Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 7
að or'ði, a'ð lífsskoðun sé ekki eingöngu og jafnvel fyrst og fremst skilningsat- riði, eins og margir ætla. Hún er félags- legt atriði og það mjög þýðingarmikið. Arflielguð lífsskoðun veitir vaxandi ungviði þá samstöðu, sem er nauðsyn- leg til þjóðfélagslegs samhengis, hún veitir þá fræðslu, sem hvetur til dáða, þær hugsjónir, sem setja því ákveðið mark, og er því sá bandvefur, sem teng- ir þjóðfélagið saman. Barnið verður að Apamaðurinn Australopethicus. EFTIR PAL MENNINGIN AÐ kerfi hugmynda, lifn- aðarhátta og tækni, sem á íslenzku er nefnt menning, er á flest- um öðrum tungumálum táknað með orði sem á skylt við gróður, svo sem culture á ensku eða Kultur á þýzku. Hvorttveggja má til sanns vegar færa, því að menningin er séreign mannanna og þeirra einna, en jafn- framt er hún lifandi og háð lögmál- um vaxtar og hnignunar. Dýrin eiga sér vissa verkkunnáttu eða tækni, og þá einkum þau sem eru í sama flokki spendýra og maðurinn, hin- ir svokölluðu primates eða höfðingj- ar dýraríkisins, en það er allt apa- kyn. Þeir apar, sem næst standa manni að stærð og líkamsgerð, eru kallaðir anthropoidar eða mannap- ar, en þær útdauðu tegundir, sem lagt höfðu leið sína til þróunar í þá átt, sem vissi til manns, eru kallaðir hominidar eða apamenn og venju- lega kenndir við þann stað, þar sem leifar þeirra hafa fundizt. Einn þeirra og aðeins einn varð forfaðir manna, fyrir a.m.k. 600 þúsund ár- um síðan, að talið er. Hinn breiði vegur framþróunarinnar skiptist í Asklepios mcð sl.öngustafinn V. G. KOLKA mörg einstigi, þar sem ekki verður aftur snúið, og hvít og blásin bein útdauðra tegunda er þar hvarvetna að finna. Svo fór og með hinn fyrsta mann, því aðeins ein grein ættar hans rataði þann þrönga veg, sem lá til áframhaldandi og vaxandi mannlífs, og varð homo sapiens, viti borinn maður. Þeim, sem vilja kynna sér þennan feril nánar, skal m.a. bent á — auk bókarinnar eftir Gordon Childe, sem áður hefur ver- ið nefnd — nýútkomna (1963) og mjög myndskreytta bók: Ancient and Medieval History í bókaflokkn- um Larousse Encyclopedias. Maðurinn er algerð nýsköpun innan líffræðinnar, og einn af frumherjum mannfræðinnar, Edward B. Tylor, tal- aði því um hið „breiða bil, sem aðskilur vitrasta apa villtasta mann“. Annars- vegar við það eru aparnir, sem hafa talsverða verkkunnáttu og námshæfi- leika, hinsvegar maðurinn, sem á sér menningu, þ.e.a.s. hæfileika til tákn- rænnar hugsunar. Menningin er, að mati Tylors, fram- vinda langs og margbrotins vaxtar, sem verður því aðeins skilinn, að hann sé rannsakaður frá rótum, því að „þekk- ingin á fortíðinni er ávallt nauðsynleg til skilnings á nútíðinni og þekkingin á heildinni nauðsynleg til skilnings á einstökum hlutum hennar“. L eslie A. White, prófessor í mann- fræði við Michigan-háskóla, hefur bók sína: The Evolution of Culture (1959) á þessari skilgreiningu: „Maðurinn er einstæður; hann er sú eina lifandi tegund (species), sem á sér menningu. Með menningu er átt við ólíkamlegt (extrasomatic) kerfi hluta og fyrirbæra, sem eru tengd saman í tíma og háð táknrænni túlkun . .. AJlir þjóðflokkar hafa ávallt og allsstaðar átt sér menningu, engin önnur tegund hefur átt hana........Sem líffræði- leg tegund hefur maðurinn mörg skil- yrði til menningar, og fremst þeirra allra er hæfileikinn til að nota tákn .... Darwin hélt því fram, að munurinn á mönnum og dýrum væri aðeins stig- munur en ekki eðlismunur, maðurinn hefði aðeins fuillkomnari möguleika til hugmyndatengsla (association). betta hefur og verið skoðun margra sálfræð- inga, mannfræðinga og félagsfræðinga fram á okkar daga“. White færir að því mörg rök og mis- munandi dæmi, sem hér er of langt að telja, að þessi skoðun Darwins er ger- samlega röng. Það er eðlismunur en ekki aðeins stigmunur á manni og dýri. Sálarlíf mannsins er algerlega einstætt og frábrugðið sálarlífi allra annarra tegunda. Hánn einn er fær um tákn- ræna hugsun. Margir hugsuðir og vis- indamenn hafa gert sér fulla grein fyr- ir þessu og nefnir White m.a. Descartes, nýnefndan Tylor og líffræðinginn Sir Julian Huxley, sem margir lesendur munu kannast við. White telur það hlutverk menning- arinnar að þjóna þörfum mannsins, en þeim má skipta í ytri þarfir og innri þarfir. Það sem þjónar ytri þörfum, svo sem fæði, klæði, áhöld og skrautmunir, lætur hin ytri náttúra í té, en maður- inn hefur líka innri þarfir, sálarlegar, FIMMTI HLUTI félagslegar og andlegar, sem hægt er að næra án þess að leita til hinnar ytri náttúru. „Maður þarfnast vellíðanar. huggunar, trausts, félagsskapar, þess að finna slikt samræmi í tilverunni, er geri lífið þess vert að því sé lifað, og einhverrar tryggingar fyrir góðu gengi í lífi sínu“ . . . „það er hlutverk menn- ingarinnar að þjóna þessum þörfum „andans“ ekki síður en líkamans"......... „þær eru eins raunverulegar og geta jafnvel orðið enn tiifinnanlegri.“ Síðar í bók sinni kemst White svo fá fræðslu um, hverskonar veröld það lifir í og hvernig það á að hegða sér gagnvart henni. Þegar mest á ríður eru það trúarbrögðin, sem veita þessa fræðslu og slík hugsjónaleg stefnu- mið. Helgisiðir og hátíðahöld skapa ein- drægni. Þátttakendurnir bindast and- legum tengslum og jafnframt félags- legri framkvæmd. Það örvar tilfinn- ingalífið, treystir félagsleg verðmæti og styrkir sameiginlegt hugarþel. Auk alls þessa eru helgisiðir og hátíðahald upp- sprettur fagnaðar og fegurðarnautnar. Dasemd söngvanna, dramatísk áhrif bún inga og ytra skrauts svala fegurðar- þorsta fólksins. Þannig lýsir White menningunni í stórum dráttum. Deigla tímans T áknræn merking hljóða eða orða og orðasamfoanda er upplhaf og undirstaða allrar menningar. Hún gerir einni kynslóð það kleift að láta þeirri næstu í arf reynslu sína í verki eða hugsun, og menning nútíðarinnar er reist á verkkunnáttu, háttum og hugs- un liðinna kynslóða. Við erum arftakar þróunar, sem tekur yfir tugþúsundir ára. Sérhver kynslóð breytir að jafnaði Framhald á bls. 12. LEIT AÐ MANNINUM 6. marz 1966 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.