Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 15
og eltingaleikir krefjast geysimikill- ar æfingar og áhalda, en fyrst og fremst krefjast þau mikils tíma. HLÁTURBRÖGÐ Lemmon blakaði hendi við reykjarskýinu, sem var uþpi yfir höfð inu á honum og fór að gefa mér nokkr ar leiðbeiningar um byggingu gam- anmynda. — Það er tvennt, sem er í stöðugu samsæri gegn áhrifariku gamni í kvikmyndum. Hið fyrra er vitanlega skortur á úthaldi í leik — þetta eilífa vandamál leikarans að geta komið dettandi inn í leikatriði, án undirbúnings, án aðdraganda. En hitt er alvarlegra, sem sé áhorfenda- skorturinn. — A leiksviði, með lifandi áhorf- endum get ég lært, hvernig ég á að tímasetja hláturatriðin, fundið, hvern ig orðin verka á fólk og þá breytt þeim, ef þörf gerist. En kvikmyndin er óafturkallanleg, og ekkert til að leiðbeina manni. Tökum ágætt dæmi um það: Það er staðreynd, að fólk í alskipuðu kvikmyndahúsi hlær hærra, lengur og oftar en á síðdegis- sýningu þegar leikhúsið er ekki nema hálfskipað. Ef fólkið er ekki að hlæja allt í kring um þig, þá skrík- irðu bara en hlærð ekki — og þegar þannig stendur á, hikarðu við að skellihlæja, enda þótt þú komir ai- veg jafnánægður út frá kvikmynd- inni. — Þegar nú skellihlátur kemur frá alskipuðu húsi og þú uppgötvar þetta ekki fyrr en í síðustu æfingu, geta næstu fjórar setningarnar farið fyrir alveg ekki neitt. Ef til vill er þetta sjúkdómur, sem við ættum öll að þjást af, en stundum eru týndu 3á.'tbl. 1965 ------------------- setningarnar góðar, og þá er það illa farið. En í myndinni er ekki hægt að standa sig við að spá, að þarna komi skellihlátur, af því að maður hefur enga áheyrendur til að fara eft- ir meðan upptakan fer fram, og svo getur maður alltaf g'etið sér rangt til. Auk þess er það, að á þessari síðdegis- sýningu geta áhorfendur hlegið bara rétt sem snöggvast og þagnað siðan, og í þögninni, sem verður, fer hrað- inn í leiknum gjörsamlega út um þúf- ur. Kiliy Wilder bjargaði sér einu sinni með sniðugu bragði. Þegar við vorum með „Some like it Hot,“ var hann sannfærður um, að ef áhorfend- urnir hefðu gleypt alla myndina fram að þessu hneykslahlega atriði, þegar ég trúlofaðist honum Joe E. Brown, þá mundu þeir gleypa það atrið'i. Þú manst, að Tony Curtis kom inn og sagði: „Hvers vegna ertu svona kát- ur?“ og ég segi: „Ég er nýtrúlofaður." og Tony spyr: „Ertu hvað??“ og ég endurtek: „Ég er trúlofaður." Nú vita áhorfendur, að það hlýtur að vera Joe E. Brown, af því að ég hef verið að dansa við hann með rós milli tannanna. En þá segir Tony: „En til hvers ætti karlmaður að vera að trú- lofast karlmanni?“ og ég svara: „í ör- yggisskyni". — Þetta eru nú ágætar setningar og Billy fannst það skammarlegt, að hafa ekki fengið hlátur nema við þeirri fyrstu einni saman. Hann reyndi samt að halda fjörinu uppi, en gerði löng hlé. Hann lét mig nota tvær handskellur, og í hvert skipti, sem ég átti að segja eitthvað, stanzaði ég, gaf Tony setninguna og svo........ hummmm, hummmm............ Lemm- on stökk upp hummandi og sveifl- andi handskellum, sem hvergi voru til. — Og ég fór að dansa um gólfið. Og það brást ekki, að hver hlátur var skellihlátur og þegar ég loksins hætti að sveifla handskellunum, voru áhórf endurnir orðnir móttækilegir fyrir næstu setningu. Wilder sagði einhvern tima um Lemmon, að fengi hann handrit síð- degis, þá gengi hann um gólf í rúm- inu með það alla nóttina og hugsaði um atriðin. En þegar hann nú er einn af fáum héimsstjörnum, þarf hann þá að þræla svona lengur? Mundi ekki hér um bil hvað sem hann gerði á sviðinu ganga í fólkið? — Jú, ef til vill, segir Lemmon, — en það gengi bara ekki í mig sjálfan. Sannast að segja, verður þetta æ erfiðara, þvi að hafi maður haft einhver góð hlutverk og sýnt góðan leik, þá verður vanda- málið, hvernig eigi að fara fram úr því eða að minnsta kosti komast til jafns við það. ORSÖK OG AFLEIÐING að má leika eitt atriði á hundr að vegu, og mér er illa við að halda mig að því fyrsta, sem mér dettur í hug. Sjálfsagt getur það gengið og kannski verið fullgott, en er bara ekki hægt að gera það betur? — Það sem er öllu öðru fremur áríðandi er að hafa það sem einfald- ast, Eitt atriði í einu — en ekki fimm mismunandi aðferðir til þess að sýna hina „miklu tækni" sína. Því að hún er ekki annað en bull og vit- leysa. Bezti leikur,.sem ég hef séð á ævinni, var afskaplega einfaldur. Því meira sem ég leik og því meira sem mér íinnst ég læra, þvi minna langar mig til að gera, éf hlutverkið er verú- laga gott. í þessári væntanlegu Wild- ermynd á það áð komast á það stig, ef við reynumst sannspáir, _ að ég geri bókstaflega ekki neitt. Ég ætla bera að vera einskonar maLstöng, sem allir hinir dansa kringumi — Þetta verður alltaf að áráttu eft- ir að gera ,sitt bezta. Það éina í líf- inu, sem er nokkurs virði, er ekki að yera það bezta, heldur að gera það bezta, sem við getum. Og það er ein- mitt það, sem við gerum svo sjaidan, af því að við leggjum okkur svo sjald an í líma. HAGALAGÐAR Sölvamannagötur. Upp úr Laxárdal liggur vegur austur Laxárdalsheiði og niður í Hrútafjörð hjá býlinu Borðeyri. Annar vegur liggur upp úr botni Lax- árdals og suðaustur í Hrútafjörðinn. Er þá komíð fyrir innan fjarðarbotn- inn Var sá vegur tíðfarinn fyrr á öldum, en er nú nær aflagður. Hét ieið þessi Sölvamannagötur, var kölluð svo vegna þess, að götur þess- ar fóru Norðlingar til sölvafanga í Saurbæ. Atti dómkirkjan á Hólum þá ítak í sölvafjöru fyrir Saurbæ, og er sagt að Hólamenn hafi gert þang- að lestir á sumrin. (Árbók Ferðafél.). - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.