Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 26

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 26
T. ÁTTRÆÐISAFMÆLI frú Bergsson var~ gengið um garð, blöðin höfðu komizt í það, sem vænta mátti, og birt grein- ar um þessa öldnu en síungu (eins og þau auðvitað sögðu) Reykjavíkurfrú, sem hafði komið kornung, mig minnir 19 ára til bæjarins, það hefur þá verið árið 1894, og dvalið hér siðan. Sú hlaut að muna tvenna tímana og hafa margt séð á meira en sextíu árum, meðan Reykjavík var að vaxa upp úr kotbæ aldamótanna upp í borg — heimsborg. Ojá, ætli maður megi ekki leyfa sér að viðhafa slíkt orð um litlu Stór-Reykja- vík. Ég hafði ekki komið nærri þessu af- mæli, til þess fannst mér ekki gamall kunningsskapur minn við frú Bergsson hrökkva, og engin hafði ég blaðamanns- réttindin til að troða mér inn á gafl hjá afmælisbarninu, sem, að því er blaða- menn hermdu, hafði tekið þeim einkar ljúflega, en sagt, að hún hefði ekki frá neinum tíðindum að segja, er ættu er- indi í blöðin, því að hún hefði ekki rat- að í þær mannraunir, er teldust mann- raunir hér á landi, svaðilfarir á sjó og landi, og annan lífsháska sakir hamfara náttúrunnar. f rauninni hefði hún aldrei steyit fót sinn við steini. Það mætti jafn- vel segja, að ævibraut hennar hefði ver- ið samfelldur rósabeður. En voru það ekki tíðindi, og það mikil tíðindi, að geta sagt slíkt undir ævilok? Eða voru mannraunirnar horfnar í mist- ur áranna? Jafnvel komin elliglöp á þessa yndislegú Reykjavíkurfrú, sem svaraði greitt og glettnislega spurningum blaðamanna, en lét þó ekki vaða ofan í sig? Þess var getið í blöðum, að frúin treysti sér ekki til að hafa opið hús, sem kallað er, á afmælisdaginn, og hefði afþakkað, að aðrir gerðu það fyrir hana. Samt komu víst allmargir til hennar þennan dag og rómuðu viðtökur og við- urgerning. Um kvöldið héldu vinir og vandamenn henni hóf, það var hreint ekki lítill hóp- ur. Hófið þótti með konunglegum brag: forréttur, lax í mayonnaise, hamborgar- hryggur, logandi ís borinn fram í rökkri (var þá nýjung), rjómakaffi og koníaks- tár í lokin. Leikin voru uppáhaldslög eldra fólks, söngvari og fiðluleikari heiðruðu afmælisbarnið með list sinni, tónskáld tileinkaði frú Bergsson lag, er það sagði að hún hefði blásið því í brjóst, leikari las eftiriætisljóð hennar. Ræðuhöidum var mjög stillt í hóf sam- kvæmt ósk frúarinnar, hún vék að því í þakkarræðu sinni. Úr ræðu frú Bergsson: M. .. . Ég veit, að hól þarf ekki að vera hjóm eitt, það getur komið frá hjartanu, ekki sízt, þegar veizluföng eru farin að yija mönnum fyrir brjósti. En ég hef beðið vini mína að spara lofræð- ur um mig. Ég verðskulda þær ekki. Um mig er ekkert markvert að segja í margmenni — ég hef aðeins verið til — lifað langa ævi það á ég að þakka góðri heilsu og góðum aðbúnaði, og hvorugt hefur verið sjálfri mér að þakka. Ég þakka ykkur, sem hafið tekið þessa ósk mína til greina og hinum — það birti yfir röddinni af brosi — sem ekki gátu stillt sig, eða fannst að eitthvað yrði lofsamlegt um mig að segja — þakka ég einnig. Þeir komust furðu vel frá þeim vanda, að ljúka lofsorði á það, sem litið