Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 8
ins, eystri hlutann af Austur-Skaftafells- sýslu, og njóta m.a. þess útsýnis sem atmennt er talið það fegursta í byggð á íslandi — af Almannaskarði vestur yfir Nesin og Mýrarnar. Og okkur var feng- inn farkosturinn. Hann lagði ríkið tiL J. J. var dómsmálaráð'herra og réð yfir varðskipunum, svo að hæg voru heima- bökin, en tjöld og teppi og annan við- leguútbúnað lagði skólinn til. Fararstjór- ar og leiðbeinendur skyldu vera þau frk. Anna Bjarnadóttir enskukennari og Guðmundur G. Bárðarson náttúrufræði- kennari. Hann hafði komið til starfa við skóiann að dr. Helga Jónssyni látnum árið 1925. G. G. B. hafði tekið upp þann sið að fara með nemendur sína í smá- ferðalög til að hleypa meira lífi í kennsl- una heldur en hægt var að ná með bókunum á skól aborðunum. Höfðu f imrntabekking a r farið a.m.k. tvær slíkar ferðir — smágöngutúr suður í Fossveg og aðra með bifreið suður í Grindavík. Var þá geng- ið á Þorbjörn. Tók sn ferð heilan dag og þótti skemmtiLag tiibreytni, enda þótt „skólaþreyta“ og „námsleiði“ væru þá óþekkt hugtök. g LESBÖK MORGUNBLAÐSIMS mt ennan vetur 1928—29 voru 46 nemendur í 5. bekk. Máladeildin var tvískipt, A-bekkur með 21 nemanda og B-bekkur með 15 nemendur. í máladeild voru 9 stúlkur. Stærðfræðideildin var C-bekkur með 10 nemendum. Það voru eingöngu piltar. Þá virðast stúlkur ekki hafa verið vaxnar upp í það að leggja stund á æðri matematik. Af þessum 46 bekkjarsystkinum tóku 18 þátt í Horna- fjarðarferðinni. Það voru allar stúlkurn- ar nema ein og tíu piltar. Þetta mun mörgum finnast undarlega lítil þátttaka í svo girnilegri reisu. Fyrir því munu aðallega tvær ástæður. í fyrsta lagi sú, að hér var um algert nýmæli að ræða óg venjulega er það svo, þegar verið er að ryðja brautina, þá fylgjast ekki allir með. Hitt mun þó hafa ráðið mestu um lélega þátttöku, að menn voru auralitlir með afbrigðum og það jafnvel dætur og synir frá efnaheim- ilum. „Söl eg át“, sagði einn bekkjar- bróðir löngu seinna, þegar hann minnt- ist sinna skólaára. Nú var það samt svo, sð hér var ekki um mikinn ferðakostnað að ræða, eiginlega aðeins fæðið, því að farkosturinn var veittur ókeypis eins og fyrr er sagt. Hinsvegar reyndu allir, þrátt fyrir þröngan vinnumarkað, að koma sér í einhverja vinnu strax og skóla lauk á vorin, og hafa því ekki viljað verða af þeirri atvinnu sem þeim kynni að bjóðast meðan á ferðinni stóð. Svo ér það þriðjudaginn 11. júní, að við mætum niðri á austur-uppfyllingu og berum ferðaföggur okkar um borð i Óðin. Það er reglulegt vorveður — hlýr landsynningur og gengur á með hægum skúrum, sem falla sins og bláleitar slæð ur niður nálæg fjöll. Við komum far- angrinum fyrir og tökum okkur svo stöðu á dekkinu meðan skipið snýr sér og heldur út um hafnarmynnið. Það kiýfur knálega .gáraðan hafflötinn út Flóann. Fyrsta fimmtabekkjarferðin er hafin. Það er ekki búið að sigla lengi áður en músikkin glymur um allar þiljur. Út- varpið? Nei, þetta er fyrir daga þess. Það var ekki fyrr en árið eftir að „Útyarp Reykjavík“ hljómaði í eyruim lands- manna. En stúlkurnar hafa fengið lán- aðan grammófóninn hjá 2. stýrimanni og' slegið upp dansleik á dekkinu. En bekkjarbræðurnir taka lítinn þátt t honum. Þeir borðalögðu hafa sitt að- dráttarafl og ganga fyrir. En þetta varð bezta ball. M.a.s. skipherrann sjálfur tekur þátt í því. Það stendur til kl. 7, með litlum hvíldum. Þá er etinn kvöld- verður, en eftir það fer sjóveikin að gera vart við sig, enda er þá koimið fyr- ir Reykjanes og sjór farinn að þyngjast. Nú verður hin versta líðan hjá mörgum, því að flestir eru sjónum óvanir. En góður var aðbúnaður og gott atlæti hjá Fraimhald á bls. 12 Sunnanmenn óg Norðanmenn. Fararst jórarnir, Guðm. G. Bárðarson til vinst ri, t’álmi Hannesson til liægri. Fyrsta fimmtabekkjarferðin Su nn u d a gsm or gunn í maí 1929. En hvað allt stendur glöggt fyrir hugskotssjónum enn í dag. Þó eru-liðin 34 ár. B-jartur, vor- blár himinn hvlfist