Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 7
DAGAR HESTSJNS Framhald af bls. 4 in. Úrvalið þarf að gera í hópi folald- anna á haustin, áður en slátrun hefst. Nú er uppeldi hestefna allt of handa- hófskennt, enda markaðurinn óörugg- ur og skipaflutningamöguleikar stopul- ir, Allt þetta þarf að lagfæra á næstu árum. Það er talið, að um þriðjungur af hinum útfluttu íslenzku reiðhest- um séu svo góðir, að þeir mæli með kyninu, — eftirspurnin byggist á reynsl unni af þessum góðu hestum. Meiri hlutinn af útfluttum hestum er talinn mæla gegn kyninu og hindra frekari sölu í umhverfi sínu. Þeir góðu eru hins vegar nógu margir til þess, að málefnið er í stöðugum vexti, meiri vexti en við erum færir um að sinna í bili. Ef til vill hefði verið skynsamlegt að setja t.d. helminginn af þeim millj- ónum, sem fóru í matsöluhúsið í Lond- on, í sölu- og tamningastöð og reiðskóla í Rínarlöndum, þar sem flestir íslenzk- ir reiðhestar eru nú. F Ijótt kom í ljós, að hestarnir okkar hrifu þýzkumælandi menn. Þeir orkuðu strax á hugi höíunda og lista- manna, sérstaklega skynjuðu listrænir myndasmiðir möguleikana í sköpulagi þeirra og háttum. Það reyndist auðvelt að túlka það fyrir Þjóðverjum, að þetta væru afkomendur þeirra hesta, sem for- feður þeirra höfðu riðið fyrr á tímum, og þar með fengju þeir hina æski- legustu staðsetningu. Hér væriEquus Germanicus, hesturinn, sem náttúran sjálf skapaði norðan Alpafjalla; sá sem Tacitus lýsir í riti sínu um Germaníu; hesturinn úr Niflungaljóðum, Grani Gunnars; reiðhestur Karlamagnúsar og svo framvegis. Þegar á árunum 1956-1957 höfðu hestarpir okkar orkað svo á sköpunar- gleði myndhöggvarans WINI KLUGE í Bamberg í Þýzkalandi, að listakonan gerði höggmynd af stóðhesti með hryssu við vatnsþró. A súlu við enda þróar- innar breiðir íslenzkur fálki úr vængj- um sínum. Borgarstjórinn í borginni Schweinfurt í Bajaralandi keypti högg- myndina, og var hún reist þar í skrúð- garði. S káldkonurnar Ursula Bruns og Lise Gast Richter hafa skrifað skáld- sögur fyrir unglinga, þar sem íslenzkir hestar koma mjög við sögu. Margir fslendingar kannast við og eiga mynd- bækur U. Bruns, s.s. Ponies, Heissge- liebte IslandPferde og Reiter-Tráume. Ljósmyndarinn Helga Frietz dvaldi hér í mörg sumur og gaf svo út hina víð- kunnu myndabók „HESTAR", sem kom út á þremur tungumálum að minnsta kosti og hefur selzt í mjög stórum upp- lögum. Forlagið „Schwarzbucherei“, sem hefur gefið út seríu af vönduðum mynda bókum í vasabókaformi, gaf út mynda- bókina „Island-Ponies“ í upplagi, s.l.n. nam 70,000 eintökum. Á seinni árum hefur á hverju ári komið út ein eða fleiri bækur um hest- ana okkar á þýzku máli. í fyrra kom á markað góð leiðbeiningarbók um meðferð íslenzkra hesta og íslenzka hestamennsku. Hét hún „Ponyreiten ernst genommen" (Smáhestareið tekin í alvöru). S íðasta bókin, sem mér hefur bor- izt í hendur er eftir barnalækninn, Dr. Henning Berzau og myndasmið- inn Helmut Hellberg. Er þetta mynda- og ljóðabók. f hundruð ára hefur hest- urinn okkar kallað ferskeytlur og ljóð fram í skáldhugi íslendinga í svo rík- um mæli, að varla er þar sjálf ástin jafnoki. Bók þeirra félaga heitir: WOHIN, Pferde und Menschen, (Hvert stefnt, hestar og menn). Þarna á Dr. Berzau 12 lítil hestakvæði, sem lýsa glöggt yndi hans af samvistum sínum við islenzka hestinn úti í frjálsri nátt- úrunni. Hann skynjar „bjartar myndir syngja í skóginum“, og sólin stendur kyrr, þegar hesturinn strýkur andlit hans með léttri sveiflu andardráttarins. Einskis er spurt, því að svör náttúr- unnar sofa í frosinni gljánni. „Stille wird Licht heller bilder singen múde rastet die sonnenuhr dein Atem streicht mit leisen Schwingen mein Gesicht Ich frage dich nicht es ruht jede Antwort auf glásernem Grund lauter Mund diese Stunde zerbricht. Skáldið leggst hjá hesti sínum og fyllist unaði af návist hans. Kvæðið krefst þýðingar skálds. Það er þannig á þýzkunni: Framhald á bls. 12 Wir ruhn am Schoss der Erde .. . (Við hvílumst í skauti jarðar). Hér liggur dr. Henning Barzau, höfund- ur bókarinnar WOHIN, hjá hestum sin- um úti í haga og ýrkir ljóðin síns. 16: ;október 19ðð ------------------------------------------------------LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.