Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 14
nefndar vopnasöliir vestrænna ríkja tll Arabalandanna gera málið enn alvar- legra. Bretar hafa gert umfangsmikinn vopnasölusamning við Saudi-Arabíu. Bandaríkjamenn hafa neitað að selja Jórdaníumönnum herflugvélar, en hafa sent þeim í staðinn talsvert magn skrið- dreka af gerðinni M-48, sem gerði Jórd- aníukonungi aftur fært að selja Líban- onbúum 40 enska skriðdreka af cent- urion-gerð. Egyptar halda áfram að kaupa vopn frá Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu en um þessar mundir aðallega frá vestrænum löndum. Þeir 'hafa aukið eigin framleiðslu sína á með- allangdregnum eldflaugum, en talið er, að austurrískir, vestur-þýzkir og e.t.v. örfáir bandarískir sérfræðingar, er starfa sem einstaklingar (ekki á opinberum vegum), hjálpi þeim við smíði þeirra. Eldflaugar þessar draga til allra staða í ísrael frá egypzkum skotpöllum vest- an Súezeiðis, því að ekki þora Egyptar að reisa þær austur á Sínaískaga. Á þessu ári ætla Jórdanar að auka her- afla sinn um 25—30%. Af þessum ástæðum hafa Gyðing- ar leitað til Frakka um hjálp, og allt bendir til þess, að þeir hafi fengið lof- orð hjá de Gaulle um orrustuflugvélar, sprengjuflugvélar og nýtízku vopn. Einn ig er talið víst, að franskir sérfræðing- ar í kjarnorkumálum hafi verið ráðnir í------------------------------1 HAGALAGÐAR TÓK OFAN MEÐ VIRKTUM. Þegar Sigurður málari Guðmunds- L son var búinn að vera á Listaskól- i anum nokkur ár, fór hann að mála l myndir með olíulitum af ýmsum ís- / lendingum er þá voru í Höfn. Meðal / annars málaði hann mynd af Arnljóti / presti á Bægisá. Einu sinni var sú ; mynd úti í gXugga á gamla spítalan- J um. Gekk Bjarni rektor þá fram J hjá, hugðist hann sjá Arnljót í glugg- > anum og tók ofan fyrir honum með mestu virktum. (Merkir íslendingar) KULDINN ER HOLLUR Þó að loftslagið hjá oss þyki kalt, kveður þó ei svo mjög að þessu, að kuldinn dragi úr oss dáð og dugnað, miklu fremur gerir hann landsmenn hraustari og harðfengari; þar að auki er loftslagið svo heilnæmt, að vér er- um lausir við marga hættulega sjúk- dóma, sem eiga heima í hin- um heitari löndum. Á hin- um seinastliðnu þúsund ár- um hafa mörg voldug ríki eyðzt og margar voldugar þjóðir misst þjóð- erni sitt og mál feðra sinna, en Guðs náð er það að þakka, að vor fámenna þjóð lifir enn, að þjóðerni vort hef- ur viðhaldizt og hið fagra norræna mál liggur enn á vörum vorum. (Pétur biskup.) til starfa vlð kjarnakljúf ísraelsmanna við Dímona í Negev-eyðimörkinni, en kjarnorkustöðvar þessarar er gætt mjög vel. Vitað er, að þar er nú nægt plút- óníum fyrir hendi í margar kjarnorku- skoth’Jöður, ef ísraelar vilja gera sér kjarnorkuvopn. Innan nokkurra ára er ekkert því til fyrirstöðu, að þeir geti átt sína eigin kjarnorkusprengju, og þeir verða örugglega á undan Egyptum að því leyti, ef þeir kæra sig um. I sraelsríki er enn verndað af þrí- veldasamningnum, sem Bretar, Frakk- ar og Bandaríkjamenn undirrituðu 25. maí 1950, en með honum tókust þessir aðiljar á hendur að tryggja öryggi ísra- els og leitast við að hafa eftirlit með því, að þáverandi_ vígbúnaðarjafnvægi Arabaríkjanna og ísraels héldist. Síðari