var. Öllum y'kkur þafeka ég yndislega samverustund. Ég var í fyrstu treg til að fallast á, að mér yrði haldið hóf, íannst ég, svona lítil stássfrú eins og ég hef alltaf verið, ekki verðskulda slíka vegsemd. En hvað sem því líður, mein- ing ykkar var góð. Við höfum notið mikils saman þessa kvöldstund, unað okkur hið bezta við dýrlegar krásir „mærðar timbur máli laufgað." Já, það þessi fögru, vonbjörtu Ijóð. Ég tek undir með Theódóru Thóroddsen að: „Svo eru söngvar beztir þeir sigri myrkravöldin.“ Kannski þykir manni enn vænna um það, sem fagurt er, þegar maður fer að eldast og vill hafa ljós í hverjum ranni, bjart yfir mannlífinu. Ég er orðinn langorðari en ég ætlaði mér, þetta áttu aðeins að vera þakkir í sem fæstum orðum. Ég þakka lista- mönnunum, sem á svo elskulegan hátt hafa leyft okkur að njóta hæfileika sinna og mennta, miðia okkur þeim auði, sem óforgengilegastur er. Þakka lagið, sem mér var tileinkað, það var falleg gjöf. Ég þakka matreiðslu- og framreiðslu- fólki, og þeim, sem hafa skreytt hér með blómum á svo listrænan hátt. Hefðum við haft þvílíka snillinga hér um alda- mótin, þegar verið var að dubba litlu, fornfálegu Reykjavík í hátíðaskrúða af litlum föngum. Já, og á litlum tíma. Því sem gera átti úti við hamla'ði stormur og slydda fram undir'kvöld, þegar veðr- inu slotaði var þotið upp til handa og fóta. Þá voru ekki blómsveigar eða grenirenningar, að maður nú ekki tali um rafmagnsljósin, þé dýrð átti maður til góða. Það var skreytt með mislitum pappír, ýmislega klipptum og snúnum og ljóskerum með kertum, marglitum ljóskerum. Þetta þótti mikil prýði, fólk- ið var ekki betra vant. Já, og svo voru auðvitað flögg, danski fáninn, hvað er að spyrja að því. Þið munduð varla trúa því, hvað okkur fannst þetta allt hátíð- legt, veðrið var líka svo gott, þegar nýja öldin gekk í garð og öllu því bezta, sem föng voru á var til tjaldað við hátíða- höldin, það var ræða, upples(ur, söngur, þjóðsöngurinn var sunginn og svo Alda- mótaljóð Einars Beneditkssonar. Það fór hrifningaralda um mannfjöldann á Aust- urvelli, þegar við heyrðum fyrstu ljóð- línuna: Öld, kom sem bragur með lyft- andi lag......... Já, það var eins og þessi ljóð væru sjálf nýja öldin. Nú og svo var hornablástur og flugeldar. Þetta var ævintýralegt fyrir okkur þá, en sjálfsagt þætti fólki nú ekki mikið til um þau hátíðahöld, ef borið er saman við það, sem nú er hægt að gera, þegar mikið er við haft. Skreytingin þá yrði ugg- laust fátækleg samanborið við þenna sal, sem listfengar hendur hafa prýtt af mikilli kunnáttu og gnótt. Ég bið ykk- ur að fyrirgefa mér þennan útúrdúr, en svona erum við gamalmennin, ef við lít- um í anda liðna tíð gleymum við því, hvar við stöndum og hvað við ætluðum að gera.