Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 9
EYJAHAFSÞULA Undarlegt er Eyjahafið, eyjum greypt og fjöllum bundið, silfurblátt í sólareldi, sveipað mistri dag og nótt, brúnu mistri af brenndum löndum, bornu af léttum vinda höndum, seiði þrungnu sögumistri sem að Ótymps hylur lýð. Stundum rofið Seifs af eldi: sést þá allt hið forna veldi; Apollons ég heyri hörpu, heyri Pýþíu dularorð geigvænleg á Grikkjastorð. Stari ég út á stirndan sæinn, stend og hlusta frá mér numin. Ómur berst úr órafjarlægð. Eru það Pindars tignarljóð sem óma gegnum alda flóð? Gullinn hreimur grískrar tungu gneista slær úr huga mínum, fer í bland við báruniðinn: hugstola ég heyri kliðinn. Eyjahafið öldum léttum vaggar, vaggar hægt og hljótt tindrandi um tunglskinsnótt. Er ég stödd á óskastundu eða er þetta vökudraumur? Berst að eyrum gleðiglaumur, ganga menn á skáldaþing. Und silfurbláum sólarhimni sætin fyllast hring við hring. Þúsundirnar þöglar sitja, þyrstar teyga andans nektar, þann sem Eskýlos æðstur skálda grískri þjóð á borðið ber. Prómeþeifur böndum bundinn, Seifs að boði kvölum kvalinn, manna vinur fyrstur, fremstur, heldur sinni hetjureisn bræði Seifs og grimmd í gegn. Glitrar orða gullið regn, glóa döggvuð andans blóm, fær kaþarsis sérhver sál við snilldarorða tignarhljóm. Öll ég titra af eftirvænting; á ég nú að sjá og heyra listaverkið löngu týnda, sem hefur verið harmað mest: Prómeþeif úr læðing leystan líta glaðan sólu móti, vekja, glæða vonir manna um veglegt líf á góðri jörð? En sýnir hverfa, söngvar þagna. Og enn við blasir Eyjahafið allt í mánasilfri vafið. Þórunn Guðmundsdóttir. spila billiard um kvöldið, þegar allt í einu yar gerð loftárás og glerþakið yfir okkur hrundi niður. Höfðu flugvélarn- ar komið öllum að óvörum, ekki voru einu sinni gefin loftvarnamerki, og ég held ennfremur, að engar loftvarna- þyssur hafi verið í borginni, nema á nokkrum herskipum, sem voru í höfn- inni. A torginu fyrir framan heimilið fundust um morguninn, er árásinni linnti, 14 lík manna, sem höfðu orðið of seinir að leita sér skýlis. — Hvenær farið þið svo frá Dunker- que? — Þaðan fórum við hinn 19. maí á- leiðis til Calais, en þar ætluðum við að freista þess og komast yfir til Englands. í Calais voru margir Englendingar, ung- ir sem aldnir, sömu erinda, en enski konsúllinn sagði, að England væri með öllu lokað, svo að þar brást sú von. Við héldum því áfram til Boulogne og ætl- uðum til Le Havre eða Rouen og reyna að komast þar á skip, sem átti að fara til Ameríku, en þegar við komum þang- að var þar fyrir þýzkur innrásarher, og ókleift með öllu að komast á skip. Á leiðinni til Rouen komumst við oft í hann krappan. Það var urmull flótta- fólks á vegunum og oft á dag komu flugvélar og skutu á manngrúann. Þær flugu lágt yfir og drituðu kúlunum yfir fólkið. Það var því ekki um annað að ræða en að varpa sér kylliflötum og helzt að komast í skurði, ef einihverjir voru. Eitt sinn man ég, að ég kastaði mér niður við hliðina á Belgíumanni. Hann fékk skot í handlegginn, svo að hann tættist sundur. Þá held ég, að ég hafi verið næst því að særast sjálfur. Fjöldinn allur af fólki var skotinn til bana á vegunum. Líkin voru dysjuð við vegarbrúnina, oft mörg saman, og tré- kross settur yfir. Eitt sinn man ég eftir, að ég sá mann vera að rista nafn lítillar dóttur sinnar á slíkan kross. Þetta var ömurleg og grimmileg árás og hef ég allt af haldið, að flugmennirnir, sem fyrir henni stóðu, hljóti að hafa verið undir áhrifum einhvers. Allsgáðir menn hefðu aldréi getað látið sér verða verk úr svo djöfullegu ai.'hæí'i sem þessu. U m þetta leyti fréttum við, að Þjóðverjarnir væru komnir til Abbe- ville og varð okkur þá ljóst, að við vorum innikróaðir. Við fórum því til Toquet, sem er mikill sumarbaðstaður. Þar var mikið af sjúkrahúsum og hafði þeim verið þyrmt í loftárásunum. Þar var mikill fjöldi sjúkra og slasaðra bæði þýzkra og franskra og virtist ekki gert upp á milli þjóðerna og fannst mér það undravert eins og í pottinn var bú- ið. Mikill matarskortur var og illmögu- legt að fá svo mikið sem smjörlíkis- klínu. Þar tóku Þjóðverjarnir af okkur bílinn, en það gerði