Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Side 31

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Side 31
fyrst og fremst til skemmtiefnis. Tíma- ritin voru okkur þá, sennilega mikið meira en tímaritin eru fólki nú, gluggi út að stóra heiminum og út að þjóð- braut okkár sjálfra. Það voru frábærir menn, sem að þeim stóðu, hafi ég sagt það áður hika ég ekki við að endurtaka það. Þeir höfðu raunverulegar menn- ingarhugsjónir, vildu fræða lesendurna, lyfta þeim á sitt eigið menningarstig. Þá heyrðist ekki orð eins og æsiskrif, eða skríða fyrir lægri hvötunum. Hver hefði þá viljað leggja á sig útgáfu viku- mánaðar- eða misserisrita, sem væru eingöngu stíluð upp á mestu smæl- ingjana í hópi lesanda? Jafnvel vinna það hermdarverk að fordjerfa enn meir lélegan smekk fyrir lestrarefni? Eng- inn, svo ég hafi vitað til. Manni hættir nú kannski of mikið til að dæma eftir sjálfum sér og því, sem maður þekkir bezt. — — Fróðleikur timaritanna. . . æ> er ég að vefa upp aftur og aftur sama munstrið? En var ég búin að segja, að þau létu okkur fylgjast með framför- tim og framþróun á tíma, þegar mikið var að gerast og meira þó í aðsigi, kynntu okkur nýjar stefnur og strauma, og þá menn, sem hæzt bar í heiminum. -— Nú, og svo kynntu þau okkur ungu skáldin, undirbjuggu þeirra depútasjón. — Ungu skáldin? Stefán, Davíð. . . .? ' — Já, og önnur skáld á undan þeim, samtímis þeim og síðar. Það er ekki auðgert að nefna öll þau skáld, sem fram komu á þessu skáldaþingi um langt árabil. Þetta var mikill skálda- timi. Þér nefnduð Stefán og Davíð. Óneitanlega var mikið nýjabrum að þeim. Þeir komu til móts við okkur svo æskuörir með fangið fullt af dýrlegum skáldskap. Og hvernig þeir ortu um ást- ina, því verður ekki lízt, það verður hver að finna sjálfur, eftir því, sem hann er maður til. En þetta var nú lika á þeim árum, sem ástin var og hét. — Frú Bergsson sagði glettnislega: — Nú finnst yður víst að mér farizt orð eins og kerlingunni, sem sagði að speglarnir hefðu verið öðru vísi í hennar ungdæmi. En ég segi yður satt, þér getið séð það af skáldskapnum frá þeim árum, að ástin var ekkert smáglingur, hvað þá «ð hún væri látin heyra undir hvers- dagsþarfir. ' Nú brosti ég líka, og að því er ég ætla endurgalt glettnislegt augnatíllit frú Bergsson. — Ég er ekki svo blönk, frú Bergs- son, að ég viti ekki, að það eru tima- bilaskipti að því, hvað fólk er heitfengt og háttstemt i sjafnarmálum sínum, og hvað þau rista djúpt. — Hún er funandi þessi staka eftir hana Ólöfu frá Hlöðum. Láttu brenna logann minn, lof mér enn að skoð'ann, horfa í enniseldinn þinn inn í kvennavoðann.“ Og þessi: „Háskinn ginnir, þar eið að inni eg, að okkur svona er háttað konum. Sjái ég inn í hans augu finn eg, ’ að allar vonirnar líktust honum." Það var eins og hvert orð brenndi mig, þagar ég las þessar vísur og fleiri í litlu ljóðmælunum hennar Ólafar, sem út komu rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Og þar var Sólstöðuþulan, þessi yndis- lega Ijóðperla, máltöfrar og munarmál eaman slungið. — Þér hafið svo skáldlegt tungutak, frú Bergsson, svo . . . hvernig á ég ®ð orða það? Svo mikinn skáldskapar- anda. Hafið þér ekki ort? — Nei, blessaðar verið þér. Sú guðs- náðargáfa féll mér ekki í skaut. Trú- lega hefði það hjálpað