-------Ég þakka ykkur öllum, sem að þessu hófi hafið unnið og setið það með mér af sönnum vinarhug. Góð- um guði þakka ég, að han gaf mér aldur og heilsu til að lifa slíka stund, sem þessa. Ég bið þess að ykkur megi öll- um vel farnast." Ræða frú Bergsson var tekin á segul- band. Ritstjóri, sem var í veizlunni, greip tækifærið til að biðja um leyfi til að birta ræðuna í blaði sínu einmitt á þeirri stundu, sem frú Bergsson átti örðugast með að segja nei. Ræðunni fylgdi mynd af frú Bergsson við háborðið. Það var hreint með ólíkindum, að þetta Skyldi vera mynd af konu, sem fæddist árið eftir þjóðihátíðina frægu a’ð brjóta skarð í siglingaeinokun Dana hér við land með kaupum á skipi, sem ætlað var til strandsiglinga og milli- landaferða. Kannski hafði hún einmitt komið til Reykjavíkur með þessu skipi, vestfirzk blómarós í gæfuleit. Og svo var að sjá, sem hún hefði ekki farið erindisleysu. Enn var hún fögur og bein í baki, forkunnar vel búin og bar forn- lega en fagra skartgripi. Hún várð um- talsefni í bænum þá dagana, sem blöðin minntust á hana, æviatriði hennar voru rifjuð upp, fegurð hennar, sem árin höfðu ekki unnið á vakti undrun og að- dáun. En hafði hún ekki einmitt sagt, að líf hennar hefði verið sem lystiganga í blómagarði. Eitthvað af blómunum undir iljum hennar hlutu að hafa verið melgrös eða aðrar jurtir, sem þróast í grýttum jarð- vegi, því að hart mundi hafa verið undir iljum hennar, þegar hún var að alast upp í Játækt í sjévarþorpi vestanlands og átti ©kki annarra kosta völ en vistar í Reykjavík til að verða sér úti um ein- hvern lærdóm. Hún var heppin með vist, lærði þar þau húsleg fræði, sem urðu henni góður undirbúningur undir sextíu ára húsmóð- urstarf. Svo komst hún í kvöldskóla og nam þar bókleg fræði og hannyrðir. Þá var nú ekki einskis virði að læra dönsku og læra hana vel. Hún gerði menn hlut- genga á hærri stöðum í hinni fordönsk- uðu Reykjavík þeirra tíma og opnaði leið út í heimsbókmenntirnar, en öndvegisrit þeirra komu fljótlega í danskri þýð- ingu. Enskunám fór nokkurnveginn í kjölfar dönskunnar, en varð þó frú Bergsson fyrst að verulegu gagni eftir að hún fór að ferðast erlendis með seinni manni sínum. Unga stúlkan að vestan var svo lán- söm að giftast fljótlega eftir að hún kom til Reykjavíkur, valinkunnum manni í góðri stöðu og búa með honum við nota- legan efnahag. En mundi ekki aldurs- munur hjónanna og vanheilsa mannsins hafa skyggt á sambúð þeirra? Einhver ósköp höfðu dunið yfir harmahaustið mikla 1918, en það var aldrei fullskýrt frá því í blöðum, nema þá varð hún ekkja og einkadóttir hennar einnig og fleiri voru dauðsföllin þeim mæðgum viðkomandi. Öðru sinni giftist hún, en missti þann mann lika, svo að ekki hafði ferill hennar á rósabraut verið með öllu raunalaus. II. Afmælistilstandið í kringum frú Bergs- son ýtti undir þá ósk mína að hitta hana. Ég lét hana í friði tvo daga eftir afmælið, þann þriðja hringdi ég til hennar. Hún kannaðist öðara við nafn mitt, mundi líka vel eftir því að ég hafði unnið henni. Þó nú væri, sagði hún — það var ekki svo lítið, sem við áttum þá saman að sælda, og ánægjulegt var það. Ég bjóst ekki við því, að hún myndi eftir þvi, ir fundum okkar hafði fyrst borið saman, en reyndar rifjaðist það upp fyrir henni, eða hún taldi sig muna eftir litlu, fölleitu telpunni að norðan, sem var í sjúkraæfingum og nuddi hjá Jóni Kristjánssyni í Miðstræti 3. er hér gamalla blóma angan og síðan ekki söguna meir. Blóm verða flestu öðru fremur að hlýða lögmáli fallvalit- leikans. Símtal