Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 1
 Það hefur um langan aldur verið siður í ýmsum löndum Evrópu að helga hestinum einn dag á ári hverju. Dagur þessi er einhver sunnudagur í októ- ber, þegar mestu sumar- og haustönnum er lokið. Þennan dag voru hestarnir skreyttir með blómum og blúndum fyrir œkinu, og á seinni tímum hafa dagblöð birt greinar um hesta og helgað þeim myndskreyttar síður. Lesbókin vill nú ríða á vaðið með þennan sið hér, því að ekki hafa íslendingar síður ástœðu til að prísa hest sinn og lofa hann en aðrar þjóðir sína hesta. Fyrst ur í „þessum söðli“ er Gunnar Bjarnason á Hvanneyri, og hefur Mbl. beðið hann að skrifa grein um hinn nýja þátt íslenzka hests ins í leikjum og listum Evrópu- þjóða. Islenzki reiðhesturinn var fyrst kynntur erlendis sumarið 1954. Fór ég þá með 8 reið- hesta „í ferðatöskunni11 til Skot- lands, eiginlega boðinn þangað sem fulltrúi Búnaðarfélags íslands af skozkum aðilum, til að kynna þenn- an gamla og um langan aldur glat- að Evrópu-hest aftur í upprunaleg- um heimkynnum sínum. Um Skotlandsvölina vil ég sem minnst segja hér. Þá var fiskastríð milli Breta og íslendinga. Fékk ég frjáls að ferðast, en fljótt kom í ljós, að hvorki var ég, íslenzki gest- urinn, né gæðingur minn, íslenzki hesturinn, vel séður þar í landi, og er ýmsum reisa þessi enn í fersku minni. I sömu ferð lá leið mín á þing evrópskra hestamanna í Arnhem í Hollandi. Vildi þá svo til, að þýzka kvikmyndatökufélagið ARCA-film í Berlín hafði sent þangað fulltrúa til að útvega smáhesta frá Bretlandi eða Norðurlöndum til að leika í kvik- mynd. Gerði ég þar verzlun og fóru 5 ai hestum mínum þá í skyndingu með skipi frá Bretlandi til Þýzkalands. Raunverulega voru það þessar kvik- myndir frá ARCA-film, sem vöktu at- hygli á íslenzka gæðingnum svo að um munaði meðal þýzkumælandi þjóða. Hét fyrsta myndin „Die Mádels vom Immenhof“, sú næsta hét „Hochzeit auf Immenhof“, og varð hún vinsæl- ust þessara mynda, og er hún ár hvert sýnd á jólum í barnatímum í þýzka sjónvarpinu. Þriðja kvikmyndin hét „Pony-hotel Immenhof". Aðeins fyrsta kvikmyndin var sýnd hér á landi. Upp úr þessu fóru blaðamenn að koma hingað til að rita um líf hests- ins í landi þessu. Stórar myndskreytt- ar síður komu í þekktum myndatíma- ritum. Sjónvaipsþættir voru tíðir. Út- flutningurinn óx smátt og smátt, og alltaf vakti hver sending mikla athygli, ekki sízt vetrarsendingarnar, þegar hestarnir voru loðnir sem birnir. Á árunum 1950-1957 var oftast eitt- hvað sent út af reiðhestum og ótömd- um hestum, en ekki var um eiginlega Framhald á bls. 4 Gunnar Bjarnason: Það skímar af morgni í lífi íslenzka hestsins og sögu. Nú er riðið neðst á broti. Neyðin stærsta er á þroti. Næst er morgunn. Nú er kvöld. Nýir þegnar, önnur völd. Brennur dys hjá bæ og koti. Bjarmi sést af gullsins öld. — E. Ben. (Myndin er úr bókinni „WOHIN Pferde und Menschen“ eftir Henning Berzau og Helmut Hellberg).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.