Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Síða 12
HROSSAKAUPlþl Framhald' af bls. 1. ir af hernaðarmannvirkjum á ferð sinni um Rússland. Hann hafði verið yfir- heyrður af sovézkum dómstóli og sek- ur fundinn og dæmdur í átta ára fang- elsi í Rússlandi. Mér var sagt, að austurþýzkur mál- faarslumaður þættist nú vera fyrir fj öl - skyldur þeirra beggja, Abels og Prýors. Um daginn sendi hann boð til sendiráðs Bandaríkjanna í Vestur-Berlín, þess efn is, að frú Abal væri þess fulltrúa, að Pryor og Makinen yrði báðum sleppt, ef Bandaríkin létu Abel lausan í skipt- um fyrir Powers. En okkar menn töldu Vogel ekki vera áreiðanlegan. Ríkis- stjórn mín hafði bent mér á, að auðvit- að skyldi ég reyna að fá aila þrjá lausa, en aðalerindi mitt væri samt að fá Powers í skiptum fyrir Abal. En að öðru leyti skyidi ég hafa frjálsar hend- ur 'og reyna að fá hina lausa, ef mér virtist það fært. Ég ákvað að reyna að fá þá alla lausa. Sem svar við spurningu minni þar^ að lútandi, var mér ráðlagt að hafa hvorki upptökutæki né vopn með mér, í ferðinni, hvorki fyrr né siðar. þriðjudagur 30. janúar E g kom til London snemma morg uns eftir áætiunarflug frá Idlewilde- vellinum í Pan American þotu. Ég inn- ritaði mig i Claridge-gistihúsið, og skörnmu síðar fékk ég heimsókn af ungum og færum manni, „Mr. White“, sem sagði mér, að ég ætti að fara til Berlínar næstkomandi föstudag. Hann sagði mér, að það sem eftir væri ferð- arinnar, gengi ég undir nafninu „Mr. Dennis“, af öryggisástæðum. Svo fékk hann mér nokkur vestur-þýzk mörk, og ég gaf honum morgunhuggara af konj- akinu frá Claridge. Föstudagur 2. febrúar F yrir dögun kom Mr. White og ég yfirgaf gistihúsið. Á Connaught-torg- inu hittum við unga stúlku frá brezku öryggisþjónustunni. Þegar við kom.um á flugvöllinn, kom MacArthur höfuðs- maður úr flugher Bandaríkjanna og kynnti sig og við lögðum tafarlaust af stað. Eftir að hafa tekið eldsneyti í Wies- baden, fengum við kaffi og brauð í vél- inni, og svo hófst leiðinlegt flug í snjó og slyddu, eftir „göngunum" gegnum Austur-Þýzkaland til Berlínar. Loksins lentum við á Tem.pelhof-flugvellinum, og þar kom að vélinni amerískur mað- ur að nafni Bob, sem hafði lítinn bil standandi þar skammt frá. Nú var mikið farið að snjóa. Enginn virtist skipta sér neitt af ferðum okkar, en við flýtt- um okkur af stað. Við ókum þegjandi að myrkvuðu einkahúsi í íbúðarhverfi nokkru í Vest- ur-Berlín. Við gengum þar inn, kveikt- um ljós- í setustofunni, drógum fyrir gluggana, fórum úr yfirhofnunum, sem voru alsnjóaðar, o nú sáum við fyrst hvor framan í annan í almennilegri birtu. - „Velkominn", sagði Bob. „Afsakaðu, að ég talaði ekki mikið á leiðinni, en mér datt í hug, að þú þyrftir að jafna þig eftir ferðina, áður en við förum að lala saman.“ Þetta var hávax- inn, laglegur maður, um fertugt, ró- legur og öruggur á svipinn. „Hér áttu að búa, einn þíns. liðs, en á hverjum morgni kemur þýzk stúlka, sem hægt er að treysta, og gefur þér morgunverð og býr um rúmið uppi. Við höfum reynt að láta fara vel um þig, og hér muntu finna allt — frá amerískum vindlingum og tólf ára gömlu viskii til nýjustu tímarita.