liðurinn hefur löngu reynzt ófram- kvæmanlegur. Egyptar halda því fram, að samningurinn sé úr gildi fallinn eft- ir Súezstríðið, en því er neitað af hálfu samningsaðilja. Arabar komust að raun um það í frelsisstyrjöld Gyðinga 1947—1948, að þeir gátu ekki bugað 'liið unga ísraels- ríki. Þá var samið um vopnahlé, sem síðan hefur reynzt næsta ótryggt, en aldrei hafa verið gerðir friðarsamining- ar. Vanvirða og hneisa Araba þá leiddi m.a. til valdatöku Naguibs í Egypta- landi, sem Nasser ýtti síðar til hliðar. Nasser finnst hann vera skuldbund- inn til þess að hefna smánarinnar, og iþví reynir hann eftir megni að halda Gyðingahatri Araba við og knýja þá til sameiginlegra aðgerða gegn ísrael. Þátt- taka Breta og Frakka í Súezstríðinu, sem fyrir kaldhæðni örlaganna leiddi til þess, að ísraelar fengu ekki að láta kné fylgja kviði, sýndi, að fyrir þeim er þríveldasamningurinn frá 1950 í fullu gildi. Helzta von ísraela nú er nærvera 6. bandaríska flotans á Mið- jarðarhafi. Þótt sambúð Bandaríkjanna og fsraels hafi verið stirð upp á síð- kastið, treysta þeir því þó, að Banda- ríkjamenn láti Araba ekki reka Gyð- inga í hafið. Eins og nú er ástatt, eru ísraelar einfærir um að verja sig, en taflið getur snúizt við eftir nokkur ár, ef hinn sameiginlegi her Araba kemst á laggirnar. Þá verða Gyðingar að treysta á íhlutun sjötta flotans á grund- velli þríveldasamningsins frá 1950. Sjötti flotinn sýndi það í Líbanon á sín- um tíma, að hann getur haldið uppi friðar- og löggæzluhlutverki á þessum slóðum, en frammi- staða landgönguliðanna banda- rísku þá var mjög rómuð. Þeir voru snarir í snúningum og ræktu skyldu sína á eins skömmum tíma og urant var. Að hlutverki sínu loknu, er kyrrð var komin á að nýju, héldu þeir á brott, og síðan hefur verið góður friður og almenn velmegun í Líbanon. En Abba Eban vill greinilega ekki setja allt sitt traust á Bandaríkin. Þess vegna gefur hann í skyn, að hann muni leita nýrra vina, og þeirra verður ekki vanþörf fyrir fsrael á komandi árum. Ýmislegt bendir til þess, að enn einn harmleikur- iinn í sögu mannkynsins muni fara fram fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir vita, að hverju stefnir, en enginn virðist geta snúið straumrásinni við. - ÞANKARÚNIR Framhald af bls. 11. menningarlífið og framleiðslulífið, eins og dr. Evang segir. Á þriðja stigi kemur fram varanleg geðveiki. Þetta er við- ráðanlegt þjóðfélagslega meðan geðsjúklingar eru fáir, en þeg- ar fjöldinn verður yfirþyrmandi, ræður ekkert þjóðfélag við það vandamál. Byrðarnar verða þyngri en svo að hinir heil- brigðu geti borið þær. Þess vegna er ábyrg afstaða nauðsyn- leg — og það í tæka tíð. ~ _ _________________________________________ - HÖFUÐSTAÐUR Framhald af bls.4. Egilsstöðum og túnfóturinn nær niður að Fljótinu. En Fljótið er að sjá frá Egilsstöðum sem langur og breiður fjörður allt upp í Fjótsdal, og svo djúpt, að það myndi fært hvaða hafskipi sem væri. En skammt fyrir utan Egilsstaði snöggmjókkar Fljótið, og þar er grynn- ing í því, þar sem Lagarfljótsbrúin ligg- ur yfir það, en i(in er langlengsta brú landsins. Snæfell, fjallakonungur Aust- urlands, sést frá Egilsstöðum gnæfa yfir