Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1964, Blaðsíða 2
J&MYi Ifik SVIP- MVND Bandaríski vísindamaðurinn dr. Linus Carl Pauling hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1962, sem veitt Voru í fyrra- haust um leið og Alþjóðlega rauða krossinum voru veitt friðarverð- launin fyrir árið 1963. Dr. Pauling er tólfti Bandaríkjamaðurinn sem verðlaunin hlýtur, en naestur á und- an honum var George C. Matshall hershöfðingi, sem hlaut verðlaunin fyrir árið 1953. Af öðrum Banda- ríkjamönnum, sem fengið hafa frið- arverðlaun Nóbels, má nefna Ralph J. Bunche aðstoðarframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, Cordell Huli utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og forsetana Woodrow Wilson og Theodore Roosevelt. Linus Pauling er af eldri kynslóð þeirra bandarískra vísindamanna, sem nú ber hæst. Mestu afrek sín á sviði vísindanna vann hann á árun- um 1930—1940, en kenningarnar og tilgáturnar, sem hann kom fram með þá, eru enn veigamesti grundvöllur vísindarannsókna á mörgum og ólík- um sviðum. Dr. Joseph E. Mayer, prófessor við Columbia-háskólann í New York, sagði nýlega, að Linus Pauling hefði með rannsóknum sínum fært vís- indamönnum heimsins bróðurpart- inn af þeirri vitneskju, sem nú væri fyrir hendi um magn og byggingu Iífrænna mólekúla. Hann gat þess, að ritgerðir Paulings um eðli efna- sambanda (the chemical bond) og „bergmáls“ (resonance) hefðu ger- breytt fræðimáli lífrænnar efna- fræði. E inus Pauling, sem nú er 63 ára gamall, fæddist í Portland í Oregon, og var faðir hans lyfsali. Þegar í bernsku fékk hann óslökkvandi áhuga á efna- fræði. Áhugi hans á byggingu mólekúla og eðli hinna leyndardómsfullu efna- sambanda var orðinn svo djúptaekur þeg- ar hann var 18 ára og í þann veginn að hefja háskólanám, að hann var þess full- viss, að lífsstarf hans mundi verða unnið á þeim vettvangi. Það var því ekki nema eðlilegt, að höfuðnámsgreinar hans við ríkisháskólann í Oregon yrðu efnafræði og eðlisfræði. Hann hóf hinar víðtæku rannsóknir sínar í þessum vísindagreinum árið 1922, Bachelor of Science. Að námi loknu gekk hann í þjónustu Tæknifræðistofnunar Kalíforníu og varð aðstoðarmaður þar með þáð fyrir augum að geta haldið á- fram rannsóknum sínum. sama ár og hann hlaut háskólagráðuna LINUS PAULING E ftir að hann hafði lokið doktors- prófi árið 1925, stundaði hann fram- haldsnám í Miinchen, Ziirich og Kaup- mannahöfn í því skyni að auka og dýpka þekkingu sína á þeim nýju hugmynd- um, sem þá voru óðum að koma fram í heimi eðlisfræðinnar. Þessi þekking var honum lífsnauðsyn- leg, því það var skoðun manna, að elek- trónur, sem vísindamenn voru að fá æ meiri vitneskju um, gegndu veigamiklu hlutverki í myndun efnasambanda. Það var samt ekki fyrr enn alllöngu eftir 1925, þegar magnfræðin hafði tekið mik- illi þróun, að grundvallarkenningarnar um eðli efnasambanda voru settar fram. Það var með því að tengja saman magn- fræðina og efnafræðina, sem dr. Pauling vann ýmis af glæsilegustu og mikils- verðustu afrekum sínum . E ftir að dr. Pauling kom aftur heim frá Evrópu árið 1928, varð hann fastakennari við Tæknifræðistofnun Kalíforníu (California Institute of Technology). Á árunum milli 1928 og 1938 samdi hann allmargar vísindarit- gerðir, sem voru afarmerkilegar og færðu verulega út kvíar vísindalegra hugmynda