“ „Nú ættirðu að taka upp farangurinn þinn og hvíla þig í nokki'a klukkutuna. Ég kem svo- seinna og fer með þig út í mat.“ Þrem stundum síðar borðuðum við saman ágætis mat í veitingahúsi í hlið- argötu. Við töluðum urn allt milli him- ins og jarðar annað en erindi mitt. Seinna ókum við til Hilton-hótelsins í Berlín, þar sem allt var fullt af far- andsölum og Bob sýndi mér Golden City-barinn þarna, þar sem var háifrokk ið. Þegar við ókum heim í snjónum, út- skýrði hann fyrir mér, að eftir för mína til Austúr-Berlínar næsta dag, skyldi ég hringja til hans frá Hilton í leyni- númer, sem ég þurfti að leggja á minn- ið. Hann sagði, að einhver yrði við Abel í fangelsinu þennan síma dag og nótt, bein.línis mín vegna, meðan ég stæði við í Berlín. Laugardagur 3. febrúar E g vaknaði og var bókstaflega talað stirður af kulda. Úti fyrir féll slydda ofan í snjóinn, með þessari drep- andi hálfdimmu, sem getur orðið svo þreytandi í Berlin' í leiðinlegu veðri. Ég fann brátt, að ég var búinn að fá kvef, sem hafði hlaupið í bakið á mér og líktist mest brjósthimnubólgu. Þegar Bob kom, fundum við, að ég var samt hitalaus og hann stakk upp á áburði. Við ókum í snjó til Suður-brautar- stöðvarinnar í Vestur-Berlín, þar sem ég keypti faiTniða báðar leiðir — það væri heiLlamerki, sagði ég við Bob. Ég fór svo upp í fyrstu lest. Ég samdi skýrsTu um ferðina í opinberu ferðasög- unni minni, sem. ég sendi til Washing- ton og skrifaSi seint sama kvöld. (Þegar ég kom tl baka hvert kvöld, fór ég í Golden City Bar og hringdi í Bob í leyninúmerið, og þá kom hann til mín. í millitíðinni hafði ég skrifað niður stutta skýrslu um daginn, með venju- legri skrift. Þá ók hann mér heim, sendi skýrsluna tafarlaust til Washing- ton, og eftir mat kom hann svo með hraðritara, sem skrifaði niður skýrsl- una í öllum smáatriðum. Öll þessi dag- bókaratriði, sem hér eru skráð, eru út- dráttur úr þessum skýrslum. Önnur at- riði hef ég tekið úr dagbókum mínum. Um klukkan 11.15 fór ég inn í S-lest- ina við Dýragarðsstöðina og með henni tuttúgu mínútna ferð til Friedrich- strasse. Hér var mér leyft að fara íram hjá fyrsta verðinum einkennisklædda, til þess að £á vegabréfið mitt skoðað, en þegar ég kom inn í afgirtan gang, sá ég, að þarna voru um hundrað manns, sem stóðu þar í biðröð, scrnu erinda. Eftir tíu mínútur var ekki búið að af- greiða nema tvo, og þetta seinlæti virtis* vera vi'óhaft af ásettu ráði. Og enn var eftir að rannsaka vegbréf mitt og pen- inga. Þar sem klukkan var næstum orðin hálftólf, gekk ég að næsta Vopo-lög- reglumanni. Ég yggldi mig og sagði hon- um hárri raust á þýzku, að ég hefði verið boðaður í sovézka sendiráðið klukkan tólf. Hann skellti saman hæll- um og flýtti sér að leiða mig freimst í röðina og þar svaraði ég þessum venjulegu spurningum. Ég arkaði gegnum snjódrífuna og komst loks til Unter den Linden. Ég