Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 8
Roger Bannister: Þolhlauparanum í koll kemur Sögulcg stund. Roger Bannister hnígu r niður af þreytu, eftir að hafa sigrazt maímánuði 1954. fjórum mínútum með því að hlaupa míluna á 3:59,7 í Roger Bannister, jyrsti maður sem hljóp enska mílu á minna en jjórum mínútum, er nú vel- þekktur lœknir í Lundúnum. Hann hejur ritað bókina „Fjögurra mínútna mílan“. B1 in mikla holskefla af hlaupa- metum sem náði hámarki með heims meti Jims Ryuns, 19 ára unglings hefur vakið þessa venjulegu undrun. Hvernig geta íþróttamenn þjálfað sig fyrir svona gífurlega áreynslu? Eru hlaupahraða manna engin tak- inörk sett? Hve mikill hluti áreynsl- unnar er líkamlegur og hve mikill andlegur. Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að takmörk í íþróttum eins og til dæm is fjögurra mínútna mílan, séu sálræns eðlis og ég minnist þess, að ég spáði heilu flóði af metum eftir mitt eigið met árið 1954. En samt hættir mér til að halda að 4ra mínútna mílan sé enn í dag afrek sem ofbjóði dálítið okkar nútíma-íþróttamönnum. í þá daga sagði ég: „Syndaflóðið kemur ekki fyrr en eftir minn dag“. í átta ár hafði ég verið að æfa mig éitthvað fimm daga vikunnar hálftíma í senn, og hljóp um það bil fimm mílur á dag. Þetta var hvíldin mín frá lestri er ég var læknanemi í Oxford og Lund- únum. Æfing mín byggðist á „víxlhlaup um“ — þ.e. að hlaupa hratt og hægt til skiptist. Ég smábatnaði með hverju árinu, og 1953 hafði ég hlaupið míluna á 4 mínútum, 2 sekúndum, svo að ég vissi þá að ég gat átt vonir um 4ra mínútna míluna. Aðaláhyggjuefni mitt var ekki það að þetta mundi ekki tak- ast heldur hitt að annað hvort Wes Santee í Bandaríkjunum eða John Lan- dy Ástralíu yrðu fyrri til að ná „drauma mílunni“. S em betur fór gafst mér tækifærið í Oxford 1954. Tveir aðrir háskóla- hlauparar, Christopher Brasher (síðar gullhafi á Ólympíuleikunum) og Christ opher Chataway, (sem síðar komst í úrslit á ólympíuleikum og sigraði Rúss ann Vladimir Kuts), voru á undan mér fyrst í stað og 7 jmu hraðanum svo vel upp að mér tókst að slá metið. Þessi harkalega árás á metið var mér til minni ánægju þá en síðar, er ég sigraði Landy í Samveldisleikunum í Vancouver, eftir að einnig hann hafði slegið 4-mínútna metið. Því lengri veg sem íþróttamaður hleypur því mikilvægara er viljaþrekið og því lítilvægari líkamsþrótturinn. Ég vil útskýra þetta. Á Ölympíuleikunum 1952 var Emil Zatopek, „járnkarlinn", sem fyrstur kom með nýtízku hörku- þjálfun að hlaupa sitt fyrsta maraþon hlaup eftir að hafa þegar unnið 5 og 10 þúsund metra hlaup á leikunum. Sá sem líklegastur var talinn þarna, var þaulæfður enskur hlaupari, Jim Peters. Zatopek hljóþ samsíða honum fyrstu 10 mílurnar. Þá sneri hann sér að Peters og sagði á bágborinni ensku: „Afsakaðu Peters, en ég hef nú aldrei áður verið á maraþonhlaupi. Við hljótum að þurfa að hlaupa hraðar en þetta“. Peters píndi sig enn um skeið, en þraut svo gjörsam lega þrek. I. au atriði sem takmarka hlaupa- hraðann, breytast eftir hverja keppni, og þannig breytist og sú tegund þjálf unar, eem er nauðsynleg til þess að víkka þessi takmörk. Hraði spretthlaup arans byggist mest á viðbragðsflýti og svo meðfæddum hraða vöðvahreyfinga, og þá hæfileika er ekki hægt að bæta nema lítillega með þjálfun. Þetta er á- stæðan til þess að spretthlaupamet eru svo tiltölulega sjaldan slegi/. Charles Paddock hljóp 100-metrana á l'X! sek. árið 1921 (fékkst ekki staðfest sem heimsmet), en nú er heimsmetið aðeins 0,2 sekúndum betra. Á sama tíma- bili hefur mílumetið batnað um 15 sek. og þriggja mílna metið um meira en mínútu. Ástæðan til meiri framfara á löngu vegalengdunum byggist á áhrifum þjálf unar á hæfileika líkamans til að flytja súrefni úr loftinu til vöðvanna. Sprett- hlauparar sleppa við kolsýrutöku, utan frá þangað til hlaupinu er lokið, með því að nota tæki sem læknarnir hafa stund um kallað „súrefnislánið”, og það er ekki hægt að auka með þjálfun enda þótt hlaupari með