Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 2
SVIP- MVND EALTHAZZAR JOHANNES VORSTER Arið 1944 kom ungur Búi til Pretóríu, annarar aí tveimur höfuðborgum Suður-Afríku. Ríkis- stjórnin situr í Pretóríu, en þingið í Höfðaborg (Cape Town), og ýmsar ríkisstofnanir flytjast á milli borg- anna á nokkurra ára fresti með ærn- um tilkostnaði og gífurlegum óþæg indum fyrir alla aðila. Maðurinn hafði nýlega verið látinn laus úr gæzlubúðum í Koffiefontein, nálægt Pretóríu, þar sem hann hafði setið á styrjaldarárunum, vegna þess að hann þótti of Þjóðverjasinnaður. Númer þessa þýzklundaða gæzlu- fanga var 2229/42, skála 48, búðum nr. 1. Hann hélt til stjóm.arráðsins og bað um viðtal við dómsmálaráð- herrann í ríkisstjóm Smuts hers- hö/íingja. Um leið og ráðherrann kom auga á gæzlufangann fyrrver- andi, sagði hann: „Komið yður út úr þessu húsi innan fimm minútna, — annars læt ég handtaka yður aftur þegar í stað“. Maðurinn lét sig hvergi og krafðist áheyrnar. Síð- ar um daginn var hann settur í stofu fangelsi. Nafn mannsins var og er Balthaz zar Johannes Vorster. Hann varð síðar dómsmálaráðherra Suður-Af- ríku og er nú forsætisráðherra rík- isins. Hinn nýi forsætisráðherra Suður- Afríku er Búi (Boer) eða „Afrikaner“ í húð og hár, en því nafni eru afkom- endur Hollendinga og Húgenotta, sem námu hið óbyggða land í Suður-Afríku fyrir nærfellt þremur öldum, oftast kallaðir. Hann er fremur svipþungur og með hækkandi hofmannavik. í Evrópu mundi hann sennilega vera talinn iðnjöfur í öruggu þingsæti eða harðvítugur stéttar félagsformaður, eftir útlitinu að dæma. Annars er fátt sérkennilegt við hann, nema skjaldbökugöngulag hans og það, hve hnakkahárin rísa furðulega snöggt, þegar hann brosir, svo að stríkkar á andlitsvöðvunum. Annars brosir hann ekki mikið á almannafæri, þó að hann þyki bæði skemmtilegur og hrífandi við persónu- lega viðkynningu. Vorster er maður kvæntur og á þrjár dætur. Heimilislíf ið er sagt rólegt og mjög hamingju- samt. S amt segir Sir de Villiers Graaff, helzti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Suður-Afríku, að þessi venjulegi og ró- lyndi borgari hafi beitt sér fyrir lög- gjöf, er muni hafa í för með sér afnám borgaralegra réttinda í landinu, verði þeim framfylgt til hins ýtrasta. Abyrgt fólk, eins og Alan Paton, leiðtogi Frjáls lynda flokksins í Suður-Afríku, og frú Helen Suzman, þingmaður Framfara- flokksins í Suður-Afríku, hafa opinber lega kallað hann nazista. Frúin notar ekki orðið sem venjulegt skammaryrði í stjórnmáladeilum, þegar hún kallar Vorster nazista, (hinir „framfarasinn- uðu“ kalla alla forystumenn Þjóðflokks ins í S-Afríku „nazista", þegar svo ber undir), heldur hefur hún þá fortíð Vorsters í huga. V orster er ættaður frá „platte- land“-inu, þ. e. utan úr sveit, þar sem höfuðvígi hinnar gömlu Búamenningar standa. Hann er rúmlega fimmtugur (fæddur 1915). Faðir hans var fátækur bóndi í héraði, sem að mestu er byggt Búum, en héraðið telst til Cape Prov- ince, þar sem langflestir íbúanna eru ánnars af enskum uppruna. Vorster var hinn þrettándi í röðinni í fjölmennum systkinahópi, en frjósemi virðist hafa fylgt Hollendingum til Afríku, eins og trúarhitinn og dugnaðurinn. Hann var settur til mennta og tók próf í listasögu og lögum við Stellenbosch-háskólann, sem er hin andlega miðstöð Búanna. Þar sitja prófessorarnir, dósentarnir og lektorarnir, er semja bækurnar, sem hafa að geyma hina siðfræðilegu, sagn- fræðilegu, heimspekilegu og lögfræði- legu réttlætingu „apartheid“-stefnu st j órnvaldanna. Balthazzar Johannes Vorster var af- burða