Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 5
usi PIKUR Eftir Gunnar Dal iii Allir menn stjórnast af löng- un til að láta sér líða vel og forðast sársauka og vanlíðan. Og þetta, segir Epikúr, er mælikvarð- inn á alla hluti: Hvort ákveðin at- höfn sé rétt eða góð er komið undir þeim gæðum eða sársauka, sem hún veitir. Leiði athöfnin til farsældar er hún góð og rétt. Hún er hins vegar röng og ill, ef hún leiðir til ófarnaðar og þjáninga. Þannig verð- ur ánægjan eða lífsnautnin að mæli- kvarða á hvað sé rétt og rangt, gott og illt (hedónismi). En þekkja verð- ur allar afleiðingar athafnarinnar. Sem stundargaman er hún enginn mælikvarði. Gleðin er eðli hins heil- brigða lífs, en þjáningin hins sjúk- lega. Gleðin og lífsnautnin viðhalda lífinu, en þjáningin er eitur, sem vinnur gegn því. Það skiptir ekki máli, hvað veitir okkur ánægju, segir Epikúr, því að öll ánægja er í eðli sínu hin sama. Og í sjálfu sér er engin unaðsemd ill eða röng. Hún verður það hins vegar, ef hún hef- ur sársauka og ófarnað í för með sér. Tilgangur Epikúrs með heirn- speki sinni er að kenna mönnum, hvernig hægt er að lifa sem flestar ónægjustundir og hvernig er hægt að gera þjáninguna sem minnsta. Það sem Epikúr telur nauðsynlegt til að lifa hamingjusömu lífi er þrennt: Sálarfriður, hreysti og að fullnægja brýnustu lífsnauðsynjum. Og hin fjög- ur læknisráð, sem hann hvatti menn jafnan að hafa í huga til að ná þessu marki voru: Við skulum ekki óttast guðina. Við skulum ekki óttast dauð- ann. Það er auðvelt að finna hamingj- una. >að er létt að þola þjáninguna. Öll þessi „læknisráð“ miðast við að kenna mönnum að varðveita sálarfrið sinn, því á það leggur Epikúr megin- áherzlu, engu síður en Stóuspekingar á hina „stóisku ró“. Hvemig á maðurinn þá að finna sálarfrið og varðveita hann? Fyrst af öllu þarf maðurinn að losna við óttann við dauðann, óttann við annað líf, óttann við guðina. Hann þarf að losna við efann, losna við fáfræði og hindurvitni. Hann þarf að læra að komast hjá árekstrum við annað fólk, árekstrum við samfélagið, árekstrum við lög landsins. Hann þarf einnig að rækja trú sína, iðka heimspeki og ástunda hinar fjórar dyggðir: vizkuleit, hóf- semi, hugrekki og réttlæti. D auðann þurfa menn ekki að ótt,- ast, segir Epikúr. Handan hans er ekk- ert, og það er ástæðulaust að óttast það, sem maðurinn mun aldrei hafa neina reynslu fyrir. „Dauðinn skiptir p" - ■ - - - -■■■■»■ ~ »■■■ i» SEINNI HLUTI okkur engu máli, vegna þess að þegar við erum, er dauðinn ekki, þegar dauð- inn er, erum við ekki“. Það þarf heldur enginn að óttast líf- ið eftir dauðann. Óttinn við dauðann, segir Epikúr, er einnig bundinn við þá ímyndun manna, að einhver vitund sé Hcimspekingur. Forn-gxísk bronsmynd. V”TB i i íiBBTti ~ ' ~ i i tengd hinu ömurlega ástandi líkamans eftir dauðann, og enn aðrir trúa á hel- heima og vesæla skuggatilveru sálar- innar eftir dauðann. En þetta er fáfræði, sem ber að út- rýma með þekkingu: — Sálin er efni eins og líkaminn og gerð úr atómum, — að vísu hinum fíngerðustu