okkar átti sér stað fyrir há- degi. Frú Bergsson sagðist vera svo góð við sjálfa sig að halla sér upp úr há- deginu, en ef mér hentaði væri ég vel- komin í síðdegiskaffi til hennar. Ég bað hana umfram alla muni að hvíla sig vel og drekka síðdegissopann sir.n í næði. Ég væri mjög þakklát, ef ég mætti líta inn til fiennar eftir kaffi- tíma. Hentaði henni að ég kæmi klukk- an hálffimm? Eða seinna? — Segjum klukkan fjögur, þá ver’ð ég búin að nudda stýrurnar úr augunum og fá mér hressidropa. Gagnstætt venju tók ég mér líka hvíld eftir hádegið, en ég sofnaði ekki, held- ur lét hugann reika.----------- III. Sumarið 1924 sá ég frú Bergsson I fyrsta sinn. Það var í stóru stofunni hjá Jóni Kristjánsssyni, nuddlækni, í Mið- stræti 3. Ég var í sjúkraæfingum hjá fallegu og gerðarlegu, ljóshærðu stú.x- unni, sem leyfði okkur stelpunum: Ebbu, Ádu og mér, og sjálfsagt fleiri af yngri sjúklingunum, að kalla sig Obbu, þó að hún væri fröken Þorbjörg, sigld og lærð í nuddlækningum. Seinna varð hún skólastjórafrú á miklu menntasetri úti á landi. Ég var í teygingaræfingum og sneri baki að dyrunum að stóru stofunni, sem stóðu opnar. Þegar við tókum okkur hvíld kom Ella, sem nú er læknisfrú i Reykjavík, inn í dyrnar og spurði, hvort Obba gæti ekki skotizt frá til að fá sér kaffisopa, hún hefði verið að hella upp á könnuna. Ella var svo húsmóðurlega notaleg, þó að hún væri kornung. Hún var í miklu uppáhaldi á lækningastof- unni. Obba brosti sínu sérkennilega brosi, það var svo dátt og indælt að það gleym- ist engum, sem sá það. Hún smellti i kátínu með fingrunum, sem voru þeir mýkstu og hvítustu, er ég hef nokkurn- tíma séð. Hún fór með Ellu, ég lá eftir á bekknum, þar sem ég átti að hvíla mig, þangað til Obba kæmi aftur að nudda á mér bakið. Ég horfði fram í stóru stofuna, gegnt mér sat nýr sjúklingur á bekk með fæt- urna í ljósakassa, kona, sem var svo falleg, að ég greip andann á lofti — frú Bergsson. Hár hennar hafði gullinn blæ, dimmgullinn. Það var ófléttað, tek- ið saman í hnakkanum og snúið fram með eyrunum, eins og þá var í tízku, Stórir hárgaflar, hárnálar af sérstakri gerð, eins og raf á litinn, skorðuðu hárið í vöngunum, svo að það haggaðist ekki, Andlit hennar var bæði frítt og til- komumikið, litarhátturinn óvenjulega fagur. Ef til vill hefur hún notað eitt- hvað til fegrunar, minnsta kosti dekkt og lagað augabrýrnar. Mér datt 1 hug; hvort til væri einhvers konar gullduft, sem hægt væri að strá yfir hár sitt. Ég hef hvorki fyrr né síðan séð jafn gló- jarpan háralit og frú Bergsson hafðL Ekki var hún síður ævintýraleg og sér- var einkar fallegt af vini mínum, leik- og hafði flutzit til Reylkjavíkur sama aranum, (nöfnum er sleppt) að lesa hér ár og íyrsta tilraunin var gerð til 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- — Hvernig væri að hittast og rifja upp gömul kynni meðan afmæliisblómin stæð fyrir það, að hun var í auslur- setja enn hátíðasvip á híbýli mín? Senn lenzkum kínonó, afarvönduðum. Bezt _________________________________________________________________ 38. tbl. 1964 f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.