Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 5
Rangan ó frægðinni Eftir Ernst Philipson Hans Christian Andersen. Fyrst verða menn frægir, og svo verða þeir að þola hverskyns kvalir. Ekki alls fyrir löngu sagði þekktur maður: „Sem bet- ur fór fyrir H. C. Andersen, tóku menn 'ekki að sálgreina hann fyrr en eftir að hann var dáinn“. Þessi fullyrðing er nú ekki allskostar rétt, enda þótt orð eins og sálgreining væri ekki til á hans dögum, því að jafnvel meðan skáldið lifði voru menn farnir að taka sérkenni hans til vandlegrar meðferðar, en hitt skal játað, að áhuginn á persónu hans og sálarlífi hefur farið sívaxandi eft- ir lát hans — og því meir sem menn hafa fjarlægzt hann, og er talið að þessi áhugi hafi ekki enn náð há- marki. Að sumu leyti er þetta dálítið hvim- leitt. Ef um væri að ræða alvanalegan mann, sem ekki „væri í Ij ósgeislanum", eins og Andersen orðaði það, yrði þetta ikallað hnýsni um einkalíf manna, en þegar um er að ræða persónu sem — eins og Edvard Collin vinur Andersens sagði um hann — „var í víðtækustu merk- ingu orðsins opiniber persóna, þekkt af mörgum, og fyrir verk sín þekktur af ótölulegum mannfjölda, þekktur og anisskilinn“, og sem var auk þess „svo óvenjulega persónulegt fyrirbæri", þá verður líklega að heimfæra þessa bók- menntalegu lúsaleit rannsakendanna undir nútímahjáguðadýrkun. Okkur finnst við vita allt sem vit- að verður um persónu H. C. Andersens, svo og tilfinningalíf hans (og á því sviði hefur hann sjálfur ekki verið sparsam- ur og líklega ekki heldur allskostar heiðarleguir í upplýsingaþjónustu sinni), afstöðu hans til kvenna, bæði þeirra sem hann tilibað á sinn klaufalega hátt og svo allra hinna „móðurlegu" vin- kvenna, meira eða minna eðlilega gimd hans og hinn háfleyga skilning hans á öllu, sem hann sá, heyrði og reyndi. En það er rangan á heiðurspeningn- um að frægur maður verður að gera sér að góðu að svara til saka við hvern þann sem finnur hjá sér köllun til að gera sér títt um persónu hans. Á því sviði hefur víst enginn orðið fyrir ann- arri eins ásókn og H. C. Andersen. Ekki sízt vegna þess að viðvaningar hafa fallið í þá freistni að róta upp í lífi hans og lifnaðarháttum. Um þetta má þegar lesa í dagbókum hans, í sjálfsævisögu hans, og aftur og aftur í hinum ótrúlega víðtæku bréfaskriftum hans við vini og vinkonur. Á árunum eftir andlát hans og lengi síðan drífur skýrstumar að frá hinum mörgu grúskurum, hvort sem það nú eru ritgerðir í háhókmennta- legum stíl eða líkskurðar-dagbækux lækna. Því að einnig þær fyrirfinnast. Yfirleitt á það við um rannsóknir á H. C. Andersen, að þar á sér beinlínis stað kapphlaup um að grafa upp ný og óþekkt smáatriði, koma með meira og minna sérvizkulegar útleggingar á sál- arlífi og ritum skáldsins, og renna stoðum undir kenningar um að hinn eða þessi úr hinum geysistóra kunn- ingjahópi skáldsins hafi verið fyrir- mynd að persónum í ævintýrum eða skáldsögum. E in af raunverulega þýðingar- miklum rannsóknum á H. C. Ándersen er bók geðsjúkdómafræðingsins dr. med. Hjalmar Helweg, frá 1927, „H. C. Andersen. En psykiatrisk Studie“, en þar segir svo í formála: „Vel veit ég, að til eru þeir, sem telja svona ná- kvæmar rannsóknir á sálarlifi mikil- menna hreinustu plágu ........ Þar er tvennu til að svara .... 