Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Side 22

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Side 22
LOÐKÁPAN Mr að var kaldur vetur það árið. Fólkið herpti sig saman í kuldanum og minnkaði, allir nema þeir, sem áttu loð- kápu. Ríkharður héraðsfógeti átti stóran ioðfeld. f>að rnátti næstum segja, að það tilheyrði embætti hans, því að hahn var forstjóri fyrir öllum verklegum fram- kvæmdum í nýju byggðarlagi. Aldavinur hans, Henck læknir, átti aftur á móti enga loðkápu, en þess í stað fallega konu og þrjú börn. Henck læknir var fölyr og magur. Sumar mann eskjur horast við að gifta sig, aðrar fitna. Henck var einn af þeim, sem hafði horazt. Nú var komið að jólum. Það hefur verið lélegt ár hjá mér þetta sem nú er að enda, sagði hann við sjálfan sig, þegar hann um þrjúleytið á aðfanga- daginn, einmitt í ljósaskiptunum, var á leið heim til vinar síns, Jóns Ríkharðs, til þess að fá lánaða hjá honum pen- inga. Þetta hefur verið afar tekjurýrt ár hjá mér, og þar á ofan finnst mér ég alveg farinn að heilsu. Sjúklingarnir mín ir virðast aftur á móti vera heilsugóðir allir upp til hópa. Það kemur varla fyrir nú orðið, að ég sjái nokkurn þeirra. Það verður að öllum likindum ekki langt þangað til ég segi skilið við þennan heim. Það heldur konan mín líka, ég hef séð það á henni. Fari svo að þetta gangi eftir, þá vona ég að það verði áður en janúar er úti, því þá á bölvað liftryggingargjaldið að greiðast. Þegar hann var kominn að þessari niðurstöðu, var hann staddur á horninu á Stjórnargötunni og Hafnargötunni. Þegar hann ætiaði yfir gatnamótin til þess að halda áfram niður Stjórnargöt- una, þá varð honum fótaskortur á hálu sleðafari og datt kylliflatur, en í sama mund kom hestvagn akandi á fullri ferð. Ökumaðurinn bölvaði, og hesturinn veik ósjálfrátt til hliðar, en Henck læknir fékk samt sem áður högg á öxl- ina af öðrum sleðameiðnum, og þar að auki festist skrúfa eða teinn eða eitthvað þess háttar í yfirfrakkanum hans og reif stóran flipa upp í hann. Fólkið hóp- aðist í kringum hann. Lögregluþjónn hjálpaði honum á fætur, ung stúlka dust- aði af honum snjóinn, og gömul frú bað aði út höndunum vegna þess, hvernig frakkinn hans liti út, og gaf í skyn að hún hefði viljað liðsinna honum þarna á staðnum, ef hún hefði séð nokkur ráð til þess. Prins ár konungsfjölskyldunni, sem af tilviljun átti leið þama fram hjá, tók upp húfuna hans og setti hana á höfuðið á honum, svo nú var allt orð- ið gott aftur, nema frakkinn. — Fjandi er að sjá hvernig þú lítur út, Gústaf, sagði Ríkharður héraðsfógeti, þegar Henck kom inn á skrifstofuna tii hans. — Já, það var keyrt á mig, sagði Henck. — Það er þér líkt, sagði Ríkharður og hló góðlátlega. — En þú getur ekki farið heim svona til reika. Þú mátt gjarnan fá léða loðkápuna mina. Ég sendi strák heim eftir yfirfrakkanum minum. — Þakka þér fyrir, sagði Henck lækn- ir. Og þegar hann hafði svo fengið hundrað krónur að láni, bætti hann við: — Vertu svo velkominn í middagsmat- inn. Ríkharður var ókvæntur og það var vani hans að vera hjá Henck-fjölskyld- unni á aðfangadagskvöld. Á heimleiðinni var Henck í betra skapi en hann hafði verið langa lengi. — Það er vegna loðkápunnar, sagði hann við sjálfan sig.. — Ef ég hefði verið nógu hygginn, þá hefði ég átt að útvega mér fyrir löngu loðkápu uppá afborg- un. Hún hefði styrkt sjálfstraust mitt, og ég hefði vaxið að virðingu fyrir aug- um fólksins. Menn geta ekki borgað lækni í loökápu eins litla þóknun eins skógarrefur, og það var nú hann Jón Ríkharður líka til skamms tíma. Konan rnin hefur verið köld og afundin við mig í seinni tíð. Hún mundi áreiðanlega fara að elska mig á nýjan leik, ef ég gæti unnið fyrir meiri peningum og ætti loð- kápu á skrokkinn á mér. Mér hefur fundizt eins og hún héldi meira upp á Jón, síðan hann eignaðist kápuna, en Eftir Hjalmar Söderberg og lækni í venjulegum yfirfrakka með trosnuðum hnappagötum. Það er slæmt að mér skyldi ekki koma þetta til hugar fyrr. Nú er það um seinan. Hann tók stefnuna gegnum konung- lega