Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 11
Ijjjf \ ° Jóhann Hannesson: pi ÞANKARÚNIR S Á viðburður gerðist í menningarsögu vorri árið 1830 að út kom bók, sem bar titilinn: „Lestrarkver handa heldri manna börnum, með stuttum skýringargreinum um stafrófið og annað þar til heyrandi, samið af Rasmúsi Rask, Prófessor í bók- menntafræði, bókaverði Háskólans og me’ðlim af ýmislegum lærðum Félögum. Að tilhlutun Hins íslenzka Bókmenntafélags, Kaupmannahöfn 1830“. Tuttugu og þrem árum síðar kom út „Nýtt Stafrofskver handa Minni manna börnum með nokkrum réttritunarreglum og dálitlu ávarpi til „hinna minni manna“ frá útgefara Ingólfs“. Það sem spaugilegt er við þessa mjög þarflegu útgáfustarf- semi fyrri tíðar manna þykjast nútimamenn sennilega sjá, en fáir koma auga á „alvöruna", sem hér leynist undir. í fyrra kverinu er sem sé ýmislegt, sem börnum er aldrei kennt nú, en væri þó þarflegt að kenna þeim. Rask gerir ráð fyrir að skynsamir menn segi börnunum til við lestrarnámið, og þegar í bernsku vill hann láta kenna sumt, sem ýmsir fullorðnir menn læra aldrei. Umhyggjan fyrir „minni manna börnum" var gömul og rótgróin í kirkjunni, og Lúther blés í hana nýju lífi með mörg- um ræðum og merkum bókum um kennslu og uppeldi. Að taka ekki tillit til framlags siðbótarmanna í þessum efnum er sögulega séð hrein fölsun og fordómur. í forngrískri og róm- verskri, fornkínverskri og indverskri menningu er þessi um- hyggja alls ekki hugsanleg, eins og Dr. Hu Shih, kunnur kín- verskur heimspekingur, bendir réttilega á. Stafrofskverið handa minni manna börnum var aðeins hugsanlegt í „vestrænni, kristinni menningu" eins og Toynbee nefnir menningu vora í verkum sínum. Tillitið til þeirra, sem minna mega sín, er sæmdarmerki þeirrar menningar, sem vestrænir menn hafa ræktað, öld eftir öld. Þetta sannar þó ekki að vér séum á réttri leið með því að reyna að troða því sama í alla og reyna að gera alla eins, og miða allt við „minni manna börn“. Menn eru mjög ólíkir og bregðast ólíkt við verkum, verðgildum og hlutum. Það var vordag einn hér í borg rétt eftir skólauppsögn að ég gekk um nokkrar götur og tíndi upp tætlur af kennslubókum, sem ung- lingarnir höfðu riffð i sundur og dreift um göturnar í kringum skólann, einkum til að sjá hvaða efni þeir létu reiði sína öðru fremur bitna á. Meðal þess efnis var stjórnarskráin. Nú ber vissulega ekki að beina athyglinni að þeim til- tölulega fáu, sem þannig hafa farið að ráði sínu, heldur spyrja hvort rétt sé að farið af þeim sem forystu veita og ákvarðanir taka. Fjöldi bóka handa börnum og skólaæsku er nú í gluggum bókabúða, og það er ekki lítið af þessu, sem ber með sér minni manna keim hvað ytri frágang snertir. Kemur þetta vel í ljós þegar tekin er íslenzk kennslubók og lögð við hlið bókar í sömu grein frá einhverri frændþjóð. Þegar líða tekur á vetur, eru margar skólabækur orðnar heldur vesældarlegar, dottnar úr bandi og blöð dottin aftan af sumum. Aðrar eru svo væskils- legar þegar frá upphafi að menn hljóta að fá þá hugmynd áð hér sé eitthvað lítilvægt á ferðinni, eitthvað sem ekki sé þess virði að því sé gaumur gefinn. Hins vegar sjá börnin skáldsögur, sem þannig er frá gengið að þær hljóta að vera ætlaðar meiri háttar persónum, og eru þó margar lesnar aðeins einu sinni og sumar aldrei. Þessar bækur standa í hillum í fínum stofum, innan um húsgögn og málverk og eru „statussymból", táknmyndir um menningarlega stöðu eigandans. En kennslubækurnar eru það líka og gegna vel því hlutverki að vera táknmyndir, ekki flott- ræfilsháttar, heldur venjulegs ræfilsháttar, svo sem sjá má þegar á veturinn líður. Með öðrum þjóðum skilja menn betur en hér gildi góðs frágangs á kennslubókum, enda eru sumar þeirra jafn góðar eftir margra ára notkun og þær voru í upphafi. Söngbækur handa norskum börnum eru mjög fallegar, með nótum við kvæði og söngva, með skreytingum og myndum af öllum hljóð- færum. Menn ættu að sjá þær — og bera síðan saman við það, sem hér er til. Eins mætti bera saman bækurnar í stærðfræði, en sú fræðigrein hefir þá náttúru að vera eins í öllum löndum. Bækurnar eru auk þess til í úrvali, en það hefir mikið gildi fyrir kennarana að geta valið þær bækur, sem þeim lætur bezt að kenna. Skynsamir menn áttu, að áliti Rasks, að hjálpa börnunum við námið, og það gera sumir ennþá. En það uppá- tæki að