atómum. í dauðanum yfirgefa sálaratómin líkam- ann, sundrast út í tómið og öllu er lok- ið. Og sízt þurfa menn að óttast reiði guðanna, því að slík geðhrif þekkjast ekki meðal guða. „Hindr óforgengilegu Oft hefur það verið haft eftir ýmsum spekingum, að í höfunum sé framtiðar- forðabúr mannkyns. Þetta lætur ekki undar- lega í eyr- um okkar, sem löngum höfum feng- ið björg úr því forðabúri. Hins vegar er Ijóst, að sjó- sóknin í núverandi mynd forðar ekki örtvaxandi mannkyni frá hungri um alla framtíð. Við höfum fengið aðvörun um að nú sé gengið of nœrri einum helzta nytjafiski okkar — og við getum eins átt von á því, að sagan endur- taki sig: Að sú síaukna áherzla, sem allar þjóðir leggja nú á fisk- veiðar, rýri aðra fiskstofna svo mjög, að aflinn nœgir okkar vax- andi þjóð ekki lengur. — Ekki er ólíklegt, að þörf mannkyns fyrir æ meiri fœðu verði til þess að tak- marka þurfi veiðar nytjafisks um allan heim áður en margir áratug- ir líða. En þar með er ekki sagt, að við höfum tœmt þetta stóra forðabúr. Tími er kominn til þess að hug- leiða hvort við getum ekki nú þeg- ar farið að þreifa fyrir okkur og kanna þá möguleika, sem lífið í sjónum umhverfis ísland getur hugsanlega veitt okkur í framtið- inni. Hér er ekki aðeins átt við teg- undir fiska og annað, sem hrœr- ist í sjónum, heldur líka og ekki síður þann margvíslega botngróð- ur, sem hafið hylur. Hér er ekki hægt að fara út í nein smáatriði varðandi þessi mál, en Ijóst dœmi um það, hve stutt er síðan við fórum að sinna öðr- um en þessum helztu nytjafiskum okkar, er sú staðreynd, að enn tel- ur stór hluti þjóðarinnar humar og annan skelfisk ekki mannamat. Og hve margar raunhœfar tilraun- ir hafa verið gerðar til þess að vinna ýmis nothœf efni úr þangi? Er ekki hugsanlegt, að þangið gœti skapað stóra möguleika fyrir efnaiðnað í landinu? Þegar vis- indamennirnir hafa talað um forða- búrið í höfunum hefur jafnvel ver- ið minnzt á skipulagða rœktun á sjávarbotni — hliðstæða þeirri, sem fram fer á ökrum og öðru gróðurlendi ofan sjávarmáls. Ljóst er, að við þurfum að marg- falda þjóðarframleiðslu okkar á nœstu áratugum — og það er líka Ijóst, að takmörk eru fyrir því hve lengi við getum aukið veiðar þeirra tegunda, sem við sœkjumst nú eft- ir — og höfum gert. Þessvegna vœri ekki óeðlilegt, að nú yrði hafið skipulegt, víðtækt rannsóknarstarf og leitað yrði er- lendrar aðstoðar til þess að kanna, hvort við getum ekki þegar hafið undirbúning að frekari nýtingu þess forðabúrs, sem við höfum við bœjardyrnar. Með erlendri aðstoð er átt við margvíslega tœknikunn- áttu, sem hér liggur ekki á lausu, og þær fjölmörgu stofnanir og fyr- irtœki, sem hafa í þjónustu sinni ýmsa færustu vísindamenn sam- tíðarinnar — og þeirra verkefni er beinlínis að skipuleggja fram- tíðina: Reikna þróunina út, beina henni inn á œskilegar brautir, gera áœtlanir, skapa framtíðina. Ýmsum mun sjálfsagt finnast þessar bollaleggingar fjarstæðu- kenndar — og ekki óeðlilegt að svo Framhald á bls. 6 6. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.