okkur lítið, þar eð erfitt var orðið að verða sér úti um benzín. Vistin í Toquet var ill. Þar var svo mikill matarskortur og fólkið svalt. Við ákváðum því að fara aftur til Antwerp- en og hnupluðum til þess reiðhjólum af birgðum franska hersins. Sama gerðu nokkrir Belgíumenn, sem síðar slógust í för með okkur. Frá Toquet héldum við svo hinn 22. maí. Á leiðinni til Antwerpen bar margt ömurlegt fyrir augu. Við sáum langar fangafylkingar, ömurlega sjón. Fang- arnir voru slæptir og örmagna, og dróg- ust áfrarn af veikum mætti, sárfættir, þyrstir, og manni sýndist ekki betur en sumir þeirra væru alveg örvita og ringlaðir. Víða stóð fólk meðfram veg- unum til þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd, einkum til að gefa þeim að drekka. Leyfðu þýzku varðmennirn- ir það og notuðu jafnvel stundum sjálf- ir þessa hugulsemi og fengu sér að drekka af því vatni, sem fram var bor- ið. En sumir fanganna sinntu ekki sval- adrykknum, og virtist það vera vegna þess, að þeir voru ekki með sjálfum sér. E itt sinn komum við á herragarð, þar sem fjimul kona réð húsum. Gamla konan veitti okkur húsaskjól, en mat hafði hún ekki. Hún bauð okkur pen- inga, sem við ekki þáðum enda ekki ástæða til. Hún vissi af 10 nánum ætt- ingjum sínum í hebþjónustu og 'hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um, hvort þeir væru lífs eða liðnir. Fregnir af ófriðnum voru þá mjög óljósar. Á allri leið okkar þessa daga urðu á vegi okkar fjölmörg hermannalík. Þetta voru nær eingöngu lík af frönskum hermönnum, og voru þau nær undan- tekningarlaust mjög sködduð. Reyndum við að fleygja yfir þau ein'hverjum dul- um, svo erfitt áttum við með að horfa upp á þennan grimmilega hildarleik. Þegar ég hugsa um þetta nú er það sem martröð í huga mér. Þegar við komum til Antwerpen, hafði borgin ekki skemmzt svo mjög við hernám Þjóðverja. Hún skemmdist miklu meira síðar, þegar Bretar tóku að gera á hana loftárásir. Þjóðverjar tóku nú að flytja allar matarbirgðir út úr borginni og kjötskammtur til borg arbúa var aðeins 50 gr. af kjöti á mann á dag. Fyrstu dagana, sem við dvöld- umst í borginni, kom hver fangahópur- inn af öðrum inn í borgina og var þeim beint eftir götunum. Voru þeir á aust- urleið og var ömurleg sjón að sjá fjölda fólks standa meðfram götunum allan daginn, ungar konur, aldna feður og mæður, mænandi inn í fylkingarnar um leið og þær gengu fram hjá, í þeirri von, að þau sæu einhvern ástvin í öll- um grúanum. Fólkið stóð þarna og starði og starði og stundum kom það fyrir að einn og einn kom auga á ein- mitt þann, sem hann leitaði að, og fékk þannig vitneskju um, að hann var ekki meðal þeirra, sem fallið hefðu í valinn — heldur meðal hinna, sem voru á leið til fangabúða eða þrælkunar í landi óvinanna. — Hvernig kemst þú svo heim, Pétur? — D anska stjórnin hafði fengið leyfi til þess, að nokkrir danskir ríkis- borgarar, sem staddir voru í Belgíu, fengju að fara heim. Ég talaði við danska konsúlinn í borginni og gaf hann mér leyfi til þess að fara með, þar eð ég væri eini íslendingurinn í landinu, sem vitað væri um og til'heyrði þar að auki dönsku krúnunni. Ég komst því með í þessa ferð, sem í voru 40 Danir. Áætlað var að ferðin tæki hálfan ann- an sólarhring, en hún tók nú bara heila viku. Samgöngurnar milli Antwerpen og Kaupmannahafnar voru ekki betri en það. Þegar við komum svo til Danmerkur fannst okkur sem við kæmum í gósen- land, svo mikill var munurinn á Dan- mörku og Belgíu á þessum tímum. — Viltu svo taka eitthvað fram að lokum, Petur? — Ekkert nema það, að allan tímann, sem ég var á þessum hrakningum, var ég á eilífum flótta undan Þjóðverjum. Það getur verið, þegar maður hugsar um það og langt er um liðið, að ef til vill hafi ekki verið svo mikil ástæða til þessa flótta. Yfirleitt komu Þjóðverjar fi’am við mig, fslendinginn, af kurteisi og mér var alltaf sleppt að afloknum yfirheyrslum, þá er ég var handtekinn nokkrum sinnum. Og eitt sannfærðist ég um: þar sem stríð er, þar er helvíti, og Guð er hið eina sanna og góða. — mf. Inn á kortið eru merktir þeir staðir, sem um getur í greininni. 6. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.