mér, þegar ég ^f átt allra erfiðast um mína daga. Held að skáldskapurinn muni flestu öðru fremur leiða mann út úr sorg og sálar- háska. Þið eigið gott, sem getið ort — Það er blandið kvöl. ■— Kvöl — ? — Skáldskapur er eins og reifabarn, það þarf að sinna honum. Svo ég haldi Iíkingunni, enginn veit, að hvaða barni gagn má verða, en meiri vomr standa til þeirra, sem vel er að hlúð. Svo töluðum við dálítið meira um þetta. — — — — Ég get hugsað mér hrifningu yðar, þegar þér lásuð Sólstöðuþuluna. Hvað snart yður dýpst, — Þráin. „Þjaki hafsól þrár um nætur, þá er von um mannadætur.” Ég var ein af þeim, komin fast að fertugu og fékk sting í hjartað af að lesa: „Því að sól á svona kveldi sezt á rúmstokkinn, háttar ekki heldur vakir hugsar um ástvin sinn.“ En ég átti bara þrána, engan til að halda fyrir mér vöku — þá. En seinna? Ég sleppti ekki spurningunni, mér fannst sem það lægi í loftinu, að frú Bergsson hefði vakað í ástarhugleiðing- um eftir að hún las um „yndissjónhverf- ingu“ Ólafar og áður en hún afréð að aka með gullinhyrndu hreinunum til Sólheima. — Ætlið þér að gefa ólöfu frá Hlöð- um alla dýrðina? — Alla dýrðina! Það var mikið. Mér hafði orðið hugsað til annarra skáldkvenna — ekki Torfhildar Hólm með sína stóru, sögulegu rómana, að öllu samanlögðu sín miklu og marghátt- uðu ritverk, heldur hinna — þeirra Ijóðrænu, og frú Bergsson, sem hafði svo undravert næmi fyrir annarra hugs- unum var undir eins með á nótunum. — Það er nú svona með skáldskap, að dálætið á honum, hvað mig og mína líka snertir, fer mikið eftir því, hvort manni finnst til sín talað. Hún kom við hjartataugar okkar kvenna, hún Ólöf. En það gerði Hulda líka með Æskuástum sínum, ljóðum og þulum. — Og svo kom Theódóra með þul- urnar sínar, sem urðu þjóðardýrgripir. — Já, þar var leikandi létt kveðið og þó glitraði allt og skein af gull- kornum liðinna alda og lífsvizku hennar sjálfrar — og persónan á bak við, ekki spillti að þekkja hana, hún var alveg eins og stendur í vísu, sem hún orti til einnar af dætrum sínuir „. . . með geisla í auga, gleði í sál og gullið skýrt í hjarta.“ Mér þótti — og þykir undur vænt um skáldskap kvenna. Það stækkar okkur hinar, ef ykkur tekst vel. — Kannski kapp með, að konum tak- izt eitthvað betur en karlmönnunum — stundum? — Ekki endiiega betur — og þó, kannski, stundum eins og þér segið. Sumt eiga þær að vita betur, og það ættu þær að geta gert betur, en þeir, sem miður vita. En um fram allt finnst mér, að konur eigi að vera kveneðli sínu trúar, vera það, sem þær eru. — Ekki flekka skjöld sinn með eftir- öpun? —. Já, einmitt, ekki apa eftir karl- mönnunum og þeirra eftiröpun. Um iram allt vera sjálfum sér trúar, þá hljóta þær að slá á þá strengi, sem okk- ur konum hljóma kunnuglegast. Við erum löngum við það heygarðshornið að hallast að því, sem frá hjartanu kemur, það hlýjar bezt — og lengst. — Að sjálfsögðu var mér kært að ræða bókmenntir við þessa bókelsku, fróðu og stálminnugu konu á þeim stundum, er ég átti með henni. Hún kunni frá mörgum skáldum að segja, allt frá þrí- stirninu fræga; Matthíasi, Steingrími og Gröndal. Þessir menn voru allir orðnir þjóðskáld í vitund þjóðarinnar, þegar frú Bergsson var á bernskuskeiði. Matt- hísas orti þjóðsönginn árið áður en hún fæddist, Steingrímur