yfir Reykjavík. Ömurinn frá klukknahringingu Dómkirkjunnair titrar í loftinu. Helgi sunnudagsmorgunsins svífur yfir borginni. Nokkrir góðborgarar miðbæjarins ganga suður Lækjar- götu og svartklæddar, eldri konur úr Þingholtunum eru á leið niður Bókhlöðustíg. Sr. Bjarni ætlar að fara að messa. Við fimmtubekkingar erum á leið nið- ur í skóla þennan morgun þótt helgur sé. Hvað stendur til? Eitthvað sérstakt — óvenjulegt — hlýtur það að vera. Já vissulega. Hvorki meira né minna en það, að nú er að hefjast nýr þáttur í skólasögu íslendinga. Það á að undir- búa hann þennan fagra sunnudagsmorg- un. Okkur bekkjarsystkinunum hafði venð stefnt niður í skóla. Það átti að kynna okkur þessa rnerku nýjung. Og það er sjálfur kennslumálaráðherrann, sem ætlar að gera það. Við göngum inn í skólaportið inn um litla hliðið fram hjá leikfimisihúsinu. Nú er búið að loka því fyrir löngu. Um leið sjáum við mann koma inn í portið að norðanverðu frá Amtmannsstígnum. Hann er prúð- búinn, svartklæddur, frakkalaus, geng- ur við staf. Þegar við komum nær, sjá- um við að þetta er Jónas sjálfur. Hann heilsar okkur með brosi og handabandi og það eykur á hátíðleik morgunsins að komast í svona náið, persónulegt sam- band við þennan þekktasta mann þjóð- arinnar. Þegar við komum fram fyrir skólann, er rektor á leið upp skólabrúna. Hann gengur hægt og virðulega, enda orðinn . roskinn, 65 ára. Hann-hafði verið settur rektor fyrr um veturinn við lát Geirs Zöega. Ekki minnist ég að aðrir kenn- arar skólans kæmu til að vera viðstadd- ir þessa athöfn, nema Guðmundur G. Bárðarson. Síðan göngum við öll upp á Sal. Þar er kynntur fyrir okkur þessi nýi þáttur sem nú er að hefja göngu sína í íslenzku skólastarfi — fimmtabekkj arferðirnar svokölluðu, sem byrjuðu bæði í M.R. og M.A. þetta vor og héldust í skólunum um margra ára bil og haldast enn, þótt þær hafi e.t.v. fallið niður einstaka ár. E kki man ég glöggt hvað fram fór á þessum fundi. Þeir töluðu þar báð- ir, ráðherrann og rektor, og hafa sjálf- sagt gert grein fyrir tilganginum með þessari nýjung. Jónas var vitanlega upp- hafsmaðurinn að henni eins og svo fjöl- mörgu í kennslumáium landsins meðan hann hafði yfir þeim málaflokki að ráða og ekki þarf frekar um að fjöl- yrða. Fimmtabekkjarferðirnar voru hugsað- ar sem éins konar framhald á skóla- náminu — náttúrufræðinni. • Jafn- fram áttu þær að stuðla að því að skólafólkið kynnlist landi sínu, feg- urstu og sérkennilegustu héruðum þess. Ennfremur mundu þæ.r geta verið nem- endum hollur skóli i útiiegum og ferða mennsku, eflt með þeim félagslegar dyggðir og auikið kynni meðal Sunnan og Norðanmanna, því ferðirnar skyldu verða sameiginlegar fyrir báða mennta- skólana. Allt hefur þetta sjálfsagt verið rakið í ræðu kennslumálaráðh,errans uppiáSal Menntaskólans þennan sunnudagsmorg- un í maí 1929. Svo vai þessum fundi slitið. Jónas fór aftur upp í Sambands- hús og hélt áfram að stjórna landinu, en við fimmtabekkingarnir flýttum okk- ur að klára prófin til þess að komast sem fyrst út í vorið og veðurblíðuna. Samt áttum við að halda áfram að læra. Það var óvenjuleg og undarleg til- finning. öðru hvoru var verið að halda fundi — bekkjarfundi — til þess að ræða um ferðalagið og undirbúa það á ýmsan hátt. Svo var fyrir mælt, að við færum austur í Hornafjörð með skipi og skyld- um ferðast um eitt íegursta hérað lands- Sunnanmenn — myndin tekin undir A lmannaskarðL Fremsta röð: Sólveig Sigurbjömsdóttir, Bergljót Sigurðardóttir, Anna Halldórsdóttir, Guðmundur G. Bárðarson, Sverrir Magnússon, Ásgeir Hjartarson. Miðröð Fanney Sigur- geirsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Baldur Johnsen (að baki) — hann var aðeins með fyrstu daga ferðarinnar, — Katrín Smári, Höskuldur Ólafsson, Anna Bjaradóttir, Ásta Stefánsdóttir, Skúli Gíslason. Efsta röð: Samúel Ketiis son, Úlvar Þórðarson (að baki, Guðmundur Einarsson, Jón J. Símonar- son, Gísli Brynjólfsson, 22. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.