fann sovézka sendiráðið, en móttöku- stjórinn, sagði mér á ágætri ensku, eft- ir að hafa litið á skilríki mín, að ég yrði að fara í ræðismannsskrifstofuna í næsta húsi, því að þar ætti fundurinn að fara fram. Ég þangað, hringdi dyra- bjöllunni og opnaði hurð, sem mér stóð beygur af. „Komið þér sælir", sagði brosandi ung stúlka í forstofunni. „Ég er' dóttir RudolfS Abels. Og þetta er móðir mín, frú Abel, og þetta er frændi minn, herra Drewes“. E g heilsaði öUuim þremur með handabandi, en sagði ekki neitt. „Dótt- irin“ virtist vera hálffertug, talaði ensku ágaetlega og virtist vera greind. Mér fannst hún mundi vera slavnesk að uppruna. „Frú Abel“ virtist vera um sextugt, og leit út eins og dæmigerð húsmóðir. Hún minnti mig á þýzka skap gerðar-leikkonu. „Drewes frændi" sagði aldrei neitt, en glotti bara. Hann var magur, hörkulegur maður og virtist vera um hálfsextugt; hann var sífellt að kreppa og rétta sterklega fingurna, og ég flokkaði hann í huganum sem „Kyrki". Líklega hefur hann verið úr austur-þýzku lögreglunni. Öll þrjú voru lélega til fara. Klukkan á slaginu tólif opnuðust dyr og fram kom hár og vel vaxinn, snyrti- lega búinn maður með umgerðarlaus gleraugu. Hann kynnti sig með sjálfs- öruggum svip sem Ivan Alexandrov- ich Schischkin, annan S'endiráðsritara sovézka sendiráðsins. „Talið þér þýzku?“ spurði hann mig á ensku. „Mjög lélega", svaraði ég. „Gott‘\ svaraði hann. „Við verðum vist báðir skárri með enskuna". Hann bauð okkur nú inn í einka- fundarherbergi, þar sem hann settist við borð og benti okkur til sætis. Stól- arnir þarna voru nákvæmlega nógu margir. Frá því að við komum þarna inn og þangað til við fórum út, um klukkustundu síðar, mátti varla heita, að neinn af „fjölskyldunni“ svokölluðu segði orð, nema hvað dóttirin sagði já, þegar þau voru spurð, hvort þau gætu komið á annan fund næstkomandi mánu dag. Sehischkin kom fram við þau eins og leikhússtjarna hefði umgengizt hús- gögnin á sviðinu. Ég hóf mál milt á því að segja hon- um, að ég væri starfandi lögfræðingur, og hefði mikið að gera, svo að ég hefði fórnað mikiu af dýrmætum tíma mín- um í þessa ferð. Ég yrði að Vinna fyrir heimili mínu og gæti því ekki tafið mjög lengi í Berlín. Því yrði ég að fá greið svör við tillögum mínum. „Vitanlega", svaraði Schischkin. „Það skil ég fullkomlega“. Enskan hjá honum var óaðfinnanleg. „Sehisehkin sendiráðsritari", sagði ég. „Ég er korninn hingað til Berlínar í aðeins einu erindi. Austur-þýzkur lög- fræðingur að nafni Wolfgang Vogel hef- ur sent mér þau boð, að frú Abel trúi því, að ef ég geti fengið eiginmann henn ar lausan. mundi losna um Pöwers, amer ÍSKa studentinn Pryor, sem er í haldi í Austur-Þýzkalandi, og ameríska stúd- entinn Makinen, sem nú .'er í fangelsi í Kiev. Út frá þessu hef ég í höndum loforð frá ríkisstjórn minni að við mun- um afhienda Abel á hverjum þeim stað, sem þið til takið í Berlin, innan 48 klukkustunda frá því að samkomulag hefur tekizt“. Schisohkin barði fingrunum í borðið. É" rétti