1 fyrsta lagi óskaði Andersen hreint ekki eftir, að framtíðin þekkti hann eingöngu af verkum hans .... f öðru lagi á til- gangurinn með slíkum rannsóknum ekki að vera sá að sýna hetjuna í inni- slopp og á inniskóm forvitnum kjafta kindum til ánægju“. Nú, ekki það? En til hvers er þá yfir- leitt verið að plokka sundur sálar- og tilfinningalíf skáldsins? Það er alþekkt, að ef menn hitta rithöfund, sem hefur hrifið þá með verkum sínum, þá reynist hann vera allt öðruvísi en menn höfðu hugsað sér hann. Réttara sagt: Miklu í I I 1 , i Forvígismenn sœnskra sósíal- demókrata hafa ekki þótt tiltakan- lega hugmyndafrjóir á löngum valdaferli sínum í Svíþjóö. Fyrir nokkru tóku þeir þó aö boöa harla nýstárlega og kynduga kenningu, sem hefur vakiö mörgum ugg um þaö, aö skilningur þeirra á nútíma lýörœöi sé nokkuö vafasamur. Þeir státa sig af því í tíma og ótíma aö hafa stofnsett hreint dýröar- og velferöarriki, þar sem sósíálisma, lýörœöi og einstaklingsfrelsi sé blandxiö saman í hœfilegum hlut- föllum aö dómi hinna alvísu lands- feöra (þ.e. flokksbrodda sósíal- demókrata), en hin nýja kenning þeirra bendir ótvírætt til þess, aö sósíalismi og ríkisvaldsdýrkun eigi meiri ítök í hugum þeirra en hollt getur talizt sönnu lýörœöi. Kenningin boöar, aö styrkja skuli blaðaútgáfu stjórnmálaflokka meö ríkisframlögum, sem aftur eru svo sótt í pyngju skattþegnanna, hvort sem þeim líkar betur eöa verr. Kenningin i sinni wpprunalegu og hreinu mynd mœtti svo afdráttar- lausri gagnrýni og andúö, aö nú er ekki lengur rœtt um beinan rik- isstyrk handa pólitískum málgögn- um, heldur er ætlunin aö þvinga fram á þingi samþykkt fyrir fjár- framlögum úr ríkissjóöi til handa flokkssjóöum stjórnmálaflokloanna, en þaöan á féö svo aö renna í rekstrarsjóöi flokksblaöanna. Fram lögin á aö miöa viö þingmannatölu hvers einstaks stjórnmálaflokks. Viö þetta er margt aö athuga, og skal hér drep iö á fátt eitt. 1 fyrsta lagi er hér vegiö harkalega aö útgáfu ó- háöra blaöa, og er þaö ef til vill aöaltil gangur þessarar nýju kenningar. Sósíaldemókratar hafa ráöiö svo lengi í Svíþjóö, aö ríkis- stjórnin þar viröist oft œtla, aö hún sitji aö völdum í landi, sem búi viö einsflokkskerfi. Flokkurinn og stjórn Ivans hafa um langan ald- ur giniö yfir öllu í Svíþjóö, og því hefur þaö veriö forystumönnum sósíaldemókrata sífellt gremjuefni, aö óháö og frjáls blöö, auk blaöa þeirra, sem andstööuflokkar ráöa yfir, hafa leyft sér aö gagnrýwa ýmsar geröir valdhafanna, og — þaö, sem er náttúrulega álveg ó- þolandi, — þau liafa selzt vel. Reynt hefur veriö aö sporna gegn þessu meö því aö láta stofnanir, sem eru undir stjórn sósíaldemókrata, kaupa dagblöö, en nú er bersýni- legt, aö þaö þykir ekki duga. Kom- ist hin nýja kenning í framkvæmd, er augljóst, aö hagur hinna óháöu blaöa þrengist, en hrein flokksblöö fá aögang aö þægilegri tekjulind. Slík þróun er aö sjálfsögöu ekki t anda þess lýörœöis, sem Noröur- landamenn vilja búa viö. 1 ööru lagi er þaö vottur um yf- irgang ríkisvalds á kostnaö lýörœö- is aö skylda álmenning til þess aö styrkja pólitíska blaöaútgáfu meö skattgreiðslum. Hingaö til hafa borgarar í lýörœöisþjóöfélagi veriö frjálsir aö því aö styrkja þau stjórnmálasamtök, sem þeim sjálf- um sýnist, en samkvœmt hinni nýju kenningu veröa menn aö greiöa skattgjáld til allra stjórn málaflokka. Flokkarnir fá svo mis- munandi mikiö fé í sjóöi sína af þessari skattheimtu. Mest fær stærsti flokkurinn, þ.e. sósíáldemó kratar. Ætla mætti, aö meö þeirri tékjujöfnun borgaranna, sem sœnskir sósíáldemókratar hafa bar- izt fyrir um áratugi, œtti fjölmenn- asta flokkinum ekki aö veröa skota skuld úr því aö innheimta fé meö- al fylgismanna sinna til þess aö standa undir útgerö blaöa sinna. Svo viröist þó ekki vera, heldur œtla sósíáldemókratar sjálfir aö hiröa um helming alls ríkisfram- lagsins. Þarna er komiö aö álvarlegu at- riöi í kenningunni. Flokkur, sem á einn þingmann á þingi, fœr fimmt ugasta hluta þeirrar fjárhœöar, sem fimmtíu þingmanna flokkur fœr, svo aö eitthvert dæmi sé tek- iö. 50 manna flokkurinn fœr því góöa aöstööu til þess aö viöhálda hlutfalli sínu á þingi meö aukn- um og ríkisstyrktum blaöakosti, meöan eins manns flokkurinn hlýt- ur alltaf aö veröa sama flokkskríl- iö, ef viöurkennt er, aö blaöaáróö- Framhald á bls. 6 36. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.