Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Side 14
Messuvínið á Sauðafelli Láti hann þessi ljóðin mín loða i eyrum sínum: góði Fúsi gefðu vín guðsbörnunum þínum. Þessar vísur eru sennilega um 250 ára gamlar og samt eru engin ellimörk á þeim. Nú er eiílmitt messuvín á dagskrá, hversu sterkt skuli vera og á hvem hátt bruggað. Sennilega hefði Dala- mönnum í byrjun 18. aldar þótt þunnt að fá saft eina sam^n þeg- ar þeir fóru til altaris. Vísumar eignar gott handrit séra Guðmundi Eiríkssyni sem þjónaði Miðdalaþingum 1709 —- 1734. Guðmundur dmkknaði 1734 og var þá 52 ára. Hann var hag- mæltur vel. Aðrir eigna vísumar Sigurði Gíslasyni á Bæ í Miðdöl- um eða Jóni syni hans. Þeir eru báðir kunnir fyrir kveðskap og þó einkum Jón fyrir Tímarímu, sem ort mun 1709. Ekki er ljóst hvaða Vigfús er hér nefndur. Vigfús Eiríksson var prestur í Miðdalaþingum 1695-1707 og sat á Sauðafelli, ,hamn dó í stómbólu 1707 þrjátíu og sjö ára gamall. Hér gæti líka verið um að ræða Vigfús Jónsson frá Kvenna- brekku, sá er kunnur var undir nafninu Leimlækjar- Fúsi. Hann ólst upp í Dölum og þar var hann einmig í elli sinni og dó víst þar vestra. Ekki hef ég rannsakað hvort Fúsi hefur haft með mál- efni Sauðafellskirkju að gera, en það gæti þó verið. Sauðafells- kirkja var bændaeign og Fúsi átti allmiklar eignir. Leimlækjar- Fúsi dó 1728 og var þá um átt- rætt. Um þetta kann ég ekki fleira að greina en vísa málinu til fróð- ari manna, en vísumar standa sjálfar fyrir sínu. 11-5 — 1964. Sveinbjörn Beinteinsson Hjartans blíða heilsanin með hverskyns óskasafni; heill og sæll með hár og skinn höfðingjanna jafni. Skipað var mér að skila til þín því skilur á milli vegur: á Sauðafelli vantar vín Vigfús elskulegur. Svo hefur gengið sérhvert ár, sig mætti einhver gretta, láttu nú fara litlu skár ljúfurinn eftir þetta. Koma láttu kúta þrjá, klögun mikil gengur, Domine frater dragðu ei frá drottins húsi lengur. Ef þú gerir engin skil áttu vom á þykkju, fólkið mun þá fá mig til að færa þig saman í lykkju. Nú hef ég téðan tilgang minn, trúðu boðum sönnum og gefðu ám dvalar sopann sinn Sauðafellskirkj umönmum. Gosið við Vest- manna- eyjar Eftir Þorstein L Jónsson Forláttu af frómleik þín fljótlega línur skráðar, og kærleiksful-la kveðju mín keyrðu í mæðgur báðar. Surtur heldur sýning hér, sindrið lætur fjúka. Utantil við yztu sker frá aflin-um sést rjúka. Út ég fór að hitta hal hels við óðam gíginm. Þeytti hátt á himinsal, heityrtur og tiginn. Eldur kyntur umdir var, ekki vantar brenmi. Kyndarann, sem kyndir þar, kalla ég afarmenni. Víst er það ei visins hömd, er vikurglóð þá nærir: Af regindjúpi rísa lönd, með regimnætti hrærir. Fyrrum Eyja byggðist band, beitt var sömu rökurn. Nú verður bráðum numið land og nýtt með öðrum tökum. 21. marz 1964. = l«Ílllllllllllllll?tHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllillllllllllllllllllllllllllllÍ|j iljiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Ú r a n náIu m m i ðaIda Guðmundur Guðni 1182 D. Valdemar I, hinn mikli, Dana konungur. Knútur VI, sonur Valdemars, verð ur konungur yfir Danaveldi eftir að landsmenn í Danmörk höfðu valið hann til konungs og frá 1182 til 1660 voru Danakonungar kjörnir af dönsku þjóðinni. F. Frans af Assisi hinn heilagi. D. 1226. Hann stofnaði munka- reglu þá sem við hann er kennd og kölluð Fransmunkaregla. Hún breiddist ört út um Evrópu, Asíu og Afríku. Island Þorlákur biskup helgi ferðast um Vestfirði í fyrsta sinn. Grasleysusumar kallað. 