honum bréfið frá náðanaskrif- stofunni í dómsmálaráðuneytinu. Hann las það gaumgæfilega, lagði það til hlið- ' ar og sagði: „Þetta er býsna loðið“. Ég útskýrði fyrir honum, að forðazt hefði verið að fara út í smáatriði vegna hrað- ritaranna, sem læsu efni þess, til þess að forðast lausmælgi þeirra, sem gæti valdið „leka“. Svo hallaði ég mér aft- ur í stólinn. % E ftir nokkra þögn tók Schischkin af sér gleraugun og fór að fægja þau, og sagði síðan: „Fyrir meira en einu ári kom þetta Abal-fólk í skrifstoifu mína í konsúiatinu, af því að þetta eru Austur-Þj óðverj ar. Ég hlýddi á sögu þeirra oig lofaði að reka erindi þeirra við Sovétstjórnina, og reyna að fá Fow- ers látinn í skiptum fyrir Abel. Síð- an fékk ég jákvætt svar frá Moskvu, af því að viss fasisitaöfl í Bandaríkjun- um hafa reynt að orða Abel við Sovét- ríkin. Og þessar lygasögur hafa valdið andrússneskum áróðri í Bandaríkíun- um. Og honum viljum við gjarna vinna ge°n, tí' bess að koma á betri samvinnu og skilningi milli landa okkar. En b"'ð ■■•nertir b'essa tvo ámerísku stúd- enta, Pryor og Makinen, þá hef ég aldrei heyrt mál þeirra nefnd á nafn. Þér er- uð nú koiminn með nýtt mál. sem ég hef ekkert umboð ti.l að ræða við yður, eins og er“. . É" lét f i’ós undrun mína. Eina á- stæðan til Berlínarfarar minnar voru frá Vovel, sem év sa«ði, að mundi hafa þau frá frú Abel. Ef Sch- ischkin væri ekki reiðubúinn að ræða þá upoástungu, befði ég envin fyrinnæli frá stjórn minni og yrði að fara heim við svo búið. „Hafið þér þá ensrin frekari fvrir- mæli?“ spurði Schischkin glettnislega. „Engin“, svaraði ég. „Hinsvegar vildi ég gjarna segja yður frá þeim ráðstöf- unurn, sem gerðar hafa verið til að af- henda Abel hingað, ef staðið verður Ég mun tilkynna samkomulag okk- ar til Washington. Þá verður Abel send ur tafarlaust með herflugvél, í fylgd með varaforstjóra fangelsanna í Banda- ríkjunuim. Hann mun hafa með sér afturköllun dómsins. sem Kennedy for- seti hefur þegar undirritað, en varafor- stjórinn á svo eftir að meðundirrita. Og það verður gert á staðnum, þar sem skiptin fara fram —■ við stingum upp á Gi;°n''"Ve’-brúnni — eftir að ég he£ vottað, að réttu mennirnir séu afhentir. Maður, sem getur þeklct Powers, er þegar kominn til Berlínar, fjölskylda Pryors er hér og menn, sem þeklcja Makinen, eru liandbærir. Þá stendur ekki á öðru en samþykki yðar og þá verður Abel afhentur yður.“ Schisehikin hlustaði með athygli. Svo sagði hann: „Eruð þér viss um, að svona skjal hafi þegar verið undirritað af Kennedy forseta?“ „Já, vitanlega!" Ég lét í Ijós tals- verða óánægju yfir því. að ekki skyldi vera hægt að ganga frá málinu á staðnum og stundinni. „E£ Vogel hefur blekkt mig með lyg- um“, sagði ég, „þá finnst mér hann ekkl vera annað en ómerkilegur fantur, sem hafi unnið til refsingar af hendi við- eigandi yfirvalda“. „Ég skil afstöðu yðar“, svaraði Sdhisch kin, „en ef málið er svona í pottinn 12 LESBOK MORGLNBLAÐSINS 20. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.