Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 9
arnir hafa orSið yngri og yngri hef ég gert mér ljóst, að þarna er annað að verki. Sé „víxlþjálfun" hafin, meðan íþróttamaðurinn er nægilega ungur (Ryun hóf æfingar 16 ára) er hægt að „teygja" líkama hans, bæði í lífeðlis- fræðilegum og líkamsfræðilegum skiln ingi meira en hugsanlegt er, ef þjálfun- in hefst ekki fyrr en fullum vexti er náð. Þessi breyting í þá átt, að methaf- arnir urðu æ yngri, kom fyrst í ljós á 12-ára gömlum sundmönnum, sem voru hart leiknir af þjálfara sínum og gerðu ekki annað en að synda. En kannski geta ekki aðrir en unglingar verið nógu áhrií'agjarnir til að finnast íþróttirnar þess virði að leggja annað eins á sig. Skyldi koma að því að íþróttamenn fari að lokum að æfa sig átta tíma á dag og verða að hlaupavélum, sem kyntar eru með mat og drykk og fá ekki að hvíla sig nema endrum og eins? Eg spái því að sá háttur verði upp tekin hvað snertir hlaupara á 5.000 metrum 10.000 metrum og maraþon- vegalengd, en ég á enn eftir að trúa því að slík þrælaþjálfun sé nauðsynleg fyrir míluhlaup. Enda þótt framfarirnar á mílunni hafi verið miklar (næstum 8 sekúndur) á síðustu 12 árum, þá virðist þetta vera lítið í aðra hönd fyrir sex- faldan æfingatíma dag hvern. Bezta þjálfun til míluhlaups mundi sennilega vera ein klukkustund á dag skynsam- lega notuð. En hvað sem því öllu líður, er leitt til þess að hugsa, að hinn sanni áhuga- maöur, sem vinnur fullan vinnudag annars staðar, fari að verða æ þýðigar- minni í alþjóðaíþróttum. Eða með öðr- um orðum sagt: væri ég nú læknanemi efast ég um, að kostnaðurinn við æf- ingar þ.e. að fórna annari starfsemi fyrir æfingar mundi hafa mjög mikið aðdráttarafl fyrir mig til svo kröfufrekra íþrótta. Jr að er alkunna að maraþonhlaup ið er hámark íþrótta-i í juskapar. En þar stendur íþróttamaðurinn andspænis sérstökum hættum. Meðan á stendur maraþonhlaupi eða sex mílna hlaupi, einkum þó ef lofthit- inn er um 3 stig kunna vöðvar íþrótta- mannsins að framleiða meiri hita en hann getur losnað við. Þrátt fyrir mik inn svita, kann líkamshiti hans að kom ast yfir 40 stig, sem er sama sem mýra- köldu-hitastig, eða fást að því marki, þegar menn fá sólsting. Gangi íþrótta maðurinn með eitthvert lítilfjörlegt smit eða vanræki að fá nóg af salti og vatni, getur svitarennslið hætt og hann orðið ófær. Margir munu hafa séð í sjónvarpi hin ægilegustu endalok maraþonhlaups, sem orðið hafa á seinni árum. í Sam- veldisleikunum í Vancouver 1954 slag- aði og reikaði Jim Peters, enski mara- þonhlauparinn, síðasta áfangann. Starfs mennirnir voru of ringlaðir til þess að láta hann hætta, sjálfs hans vegna og íþróttarinnar vegna. Peters fór í sjúkra hús eftir hlaupið. Hann keppti aldrei eftir það. Fáir áhorfendur gera sér ljósa hina gííurlegu áreynslu, andlega og líkam- lega, við slík afrek. Astralskur áhorf- andi, sem horfði á hin harkalegu leiks- lok i maraþonhlaupinu í Melbourne, var sagður hafa sagt: „Þetta hlaup væri gaman að horfa á til enda“. Hið furðulega val á Mexíkóborg fyrir næstu Olympíuleika, 1968, hefur vakið nýtt vandamál í sámbandi við þolhlaupaæfingar. 