hafði þá getið sér góðan orðstí sem ljóðskáld og þýð- andi og Gröndal skrifað Heljarslóðar- orustu. Meðal þeirra skálda, er balla mátti samtíðarmenn frúarinnar og auk þess voru grannar hennar í Austurbænum (miðað við hina fyrri skiptingu bæjar- ins) voru Þorsteinn Erlingsson, Guð- mundarnir þrír, (G. skólaskáld, Gestur, Jón Trausti), Torfhildur Hólm, Þorsteinn Gislason — og Hannes Hafstein um tíma. Vera má að frúin hafi nefnt fleiri. Hún kunni margt af þessum skáldum að segja. — Já, Austurbærinn var mikill skáldastaður og þetta var mikill skálda tími. Já, það mátti nú segja glæsileg skálda- kynslóð setti fríða drætti í svip og sögu borgarinnar. Mikið var hrunið, þegar dauðinn sópaði burtu á fáum árum flestum, sem hér hafa verið nefndir. — — — Um langa vegu höfðum við frú Bergs- son rakið skáldaslóðir, er ég beindi tali okkar að Einari Benediktssyni, um hann ræddum við lengi, lengi og bar margt á góma, svo sem að líkum lætur um slíkan mann. Ef til vill verður síðar birt, það sem ég hef haldið til haga af hjali okkar frú Bergsson um skáldskap og fleira. Hér eru aðeins tilfærð brot. Eftir stutt frávik tókum við upp þráð- inn að. nýju. -*• Það var þessi dæmalausi ritdómur, frú Bergsson. — Já, fyrr mátti nú vera, að brigzla sjálfum Einari Benediktssyni um nauðg-' un tungunnar, rímhnoð, málskrúðsmold- veður og allt eftir þessu, alveg óskap- legar hártoganir og hótfyndni um Hrannir. Ég rakst nýlega á þennan rit- dóm, þegar ég var að grúska í gömlu tímaHtunum mínum. Þar var talað um, að umbúðirnar væru vætt en innihaldið lóð. Dr. Valtýr vitnaði líka í séra Jón á Bægisá: „Hver skilur heimskuþvætting þinn? þú ekki sjálfur, leiruxinn.“ Þó vildi hann vist ekki taka alveg úr steininn með það, ekki kveða upp úr með það frá eigin brjósti, að skáldskapur Einars væri leirburður, en til þess þó að bendla kvæðin við leir kallaði hann þau „hinn þétta leir“. Upphaflega munu þessi orð hafa verið notuð um gull, en þá að sjálfsögðu i þeirri merkingu, að jarðneskt gull væri fánýti. — Það hafa auðvitað orðið mikil skrif og mikið umtal um þennan ritdóm, því að Einar hefur snemma átt sér aðdá- endur, sem hafa séð hvílíkur snillingur hann var? — Mikil skrif og umtal, ja, ef það nú var. Dr. Valtýr fór aftur á stúfana og -leiddi fram vitni máli sínu til sönnunar. Frú Bergsson kímdi. — Einhver sagði og sett var það á prent, að erfitt mundi verða að venja Einar Ben af Æru-Tobba kveðskap sín- um. — — Og nú rifjast það upp fyrir mér, að Einar var kallaður höfuðskáld eignarfallsins, það stóð í kvæðiskorni, sem ort var til að sýna skáldskap hans í spéspegli. Það var töluvert kyndugt og ýmsum skemmt við það, og ekki var það látið liggja í láginni, hver mundi vera höfundurinn. Ekki galt Einar í sömu mynt, hefur sjálfsagt ekki viljað láta flimt og níð saurga skáldskap sinn. — Kannski ekki — og þó. . . til er eftir hann ein sú allra mergjaðasta níð- vísa, sem hér hefur heyrzt — og prentuð var hún. En ef til vill hefur það verið gert að honum forspurðum.---------- Undarlegt er að hugsa sér ævilok og síðasta áfangastað sumra þeirra manna, er skærast hafa skinið og hærra staðið en aðrir. — Maðurinn minn sagði, að Napó- leon Bónaparte hefði haft þau orð um Elbu, að hún væri falleg eyja, en þröngt þótti honum um sig þar. Einari Ben þótti fallegt í Herdísarvík, en sagði, að ekki væri gott að græða þar. Já, hann hafði lag á því að græða, meðan hann var og hét. Það var sagt, að hann hefði getð selt norðurliósin ‘v'rðskjálfta og hlutabréf í væntanleöLiui eldgos- um..