Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 12
 Arnold Toynbee, — Húmanismi Framhald af bls. 7 þessum arfi, bætir við hann eða glutrar einhverju af honum niður. Hún bræðir gamla mynt forfeðranna í deiglu tím- ans, bætir þar við góðmálmi eða sora, og slær úr öllu þessu nýja mynt, betri eða lakari þeirri sem hún erfði. Andleg leti, ódugnaður eða þursa- háttur kemur stundum í veg fyrir þessa endumýjun, a.m.k. í bili. Þetta á ekki hvað sízt við um trúarbrögðin og má taka Múhammeðstrú sem dæmi. Hinir herskáu og sigursælu Arabar fylgdu framan af því viturlega boði Múhamm- eðs að neyða ekki til trúskipta heldur sýna umburðarlyndi öllum þeim, sem tryðu á einn Guð, svo sem kristnum mönnum, Gyðingum og Persum, mönn- um Zoroastertrúar. Glæsileg en skamm- vinn menning Araba á miðöldum, eink- um að því er snerti læknislist, bygging- arlist og heimspeki, var fyrst og fremst að þakka áhrifum þessara utangáttar- manna, en þegar umburðarlyndi í trú- arefnum þverraði með vaxandi dýrkun bókstaflegrar og þröngsýnnar túlkunar Kóransins, hinnar helgu bókar þeirra, visnaði þessi menning. Nokkuð svipuðu máli gegnir með trúarbrögð Indverja, sem kenna á’íig mannsins í viðjum karma, og skortir því vilja og dug til aðhæfingar við þær breytingar, sem tíminn hefur í för með sér. Þau lentu í lífsflótta og menningar- legri stöðnun. Gyðingar eiga sér merkilegasta sögu ailra þjóða. Land þeirra varð vegna legu sinnar bitbein Egypta, Babýloníu- manna, Assýringa, Makedóníumanna, Rómverja, Araba og Tyrkja, og sjálfir flæmdust þeir í aldalanga útlegð um fjarlæg lönd. Öll þessi urobrot síbreyti- leg_ umhverfis gæddu þá aðdáanlegum hæfileika til aðhæfingar, án þess að þeir týndu sjálfum sér. Frá þeirri glöt- un forðaði þeim trúin á hinn eina sanna Guð, sem hefði útvalið þá sem þjóð. Því eru Gyðingar gleggsta dæmi þess, að hver og ein þjóðmenning á upptök sín og viðnámsþrótt í trúarbrögðum sínum. Þeirri kenningu heldur ekki að- eins Leslie A. White fram í nýnefndri bók sinni, heldur mun Arnold Toynbee hafa sett hana fyrst fram á skipulegan hátt í sínu mikla ritverki A Study of History, sem kom út í 10 bindum á ár- unum 1934—1954. Gyðingar eru glöggt dæmi þess, að aðeins innri máttur þjóðernisins getur haldið því við, þegar hættur steðja að utan frá. Það er að visu hægt að myrða eina þjóð með ytra ofbeldi, eins og dæmi eru til fyrr og síðar, en að því fráskildu deyr ekki menning neinnar þjóðar nema fúi sé kominn í rót hennar sjálfrar. Okkur íslendingum tuttugustu aldar er hollt að minnast þess. Helgitákn (þyðingar urðu að gjalda hæfileik- ann til að halda lífi í útlegð og ofsókn- um með því að gera lögmálið að nokk- urskonar spangabrynju, sem hindraði frekari vöxt þeirra í trúarlegum efnum. Kristinn. dómur, sem er uppfylling lög- málslns og settl andann f stað bókstafs, hefur að vísu öðru hvoru verið kominn að því að stirðna á sama hátt, en hann hefur alltaf haft lífsmátt til að varpa af sér brynjunni og endurnýja sig. Sér- hver kynslóð hefur að vísu klætt trúar- kenningar hans í ytri búning sinnar eigin heimsskoðunar, allt frá tímum hellenismans, sem taldi sólina ganga umhverfis jörðu og jörðina vera mið- depil alheims — sem hún að vísu er frá anthrópólogisku sjónarmiði — og til náttúruskoðunar og framþróunarkenn- ingar nútímans. En heimsskoðun er að- eins hamur, sem bæði kristinn dómur og náttúruvísindin hrista af sér og skipta um með vissu millibili, á sama hátt eins og slangan, hið ævaforna tákn- læknislistarinnar. Forn-Grikkir höfðu slönguna vafða um staf Asklepiosar, hins fræga læknis, sem var uppi í Þessalíu fyrir 3200 árum og var síðan tekinn í guðatölu þeirra. Slangan er einnig gyðinglegt og þar með kristið helgitákn, því að Móses hóf upp eirorm- ini., er plágan þjakaði ísraelslýð í eyði- mörkinni, og hver sem leit hann öðlaðist lækningu. Þetta er merkileg saga um sálræn áhrif sem lækningamátt, því að í hverri plágu deyja jafnvel fleiri úr ótta og vonleysi en af beinum völdum sóttkveikj unnar. Hallgrímur Pétursson notaði þetta tákn um Krist, lækni lýða, í 47. passíu- sálmi sínum: Hver sem eirorminn leit af ísraelsmanna sveit, eitrið ei á hann beit, öll stilltist plágan heit. Þetta tákn er þó miklu eldra, því að það er fyrst að finna á 4000 ára gömlum bikar frá Sumer sem tákn lækninga- guðsins Ningishzidu. Sú mynd sem hér birtist er tekin úr Macht und Geheimn- is der friihen Arzte eftir Júrgen Thor- wald (1962), en sú bók hefur að geyma mjög myndskreytta lýsingu á læknis- list. allra hinna elztu menningarþjóða. Síðar mun að því komið, hvernig kristin kirkja notaði fornmenningu Austurlanda og Miðjarðarhafssvæðisins sem efnivið, en áður en lengra er hald- ið skal minnzt á annað ævagamalt helgi- tákn, sem segja má að sé sammannlegt, enda telur Jung það meðal erkitýpa djúpvitundarinnar. Það er Magna mat- cr eða Mikla móðir, nátengt gróðri jc rðar, en þó eldra allri akuryrkju, því að allmörg líkön hennar hafa fundizt frá steinöld Evrópu, mótuð í leir eða skorin úr tönnum mammút-fílanna, sem uppi voru á ísöld. Venus er það nafn, sem þessar steinaldarmyndir af Miklu nióður ganga undir, og er frægust Ven- us frá Willendorf, geymd í Vínarborg, Meðal Egypta var Níl að visu hin mikla móðir og Kósakkar syngja enn í dag: Volga, Volga, mikla móðir. Mikla móðir, sem nýtur hylli meðal ýmissa Afríkuþjóða, var og er einkum tengd öllum hugsunarhætti Miðjarðarhafsland anna, og á sinn þátt í mikilli dýrkun Maríu Guðsmóður í þeim löndum. En íslendingar eiga líka sína Miklu móður, sem er sjálf ættjörðin, Fjallkonan fríð. Því kvað Steingrímur: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog. F lestar goðsagnir, þjóðsögur o.g helgisiðir eru mótaðir af dulvitaðri speki mannsins og geyma því í snjöllum og skáldlegum myndum meiri skilning á mannlífinu en heimspeki Hegels í Magna mater frá ísöld, 12 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS 6. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.