1 2250 metra hæð er pæstum 25% minna súrefni í loftinu, cg eins og þegar hefur verið sagt, fer árangurinn eftir súrefnisflutningnunum Ég samþykki ekki það, sem haft er eftir finnska þjálfaranum Onin Niskanen, að „þarna drepist einhverjir", en mikil hæð getur stuðlað að því, að menn verði lémagna undir vissum kringum- stæðum. * Keppendur í þriggja mílna víðavangs hlaupi styðjast hver við annan að hlaup inu loknu. Þarna kunna að verða einhverjir í- þróttamenn með hjartaveilur, sem eng- inn hefur vitað af aðrir með byrjadi smit, eða þá enn aðrir, sem hafa blátt áfram ekki vanizt loftsl*ginu. Þegar um Ólympíuleika er að ræða, rekur hugurinn um of á eftir líkamanum, svo að varnartæki þreytunnar komast ekki að. Ekki hefur neitt heyrzt um, að menn hafi gefizt upp í tilraunahópum, sem hafa verið að rannsaka málið, en vitanlega er aldrei hægt að fá fram hina raunverulegu áreynslu Ólympíu- keppninnar. Mín ályktun er sú, að þarna sé um nokkra hættu að ræða, og hversu lítil sem hún kann að vera, er hún samt nægileg ástæða til að halda aldrei þolhlaup í mikilli hæð. En einn árangur hefur þó orðið af þessari ákvörðun um staðinn fyrir Ól- ympíuleikana — þ.e. æfingar í mikilli hæð til þess að auka afrek íþrótta- manna, sem keppa annað hvort hátt uppi eða í sjávarmálshæð. Mörgum okkar hefur fundizt það eftirtektarvert og einkennileg tilviljun, að eini maður- inn sem hefur sigrað í Maraþonhlaupi aftur og aftur og það auðveldlega, er Abbyssiníumaðurinn, Bikili Abebe, sem á heima og æfir sig í u.þ.b. 2100 metra hæð yfir sjó. Og fleiri stoðir runnu undir þetta nýlega, þegar óþekktur hlaupari frá Kenya, Nestali Temu, sem eins og Kipchoge Keino, á heima og æfir i 1800 metra hæð sigraði ástralska heims methafann Ron Clarke, í sex mílna hlaupi á Samveldisleikunum, sem haldn ir voru í sjavarhæð (í Kingston á Jama- íku). Eftir andataks umhugsun er ástæðan augljós. Afrekin takmarkast af hæfileik unum til að taka súrefnið. Að eiga heima og æfa í hæð, þar sem minni súrefni er, veldur áreynslu í líffærin, sem flytja súrefnið, en það veldur aftur aðlögun og eykur mátt íþróttamannsins. f mörg um löndum — með sérstöku tilliti til leikanna í Mexícó — hafa menn sett upp fastar æfingabúðir í mikilli hæð Ég er bara hræddastur um að í öðrum löndum, þar sem þjálfararnir eru misk unnarlauari, fari að nota lágþrýstiklefa til þess að veita íþróttamönnum sínum „gerviþjálfun". H versu langt erum við komuir frá sönnum íþróttum? Það væri bein- línis hlægilegt, ef það bara væri ekki jafn-sorglegt og það er. Tilskipun í góðu skyni frá alþjóða- nefndinni, þar sem tímalengd þjálfunar í mikilli hæð er takmörkuð við fjórar vikur síðustu þrjá mánuði fyrir leikana er viðurkenning á þeim mistökum að halda þá í svo mikilli hæð, og um leið viðurkenning á þjálfunaraðferðum í- þróttamanna í framtíðinni. Það hefur einig verið gefið í skyn þótt ég telji það ekki nægilega sannað að vera kunni einn nýr þáttur í meta- setningu — sem sé sá að nota meðöl Nokkrar tilraunir undir eftirliti vís- indamanna til þess að sýna, að lyf geti aukið afrek manna til frambúðar, eru lítt sannfærandi. Sem dæmi má nefna að við eina tilraun fannst íþróttamönn- um hvatatöflur, sem þeir héldu vera, auka mátt sinn, en raunverulega voru töflur þessar algjörlega meinlausar og gagnslausar. Sumir knattspyrnumenn og hjólreiðamenn einkum á meginlandi Ev- rópu, hafa verið taldir nota þessi lyf, en ég held, að allir hlauparar geri sér Astralski 500-metra methafinn Ron Clarke æfir sig. sett i sl. julimanuði. ljóst, að auk þess sem þetta er sið- ferðilega rangt, þá er það heimska ein að halda; að þeir geti aukið