Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 13
Legstcinn Steinunnar Hallgrímsdóttur í HvalsnesL MeS sínum dauSa hann eyddi öau'ðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi, ekkert nvg skaða kann; þó leggist lík 1 jör'ðu lifir mín sála frí, hún maetir aidrei hörðu himneskri sselu L“ (11. vers). í stað þess að dauðinn hefir verið af- taka, og persónugerður sem máttarvald tortímingarinnar, er hann nú orðinn þjónn Guðs, einstoonar en.gill Guðs. „Dauðinn má segjast sendur að saekja hvað skaparans er.“ (S.v.) Nú er meira að segja unnt a’ð ganga „gegnum dauðann með gleði og lyst“ (1,22). Dauðinn orkar þvi raunar enn, að líf mannsins á jörðinni sloknar út, og „holdið leggs í sinn hvíldarstað, en hans inakt nær ekki lengra en það“. (45,12). Þetta er þá orðið úr dauðanum sem tiinni miklu makt, sem annars ógnar öllu mannkyni. Hann ver’ður að sætta Big við að deyða Hkamann einan, og ir ' p* segja stuðla að því, in af öllu fári frí nuit verður himna sælu í“ (Loc. cit.) Sennilegt þykir mér, að giidi passíu- eálmanna fyrir trúnaðarlíf íslendinga á liðnum öldum hafi fyrst og fremst ver- ið í því fólgið, áð þeir voru lofsöngur um kærleika Krists, sem fórnar sér fyrir mennina (hvernig sem guðfræðing ®r kunna að útskýra þá fórn á hverjum tíma) og þeir voru, að sínu leiti eins og sálmurinn um dauðans óvissa tíma eigursöngur í baráttu við tortíminguna, sem svo oft hefir ógnað þjóð vorri ’ — og mannkyninu í heild. En sú vissa, að deyjandi maður ætti aðgang áð náð guðs og kærleika, hefir hjálpað mörgum til að mæta dauðanum. Einn þeirra var höfundur passíusálmanna sjálfur. I>ví lýsir hann bezt í andlátssálmunum, er áöan voru nefndir. V. í 25. passíusálmi, um útleiðslu Krists úr þinghiúsinu, bregður Hallgrímur upp mynd af því, hvemig hann sjálfur muni eiga eftir að verða borinn út Uðið lík, sem hvilist í friði, en sálin fari til sæluranns. Á upprisudeginum hugsar har.n sér, að englarnir gefi honum dýrð ar kórónu og réttlætisskrúðann skíra. ,.Af heilögum englum leiddur í sælu þeim sjálfum hjá.“ Og englarnir kynna hinn nýkomna mann fyrir þeim, sem fyrir eru. „Sjáið nú þennan mann“. Þeir segja, að oft hafi hann verið hrelldur „í heimsins rann“, en nú sé hann bú- inn að stríða og hafi unnið sælan sigur „fyrir blóð lambsins blíða“ (12.v.). Og síra HaHgrímur svarar kveðjunni, synigj andi fögrum tón, og vér finnum, hvernig lofsöngur hans bergmálar „um blessað- ar himna hallir" Hér er eitt dæmi þess, sem finna má sumstaðar i kirkjulegri íist, þegar saman fara listatök hins há- fleyga anda og svo barnsleg og elsku- leg einfeldni, að dáUtið bros leynist í hátiðieikanum. Þarna söng presturinn, sem jafnan var stirðraddaður fyrir alt- arinu í Saurbæ, — söng nú með fögrum tón fyrir sjálfan lausnarann og allan himnanna her, og einhvern veginn linnst manni, að það hafi ekki oft verið betur sungið á himnum. Ein- Ihvern veginn sækir sú hugsun á mig, að þarna hilli undir arfinn frá timum helgi leikjanna á miðöldum, að sínu leiti eins og kirkjuleg myndlist hefir sótt þangað form og Unur. Myndin í 25. sálmi er þrátt fyrir allt ekki persónulegri en annað í passíu sálmunum, því að þeir eru allir ortir í fyrstu persónu eintölu að mestu leyti. Því verður að leita til andlátssálmanna og erfiljóðanna eftir Steinunni litlu, ef leita skal vitnisburðar um tilfinningar og hugsanir Skóldsins, er dauðinn hefir komist honum næst eða fjölskyldu hans. Er þá skemmst af að segja, að hug- mypdir hans um það, hvernig ö’ðru- lífi sé háttað, eru byggðar á hinu venju- lega táknmáli kirkjunnar og bibliunn- ar. Annars vegar er himininn með engl- um og sælum sálum, hins vegar „hin yztu myrkur“, þar sem fordæmdir haf- ast við. Dauðastundin er slík úrslitastund, að enginn skyldi treysta því, að náðar- tíminn haldi áfram. Hér á jörðinni er „kostur að heyra herrann talandi í náð“ (15,15), en „annars heims er hann stríð- ur öllum forhertum lý’ð“. (loc. cit.). Hér er trúfræði Hallgríms í samræmi við öld hans, en þrátt fyrir allt og allt er ekki laust við, að hann hálf-skopist að því, að í hinum yztu myrkrum megi ekki lengur sjá aðgreining höfðingjanna, sem hér á jörðinni skera sig úr. „Á móti djöfli og dauðans makt, dugir engin höfðiiiigjapratot „(19,12). Hér sem oftar kemur það fram, að trú Hallgrims á fordæmingu og helvíti eftir daúðann er boðuð á þann hátt, að mildin stjórnar hugsunum hans, og hann