áður og oft verið endurprentaðar, eins og A Hist- ory of Modern France og Reli- gion and the Rise of Capitalism, sú síðari er talin til sígildra sagn- fræðirita, og getur enginn, sem áhuga hefur á sagnfræði, látið þá bók ólesna. What is History eftir E. H. Carr er einnig bók, sem á það skilið að lesast, hún er ákaf- lega ljóslega framsett, skýr og oft afdráttarlaus 1 dómum um skakka útleggingu sögunnar, gamlar villur, sem gengið hafa aftur í sagnfræðinni, og mat hvers tíma á atburðarás- inni, ágæt bók fyrir íslenzka sagnfræðinga, og þarf endilega að lesast af þeim. A Dictionary of Modern History 1789—1945, er ákafleg'a handhæg bók _um at- burði, persónur og hugmyndir manna um söguna undanfarin hundrað og fimmtíu ár. Pengunin-forlagið er nú að gefa út nýja kirkjusögu, The Pelican History of the Church í sex bind um. A History of Christian Missi- ons eftir Stephen Neill rekur sögu trúboðsins frá upphafi og fram á þennan dag. Þessi saga er auðvitað jafnframt heimssaga, þvi að kristniboðið grípur alls- staðar inn í gang sögunnar. Bók- in er ljóslega rituð og ýtarleg og fylgja henni ágætar bókaskrár. The Reformation eftir O. Chad- wick, sem hefur kennt við Há- skólann í Cambridge síðan 1947, er laus við alla stefnu, heimildir ráða, ekki fyrirfram ákveðin skoðun höfundar. Slíkar bækur eru ef til vill ekki eins skemmtilegar og hin gerðin, sem þá ber -eft með sér mikinn skap- hita og persónueinkenni höfunda. .Bókin er vandað sagnfræðirit. Ágæti Penguin-forlagsins felst I því, að bækurnar eru vandaðar og vel út. gefnar, smekklegar og ódýrar. P. G, Wodehouse: Jeeves in the Offíng. 2/6. 1963. The Heart of a Goof. 2/6 1963. Indiscretions of Archie. 3/6 1963. Hot Water. 3/6. 1963. Einn fremsti húmorsti Englend- inga, sem alltaf er gaman að lesa. Ódýrasta útgáfa sem fáan- leg er, frágangurinn smekklegur og letrið skýrt. Bókmenntir Selected Literary Criticism. Henry James. Heinemann. 30s. 1963. Sú skoðun var ríkjandi á tima- bili að skáldsagnagerð væri hálf- gerð iðn, og varningurinn, skáld- sagan, væri aðeins til þess að hafa ofan af fyrir ungum stúlk- um. James neitaði þessu af miklum krafti og hélt því fram að skáldsagnagerð væri list. í þessari bók eru tuttugu og þrjár greinar um höfunda og bók- menntaleg efni. Höfundarnir eru margir samtímamenn James. Hann skrifar um Balzac, Trollope, Lawrence, de Maupassant og Zola. Þessar greinar eru sígildar, þótt margt af þvl, sem James telur gott og gilt, sé nú ekki viðurkennt sem slíkt. Auk greina um skáldsagnahöfunda er hér að finna greinar um skáldin Baude- laire, Whitman, Swinburne og ágæt greirf um Ofviðrið eftir Shakespeare. Þótt þessar greinar séu ritaðar á árabilinu 1865—1914, eiga þær erindi engu síður en þá, því að það er langt I frá, að allir hafi sömu skoðun á stöðu skáldsög- unnar. Virgil. A Study in Civilized Poetry. Brooks Otis. Oxford Uni- versity Press. 45s. 1963. Hugmyndin að þessu ritverki mótaðist með höfundinum við rannsókn á riturh kirkjufeðr- anria. Það var hinn mikli munur á stíl griskra og rómverskra kirkjufeðra og einnig mismun- andi viðmiðun þeirra, sem vakti athygli hans. Þessi munur er einnig áberandi í eldri bók- menntum Rómverja og Grikkja. Þótt Rómverjar Iærðu margt af Hellenum, þá helleníseruðust þeir aldrei, I hugsun eða tilfinníngu. ' Rómverskar bókmenntir rísa hæst um það leyti sem hellenskar bókmenntir eru staðnaðar. Þótt höfundarnir taki sér hellensk yrkisefni og stæli Hellena, þá eru verk þeirra latnesk og með glæstustu verkum heimsbók- menntanna. Það er þessi stað- reynd sem höfundur kannar og útskýrir í þessu verki. Hann rannsakar málið og notkun skáldamálsins, umhverfi, rnenn- ingarhefð og trúarvenjur. Hann hóf að rannsaka verk Ovids og Virgils, það verk óx í höndum hans, og úr þvi dró hann þetta rit, sem fjallar aðallega um Eneasarkviðu Virgils. Séu verk Hómers og Virgils borin saman sést sá reginmunur sem er á frá- sagnarmáta og táknmálsnotkun. Þótt verk Virgils hafi að nokkru að fyrirmynd verk Hómers, þá eru öll viðhorf önnur, mann- legri og fágaðri, og verk Virgils rís sem eitt bezta verk heims- bókmenntanna. Því er allt tal um að rómverskar bókmenntir séu aðeins stæling á hellenskum ákaflega vafasam't, og þetta rit gerir slíkt enn vafasamara. Listir The Concise Oxford Dictionary of Music. P. A. Scholes. Oxford University Press; 30s. 1964. Bókin kom fyrst út 1952. Hún hefur verið endurprentuð fimm sinnum, þetta er endurskoðuð útgáfa, 688 blaðsíður. Ákaflega handhæg uppsláttarbók fyrir alla þá sem áhuga hafa á