Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 15
í>ar sem aðstreymi fólks til búsetu í Egilsstaðakauptúni er mikið og það er orðið samgöngumiðstöð Austurlands og þar er fjölþætt atvinna, ber að efla það sem menningarmiðstöð fjórðungsins. Verði menntaskóli reistur þar, sem varla er að efa, er mikið fengið. En í ikjölfar hans eða jafnframt honum þarf fleira að koma, svo sem prentsmiðja, og henni mun fylgja blaðaútgáfa og bóka- gerð. Þá ber og nauðsyn til að reisa þar iðnskóla. ]\"orðan við Lagarfljótsbrú er að myndast þorp, sem að Hlöðum heitir, en þar er fátt manna. En þar hefur verið stofnuð plastiðja og þar er verzl- un. Þessi tvö þorp, Egilsstaðakauptún og Hlaðir, eru svo nærri hvort öðru, að þeim myndi vel henta að sameina sig. Ferðamannastraumur austur á land vex árlega. Út frá Egilsstöðum kvíslast vegir í allar áttir. Þaðan liggur vegur út iHérað og til Borgarfjarðar. Vegurinn frá Egilsstöðum yfir Fjarðarheiði er að- eins 28 km. Fagradalsbrautin liggur frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar. Þaðan liggur svo vegurinn yfir Hólmaháls til Eskifjarðar, og áfram yfir Oddsskarð til Norðfjarðar. Vegur, að vísu slæmur, liggur frá Fagradalsbrautinni inn Ey- vindarárdal, Slenjudal og Mjóafjarðar- heiði til Mjóafjarðar. Þá liggur hinn gamli þjóðvegur frá Egilsstöðum inn Velli, þar sem hann kvíslast við Gríms- árbrú. Önnur greinin liggur inn Skrið- dal, suður yfir Breiðdalsheiði og það- an suður sveitir allt til Skaftafells- sýslu. Hin grein vegarins liggur yfir Grímsárbrú um Norður-Velli, Skóga og til Fljótsdals. Úr Fljótsdalnum ligg- ur vegurinn síðan út Feli að Lagar- fljótsbrú. Þar norðan við brúna kvísl- ast enn vegir frá Egilsstöðum. Þaðan liggur vegur út Hróarstungu og annar norður Fell og yfir Jökulsárbrú. Þar greinist vegurinn enn. Liggur önnur Bygging Mjolkursamlags Kaupfélags greinin upp Jökuldal og þaðan allt norð ur til Akureyrar, hin liggur um Jök- ulsárhlíð, yfir Hellisheiði til Vopna- fjarðar og síðan norður sveitir og yfir Norður-Þingeyjarsýslu. Fyrir ferða- menn er um margar leiðir að velja frá Egilsstöðum. Flestir mun þó kjósa leiðina til Fljótsdals, kringum efra hluta Lagarfljóts, þessa mikla og virðulega vatnsfalls, er með hátignarlegri ró renn- ur hávaðalaust með öllu, þar til komið er langt út á Hérað. Á þeirri leið eru og mörg höfuðból, svo sem Ketilsstað- ir, Vallanes, Hallormsstaður, þar sem mesti og fegursti skógur landsins er, Hrafnkelsstaðir, Valþjófsstaður, Skriðu klaustur og Arnheiðarstaðir, bærinn, sem Droplaugarsynir voru frá. Er Egilsstaðakauptún var áformað, höfðu flestir litla trú á því, að þar gæti myndazt nokkurt þorp að ráði, lífsskil- yrði væru þar síðri en í kauptúnum Fjarðanna, því að þau lifðu að miklu leyti á sjónum, en á Egilsstöðum væru engin slík hlunnindi. En reyndin hefur orðið önnur. í Egilsstaðakauptúni hafa allir, sem vettlingi geta valdið, nóga at- HéraðV j a i Egilsstaðakauptúni. vinnu, þótt engir stundi þaðan sjó- mennsku. Þó er ekki loku fyrir það skot ið, að einhverjir útgerðarmenn og sjó- menn vilji í framtíð hafa heimili sitt á Egilsstöðum. Aður en Egilsstaðakauptún var stofnsett, hafði um alllangt skeið fólki fækkað á Fljótsdalshéraði. Á aldar- fjórðungnum 1920-1945 hafði íbúum Héraðshreppanna fækkað úr 2045 í 1666, eða um 379 menn, 18%%. En 1. des. 1962 er fólksfjöldinn orðinn 2008, eða aðeins 37 færri en 1920. Tel ég lík- legt,' að nú sé fólk þar orðið eins margt eða jafnvel fleira en 1920. Eg- ilsstaðakauptún hefur stöðvað brott- flutning fólks úr Fljótsdalshéraði. Að vísu fækkar enn fólki í sumum hrepp- um Héraðsins og allmargar jarðir hafa farið í eyði, einkum í Hróarstungu og Hjaltastaðaþinghá. í sumum hreppum, svo sem Vallahreppi, Fljótsdal, Jökul- dal og Jökulsárhlíð, fer nú engin jörð i eyði og einstaka nýbýli rísa upp. Nær allir, sem gefast upp við búskap á Hér- aði, flytja í Egilsstaði, og ungt fólk, sem ekki vill lengur vera heima við bú- skapinn, eða þess er þar ekki þörf, flyt- ur i Egilsstaði. Og jarðir, sem hin síð- ari ár hafa farið í eyði á Héraði, myndu ekki síður hafa farið í eyði, þótt Eg- ilsstaðakauptún hefði aldrei orðið til, en þá myndi fólkið er yfirgaf jarðirnar hafa flutt í Fjarðarkauptúnin, norður til Akureyrar eða suður til Reykjavikur. Og nú er svo komið, að landnemar Eg- ilsstaðakauptúns koma ekki aðeins úr sveitum Fljótsdalshéraðs, heldur einnig úr Fjörðunum, og strjálingur kemur hingað og þangað að úr landinu, jafn- vel frá Reykjavik. Meginhluti kauptúns búa er ungt fólk og börn. Þarna er margt af myndarlegu og þróttmiklu fólki. Allir hafa þar nóg að starfa frá morgni til kvölds, og starfsdagur flestra er langur, ekki síður en feðra þeirra og mæðra var áður við sveitabúskapinn. Kauptúnsbúar kvarta aðeins undan einu, og það er fólkseklan. Á s.l. sumri reynau þeir að draga að sér fólk til vinnu, hvaðan að, sem þeir gátu feng- ið það. Úr næstu hreppum drýgja marg- ir tekjur sínar með því að vinna í kaup- túninu, er þeim gefst tími til. Ég álít, að í sæmilegu árferði sé ó- víða i landinu betra að búa en í ná- grenni Egilsstaða, og á Egilsstaðakaup- tún nokkurn þátt í þvi. Og þrátt fyrir misfellasamt árferði, fjölgar dálítið býl- um í Vallahreppi, þeim hreppi, sem Eg- isstaðir tilheyrðu áður. Á Egilsstöðum er engin margmenn stétt, en starfsgrein- ar eru þar yfir 40. En mér er sagt, að þar sé enginn skráður verkamaður. Þar hefur því aldrei verið gert verkfall og heldur aldrei verið sett verkbann. En annars veit ég ekki nákvæmlega um fé- lög þar; en þar er kvenfélag, að sjálf- sögðu athafnasamt, og þar er nýstofn- aður rótarýklúbbur með 26 félögum. Hefur hann farið vel af stað, og félag- arnir sagðir ánægðir með þessi samtök sín. 6. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.