Fljótsdalsheiði. Og Fellin, hin stór- brotna sveit, blasir við vestan Fljótsins, og í norðri sést Smjörvatnsheiði og Hlíðarfjöll allt út að Kollumúla, á milli Héraðsflóa og Vopnafjarðar. í austri sést út til Borgarfjarðarfjalla, Fjarðar- heiði, Gagnheiði og allt suður til fjall- anna, sem umikringja Eyvindarárdal og þá dali, sem út frá ihonum kvíslast og leiðir liggja um til Fjarða. Er komið er upp á hæðir nærri Egilsstöðum, sést allt inn að Þingmúla, er klýfur Skrið- dalinn. Skammt utan við Egilsstaði er allmikil slétta, hið svokallaða Egils- staðanes. Þar eru engjar góðar og korn- akrar, og þar er flugvöllurinn. Arið 1947 voru samþykkt lög á Al- þingi, þar sem ákveðið er, að jarðirnar Egilsstaðir, Kollsstaðir og Kollsstaða- gerði í Vallahreppi, og Eyvindará, Mið- hús, Dalhús og eyðijörðin Þuríðarstaðir í Eiðaþinghárhreppi skuli verða sérstak- ur hreppur, er nefnist Egilsstaðahrepp- ur. í lögum þessum er ákveðið, að ríkis- stjórnin gangist fyrir stofnun kauptúns í Egilsstaðahreppi, og er henni heimilað að kaupa þar jarðir eða spildur úr þeim eins og með þarf til að tryggja hinu nýja kauptúni nægilegt land. Enn- fremur er þar ákveðið, að ríkisstjórnin láti gera skipulagsuppdrátt af hinu fyrirhugaða kauptúni, og sjái um, að þar verði komið upp nauðsynlegu gatna- kerfi, láti leiða vatn þangað oig láti leggja höfuðvatnsæðar og skolpleiðslur, reisa þar rafstöð og leggja um kaup- túnið aðalleiðslur og heimtaugar. Nokkru seinna var keypt allstór lands- spilda úr Egilsstaðalandi fyrir kaup- túnið. Fyrr en hin áðurnefndu lög voru sett, hafði verið reistur læknisbústaður á- samt dálitlu sjúkraskýli sunnan við Gálgaásinn. Var það árið 1943. Seinna var svo annar læknisbústaður reistur þar. Fljótsdalshérað er tvö læknishéruð, er Fljótið aðgreinir, en báðir héraðs- læknarnir eiga búsetu í kauptúninu á Egilsstöðum. Fyrsta íbúðarhús í einkaeign, sem reist var þar sem nú er Egilsstaðakaup- tún, er hús Einars Stefánssonar bygg- ingarráðunauts. Reisti hann það árið 1944. S mátt og smátt fluttust menn inn í þetta nýja kauptún og reistu sér þar hús. 1. desember 1964 voru íbúar hreppsins orðnir um 400. f haust, er leið, var verið að reisa þar 26 l(is, og telja kunnugir, að á s.l. ári muni íbúum hafa fjölgað um nál. 100 manns, og e£ svo er, hefur fólksfjölgunin á rúmu ári orðið um 25%, og er það líklega hlut- fallslega meiri fólksfjölgun en í nokkru öðru sveitarfélagi landsins á sl. ári. En hvað veldur þessari miklu fólksfjölgun? Að sjálfsögðu er það fyrst og fremst trú fólksins, sem býr þarna, og þess, sem er að flytja þangað, á vaxandi gengi kauptúnsins, og mikil eftirspurn eftir fólki til að vinna að verkefnum, er kauptúnsbúar hafa stofnað til. Egilsstaðakauptún er skammt fyrir ofan Egilsstaðatún. Landslag er þarna ójafnt og stórbrotið, stórbrotnara en í öðrum kauptúnum og kaupstöðum hér á landi. Mikill hluti af landi kauptúnsins eru holt og ásar, sumir háir og brattir með klett- um, og á milli eru mýrasund. Ofan við þorpið er löng tjörn, Langatjörn, með skógi vöxnum ás að ofan. Útsýni er sums staðar mjög fallegt, en sums staðar byrgja háir ásar og höfðar út- sýnið. Aðeins af hæstu ásunum er hægt að sjá yfir allt