Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Page 8
Fétur Sigurösson, fyrrv. háskólaritari, heldur á Grallaranum. ▼antaði eitthvað í öll eintök safnsins og væri ekki unnt að fá eitt heilt, þótt sett væru saman úr þeim öllum, enda væri svo um gamlar bækur, að fremstu og öft- ustu blöðin týndust helzt. Eintakið, sem Pétur sýndi okkur, er þvi ekki heilt, þótt svo virðist við fyrstu sýn. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að nokkur blöðin I bókinni, þar á meðal titilblaðið, voru listilega teiknuð. Sagði Pétur, að blöðin sem vantaði í eintakið, hefði teiknað séra Lárus Halldórsson, prestur á Breiðabóls- stað á Skógarströnd frá 1903 til 1918. Oddur Gottskálksson hóf að þýða Nýja testamentið í Skálholti, meðan Ögmundur Pálsson var biskup þar, vann Ihann að þýðingunni í fjósinu til þess að reyna að koma í veg fyrir að spyrðist hvað hann hefði fyrir stafni. Sagðist hann vilja vera í fjósinu vegna þess hve falýtt væri þar, og kvaðst vera að lesa forn kirkjulög og gamlar bækur. En bískup fékk grun um, hvað Oddur hafði tekið sér fyrir hendur og vildi hvorki heyra hann né sjá. Fór Oddur þá að Reykjum í Ölfusi og lauk þar við þýð- ittguna. Nýja testamentið var prentað í Hró- arskeldu 1540. Er prentunin ekki mjög vönduð og mikið um prentvillur, en um prentvillur þessar segir Oddur í eftir- mála: „Af því er það nú mín innileg bón til yðar, kristilegir bræður, hverjir guðs orð elska, ef ske kann það hér finnast nokkrar þær greinar inni, sem þér þykk ist eigi fullan skilning á bera, hverju valda má mitt stirt tungutak, ellegar það prentarinn kunni hafa misgáð sig því honum er tungumálið næsta ó- skiljanlegt það þér leggið hér eigi neina glóseran yfir eftir yðrum þótta, þá er hneigir til hins verra, því ef hér er nokk að inni forséð, þá veldur því meir gleymska mín og lítil kunnátta en vilja- leysi því guð sé minn þess vottur, á hvern ég trúi, það öngvan yðvarn vilda ég villa, heldur gjörið svo bræður ást- samlegir, sem guðs elskulegum útvöld- um ástvinum hæfir, það er að snúa 511u til betrunar, og svo lítillátlegana þess biðjið af allri hjartans auðmýkt, guð yðvarn himneskan í Jesú Kristi síns signaða sonar nafni, það hann gefi yður fyrir heilags anda uppbirting réttan skilning sinna blezaðra orða, þau sem alla andlega vizku í yður margfalda." C orvinspostilla er næst elzta bókin, eem til er prentuð á íslenzku, sagði Pét- ur okkur. Hefur hún að geyma ræður eftir þýzkan siðabótamann í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Hún er prentuð í Rostock 1546. Tvær sálmabækur voru á borðinu hjá Pétri. Sýndi hann okkur þá þykkri þeirra, en minni um sig, og sagði að það væri fyrsta sálmabókin, sem prentuð hefði verið á íslandi. Guðbrandur biskup hefði látið prenta hana 1589, og væru í henni margir þýddir sálmar m.a. eftir Martein Luther, en einnig fjöldi ís- lenzkra sálma, sem Guðbrandur hefði fengið presta til að yrkja, t.d. séra Einar í Eydölum. í eintakið af sálmabók Guðbrands, sem Pétur sýndi okkur, hefur séra Lárus Halldórsson teiknað nokkur blöð, þar á meðal titilblað og á því er mynd af Luther. Hin sálmabókin, sem Pétur sýndi okk- trr, er ljósmyndað eintak af sálmabók Gísla biskups Jónssonar, en hún var prentuð í Kaupmannahöfn 1558. Aðeins eitt eintak hefur vax-ðveitzt