1183 Orrusta í Björgvin í Noregi. ísland p. Sturla (Hvamms-Sturla) Þórð arson, ættfaðir Sturlunganna er Sturlunga-öldin dregur nafn af. Sturla var þá 67 ára. Hér hefst íslendingasaga Stuilu Þórðarsonar lögmanns. Guðmundsson iók 1184 Hinrik, sonur Friðriks Barbar- ossa, gerður að rómverskum keis ara. Sjóorrusta nálægt Sogni í Noregi milli Sverris konungs og Magn- úsar konungs Erlingssonar, er féll. Varð Sverrir þá konungur yfir Noregi öllum. ísland D. Tumi Kolbeinsson, höfðingi Skagfirðinga. Flateyjarklaustur flutt að Helga- felli. 1185 Stjórnarbylting í Miklagarði. Keisarinn Andríoníkus hinn síð- asti keisari af hinni merku Komnenaætt var drepinn en til keisara tekinn fsak Angelus. ísland Karl ábóti Jónsson fer til Noregs á fund Sverris konungs. Guðmundur Arason hinn góði vígður prestur. Ferst Grænlandsfar . saman D. Páll prestur Sölvason í Reyk- holti. D. Einar Þorgilsson á Staðarhóli höfðingi Dalamanna. Hann dó af sárum er konur og unglingar veittu honum er hann vildi ræna Þorbjörgu á Heinabergi nautgrip um. Hélt hún sjálf í kápu hans en tveir piltungar særðu hann þá á höfði. 1186 Sverrir konungur flytur hina frægu ræðu sína í Noregi ísland Þórður Sturluson fær Helgu dótt ur Ara sterka Þorgilssonar á Staðastað á Snæfellsnesi. Ari sterki fer út til Noregs og með honum Guðný, ekkja Hvamms-Sturlu. Ari dó af slysi í Noregi í þessari ferð. Hann var að bera siglutré ásamt öðrum mönnum, en þeir bekktust við hann og hlupu undan trénu, ætl- uðu að vita hvað hann væri sterk ur. Ari dó stuttu eftir atburð þennan .Ari var sonar-sonur Ara fróða. Stofnað fyrsta nunnuklaustur á íslandi að Kirkjubæ á Síðu. Það var Benediktsregla. Kallað hið illa vor á íslandi. Þegar Ari sterki lézt fékk Þórður Sturluson Stað ásamt mannafor- ráðum þar. 1187 Saladín soldán Egypta vinnu'-r Jerúsalem og tekur konunginn þar höndum. D. Giraldus Combrensis, sagn- fræðingur. ísland Helgastaðamál. Guðmundur dýri tekur af- Vaðla- þing. Nautadauðavetur kallaður á ís- landi. Ekkert skip kemur frá Noregi til íslands. 1188 D. Eysteinn Erlendsson, erkibisk up í Noregi. Jón kuflungur, íoringi flokks þess er við hann var kenndur og kallaðir voru Kuflungar, fellur fyrir mönnum Sverris konungs í Noregi. Jón var munkur og taldi sig vera son Inga konungs. Kufl- ungar tvístrast. Drepnir allir Gyðingar á Eng- landi. Vígður Jón Grænlendingabiskup. ísland Magnús Gizzurarson fer tvær ferð ir frá íslandi til Danmerkur. * Ingimundur prestur Þorgeirsson fer verzlunarferð til Englands. Guðmundi dýra gefið Fljóta- mannagoðorð. 1189 Ríkharður ljónshjarta verður kon ungur yfir Englandi er faðir hans Hinrik II dó. Hefst hin þriðja krossferð til landsins helga. Fyrir henni stóðu þeir þrír, Friðrik Barbarossa keis- ari Þjóðverja, Filippus Ágúst kon ungur Frakka og Ríkharður ljóns hjarta Englandskonungur. ísland Ingimundur prestur Þorgeirsson, föðurbróðir Guðmundar góða íerst í Grænlandsóbyggðum. Ilann var á skipi er hét Stangar foli. Skip það fannst 14 vetrum síðar og 7 menn látnir í hcllis- skúta. Vax var og þar hjá þeim og rúnir þær er sögðu atburð um líflát þeirra. Fræðimenn telja að Ingimundur hafi krotað rúnirnar með málmstíl á vaxbor- ið tréspjald. Ásmundur kastanrassi kemur frá Krosseyjum á Grænlandi til Breiðafjarðar. Skip hans var tré neglt og sinbundið. 14 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 20. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.