hefir enga löngun til að útmála kvalirnar annars heims. Tilgangux hans er fyrst og fremst að vara við því, sem fram kann að koma, þegar maðurinn sjólfur forherð- ir hjarta sitt gagnvart náð Guðs. Enginn skyldi halda, að Guð láti sér syndirnar í léttu rúmi liggja eftir daúðnn, fremur en í þessum hemL Það er með öðrum orðum ektoi til- gangur síra Hallgríms að gefa lýsingu á dauðanum eða Öðrum heimi, heldur hitt, að veita sitt andsvar við tilkomu dauð- ans, — hér og nú — hvenær sem er. Yrkisefni hans er maðurinn gagnvart dauðanum á því augnabliki, sem hann kemur. Vandamálið er ekki, hvað kann að gerast eða hvernig muni að fara löngu eft ir andlátið heldur hitt, að ekkert á hann víst, nema dauðann. Að þessu leyti minn ir hinn rétttrúaði Saurbæjarprestur á existensáalistana á vorri tíð. En eitt ger- ir gæfumuninn. Hann trúir á það mótt- arvald, sem elskar syndugan mann svo heitt, að undir slíkri vernd er ekkert að óttast. „Ég veit minn ljúfur lifir, lausnarinn himnum á.“ Það á hann vist. Jafr.víst og daúðann. VI. Mér þykir líklegt, að sálmurinn, sem nefndur er „bæn um kristilega burt- för“, sé ortur fyrst hinna fjögurra sólma, er ég taldi í upphafi, og fjalla um dauða Hallgríms sjálfs. Bragarhótturinn er flóknastur, þó að þess verði raunar lítið vart, sökum þess léttleika og kraftar, sem einkennir hann. í hinum andláts- sálmunum kemur það fyrir, að skáldið sé að þreifa fyrir sér, án þess að hafa náð að slípa gimsteininn til fullrar hlítar. Hallgrímur viðhefur nokkuð sterk orð um vanlíðan sína, og þrekraun þá, sem dauð- dnn sé, — en heildarblærinn er svo mikil rósemi, stilling og hiklaust trúnaðartraust að það er engu líkara en þar sé maður að ræða við trúnaðarvin sinn, sem hafi öll ráð í hendi ®ér, en annars sé leyfi- legt að umgangast sem jafningja. Það þsrf hvergi a’ð hrópa, hvergi að segja neitt, sem vinurinn veit ekki áður, — aðeins að minna á hina ríku þörf, sjólf- um sér til hugstyrkingax. Samlíkingarn- ar í þessum sálmum hafa flestar þann tilgang að lýsa trúnaðartrausti höfund- arins. Trúin er skjöldurinn, sem hann ber fyrir sig, þegar skeyti (dauðans) er að honum stefnt. Guð er hirðir, sem þekkir markið á hverri kind og getur helgað sér hana án nokkurs vafa. Am- báttin biður og sárbænir. Hver veit nema Hailgrimur sé hér beinlínis að skínskota til þeirrar reynslu, sem eiginkona hans hafði lýst fyrir honum, frá þeim tíma er hún var í Barbaríu. Hér er ekki ótti, heldur þörf hins umkomulausa fyrir hjálp annars meiri. Hann er sjúklingur í höndum bartskerans (læknisins). Önd hans er brúður, sem hefir fengið tryggða- pant frá brúðgumanum. Tvær myndir virðast mér bera af að innileik. Önnur sú, er fram kemur i þessu erindi: Höfuð mitt seka sé, sem kjöltu móður, lagt í þitt líknar knje, lausnarinnar góður. Það minnir mig á samtal, er ég eitt sinn átti við gamlan únítaraprest, sem var að bíða dauða síns, og lét svo um mælt, að sér væri í rauninni tamara að hugsa um gúð sem móður sina en föður. Hvorki hann né Hallgrímur hafa þó Htið svo á, að þar væri um andstæður að ræða, heldur tvenns konar túlkun sömu tilfinningar. Hin samlíkingin er sú, er jafnar sam- an fæðmgu og dauða. Guð leiddi hann „ón dauðans kífs“ aí þrengslum móður- lífsins, og nú biður hann þess, að lifandi sál hans veríii leidd úr þrengslum lik- amans. Og svo heldur hann áfram: Strax sem mins augna upp kom rós, ég fékk að líta heimsins ljós. Fyrr en ég allur fæddur var fékkstu mér þá hið nægsta svar. Svo láttu mína sálu nú sjá þig í einni réttri trú. Vertu sjálfur Ijósmóðix mín. Min sál fæðist í hendur þin.“ Séu þessi erindi skilin bókstaflega, lítur út fyrir, að Hallgrími hafi ein- hverntima verið sagt , að þegar hann fæddist, hafi hann opnað augun undir eins og höfuð barnsins var fram komið, íyrr en hann allur fæddur var. Hann var með öðrum orðum ekki til fulls kominn í heiminn, er hann fékk að sjá ljósið. Og hvers skyldi þá biðja fremur en þess, að lausnarinn sé sjálfur ljósmóð- ir hans og bíði með útréttar hendur eftir fæðingu sálarinnar í öðrum heimi. Auð- vitað getur enginn fullyrt, að Hallgrímur hafi þannig haft í huga frásögn um eigin fæðingu í heiminn, en Hkingin verður eðUlegri, ef svo hefix verið. Tvær samiikingar hans bera blæ af þeirri mystik, sean sumstaðar verður einnig vart í passíusálmunum. Önnur Framhald á blaðsiðu 21 38. tbl. 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.