námsmaður, þótt hann verði mikl- um tíma þegar á háskólaárum sínum til stjórnmálastarfsemi. Evrópskar stjórn málahreyfingar bárust til Suður-Afríku á fjórða tugi aldarinnar, og hinir ungu Búar í Stellenbosch hneigðust margir að öfgastefnum, eins og kommúnisma, fas- Isma og nazisma. Trúin á lýðræðið var á undanhaldi þarna, eins og víða annars staðar í heiminum, enda var lýðræði stjórnarform Englendinga, sem flestum í Stellenbosch var í nöp við, en aðrir hötuðu. Kynþáttakenningar áttu greiðan aðgang að hugum þeirra. Hvítir menn voru aðeins 20% landsmanna, og þótt frjósemi Búa sé viðbrugðið, var dugleysi hinna enskættuðu í barneignum slíkt, að hlutfallið hlaut að versna hinum hviiu í óhag. Það hafði mikil áhrif á marga menntamenn í Suður-Afríku, þegar dr. Hendrik F. Verwoerd, hinn gáfaði og virðulegi sálfræðiprófessor, sem fæddur var í Hollandi og hlotið hafði menntun sína við mörg elztu og beztu fræðasetur í Evrópu, gekk í lið með þeim, sem vildu með einhverjum hætti koma á víðtækri kynþáttaaðgreiningu og síðar uppskipt- ingu landsins milli hvítra, svartra, biandaðra og Asíumanna (Japanir munu þó taldir til hvítra). V orster fluttist til Port Elizabeth, austarlega á suðurströnd landsins, og stofnaði þar málaflutningsskrifstofu. Lögfræðingurinn ungi hóf þegar þátt- töku í stjórnmálum og skipaði sér við hlið þeirra, sem sóttu hugmyndir sínar til fasistahreyfinganna í Evrópu og börðust jafnhatrammlega gegn íhalas- mönnum, frjálslyndum, framfarasinnuð- um, sósíalistum og kommúnistum. Árið 1942 hófust vandræðin fyrir Vorster, sem hann er stöðugt minntur á í opinberu lífi, — á þingi, í dagblöðum og með framíköllum á stjórnmálafund- um. Endurminningin um stríðsárin getur aldrei yfirgefið hann, enda er hann sí- fellt minntur á hana, og telja sumir, að stefna hans hafi orðið harðari, ósáttfús- ari og óbilgjarnari fyrir vikið. í raun og veru má heita furðulegt, hve langt hann hefur komizt á stjórnmálaferli sín- um, þegar haft er í huga, hve oft og miskunnarlaust fortíð hans er dregin fram í dagsljósið. Margur hefði gugnað fyrir slíku. Hann var tekinn fastur í skrifstofu sinni og leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir starfsemi í ólöglegum og hálfhernaðar- legum félagsskap, sem hét Ossewa- Brandwag. Nafnið merkir nánast „Varð- menn uxavagnalestarinnar" og er sótt i hina rómantísku landnámssögu Búanna gömlu. Vorster var þá 27 ára garr.all, hafði kvænzt fyrir níu mánuðum og hafði fyrirliðatitil í Ossewa-Brandwag. S kömmu fyrir handtökuna hafði hann gert grein fyrir skoðunum sínum í opinberri yfirlýsingu. Þar sagði: „Vér fylgjum kristilegum sósíalisma, sem er skyldur national-sósíalisma. Þér megið kalla stefnu vora andlýðræðislega, ef þér viljið. Á Ítalíu heitir stefnan fas- ismi, í Þýzkalandi national-sósíalismi og í Suður-Afríku kristilegur sósíalismi“. Aðrir fylgismenn þessarar stefnu í S- Afríku höfðu á árunum fyrir heims- styrjöldina síðari lýst yfir samúð sinni með svo að segja öllum fasistískum og hálffasistískum hreyfingum, sem spruttu upp eins og gorkúlur í fjölmörgum lönd- um Evrópu og Suður-Ameríku á þessum tíma. Þeim fannst þeir eiga samleið með „hinum ungu og sterku, sem vilja ryðja Framhaíd á bls. 10 Framkv.st].: Siglns Jónsson. Bltstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vleur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arnl Garðar Krlstlnsson. Ritstjórn’: Aðalstrætl 6. Sím: 22480. Utgelandl: H.f. Arvakur. Reykjavnt 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS október lööö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.