------ Að lokum sagði frú Bergsson mér frá því, á hve skemmtilegan hátt hún lærði fyrir alvöru að meta ljóð Einars Ben, og unni þeim síðan ævilangt, en að þessu varð nokkur aðdragandi.------- Sem áður hefur verið að vikið kom margt fleira fram í samtali okkar frú Bergsson, en hér hefur verið unnt að taka með, úrfellingarmerki sýna það ekki til hlýtar, hve miklu hefur verið sieppt. Meðan ég ræddi við þessa öldnu og elskulegu konu varð mér æ ljósara, hve hún var raunsannur fulltrúi þess fólks, er borið hefur uppi með sæmd heitið bókmenntaþjóð. Hinni þríeinu ást þjóð- arinnar á tungu, sögu og bókmenntum hefur verið þakkað það, að við ís- lendingar höfum, sem þjóð, staðizt stríðan og kaldan straum margvislegra hörmunga. Fáir efast um það, hvaðan við höfum haft hitann og kraftinn, sem entist okkur til landtöku á strönd nýrra tima. Frú Bergsson hafði ekki ort sjálf, né á annan hátt staðið í nánum tengslum við sköpun bókmennta á sinni tíð, en hún hafði vafið þær sér að hjarta með barnslega opnum hug og kærleiksríku þreki. Skáldskapurinn hafði samofizt lífi hennar, ætíð tiltækur til skilnings, huggunar- og gleði. Stórbrotnir einstaklingar, er sjálfir hafa reist sér bautastein með lífsstarfi sínu, eru heiðraðir með minnisvarða. En hvenær verður hinum óbreytta, ís- lenzka lesanda reist minnismerki? Án hans engin bókmenntaþjóð. VIII. Kvöldsólin óf vesturloftinu lograuða og gullbekkjaða voð. Saumakonan kom heim og fór af sjálfsdáðun að sýsla í eldhúsinu. Frú Bergsson bauð mér af sinni örlátu gestrisni, að drekka te með þeim sam- býliskonunum. Ég afþakkaði og bað hana auðmjúklega velvirðingar á því, að ég hefði gleymt tímanum við að horfa á hana, sem timinn hefði gleymt meðan hann kepptist við að rista okkur hinum rúnir aldur og reynslu. Hún fylgdi mér til dyra, við kvödd- umst úti á stigapallinum, þar stóð hún, björt og hýrleg og veifaði til mín, þegar ég gekk frá húsinu. Mér varð hugsað til orða skáldsins, er hún hafði gert að sinum: „Ég hef litið ljómann og lifað fagran dag.‘ Þórunn Elfa. HAGALAGÐAR Líkista og langlifi. Runólfur á Maríubakka hefur ef- laust viljáð lifa lengi. Það var trú manna á hans tíð, að hið eimhlíta ráð til þess að verða gamall væri að láta smíða eða smíða sjálfur líkistuna utan um sig og geyma hana á heim- ilinu. Runólfur gerði þetta meðan hann enn var í fullu fjöri, og bikaði kistuna með hrátjöru á hverju ári. En það var ekki einungis sá aldur, sem hann átti við með líkistunni, sem rættist, heldur miklu fremur hitt, hvað lengi hann lifir í byggðar- lagi sínu í verkum sínum. (Erlingur Filippusson Hver rífur ... ? Síra Þorvarður í Saurbæ var maður féfastur. Til dæmis: Kona hans, Sigríður, var rausnarkona og matarmildingur. Um það þótti presti og einhverju sinni þá hann heyrði fisk rifinn í rökkri studdi hann hönd undir kinn og mælti: Hver rífur svo langan fisk úr roði? Kona hans kvaðst ei hafa tækifæri að deila í sundur alltíð meðal fólks síns og kvaðst gefa tveimur eða fleiri saman. (Blanda) 38. tbl. 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.