Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 4
Séð yfir Seyðisfjörð. - HÖFUÐSTAÐUR FramJiald af bls. 1. að afurðir búa þeirra urðu nauða- litlar. En þrautseigja, sparsemi, hagsýni og dugnaður bændanna bjargaði því, að ekki varð landauðn á Fljótsdalshér- aði og öðrum landbúnaðarsveitum aust- an lands. Urðu því framfarir og mann- fjölgun um áratugaskeið minni á Aust- urlandi en víðast annars staðar á land- inu. Loks á síðasta áratug, er fjárpest- inni var að mestu aflétt, hófst fram- sókn bændanna stóraukin ræktun, vél- væðing og bættur húsakostur, en ár- ferði sl. ár ihefur orðið þeim þungt í skauti. f>essi seinustu ár, er síldin hef- ur veiðzt mest við Austfirði, og síldar- verksmiðjur hafa verið reistar í kaup- túnum flestra fjarðanna, verður stökk- breyting á atvinnu og efnahagslegri afkomu íbúanna. Fljótsdalsihérað er víðáttumesti dalur landsins, og með dölum þeim, sem frá því klofna, er það nú 10 hreppar, er skiptast milli Múlasýslna. En þessi skipt ing Héraðsins milli tveggja sýslna er óeðlileg. Héraðið með dölum þeim, er frá því liggja, er óslitin heild, þar sem til skamms tíma, og raunar enn að mestu, hefur verið rekinn aðeins einn atvinnuvegur, landbúnaður. Sjósókn hef ux þar engin verið, enda eru hafnleysur við Héraðsflóa, og langt er síðan nokkur Héraðsbóndi hefur sent mann eða menn niður í Firði til fiskiróðra. En Héraðið með fylgidölum sínum er mjög margbreytilegt að fegurð, lands- lagi og veðráttu. Á Úthéraði er úrkomu- samt og þar er oft mikil fannfergja á vetrum. Eftir því, sem ofar dregur á Héraðið, er betri veðrátta. Það er oft, þegar vetri hallar og ekki sér á dökkan díl á Úthéraði, að Fljótsdalur er aiauð- ur upp á fjallabrúnir. Enda mun Fljóts- dalur vera ein af allra veðursælustu byggðum landsins. Þar þarf oft ekki að gefa fé hey á vetrum að nokkru ráði, og afréttir Fljótsdæla eru víðáttumikl- ar og kjarngóðar. Hafa þar og löngum verið efnaðir bændur. En um allt Fljóts- dalshérað eru víða ágætar jarðir, svo sem Vallanes og Ketilsstaðir á Völlum. Sá staður á Héraði, sem nú er oftast nefndur og flestum kunnur, er Egils- staðir. Egilsstaðir hafa jafnan þótt nokkuð góð jörð, en hún var samt ekki meðal beztu jarða á Héraði. Áður fyrr var Vallanes þrefalt dýrari jörð en Egilsstaðir, og sömuleiðis Hallormsstað- ur, og Ketilsstaðir á Völlum tvöfalt dýrari, og allmargar jarðir á Héraði voru taldar jafngóðar Egilsstöðum. E gilsstaða er hvergi getið í forn- um ritum, hvorki í Landnámu, Islend- ingasögum, Sturlungu eða Biskupasög? um. Egilsstaði hef ég fundið fyrst nefnda í dómi Orms Jónssonar umboðs- manns í Múlaþingi, 16. febrúar 1442, en ártalið er ekki öruggt, gæti verið 1492. Var þá dæmdur á þingstað Egilsstaða og gerður útlægur Pétur Tómasson fyrir að hafa að ófyrirsynju slegið í hel Sig- urð Þorsteinsson. Lengi frá þeim tíma var þingstaður á Egilsstöðum. En sögu- legasti atburður varðandi Egilsstaði, sem getur um í gömlum bréfum, er mál það, er reis 1540 út af grun, sem féll á húsfreyjuna á Egilsstöðum, Sess- elju Loftsdóttur, að hún hefði myrt mann sinn, Steingrím Böðvarsson. Eftir það má finna nafn Egilsstaða víða í ritum. Samkvæmt manntalinu 1703 var þar þríbýli þegar Egilsstaðahjáleiga er með talin. Á tveim búunum voru aðeins hjónin, en á því þriðja hjón með fimm börnum sínum, því elzta 16 ára. Fornar minjar sjást enn í Egilsstaða- landi eftir framkvæmd dauðadóma, sem að sjálfsögðu hafa verið dæmdir af valdamönnum, sem sátu á Egilsstöðum. Skammt fyrir ofan Egilsstaði er ás nokkur, sem liggur frá austri til vest- urs, og er nefndur Gálgaás. Ber hann glöggar minjar þess, að þar hefur ver- ið aftökustaður. Norðan á ásnum er klettur og í honum er hilla, sem auð- velt er að ganga í að austan. í þessari hillu er nú lítill trékassi með glerloki, nýlega smðaíður. 