Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 3
E inu sinni að sumarlagi, þegar vatnaliljurnar voru í blóma og hveiti- kornið þroskaðist í oxunum, tók afi hans hann með sér í langa gönguferð upp með ánni til að heimsækja Crow frænda hans. Hann hafði svo lengi heyrt bvo margt dásamlegt og stórkostlegt um Crow frænda, að hann vissi þá þegar, að hann var mesti veiðimaður í heimi. „Hann er snillingur, hann Crow frændi þinn“, sagði afi hans. ,,Hann gæti hvenær sem er fengið sér þvotta- snúru, bundið við hana múrstein, beitt hann með kökubita, gengið út og veitt geddu eins langa og handlegginn á þér“. Þegar hann spurði hvers konar köku, virtist afi hans gramur og sagði, að það væri líkt strák að spyrja þess kon- ar spurningar. ,,Hvaða köku sem er“, sagði hann. „Sódaköku. Er það ekki sama? Kúr- ennuköku, jólaköku, ef þér sýnist svo. Hvað sem er. Ég yrði ekki hissa, þó að hann veiddi væna geddu á vínartertu“. ,,Ekkert annað en geddu?“ „Stundum“, sagði afi hans, „hefi ég séð hann sitja á bakkanum, þegar hit- inn var kæfandi eins og í bakaraofni og enginn fékk neitt, ekki einu sinni á blóðsugu. Og þá dró frændi þinn þær í tugatali, rétt eins og þegar maður tínir baunir úr skálp.“ FRÆNDI GAMLI Eftir H. E. Bafes „En af hverju er hann frændi minn“ fiagði hann, „þar sem móðir mín á engan bróður og ekki heldur faðir tninn?“ ,,Sjáðu til“, sagði afi hans. „Raun- verulega er hann frændi móður þinn- ar. En við köllum hann öll Crow frænda.“ ,,Og hvar á hann heima?“ „f>ú munt sjá það“, sagði afi hans. „Alveg út af fyrir sig, í ofboð litlu húsi við ána.“ Hann var í fyrstu mjög undrandi, er hann kom auga á þetta ofboð litla hús. Það líktist reyndar svörtum tjörg- uðum báti, sem annaðhvort hefði runn- ið niður brekkuna og staðnæmzt án þess að komast á flot eða honum hefði ekolað upp í flóði. Þakið, úr brúnum þaksteini, var undið og skælt, og hlið- arnar voru að mestu byggðar úr tjörg- uðum bjórtunnustöfum, að því er hon- um virtist. Gluggarnir tveir með ör- smáum rúðum voru á stærð við skák- borð, og Crow frændi hafði neglt und- ir hvorn fyrir sig syllu úr tinplötu, sem enn var skínandi blá, og á hvorri fyrir sig stóð með hvítum bókstöfum „ • erkjatöflur" á haus. Allt umhverfis húsið óx hátt sef. Það umlukti húsið eins og risavaxið skrjáf- andi korn. Nokkurn spöl handan við havaxið sefið rann áin framhjá i breiðri bugðu, en með þungum, tignarlegum suaumi, full af hvítum eyjum vatna- liija, sem voru eins stórar og tebollar og glóandi gular í miðjunni í sólskin- inu. . rionum fannst þessi staður með vatna liljunum, agnarlitla húsinu og sefskóg- inum stóra, sem muldraði í mjúkt, brúnt skeggið, vera sá fallegasti, sem hann hafði nokkru sinni séð. ,,Er nokkur hér?“ kallaði afi hans. „Crow, er nokkur heima?“ Hurðin stóð í hálfa gátt, en í fyrstu kom ekkert svar. Afi hans ýtti betur á hurðina með fætinum. Sefið hvíslaði niðri við ána og var svarað frá húsinu með hljóði, sem líktist marri í rúm- fjöðrum. „Hver er þar?“ „Það er ég, Crow“, kallaði afi hans. „Lukey. Ég tók drenginn með mér, svo að hann fengi að sjá þig.“ S tórvaxinn rjóður maður með rauðleitt hár kom fram í dyrnar. Bux- urnar hans voru svartar og mjög þröng ar. Augun voru vot og skærblá eins og rendurnar í skyrtunni hans. Hann hélt uppi um sig buxunum með leður- belti með látúnsbólum eins og þeim, sem eru á aktygjum. „Ég bjóst við, að þú værir úti að fá gedduna“, sagði afi hans. „Það er of heitt. Hvernig líður Luk- ey, karlinum? Ég hefi ekki séð þig ný- lega, Lukey, karlinn.“ Varir hans voru mjög þykkar og rauðar og votar eins og kýrgranir. Upp úr honum brauzt glaðlegt hvellt hljóð, eitthvað á milli ropa og hláturs. „Ætliði ekki að líta inn?“ I eina herbergi hússins var járnrúm, sem yfir var breitt gamalt, rauðköfl- ótt hrossáklæði. í einu horninu var stór leirpottur og einnig var þarna óheflað viðarborð, sem á voru óhreinir bollar og diskar og tinketill. Tvær tágakörf- ur og sigð stóðu úti í öðru horni. Crow frændi teygði úr sér í allri sinni lengd á rúminu eins og hann væri mjög þreyttur. Síðan reisti hann hnén. Kviður hans var þrýstinn eins og kæfu- belgur í svörtu buxunum, sem voru mosagrænar á hnjánum og setunni. „Hvernig er veiðin?“ sagði afi hans. „Ég hefi verið að segja drengnum .... “ Crow frændi hló djúpum hlátri. Það- an Sem sólin skein á tjargaðan hús- vegginn, barst lykt af sólbakaðri tjöru. En þegar Crow frændi hló, barst öl- gerslykt út í loftið. „Ég hefi nú ekki fengið mikið þetta sumarið", sagði Crow frændi. „Það hef- ir ekki rignt nóg“. „Ekki eins og sumarið, sem þú fékkst þann stóra niðri við mylluna. Ég man, að þú sagðir mér...........“ „Það er alltof heitt og þurrt“, sagði Crow frændi. „Það er eins og hálsinn á manni sé fullur af sagi“. „Þú manst eftir því sumri?“ sagði afi hans. ,,Enginn fékk neitt nema þú“. „Bragðaðu á brjóstbirtunni", sagði Crow frændi. Drengurinn velti fyrir sér, hver þessi brjóstbirta væri, og bráðlega sá hann sér til undrunar, að Crow frændi og afi hans voru að drekka hana. Hún kom úr dökkgrænni flösku og var tær og ljósbrún eins og kalt te í glösunum tveim. Framhald á bls. 14. Guðinn þögli Eftir Björn Gunnarsson Grimmúðlegur dökkvi kólguskýjanna við rönd hins iðandi lagar er dularfullt tákn þitt um seintekið skeið þrungið óræði og dapurlegri vissu um hvarf er eg vænti. Skeið mitt er vitstola flótti frá augnabliki til augnabliks en hæðnislegt glott þitt fylgir mér ofar dökkva 9kýjanna handan seilingar. Hyldjúp nóttin er vitni mitt um harðýðgi þína og skeytingarleysi er þú gerðir ferð mína hingað- Eg er mér meðvitandi um örvita hringrás sólkerfanna og ótti minn er án takmarka. 38. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.