af bókinni, og er það í Konungsbókhlöðunni í Kaup- mannahöfn. Loks sýndi Pétur okkur skinnbók, prentaða í Hólaprentsmiðju 1578. Er þetta Jónsbók, og sagði Pétur, að skinn- ið hefði verið fengið úr kaþólskum bók- um, sem hefðu verið skafnaf upp. Mætti með kvarzlampa sjá upphafsstafi kaþólsku bókarinnar gegn um prentun- ina, en þeir hefðu sogizt inn í skinnið eins og það væri þerriblað. Síðan sagði Pétur: „Bækur þær, sem skafnar hafa verið upp, eru allar skrifaðar á erlent bókfell, sumar þeirra a.m.k. hafa verið í mjög stóru broti. Það sést m.a. af stærð upphafsstafa og leturstærð, en þetta má vel greina í kvarzljósi undir prentinu. Saurblað aftast í bókinni, sem hér um ræðir, hefur verið látið óskafið að mestu. Þar, og víðar í bókinni má sjá tóntákn þau, sem notuð voru áður en nótnaskrift tíðkaðist, svokallaðar „neum“-ur; mun sá háttur eiga upptök á 8. öld eða fyrr, en alveg er hann horfinn á 14. öld. Handrit þessi mega vel r tsfiu fítu fuiiu/v*‘» »•«* r f ftmij QutiMna ^ ^ ím: faauu |fai pai pjepþattfm^ „ þa þopi þ«i> þuerjenrn&ft rr þjú f j fiiwCu ifvpm ep þab er£)aí Canö/ pm pdíia fu m gmp $mí\ :: 0 hi'ipta aiöe : n ab ettbiípmu ffapta, dlu per tnm þar a %nar& 3sröu/f j þmmm mm fa mít cr. aKc cií tmm Ur logbokiiini. Neðst raa sja, að skriftin hefur ekki verið vandlaga skafin. vera frá fyrstu öldum kristni á fslandl* jafnvel eldri. Lögbókin 1578 er prentuð „epter Bon og Forlage Heidarligs Mans Jons Jonsson- ar Lögmans", eins og segir á titilblaðL A titilblaði þessa eintaks má í kvarz- Ijósi lesa tileinkun að Sigurður Jónssoa gefur bókina Guðmundi syni sínurn. Árið 1709 hefur bókin verið bundin ina á ný og settir á hana nýir spennslar, því að það ártal stendur á öðruia Lögbókin 1578 var bundin inn á ný 1709 og á efri spennslinum sést fangamarkið L. C. G. spennslinum. Á hinum eru stafirnir L.C.G., en það er greinilegt fangamark lögmannsins norðan og vestan, sem þá var, Lauritz Kristjánssonar Gottrúps. Hér eru þá tveir lögmenn, en hinn þriðji mætti vera Sigurður Jónsson i Einax-s- nesi; hann átti son, er Guðmundur hét. Nú vill svo til að annað eintak lög- bókarinnar er til í Konungsbókhiöðu 1 Kaupmannahöfn, prentað á skafið skinn. Liggur þá nærri að ætla að Jón lögmaður hafi látið gera þessi eintök lögmönnunum til notkunar. Jón bjó að Reynistað; þar var áður nunnuklaustur og þar þurfti tíðabækur, sem Jón hefur getað notað. Þetta eintak bókarinnar keypti Lands- bókasafn af bókaverzlun E. Munks- gaards í Kaupmannahöfn fyrir rúmum aldarfjórðunigi, en ekkert er annara kunnugt um feril bókarinnar eftir 1709.“ Hér á eftir er sagt í fáum dráttum frá upphafi prentlistar á íslandi. Heimild er, sem fyrr segir: „Menn og menntir“, eftir Pál Eggert Ólason. mt að var Jón Arason biskup, sem lét flytja fyrstu prentsmiðjuna hingað ti’. lands. Ekki er vitað með vissu, hve- nær prentsmiðjan var tekin í notkun, en talið, að það hafi verið um 1’535. Ein- hverntíma á tímabilinu 1535—37 var prentuð eina bókin, sem vitað er með vissu, að Jón Arason lét prenta, Breviarium Holense. Talið er fullvíst; að Jón biskup Arason hafi látið prenta fleiri bækur í prentsmiðjunni, en þær Framhald á bls. 10. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 38. tbl. 1984

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.