Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 2
Fyrir nokkrum árum kom út skemmtileg ævisaga Bern- hards Hollandsprins eftir banda , ríska blaðamanninn og rithöfuna- inn Alden Hatch, sem samdi bók- ina í samvinnu og samráði við prinsinn. Þykir ævisagan um margt merkileg, ekki sízt fyrir þá sök hve hispurslaus höfundurinn er og hve opinskár prinsinn hefur verið í sam- tölum sínum við hann. Hatch hefur skrifað sérkennilega bók um óvenjulegan mann. Hann hefur jafnframt fært mönnum heim sanninn um það, að jafnvel eigin- maður ríkjandi drottningar getur varðveitt persónuleika sinn og sjálf- stæði og látið til sína taka í mikil- vægum málum. Hatch telur að ein- ungis tveir eiginmenn ríkjandi drottninga hafi rækt hlutverk sitt með slíkum glæsibrag: Albert prins, eiginmaður Viktoríu drottningar, og Bernhard prins, eiginmaður Júlí- önu drottningar. Við samningu ævisögunnar hefur Alden Hatch átt aðgang að góðum heim- ildum — fólki sem hefur haft náið dag- legt samneyti við prinsinn og mönnum sem hafa átt samvinnu við hann um lausn hinn margháttuðu verkefna, sem hann hefur tekizt á herðar. Hefur hann fengið sérlega verðmæta hjálp frá Júlíönu drottningu og frá einkaritara prinsins, ungfrú Kokkie Gilles, sem lét honum í té skrá yfir átta höfuðgalla prinsins, sem hann hafði ekki tiltekið sjálfur. Samkvæmt þessari skrá á Bern- hard prins að vera úrillur á morgnana, sjálfselskur, meibhæðinn við fólk sem hann kærir sig ekki um, stundum yfir- borðslegur, og það sem er verst af öllu: hann hlustar ekki með tilhlýðilegri at- hygli á sögur annarra. Það gæti náttúr- lega einfaldlega stafað af því, að hann kunni sögurnar sjálfur og geti sagt þær miklu betur. Bernhard las sjálfur yfir skrá einkaritarans (þó varla yfir morg- unkaffinu) og tók hana bæði sem grín og alvöru. Slíkt hlýtur að vera einsdæmi um mann í hans stöðu, en það gerir bókina bæði læsilegri og trúverðugri. I) erhhard fæddist árið 1911 og var þá prins af Lippe-.Biesterfeld. Hann náði því rétt í endann á hinni hetju- legu lokabaráttu þýzku smáfurstadæm- anna fyrir því að varðveita a.m.k. minn- inguna um ytri form veraldar, sem var löngu liðin undir lok. Það sem var hon- um kannski verðmætast í uppvextin- um var vitundin um, að mörg hin gömlu hugtök heiðurs og sjálfsvirðingar, sem voru nátengd þessari horfnu veröld, stóðu enn í fullu gildi, þó hið ytra vald væri úr sögunni. Þessi afstaða olli ýms- um ýfingum milli Bernhards annars vegar og kennara hans og annarra æðri yfirvalda í Þýzkalandi hins vegar. Hann fann sig líka knúinn til að lifa glöðu en ekki alltof athafnasömu lífi í æsku, sam- kvæmt ævagömlum venjum ættar sinn- ax. . . Þegar hann loks gekk undir lögfræði- próf í Berlín eftir margra ára nám og eins árs erfiða einbeitingu, náði hann því einvörðungu vegna þess að hann klæddist SS-einkennisbúningi, „saum- uðum af bezta klæðskera í Berlín“, eins og hann kemst sjálfur að orði. Skilyrði þess að hann fengi að ganga undir lög- fræðiprótf var, að hann léti fyrst prófa sig munnlega eða skriflega í „pólitísk- um viðhorfum", nema því aðeins að hann væri meðlimur í einhverjum fé- lagsskap nazista. Hann gerði fyrstu til- raunina með því að ganga í flugklúbb, en eyðilagði flugvél í fífldjörfum æf- ingum og vannst rétt tími til að segja sig úr klúbbnum, áður en honum væri sparkað. Ásamt hópi vina sinna gekk hann síð- an í Berlínar-deild SS-bifhjólasveitar- innar, og höfðu þeir áður gert með sér samkomulag um, að þær gætu sagt sig úr sveitinni jafnskjótt og námi væri lokið. Aðrir hafa gert svipaða hluti með slælegri árangri, en Bernhard og félag- ar hans gengu úr bifhjóladeildinni strax að prófi loknu. Aðalhlutverk þessarar sveitar virðist hafa verið kappakstur í einkennisbúningum. Aðeins einn af vin- um prinsins var áfram í flokknum, og löngu síðar skaut honum upp í Hollandi, þar sem hann færði sér í nyt trúnaðar- traust Bernhards til að fremja svika- bragð. Það hefur ævinlega verið einn af veikleikum prinsins, að hann