Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Síða 3
Maðurinn THOMAS L. MASSON fœddist í litlum bæ í suðurrtJcjum Bandaríkj- anna árið 1866. Var í siqlingum með föður sínum til 27 ára aldurs, er hann gerðist bókmenntaritstjóri Life, sem þá var bezta skopblað Ameríku. Þar gat hann sér slíkan orðstír, að eigandinn gaf honum hlut í blaðinu og 36 ára var Mass- on oröinn aðalritstjórinn. Árið 1922 yfirgaf hann Life, sem tók þá að síga niður í öldudal. Síðan vann Masson hjá ýmsum öðrum blöðum og gaf jafnframt ú t um skeið ársrit með sfcoplegu efni, „Tom Masson’s Annual‘c. Hann lézt árið 1934. Masson var ekki einvörðungu 'húmoristi. Hann gat einnig, þegar þvt var að skipta litiö alvarlegum augum á amerísk þjóðfélagsmál. Löndum sínum hefur hann lýst þannig: „Ameríkumaðurinn er ýmist glað ur eða hryggur. Þegar hann er glað ur, hlœr hann að öðrum. En sé hann hryggur, hlœr hann að sjálf- um sér EFTIR TOM MASSON Þegar Henry Bilkins kom til baka, hafði hann verið dauður nákvæmlega 10 ár. Hann var sá fyrsti, sem kom til baka sam kvæmt nýja kerfinu. Það er ekki vitað, hversu margir hafa síðan komið til baka, en í þessari sögu er aðeins rúm tii að ræða um þennan eina einstakling. Henry Bilkins stóð á hominu á F-stræti og Sunset Avenue í sörnu fötunum, sem hann hafði borið við jarðarförina fyrir 10 árum. Þau voru nú oröin dálítið þvældari eft- ir að hafa legið í fjölskyldugraf- reitnum allan þennan tíma. Það var hér, fram hjá þessu götuhomi, sem líkfylgd hans hafði farið. Þetta hafði verið íburðarmikil og virðuleg jarðarför á sína vísu og einkennzt af aknennri og djúpri 6org, sem sprengt hafði ahar flóð- gáttir og flætt yfir nærliggjandi byggðarlög, því að Henry Bilkins hafði verið maður elskaður og virt- ur. Hann hafði unnið baki brotnu, hann hafði eignazt fjölskyldu, hann hafði látið eftir sig góð efni og blómstrandi fyrirtæki, og hann hafði dáið á bezta aldri, svo að þeir, sem notið höfðu fyrirhyggju hans, ráðdeildar og leiðsagnar, urðu sjálf ir að axla þessar byrðar, og þeir sem elskuðu hann vegna hjarta- hlýju hans, einlægni og vináttu — sem kom til baka svo óvænt reiðarslag. Siðan settust þelf rólegii- niður og ræddu rnálið. — Ég á ekki eitt einasta cent í vas- anum, sagði Henry Bilkins. Við not- lun ekki svoleiðis, þar sem ég var. A, , rthur var nú giftur, og fyrir- tækið — jæja, fyrirtækið var ekki leng ur jaifn blómlegt og áður, og hann átti lítil börn. — En samt sem áður, hann var gjafmildur í eðli sínu og ekki skorti hann þær réttu sonarlegu tilfinningar. — Já, auðvitað, sagði hann og opnaði peningaka-ssann. Héma eru hundrað dollarar, pabbi. Það ætti að nægja þangað til.... Henry Bilkins tók seðlana og braut •þá vandlega saman. Ýmislegt fór hon- um að verða betur ljóst. — Ég skildi þér eftir mestan hlut- ann af peningum mínum, Arthur. Þegar svo allur sannleikurinn lá hon um í augum uppi, reis hann brosandi á fætur og sagði: — Láttu mig ekki tefja þig, dreng- ur minn. Ég er að hugsa um að rölta til kunningjanna og treysta gömul vináttu- bönd. En hvernig líður mömmu þinni annars? Svipur Arthurs breyttist. — Mömmu líður ágætlega, sagði hann með dálitlu af hinni fomu virðingu í röddinni. En það er kannski bezt, að þú heimsækir hana ekki, fyrr en .... Ég meina.... Það er rétt, að ég fylgi þér. Við getum ákveðið einhvern tíma. Ég vi-1 gjarna fá ráðrúm til að hugsa málið. Henry Bilkins byrjaði hringferðina hjá gömlu vinunum. Fyrst heimsótti hanr. Gadsby. Gadsby og hann höfðu spilað golf saman einu sinni í viku síð- ustu fimm árin, sem Bilkins lifði. Þarna endurtók sig sama óþægilega undrunin. — Ég hefði gjarna viljað leika með þér síðdegis, en — sérðu — við Perk- ins þurfum að hittast. Á morgun? Ja, þá leikum við Hopkins. Kannski ein- hvern dag í næstu viku? Biikins yfirgaf Gadsby og heilsaði síðan upp á Whittier og Dimpleton og Framhald á bls. 6 allir þeir urðu lamaðir af sorg, þegar hann féll svo skyndilega frá. Þ að var þess vegna, sem Henry Bilkins kom til baka, þegar hann fékk þá vitneskju, að það vaari mögulegt samkvæmt þessari nýju aðferð, sem hinn efnilegi formaður sálvísindafé- lagsins hafði fundið upp fyrstur manna. Hann gerði það af skyldurækni við aðra. Það var ekki minnsta ástæða til að ætla, að hann hefði það ekki gott, þar sem hann var, — því hann hafði ver- ið fyrirmyndarmaður í alla staði. En þar sem hann vissi, hversu mikið hans hafði verið saknað, hversu stórt áfall þao hafði verið, þegar hann hvarf yfir landamærin miklu, hversu allir höfðu verið háðir handleiðslu hans og svo framvegis, þá fannst Henry Bilkins, að hann yrði að fara þangað, sem skyld- an kallaði. Og þarna var hann nú kom- inn. Hann gekk niður götuna að gömlu skrifstofubyggingunni sinni, sem nú hafði fengið nýtt skilti með nafni son- ar hans. Hann gekk inn um hliðið. Hann gekk upp tröppurnar. Hann gekk inn í skrifstofuna. Þar höfðu orðið breytingar. En hann kom auga á orð- ið „Einkaskrifstofa", og þar fór hann inn, áður en nokkur gæti stöðvað hann. Hann gekk beina leið til elzta sonar sins. — Arthur! — Pabbi! í augnablikinu komust þeir í tals- verðar geðsihræringar. Þær voru samt ekki af þeirri tegund, sem kvenfólki er svo tamt að sýna, heldur fullkom- lega í samræmi við sanna karlmanns- lund og engan veginn óeðlilegar eftir Draumhvörf Eftir Svein Bergsveinsson Ó, lát það vera fyrstan fund, er faðmlags þíns ég nýt. Sú hugsun örvar eins og vín ' að eignast þig við fyrstu sýn — sem líka er hinzt. Það heldur hver sinn veg. Við erum jafnan ein vors liðs, þótt aðrir séu í för. Við þráðum vin að veita yl og vissum hann var ekki til. — Ég sé þitt andlit óglöggt sem í reyk. Ég finn þú þokast nær og nær og nóttin er þitt lín. Lát snertast brjóstin þung af þrá, lát þyrsta munna svölun fá. — Ég vakna um leið og fæ ég þig í faðm. (Breytt handrit. — Að stofni til ort í Kaupmannahöfn, 6.11. 1944. Berlín, 3. 4. 1964) I. 26. tbl. 19ö4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.