lystigarðinn. Myrkrið var þegar dottið á og farið að snjóa aftur, og kunn ingjarnir sem mættu honum þekktu hann ekki. — Hver veit annars, nema það sé ekki um seinan? hugsaði Henck með sjálf- um sér. Ég er ekki orðinn gamall enn, og mér hefur getað skjátlazt um heilsu- far mitt. Ég er fátækur eins og lítill hún gerði áður. Hún var nú víst eitthvað ofboðlítið áistfangin af honum þegar hún var ung stúlka, en hann bað hennar aldrei, hann sagði þvert á móti við hana, og raunar allar manneskjur, að hann mundi aldrei þora að ganga í hjónaband með minna en tíu þúsund króna tekjur í árslaun. En ég hætti á það, og Ellen var fátæk stúlka og vildi gjarnan gift- ast. Ég held ekki, að henni hafi þótt vænt um mig á þann hátt, að ég hefði getað flekað hana, þó mig hefði langað til þess. En það vildi ég nú heldur ekki. Hvernig átti mig að geta dreymt um slíka ást? Það hef ég ekki gert, síðan ég var sextán ára og sá Faust í fyrsta sinn með Arnoldson. En ég er nú samt sannfærður um, að henni þótti vænt um mig fyrstu árin sem við vorum saman, maður villist ekki á slíku. Hvers vegna skyldi henni ekki geta þótt vænt um mig aftur? Fyrst eftir að við giftumst, þá hreytti hún alltaf ónotum í Jón í hvert sinn, sem þau hittust. En svo stofnaði hann hlutafélag, bauð okkur stundum í leikhús og keypti sér loð- kápu. Og smátt og smátt þreyttist svo konan min á því að ónotast við hann. H enck hafði ennþá nokkrum störf- um að sinna, áður en hann kæmist heim tii miðdegisverðar. Klukkan var orðin hálf sex þegar hann kom heim hlaðinn bögglum. Hann var ennþá mjög aumur í vinstri öxlinni, annars var ekkert sem minnti hann á óhappið sem hann hafði orðið fyrir um morguninn, nema loð- kápan. — Það verður gaman að sjá, hvernig konunni minni verður við, þegar hún sér mig klæddan loðfeldi, sagði Henck læknir við sjálfan sig. Það var svartamyrkur f anddyrinu. Ljósið þar var aldrei kveikt nema í við- talstímunum. — Nú heyri ég tal hennar í setustof- unni, hugsaði Henck. — Hún er eins léttstíg og lítill fugl. Það er einkennilegt, að mér skuli enhþá hitna um hjartaræt- urnar, þegar ég heyri fótatak hennar álengdar. Henck læknir fékk grun sinn stað- festan, að konan hans mundi taka ást- uðlegur á móti honum en venja henn- ar var, af því að hann var í loðkápu. Hún smeygði sér fast upp að honum í dimmasta horninu í anddyrinu, lagði handleggina um hálsinn á honum og kyssti hann heitt og innilega. Því næst boraði hún höfðinu niður í loðkragann og hvíslaði: — Gústaf er ekki kominn heim enn. — Jú, sagði Henck læknir nokkuð hikandi röddu, um leið og hann strauk báðum höndum um hárið á henni, —- jú, hann er heima. í vinnuherbergi Hencks logaði stór arineldur. Á borðinu stóð viskí og sóda- vatn. Ríkharður héraðsfógeti lá endilangur í stórum leðurklæddum hægindastóli og reykti vindil. Henck læknir sat saman fallinn í sófahorninu. Dyrnar stóðu opnar fram í setustof- una, þar sem frú Henck og börnin voru í þann veginn að kveikja á jólatrénu. if að hafði verið hljótt við mið- degisverðarborðið, þó að börnin væru glöð og töluðu hvert upp í annað. — Þú segir ekkert, gamli kunningi, sagði Ríkharður. — Ertu máski að brjóta Iheilann um rifna yfirfrakkann þinn? — Nei, sagði Henck, — öllu heldur um loðkápuna. . Það ríkti þögn nokkur andartök, áður en hann hélt lengra. — Ég er líka að hugsa um dálítið annað. Ég er að hugsa um það, að þetta eru síðustu jólin, sem við höldum hátíðleg saman. Ég er lækn- ir, og veit, að ég á ekki langt eftir ólifað. Ég veit það nú með fullri vissu. Ég vil þess vegna þakka þér alla þá vin- semd, sem þú hefur auðsýnt mér og konu minni á síðastliðnum árum. — Þú hefur alveg rangt' fyrir þér, xnuldraði Ríkharður og leit undan. — Nei, anzaði Henck. Ég hef ekki rangt fyrir mér. Og ég vil ennfremur þakka þér fyrir, að þú léðir mér loð- kápuna þína, Hún hefur veitt mér síð- ustu hamingjuaugnablikin, sem ég hef orðið aðnjótandi í þessu lífL Margrét Jónsdóttir þýddi úr sænsku. 22 lesbók morgunblaðsins 38. tbl. 1664

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.