álítur menn fá heiðarleikann í vöggugjöf. Það kemur honum óþægilega á óvart í hvert skipti sem hann verður þess vís, að maður sem hann bar traust til hefur hlunnfarið hann. I ævisögunni er hispurlaus lýsing á kynnum Bernhards af hollenzku krón- prinsessunni og einbeittum tilraunum hans til að losa hana úr búrinu, sem marrandi hirðsiðir höfðu læst hana í. Eflaust hefði JúJíana brotizt út úr því hvort eð var í krafti skarpskyggni sinn- ar og atkvæðamikils persónuleika, en það varð vissulega til að flýta fyrir lausninni, að prinsinn lagði ótrauður til atlögu við fordómana. Hann vissi að sjálfsögðu ekki fyrirfram, að hann átti hollan stuðningsmann í Vilhelmínu droitningu, sem hafði sjálf átt erfitt með að draga andann í hinu konunglega gler búri. Hún var fljót til að veita samþykki sitt, þegar Bernhard gerði það að skil- yrði fyrir væntanlegum hjúskap hans og Júlíöriú, að hann hefði heimild og tækifæri til að „stunda áhugamál, sem kunna að liggja utan við þau mörk, er stjórnarskráin setur“, eftir að eiginkona hans væri orðin drottning. Án þessa ákvæðis í samningnum hefði Bernhard reynzt erfitt að gegna þeim hlutverkum, sem hann hefur tekið að sér á ýmsum sviðum, sem eru í námunda við stór- pólitík. Bernhard og Júlíana gengu í hjóna- band í janúar 1937. Þau hafa eignazb fjórar dætur, sem allar eru vaxnar úr grasi og hefur ein þeirra verið í heims- féttunum upp á síðkastið vegna nýaf- staðinnar giftingar hennar og spænska prins, en áður hafði hún horfið frá trú fjölskyldunnar og tekið kaþólska trú. Júlíana tók við völdum í Hollandi af móður sinni 6. september 1948. Ríkis- arfinn er elzta dóttirin, Beatrix, sem nú er 26 ára gömul. í íj ysmg ævisogunnar a monnum og viðburðum gefur Ijósa mynd af já- kvæðri afstöðu Bernhards. í rauninni virðist hann aðeins hafa óbeit á einum manni: Montgomery marskálki. Það var nær óhjákvæmilegt að gneistar fykju, þegar þessum ágæta og óþolandi hers- höfðingja, sem vissi allt betur en allir aðrir, laust saman við prins, sem með persónutöfrum, hugrekki og miklum samningshæfileikum var líka vanur að fá sínum málum framgengt. Og þegar þeir hittust í stríðinu, meðan Bernhard var yfirmaður hollenzku frelsissveit- anna og andspyrnuhreyfingarinnar, ea Monty yfirmaður hins sigursæla 21. hers, þá má segja að fundur þeirra hafí einkennzt af fullum fjandskap. Montgomery neitaði að taka trúanleg- ar hinar nákvæmu upplýsingar sem hol- lenzka njósnaþjónustan veitti honum árið 1944. Fallhlífasveit hans sveif niður í fangið á tveimur þýzkum bryndreka- sveitum, sem Hollendingar höfðu gefið nákvæmar upplýsingar um. Hann neit- aði að samþykkja þær upplýsingar sem Bernhard prins lagði fyrir hann varð- andi möguleikana á beitingu skriðdreka í hollenzku landslagi. Hann þekkti það miklu betur sjálfur. Niðurstaðan varð blóðugur ósigur bandamanna, sem að áiiti prinsins hefði getað orðið sigur eða 1 versta falli mjög takmarkaður ósigur. Að því er Holland snerti varð þessi ósigur upphafið að hinum hræðilega „hungurvetri“ 1944—45, sem ekki líður úr minni þeim, sem séð hafa afleiðingar hans. Bernhard prins er einn þeirra, sem ekki geta gleymt honum. Orlögin áttu eftir að færa prinsinum eftirminnilega hefnd mörgum árum síðar, þegar flotaæfingar Atlantshafs- bandalagsins fóru fram úti fyrir Corn- wall-strönd og Bernhard tók á móti all- mörgum flotaforingjum, ásamt gamla marskálkinum og borgarstjóranum í Penzance, á hollenzka forinigjaskipinu. Þegar gestirnir voru í þann veginn að stíga af skipsfjöl eftir móttökuna, gaf prinsinn einum sjóliðanna fyrirmæli um að sækja höfuðfat marskálksins. Hvernig sem á því stóð — og prinsinn leggur æru sína við að það hafi ekki verið hans sök — þá kom sjóliðinn til baka með kúluhatt borgarstjórans, sem Framhald á bls. S Utgeíandi: H.f. Arvakur, Reykjavílt. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnason frá Vicur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sínil 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.