hljómlist. Eins og allar handbækur Oxford útgáfunnar, er bókin vönduð að öllum frágangi og mjög ódýr. Jóhann Htmnesson: ÞANKARUNIR u, m silfurvináttuna, filargyría, ræðir heilagur Thómas I heimspeki sinni, en silfurvinátta er hið gríska nafn ágirndar- inriar, avaritia. Margir hugsuðir mannkyns hafa um ágirndina ritað, og hún virðist eiga sér formælendur fáa, en fylgjendur marga. Ágústínus kirkjufaðir telur ágirndina ekki aðeins óhóf- lega fíkn í fé, heldur eftirsókn mannsins eftir þeim hlutum öllum, sem hugurinn girnist úr hófi fram. Gregoríus telur að ágirndin taki einnig til þekkingar og mikilmennsku, þegar 'menn sækjast'eftir þeim „ljóma", sem af þessu stendur. Ekki höfum vér nútímamenn mætur á silfri umfram aðra hluti. Mætti fremur telja oss seðlavini en silfurvini. Þeir pen- ingar íslenzkir, sem silfri líkjast, eru nú daglega troðnir niður í aur og leir á götum vorum, en seðlar sæta ekki oft þeirri með- ferð. Þó mun með oss búa hin sama þrá og hinum framliðnu silfurvinum fornaldar: Eftirsókn eftir hlutum, frægð eða orð- stír úr hófi fram. Filanþropia er mannvinátta, filargyría silfurvinátta. Munurinn'er fólginn í afstöðu og stefnu vinátt- unnar: Að manninum eða að silfrinu, sem er táknmynd valdsins yfir hlutunum. Kennarar kirkjunnar telja ágirnd til dauðasynda í tvö- faldri merkingu: Hún veldur hægfara sálardauða hins ágjarna, og dauða þeirra, sem skort og neyð líða sökum ágirndar hans og yfirgangs. „Ágirndin breytir atvinnulífinu í baráttu allra gegn öllum, þar sem réttur hins sterka ræður" (Summa, XX. bindi, 469. bls. comm.) Á -t»-girn,din verkar eins og eiturlyf á kærleikann. Páll líkir henni við skurðgoðadýrkun, og sama gera ýmsir aðrir. Skurð- goðadýrkandinn og hinn agjarni leggja sig báðir undir vald ytri hluta, annar til að heiðra þá svo sem guðir væru, hinn til að nota þá hömlulaust, en lendir fyrr en varir undir fargi þeirra og óróans og kvíðninnar, sem út af þeim rís. En heilagur Thómas ræðir fleiri hliðar á þessu máli: Dætur ágirndarinnar tekur hann til meðferðar: Svik, pretti, blekking- ar, meinsæri, hóflausan óróleika, ofbeldi og hörku hjartans. Svikum, prettum, blekkingum o. fl. þarf hinn ágjarni oft að beita, ekki af því að hann á hluti, heldur til að komast'á bak við náunga sinn. Hörku hjartans verður hann að hafa til þess að komast ekki við af annarra neyð og missá ekki auð sinn í hendur þeirra, sem hann ætti að sýna sanngirni og miskunn- semi. Ofbeldið getur orðið honum nauðsyn til þess að keppa við aðra menn, sem eru jafnokar hans eða kunna að bera af honum í slægð og brögðum. Á *» vorum tímum er að staðaldri siegið á þá ágirndar- strengi, sem fyrir eru í brjóstum manna. Frumstæðir menn beita særingaformúlum og-galdraþulum til þess að eignast auð, en vér beitum auglýsingum, áróðri og sefjun, sem snýst upp í þráhyggju og nauðung í hugum þeirra, sem á hlýða. Vestan hafs er þannig orðinn til málsháttur: „We have to live up to the Johnsons". Hér er ekki átt við forseta Bandaríkjanna, held- ur hvaða Johnson, sem vera skal. Kjarni málsins er: Það sem aðrir hafa, það verðum vér að hafa líka. Leggi menn trúnað á þessa töfraformúlu, þá eru þeir orðnir auðveld bráð á veiði- lendum kaupvæðingarinnar og nauðungarhyggju ágirndar vorra tíma. Með einhverju móti þarf að. ná sér í það fjármagn, sem þarf til þess að n.á sér í alla þá hluti, sem Johnson hefur tekizt að afla sér. Gleymast þá eðlilegar þarfir, hollt og skynsamlegt líf. Naugungarhyggjan og galdrasæringar ágirndarauglýsing- anna knýja menn bæði til að herða á vinnunni og herða hjartað til þess að eiga ekki minna en Johnson, en heldur meira. Nízkan og eyðslusemin standa sín til hvorrar handar ágirndinni, en eru þó ekki hið sama^sem hún sjálf. Nirfillinn vill ekki láta menn njóta góðs af eignum sínum, en grefur þær fremur í jörðu. Þjóðsögur vorar segja frá silfurvinum af þeirri gerð, sem gengu aftur til aura sinna til þess eins að ausa þeim yfir sig. f seðlavináttunni tekst hins vegar að tengja saman ágirnd og eyðslusemi á þann veg að auðið er að eyða og ræna frá fortíð og framtíð í senn og umvefja sig ljóma á kostnað þeirra, sem eru annaðhvort mjög gamlir eða mjög ungir og ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Þannig viðhelzt orka hinnar gömlu dauðasyndar. Þótt dregið hafi úr krafti nízkunn- ar, þá hefur máttur eyðsluseminnar magnazt að sama skapi. Og gegn honum þarf aS vinna, ekki af silfurvináttu, heldur af mannvináttu. 20. tölublað 1964 • LESBOK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.