1 kassanum eru nokkur mannabein. Fyrir um 67 árum kom ég þarna fyrst. Þá voru þar leifar af tvenn- um mannabeinum. Þar voru þá meðal annarra beina tveir allvel tenntir neðri kjálkar. Ofan við hilluna uppi á klett- inum voru þrír allstórir steinar, og rnátti sjá þar op inn á milli steinanna, sem öðrum enda gálgatrésins hefur verið stungið inn í. Hinn endinn hefur verið laus. Sakamaðurinn hefur verið leiddur inn í hilluna, og snörunni sem hnýtt hef- ur verið um gálgatréð, hefur verið brugð- ið um háls sakamannsins og honum um leið hrint fram af hillubrúninni. Þessi þokkalega athöfn hefur að sjálf- sögðu að þeirra tíma sið farið fram í viðurvist fjölda manna. Er henni hefur verið lokið og sakamaðurinn dauður og lík hans stirðnað, hefur líkið verið urð- að fast við klettinn, neðan við Mlluna. Þar sést enn greinilega í venjulegri grafarstærð steinurð, er hefur átt að hylja leifar þessara útburða þjóðfélags- ins. Og ekki hefur þótt borga sig að leggja á heiðvirða borgara það erfiði að grafa lík þeirra djúpt í jörðu, og því hafa bein þeirra blásið upp. Á fornum aftökustöðum, sem vitað er um hér á landi, hygg ég að hvergi séu eins greini- legar minjar og þarna. Fyrir nokkrum árum hrintu strákar úr Egilsstaðakaup- túni steinunum ofan af gálgaklettimum. Ég leyfi mér að beina því til fornminja- varðar, hvort ekki sé athugandi að láta setja þessa steina aftur upp á klettinu í sömu skorður og þeir áður voru og af- girða síðan klettinn, sem nú er kom- inn inn í Egilsstaðakauptún, ið kannist líklega við söguna af Valtý á grænni treyju. Hún hefur nokkr- um sinnum komið út með dálítið mis- munandi afbrigðum, og eitt sagnaskáld okkar hefur gert hana að uppistöðu skáldsögu og leikrits. Fyrst, er ég sá beinin í hillunni í Gálgaklettinum, sagði frændi minn, Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari, mér, að sum beinin væru úr Valtý á grænni treyju, og mun því þá almennt hafa verið trúað þar í nágrenninu. En nú þykir víst, að sagan um Valtý á grænni treyju, eins og hún er sögð í þjóðsögunum, sé uppspuni, eða að minnsta kosti, ef hún styðst við einhver söguleg rök, að þá hafi þeir atburðir gerzt mörg hundruð árum áður en sagt er frá Valtýssögu. En beinin þarna og öll ummerki segja samt hroll- vekjandi sorgarsögu frá niðurlægingar- tímum þjóðar vorrar. Skömmu fyrir 1890 riðu tveir ungir menn út götur á Útvöllum. Báðir voru þeir fríðir menn og drengilegir. Þeir voru náfrændur og vinir. Annar þeirra hét Jón, og var sonur prestsins í Valla- nesi, séra Bergs Jónssonar. Hinn hafði komið sunnan frá Hólum í Hornafirði til þess að heimsækja frænda sinn. Hét hann Þorleifur og var Jónsson. Síðar urðu báðir þessir menn nafnkunnir, Jón Bergsson á Egilsstöðum og Þorleifur Jónsson alþingismaður í Hólum. Jón segir við Þorleif: „Ég er staðráðinn í að kaupa mér jörð og fara að búa“. „Hvaða jörð ætlar 1 )i að kaupa?“ seg- ir Þorleifur. „Egilsstaði“, svarar Jón, „bóndinn þar er að flytja til Ameríku". „Slíkt kot“, segir Þorleifur, „því reynir þú ekki heldur að ná í Eyjólfsstaði?“. „Egilsstaðir verða miðstöð Fljótsdals- héraðs“, segir Jón. Jón keypti síðan Egilsstaði, eins og hann hafði ætlað sér, og það fór svo, að þeir urðu ekki aðeins miðstöð Fljóts- dalshéraðs, heldur alls Austurlands. Þeir eru nú þegar orðnir samgöngumið- stöð Austurlands. Þar er nú aðalflug- völlur Austurlands og þaðan greinast frá Egilss'jöðum og landslag margbreyti- legt, og landið gróðursælt. Þar er ann- vegir víðsvegar um allt Austurland og til annarra landshluta. Útsýni er fagurt ar stærsti og víðáttumesti skógur Múla- sýslna. Aðeins Hallormsstaðarskógur er stærri. Efri hluti Lagarfljóts blasir við Framhald á bls. 14. Símstöðin á Egilsstöðum. Gálgaklettur við Egilsstaði. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.