um efnasambönd. í þessum ritgerðum gagnrýndi hann, sundurgreindi og ræddi hinar ýmsu til- gátur um hlutverk elektróna í öllum efnafræðileguni breytingum og sam- böndum, og hvernig elektrónísk blöndun atómanna fer fram. Hann kafaði dýpra í eðli efnasambanda og ræddi hinar ýmsu gerðir elektrónískra sambanda, og beitti elektrónu-kenningunni ekki einungis í sambandi við byggingu mólekúla, heldur einnig við kristalla, þ.e.a.s. þau form sem mólekúlin fá í málmum og öðrum föstum efnum. Hann varð líka fyrstur manna til að beita magnfræði-kenning- unni um „bergmál“ við rannsókn á bygg- ingu mólekúla. M lraeð meistaralegum rannsóknarað- ferðum sínum og með því að nota áhöld, sem eðlisfræðingar höfðu nýlega búið til, færði hann vísindaheiminum fyllri mynd af byggingu mólekúla en hann hafði nokkru sinni fyrr átt kost á. Jafn- framt þessu lagði hann grundvöllinn að næstu stóru framfaraskrefunum í efna- iðnaði, framleiðslu algerlega nýrra gervi- efna til klæðagerðar, gervigúmmís, plasts og annarra sambærilegra „mann-gerðra“ efna. Það eru þessi mikilsverðu og frumlegu rannsóknarstörf, sem eru uppistaðan í hinni frægu bók hans, „The Nature of the Chemical Bond“, sem kom út árið 1939. Og fyrir þessi sömu afrek voru dr. Pauling veitt Nóbelsverðlaunin í efna- fræði árið 1954. Linus Pauling hefur þannig tvívegis hlotið Nóbelsverðlaunin. Hinn mikli fyrirrennari hans í eðlis- og efnafræði, Madame Curie, hlaut verð- launin líka tvisvar. Hún fékk efnafræði- verðlaunin árið 1911, en deildi eðlisfræði- verðlaununum með tveim öðrum vís- indamönnum árið 1903. seinni árum hefur áhugi dr. Paulings beinzt æ meir að lífefnafræði, efnafræði jurta- og dýralffs, og hefur hann í því sambandi lagt sérstaka áherzlu á rannsókn eiginleika og ein- kenna prótein-mólekúlsins, sem er undir- stöðuefni í öllum jurtum og dýrum. Einnig á' þessum vettvangi hafa rann- sóknir hans mjög aukið við -þekkingu og skilning mannsins, jafnframt því sem þær hafa lagt grundvöllinn að frekari rannsóknum og þróun. „Afarmikilsverðar uppgötvanir eru nú mögulegar á þessu sviði (lífefnafræði)“, sagði dr. Pauling nýlega.',,Lögð hafa ver- ið fyrstu drögin að því, að maðurinn geti lagt til atlögu við eðli sjálfs lífsins“. Dr Linus Pauling hefur löngum verið umdeildur maður, enda býr hana yfir miklu hugrekki og fer aldrei í laun- kofa með sannfæringar sínar. Hann hef» ur alla tíð beitt sér mjög gegn tilraunum með kjarnörkuvopn, og fyrir það var um tíma reynt að koma á hann komm- únistastimpli, eins og víða er mikill siður þegar menn þora að hugsa sjálfstætt, Andúðin gegn honum gekk svo langt, að honum var synjað um vegabréf til a8 komast úr landi árið‘ 1952, en þá var McCarthy upp á sitt bezta í Bandaríkj- unum. Árið 1958 beitti Linus Pauling sér fyrir fjöldaundirskriftum í þeirri von, að tak- ast mætti að koma á banni við tilraun- um með kjarnorkuvopn. Fékk hanti 11.000 vísindamenn hvaðanæva úr heuu- Framhald á bls. 4 UtgelancU: H.l. Arvakur, Reykjavnu Framkv.stJ.: Slglús Jónsson. Ritatjórar: Sigurður Bjarnasoti frá VUnvr. Matthías Johannessen. Eyjóliur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arnl GaiSar Krlstlnssoo. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi S*480. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS S4. tölúbtaðTWH

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.