Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 4
k. Liincoln Center: — 1. Pliilharmonie Hall. 2. New York State Theater. 3. Vi vian Beaumout Theater. 4. Liörary Museum. 5. Metropolitan Opera. 6. Juillard- skólinn. er til að þær hafi örvandi áhrif hver á aðra. Nemendur skólans ættu þannig að fá tækifæri til að fylgjast með vinnu- brögðum hinna færustu listamanna, söngvara, leikara, dansara, hljóðfæra- leikara, leikstjóra, söngstjóra, hljóm- sveitarstjóra, balletthöfunda (ehorao- grapha) og svo mætti lengi telja. Sdðan flytja nemendurnir áhrifin með sér til annarra staða, þar sem þeir ráðast til starfa. Geta þessir möguleikar, ef vel eru notaðir, orðið ómetanleg lyftistöng alls listræns uppeldis komandi kynslóða í Bandaríkjunum. Fyrirhugað er, að hópar listamanna frá Lincoln Center heimsæki skóla, bæði innan New York og utan, og haldi þar sýningar af ýmsu tagi. Þegar veturinn 1960—61, meðan Phil- harmonic Hall var í byggingu var byrj- að á slíkri starfsemi — svo kölluðu „stúdent-program“ eða nemenda áætlun. Nemendur Juillard-skólans gáfti bama- og unglingaskólum kost á að velja milli sjö hljómieikaskráa þar sem leikið var á fiðlu, píanó eða celló, strengjakvartettar og blásarkvintettar skólans lékiu eða fluttur var ýmiss kon- ar söngur, einsöngvara, kóra o.s.frv. Af hálfu Metropolitan óperunnar var séð fyrir flutningi óperunnar „Cosi fan tutte“ eftir Mozart fyrir skólana, haldn- ar 32 sérstakar skólasýningar. Þá var u. þ. b. hundrað þúsund nemendum á gagnfræðaskólastigi gefinn kostur á að hlýða á æfingar hjá New York Phil- harmonic hljómsveitinni undir stjórn Leonards Bernsteins, sem er annálaður íyrir hæfileika sína til að vekja áhuga ungs fóiks á músik. Ennfremur voru haldnir sérstakir tónleikar fyrir unga fólkið. Þannig hefur verið haldið áfram ár frá ári. Á síðasta ári var stofnaður sér stakur sjóður, er hefur það markmið að standa undir ýmiss konar ráðstöfunum, einkum til kynningar og fræðslu, .sem ekki geta staðið undir sér. Með þessum sjóði hefur verið haldið áfram fyrr- greindum námsmanna áætlunum og þátttaka unga fólksins farið ört vaxandi. Sjóðurinn stóð ennfremur að nokkru leyti undir síðdegishljómleikum, sem haldnir voru með þeim hætti, að sætin í hljómleikasalnum í Philhar- monic Hall voru tekin upp og borð og stólar settir í staðinn þannig, að fólk gat setið þar og fengið sér eitthvað að drekka, meðan það hlustaði á létta rnúsik og horfði á danssýningar og fleiri skemmtiatriði. Skólanemendur fengu að göngumiða að þessum skemmtunum fyrir sáralágt verð, eða um fimmtíu cent. L iður í námsmannaáætluninni fyr- ir næstu tvö árin eru verðlaunaveitingar — verður u. þ. b. þúsund nemendum, sem t. d. skara fram úr við nám í skól- um, sýna lofsverða framkomu eða hafa sérstakan áhuga á músik, gefinn kostur á að sækja — þeim að kostnaðarlausu — sex tónleika New York Philharmonic hljómsveitarinnar og hlýða á fyrirlestra um músik. Pyrirhugað er að færa mjög út þennan lið, þannig að hann nái jöfn- um höndum til tónlistar, dans- og leik- listar. Hefur Lincoln Center samvinnu við forráðamenn skólanna um hvernig þessu skuli háttað. Fyrrgreindur sjóður stendur undir þessu að nokkru leyti og ennfremur styrkir hann starfsemi The Reportory Theater og New York City Ballet, auk þess sem undirbúningur að fyrirhugaðri árlegri listahátíð Lincoln Centers og sumarnámskeiðum kenn- ara í túlkandi listgreinum er kostaður af sjóðnum. Hér að framan hefur aðeins verið drepið lítillega á heiztu byggingar