kauptúnið. Gróðurskil- yrði eru þarna ágæt og mjög auðvelt að rækta skóg, eða álíka og á Akiureyri. Eins o gég hef áður sagt, hafði Kaup- félag Héraðsbúa aðalbækistöð sína á Reyðarfirði, en fyrir allrr/jrgum árum reisti það sláturhús á Egilsstöðum og opnaði þar sölubúð, útibú frá Reyðar- firði. En fyrir fáum árum flutti félagið aðalbækistöðvar sínar frá Reyðarfirði í Egilsstaði. Þar situr nú kaupfélagsstjór- inn og þar eru nú aðalskrifstofur fé- lagsins. Vörum félagsins er sem áður skipað upp á Reyðarfirði og þaðan flutt- ar með bílum eftir Fagradalsakbraut til Egilsstaða. Nær öll verzlun Héraðs- búa hefur nú flutt frá fjarðarkaup-tún- um í Egilsstaði. Hefur kaupfélagið mest alla verzlunina og veitir mörgum mönn- um atvinnu í sambandi við verzlunar- reksturinn. Þar er og mjólkurvinnsiu- stöð á vegum kaupfélagsins. Mjög mik- ið af mjólk Héraðsmanna er selt til fjarðanna. Félagið hefur og sett upp fóðurblöndunarstöð, og hefur því tek- izt að lækka mjög mikið verð á fóður- blöndunni frá því, sem áður var. Fé- lagið hefur og komið upp garnavinnslu- stöð. í kauptúninu eru tvö trésmíða- verkstæði. Þar eru og bílaverkstæði og búvélaverkstæði. Ennfremur stein- steypu- og rörsteypuverkstæði. Þar eru og múrarar, húsamálarar og rafvirkjar. Þar er og úrsmiður, sá eini á öllu Aust- urlandi. Tvö byggingarfélög eru í þorp- inu. Annað þeirra, Brúnás, hafði yfir 50 menn í þjónustu sinni á s.l. sumri. Þetta félag hefur stórvirkar vinnuvél- ar og vinnur að húsabyggingum í kauptúninu og víðsvegar um héraðið. U m flugvöllinn á Egilsstöðum fer fjöldi manna daglega. Þarf flugvöllurinn því á talsverðu starfsliði að halda. í kauptúninu eru tveir búnaðarráðunaut- ar fyrir Austurland. Þar er og dýra- lseknir Austurlands, aðalbyggingarfull- trúi Austurlands, skattstjóri Aus-tur- lands, framkvæmdastjóri Grímsárvirkj- unarinnar og aðalstöð rafveitu Austur- lands. Eftir tvö ár er ráðgert að prest- urinn í Vallanesi flytjist í þorpið, enda er kirkjubygging þar fyrirhuguð. Þar er sparisjóður og útibú frá Búnaðar- bankanum. Nú er verið að reisa þar fé- lagsheimili fyrir alla 10 hreppa Fljóts- dalshéraðs. í kauptúninu er bókasafn Héraðsins, og þangað mun verða flutt minjasafnið, sem nú er til húsa á Skriðuklaustri. Yfir 100 börn og unglingar á skóla- skyldualdri eru í kauptúninu, og ef mannfjölgun verður þar eins hröð á næstu árum, sem hún hefur verið á s.l. ári, ber nauðsyn til að koma þar á fót gagnfræðaskóla innan fárra ára. Nú er á fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar áætlað byrjunarframlag til að reisa menntaskóla á Austurlandi. Ekki er enn ákveðið, hvar hinn vænt- anleigi menntaskóli Austurlands skuli reistur, en öll rök virðast hníga að því, að hann verði reistur á Egilsstöðum. Egilsstaðir eru þegar orðnir óumdeil- anleg samgöngumiðstöð Austurlands, þaðan liggja leiðir á landi og í lofti til annarra landshluta og útlanda. Þar er veðrátta jafnbetri en við sjávarsíðuna. Egilsstaðir virðast að öllu leyti vera hinn sjálfkjörni höfuðstaður Austur- lands í framtíð. Ekkert fjarðakauptún- anna eða kaupstaðanna getur orðið miðstöð fjórðungsins vegna legu sinnar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.