mikinn viljastyrk þoli meira af þessu „láni“. Súrefnislánið er í því fólgið að losa súrefni með því að eyða kraftmiklum efnum úr blóðinu og vöðvunum. Súr- efnið fæst svo með því að framleiða skaðlegt efni, mjólkursýru. Sé mikið af þessu efni orsakar það vöðvaverki og sálræn einkenni sem eru fylgifiskar þreytunnar Mjólkursýran eyðist svo smám saman við súrefnistöku eftir á- reynsluna, eða meðan „mæðin“ stendur yfir. J\í esta súrefnislán, sem íþrótta- menn geta þolað, nemur 20 lítrum af súrefni. Þetta er meira en nóg til að veita orku í 100-yarda spretthlaup, en breytir sáralitlu ef um maraþonhlaup er að ræða. En súrefnistökuna frá lungum til vöðva má auka á ýmsan hátt. Rúmtak lungnanna eykst við þjálfun, og senni lega verður himnan, sem súrefnið síast gegn um þynnri. Hjartað stækkar einn ig svo að við hvert slag fer meira blóð — og þar með meira súrefni — út í vöðvana. Og loks verða vöðvarnir sjálfir hæfari til að taka við súrefninu úr blóðinu. Á míluhlaupinu kemur helmingur ork- unnar frá súrefnisláninu, en hitt frá flutningi hjartans og lungnanna á súr- efnið, meðan á hlaupinu stendur. Það er því súrefnistökunni við þjálfunina og betri nýtingu á súrefninu er fram kemur, sem það er að þakka að fram farir hafa orðið á meðalvegalengdum og langhlaupum á síðustu árum. n hvað verður lokamarkið í míluhlaupi? Fjórar mínútur voru ekki annað en merkisteinn á leiðinni að hugsalegum hámarkshraða. Fyrir íþrótta menn, eins og þeir eru nú líkamlega úr garði gerðir, hlýtur þetta takmark að vera eitthvað nálægt þremur og hálfri mínútu. Fræðilega séð, ná hlaup arar aldrei hinu fullkomna takmarki enda þótt þeir komist býsna nálægt því og það æ nær og nær. Það mætti láta sér detta í hug sams konar fræði leg met hvert fyrir sína vegalengd, byggð á læknisfræðilegum útreikning- nm S súrefnistöktu og súrefnisláni. Á síðustu áratugum hefur komið fram ný þjálfunartækni, sem umbyltir eldri skoðunum á hámarkssúrefnistöku og notum. Þetta hófst í Svíþjóð fyrir stríð og var kallað „Fartlek", eða „hraða leikur“. Það er í því fólgið að hlaupa ýmsar vegalengdir allt frá 100 metrum upp í mílu, með um það bil %-hraða. Svo geta menn jafnað sig að nokkru leyti á stuttum tíma á milli hlaupanna en síðan er æfingin endurtekin og það allt upp í tíu sinnum. Tilgangurinn með þessu er að venja hlauparann við súrefnisskort og áreynsl una, sem honum fylgir hvað eftir annað og auka þannig á súrefnisflutninginn bæði frá hjarta og lungum. Því betri sem íþróttamaðurinn er og því ýtnari sem þjálfarinn er því meira getur hlaup arinn þolað af þessari meðferð. Til þess að gera æfingar sínar ennþá erfið ari, hljóp Zatopek þjálfunarhlaup sín í hermannastígvélum. En hlauparar ann ars staðar sem höfðu ekki orku Zatopeks til að bera fengu bara blöðrur og of- reyndu vöðva sína, er þeir reyndu að stæla hann. Að meðaltali eyddi Jim Ryun allt að því þremur klukkustundum daglega við þjálfun sem þessa. Stundum hljop hann í hægðum sínum fyrir skóla- tíma á morgnana, en geymdi erfiðustu þjálfunina þangað til að áliðnum degi Auðvitað útheimtir svona þjálfun mikia einbeitni og mikinn viljastyrk, svo að ekki sé sagt hörku, sem fáir íþrótta- menn hafa til að bera. Fyrir nokkrum árum var þessari hrossa-aðferð aðeins beitt á vægara stigi við íþróttaæfingar skóladrengja, sökum ótta við að ofreyna hjartað og svo við ýmsa sjúkdóma. En þarna hefði engar áhyggjur þurft að hafa af því að áreynslan er endurtekin rétt eins og barnaleikir. Iþróttamaður- inn getur lítið líkamlegt tjón beðið, enda þótt hann geti orðið leiður á öllu saman, sé kerfinu klaufalega beitt. Nýlega — og eftir því sem methaf- Þrefaldur sigurvegari. Árlð 1952 vann tékknenski hlauparinn, Emil Zatopek, hið ótrúlega afrek að vinna þrjú gull- verðlaun á Ólympíuleikunum — í 5000 metra lilaupi, 10000 metra hlaupi og loks í maraþonhlaupinu. Hér sést hann á lilaupabraut í París. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. október 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.