Lin- coln Centers — sem þó eflaust eru og verða í framtiðinni efni í margar blaða greinar hver fyrir sig. En með þeim er þó vissulega ekki allt talið. Útundan í þessari frásögn hafa orðið hin miklu mannvirki neðanjarðar, sem vegfarend- ur aldrei sjá — bifreiðageymslan mikla fyrir 732 bifreiðir, undir Lincoln Center Plaza og trjágarðinum Damrosch Park. Garður sá verður milli Metropolitan byggingarinncir, New York State Theat- ers, 62. strætis og Amsterdam Avenue. Ennfremur mannvirkið mikla undir North plaza, þar sem eru miðstöð'var fyrir r^fmagnshita og loftræstingarkerfi bygginganna allra auk hvers konar tæknibúnaðar annars. L incoln Center bætir ú.r brýnni þörf margra aðila fyrir nýtt húsnæði. Sem fyrr segir er Philharmonic Hall fyrsti fasti samastaður Philharmonic hljómsveitarinnar. Hefur hún yfirleitj; haldið hljómleika sína í Carnegie Hall — en um tima stóð til að rífa það hús og var þá ekki fyrir hendi neinn staður, sem hljómsveitin gat sætt sig við til frambúðar. Um New York City Ballett er -það að segja, að hann hefur alla tíð verið á hrakhólum, starfað og sýnt við afleitar aðstæður — enda er sagt, að Balanchine hafi gengið um sem í draumi fyrst eftir að hann komst í New York State Theater. Og þá Metropolitan óper- an — . Þótt „Met“ sé jafnan talin í hópi hinna beztu í heimi verður ekki sama sagt um húsakynni hennar. New York hefur ekki getað státað af óperuhúsi, er stæðist samanburð við Parísaróperuna, Rikisóperuna í Vín, Festival Hall í Lond- don eða konunglegu óperurnar í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi. Húsið við Broadway og 391. stræti er í fyrsta lagi ákaflega Ijótt — má þó segja, að það sé smekksatriði — og að sögn kunnugra eru aðstæður allar fyrir starfsfólkið af- leitar og tæknibúnaður ófullnægjandn í hinu nýja húsi Lincoln Center verður sviðs — og tækniútbúnaður allur eina fullkominn og hugsanlegt er. Hafa sér- fræðingar ferðast ásamt arkitektinum, Wallace Harrison, um alla Evrópu og kynnt sér aðstæður óperuhúsanna þar. Áhorfendasalurinn mun taka 3.765 manns í sæti og 164 stæði. Þegar hljóm- sveitin er lítil verður hægt að bæta við einni 35 sæta röð. I húsinu verður hin ágætasta starfsaðstaða á öllum sviðura og fyrir gesti verða þar m.a. þrjár veit- ingastofur, og stórir og skrautlegir for- salir. Vonir standa til að óperan geti flutt í nýja húsið áður en vetrardag- skráin 1966 hefst. c kJ aga Lincoln Centers er í raún- inni nátengd Metropolitan óperunni. Má rekja hana allt til áranna 1920—30, þeg- ar John D. Rockefeller keypti fyrstu lóðina í Rockefeller Center, sem nú er, í því augnamiði að þar yrði reist nýtt óperuhús. Hugmyndin hjaðnaði á kreppu árunum — og þó ekki alveg. Einstöku menn héldu áfram að láta sig dreyma og ungur arkitekt, Wallace K. Harrison, sem kunnugur var Rockefeller fjölskyld unni gerði árið 1930 hvern uppdráttinn á fætur öðrum. Þetta vakti enn áhuga fjölskyldunnar, einkum Nelsons, sonar Johns D. og núverandi ríkisstjóra New York. Komst fjölskyldan að þeirri niðurstöðu, að lóðirnar norður af 50. stræti yrðu ákjósanlegur staður. Skyldi rísa þar óperuhús, hljómleikasalur, bún ingasafn og safn fyrir nútímalist — Museum of modern art, sem raunar var byggt þar síðar. Um þessar mundir þótti hinsvegar óráðlegt að leggja í slík ar framkvæmdir nema því aðeins, að ríkisstjórnin tæki þátt í þeim. Þáver- t forsal Phi Iharmonie HalL 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1864

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.