Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 7
1 i i 1 Guðbrandsbiblía. — (Ljósm.: Ól. K. M.). réttamaður blaðsins brá sér upp, í Landsbókasafn skömmu fyrir jólin, og var erindið að fá að skoða og fræðast um nokkrar hinna gömlu og fágætu íslenzku bóka, sem þar eru geymdar. Yið hittum að máli landsbókavörð og Pétur Sigurðsson, fyrrv. háskóla- ritara, en hann vinnur nú að gerð skrár yfir allar íslenzkar bækur frá því að prentun þeirra hófst, þar til Viðeyjarprentsmiðja var flutt til Reykjavíkur 1844. Einn- ig nær skráin til þýðinga íslenzkra bóka frá þessum tíma á erlend mál. Meðal bókanna, sem Pétur sýndi okkur, voru nokkrar prentaðar hér á landi skömmu eftir að prent- smiðja var fyrst stofnuð á fyrri helmingi 16. aldar. Að loknu rabb- inu við Pétur, sem hér fer á eftir, ,er því greint að nokkru frá upphafi prentlistar á íslandi. Er sú frásögn byggð á riti Páls Eggerts Ólasonar, „Menn og menntir“. A. borðinu fyrir framan Pétur var margt fornlegra bóka, en ein þeirra stærst og glæsilegust, enda kom í ljós, að hér var Guðbrandsbiblía, ein mesta ger- semi íslenzkrar bókaútgáfu, bundin 1 fagurt skinnband með látúnspennslum og búnaði. Pétur sagði, að þetta væri fegursta eintak, sem safnið ætti af frumútgáfu Guðbrandsbiblíu. Hefði það borizt safninu að gjöf frá Svi- þjóð um 1930. Látúnsbúnaðurinn hefði verið á bókinni frá upphafi, en skinnbandið endurnýjað, áður en hún barst safninu. Eintak þetta hefur varð- veitzt vel, og sagði Pétur greinilegt, að það hefði verið lítið lesið. Sem kunnugt er, var Guðbrandsbiblía ' prentuð á Hólum 1584. Var hún prent- uð í fimm hundruð eintökum og hafa tiitölulega mörg þeirra geymzt fram á þennan dag, enda \á hún víða á öltur- um kirkna um aldaraðir. Pétur sagði, að Guðbrandur biskup hefði sjálfur skorið marga upphafsstafi biblíunnar, og væru nokkur þeirra myndamóta enn í Þjóðminjasafninu ásamt öðrum minjum úr Hólaprent- smiðju. Næst tók Pétur í hönd sér lúða og skorpna bók með gömlum svörtum skinnspjöldum og fornlegum látúnsbún- aði. Hann fletti bókinni og sagði, að þetta væri fyrsta útgáfa af Grallaran- um, sem prentuð hefði verið á Hólum að frumkvæði Guðbrands biskups 1594. Pétur benti á mynd fremst í bókinni, er . það flatti þorskinn og neðan við flak- ið stendur In (Insignia) Is (Islandiae), og ártalið 1594. Við hlið Grallarans á borðinu lá lítil bók með spennslum, Nýja testamentið, í þýðingu Odds Gottskálkssonar, fyrsta bókin, sem prentuð var á isienzku, svo vitað sé. Pétur sagði, að vitað væri um 11 eintök, sem enn væru til af þessari bók, þar af ætti Landsbókasafnið þrjú. Það 38. tbl. 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 \ 1 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.