afrek sín varanlega með lyfjanotkun. Og enn sem komið er, þá liggja að minnsta kosti engar sannanir fyrir, að þetta sé hægt. íþróttamaðurinn verður að geta keppt stöðugt og innan fram- faratakmarka sinna árum saman. r jálfun í frjálsíþróttum hefur tekið framförum fyrir tæknilegar nýjungar Stökkstöngin úr trefjagleri var fundin upp og hefur breytt stökkstílnum og gert öll met í þeirri grein úrelt. Rann- sóknir á stíl við grindahlaup, stökk og köst, með hjálp kvikmynda, hefur gert þjálfurum fært að þróa nýja tækni, sem á við líkamsburði hinna ýmsu íþróttamanna. Einnig er almennt talið, að fagur líkams vöxtur sé bezta eign íþróttamannsins. Dr. J. M. Tanner, enskur læknir athug aði líkamsvöxt yfir 100 íþróttamanna á Rómarleikunum. Vitanlega er góður líkamsvöxtur til bóta, en dr. Tanner komst að þeirri niðurstöðu, að hin ein- staka færni þessara íþróttamanna lægi ekki eins í líkamsvexti þeirra og í hinum sérstöku, lífeðlisfræðilegu eigin- leikum, sem þeir höfðu unnið sér með æfingum. Ég minnist vel að hafa horft á fyrrverandi míluhlaupara, Englending- inn Sidney Wooderson, sem var hálf þriðja alin á hæð, kt^rpa með góðum árangri við Arthur Wint, Ólympíu- sigurvegara frá Jamaíku en hann var þrjár álnir og fjórir þumlungar á hæð. Allar breytingar á þjálfun íþróttar manna og afrekum þeirra síðustu árin virðast vera afleiðingar af byltingu á íþróttasviðinu, sem byggist á sálfræði einstaklinga og hópa. Methafar eru í- þróttamenn, búnir sérstökum líkam- legum og andlegum eiginleikum — af- brigði, í góðri merkingu þess orðs. Hvern ig er öðru vísi hægt að skýra hæfi- leikana til að hressa upp hugann, svo að það nægi til þess að sigrast á ó- þægindum, oft sársauka, sem fylgir mestu áreynslu, og snúa ósigri upp í sigur? Paavp Nurmi þjálfaði sig vægðar laust. Hann hafði nokkra innsýni í sál- fræði þá, er liggur til grundvallar slík um afrekum, þegar hann sagði: „Aðeins fátækur maður má hlaupa hratt'. Aðeins með talsverðu sjálfstrausti og rósemi getur mikill íþróttamáður risið undir þeirri óþolandi byrði að vera talinn líklegastur sigurvegari í meiri- háttar hlaupi. Það er þetta, sem Jim Ryun fær nú að reyna. Ég minnist enn glöggt viknanna, áður en ég keppti við John Landy í Vancouver, þegar mér fannst augu alls heimsins hvíla á okkur. Æfing mín var þá teygð að takmörkum þess þolanlega. Á þessu tímabili fann ég hjá sjálfum mér veikleika, sem mig hafði aldrei grunað, en einnig áður ó- þekktan mátt. Knattspyrnumaður verð ur að eiga sitt sigurhrós í félagi við aðra en hlauparinn stendur alltaf einn. Það var mér engin huggun, að menn hafa orðið að reyna meira en þetta og að sama yrði upp á teningnum eftir 100 ár. Fyrir mér eins og öðrum hlaupur- um var hlaupið fyrir öllu — það var - óafturkallanlegt. * r- Kurt Hahn, Þjóðverjinn, sem stóð gegn áhrifum Hitlers og kom til Englands til þess að sýna þjóðfélags- legar skoðanir sínar með því að stofna Gordonstoun-skólann, sem konungsætt- in hefur „tekið að sér“, hefur notað tvíræða setningu þess efnis að íþrótt- irnar væru „siðferðilegt jafngildi styrj- aldar.“ Mér finnst hugsunin þarna nokk- uð langt útfærð, en hinu er ekki að neita, að maðurinn nýtur áreynslunnar sem laðar fram það bezta er hann getur látið í té. Forðum daga kann ævintýra- þránni að hafa verið fullnægt með því Framhald á bls. 6 16. október 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.