skipta bókunum niður í snepilsleg hefti hefir m.a. þær afleiðingar að skynsamir menn vilja helzt ekki taka þær sér í hönd, og sá ræfilsblær, sem á bókunum verður, veldur þvi að menn vilja ekki hafa þær í hillum, heldur í kössum, þar sem enginn sér þann minni manna brag, sem á bókunum er. Mönn- um myndi bregða í brún ef þeir sæu hve mjög aðrar þjóðir vanda til bókagerðar fyrir börn og unglinga — og gerðu saman- burð á því, sem vér fáum þeim í hendur. Vér vanmetum ekki þær umbætur, sem orðið hafa á inni- haldi sumra bóka á síðari árum, t.d. skólaljóðum, Biblíusögum og ýmsum fleiri bókum fyrir yngri kynslóðina. Það er fyrst og fremst sá minni manna bragur og vesaldómur í ytra útliti — og vér vitum a'ð á sinn þátt í skólaleiðanum — sem vér að þessu sinni viljum mælast til að menn gefi gaum og reyni að bæta úr. A erlendum bókamarkaði Þjóðfélagsfræði: The Sociology of Religion. Max Weber. Translated by Ephraim Fischoff. Introduction by Talcott Parsons. Methuen & Co Ltd. 1965. 30/—. Max Weber er einn afkasta- mesti fraeðimaður um þjóðfélags- fræði sem um getur og ekki síð- ur merkilegur. Hann fæddist 1864, stundaði nám við háskól- ana í Heidelberg, Göttingen og Berlín. Hann varð snemma pró- fessor við háskólann í Heidel- berg og eftirsóttur fyrirlesari. Hann veiktist alvarlega 1897 og eftir að hann náði bata, hvarf hann frá kennslu og helgaði sig fræðistörfum. í fyrstu lagði hann sig einkum eftir rannsóknum á skipulagningu og atvinnurekstri klaustra á miðöldum. Þessar rannsóknir opnuðu honum stöð- ugt ný rannsóknarsvið varðandi þjóðfélagsfræði. Helztu rit hans eru ’ „Wirtschaft und Gesellsc- haft“, „Religionssoziologie" og „Gesammelte Aufsátze zur Sozial und Wirtschaf tsgesc- hichte“. Þessi bók er hluti helzta rits hans „Wirtschaft und Ges- ellschaft", sem hann vann að um fjölda ára og vannst ekki tími til að ganga frá til fullnustu. í þessu riti fjallar hann um stöðu og áhrif trúarbragða innan þjóð- félagsins, tengsl þeirra og trúar- legra stofnana við aðrar stofnan- ir; áhrif þjóðféiagslegrar þróun- ar á trúarbrögð og öfugt. Höf- undur telur að trúarbrögð séu að meira eða minna leyti mótuð af efnahagslegum og stjórnarfars- legum aðstæðum og móti einnig mjög efnahagsstefnur og stjórn- arhætti. Þetta rit er sá hluti „Wirtschaft und Gesellschaft", sem höfundur lauk við áður en hann lézt 1920. Saga: The Pelican History of Greece. A. R. Burn. Penguin Books 1966. 7/6. Bók þessi kom út í fyrra hjá Hodder & Stoughton undir heit- inu „A Traveller’s History of Greece“. Þessi bók er einkum ætluð þeim, sem lítt fróðir eru um hellenska sögu. Hún er mjög vel rituð, lifandi og skemmtileg og mannlýsingar með miklum ágætum. Höfundur segir þessa ágætu sögu, allt frá dögum Hóm- ers og til þeirra daga á fjórðu öld eftir Krist, þegar Ólympíu- leikarnir voru bannaðir og Aþena rúin glæstum goðastytt- um og heiðnum hofum lokað. Kristnin kemur þá í stað heiðn- innar, hinir ódauðlegu guðir víkja fyrir hinum nýja guði og þar með var púnkturinn settur aftan við hina glæstu og tignu menningu Forn-Grikkja. Bóka- skrá fylgir auk registurs og tima- talstöflu. The Geography Behind History. W. Gordon East. Nelson 1965. 25/—. Landshættir, landaskipun og landslag hafa alltaf haft og hafa áhrif á gang sögunnar. Þessi bók kom í fyrstu út 1938 og hefur verið endurprentuð tólf sinnum og er þessi útgáfa endurskoðuð og aukin. Það hefur verið stöðug eftirspurn eftir þessari bók um allan heim, enda engin svipaðs efnis af þessari stærð á mark- aðnum. Höfundur stundaði sagn- fræði við háskólann 1 Cam- bridge og er nú prófessor I landafræði við háskólann í London. Þessi bók var upphaf- lega skrifuð að frumkvæði R. H. Tawneys prófessors. Höfundur tekur margvísleg dæmi um þýð- ingarmikla atburði úr veraldar- sögunni og sýnir fram á að þeir verða ekki að fullu skildir né ástæðurnar til þeirra, nema tekið sé tillit til veðráttu, lands- hátta, samgangna, sem markast af landslagi, og legu atburðasviðs að fljótum eða sjó. Þessi bók er skýringarrit við mannkynssög- una, svo langt sem dæmi hrökkva og með aðferðum höfundar skilst betur þýðing landfræðilegra for- senda að mörgum þýðingar- mestu atburðum sögunnar. Fjöldi skýringarmynda fylgir, auk bókaskrár og registurs. >f. BLWEY/'e'S AT ITAGAIN/, ALWAVS O/sl THE POLISH, ITMAKK VER SICK - E THINKS MORE 0' THAT FLIPPIN’ CAR- VVHY OON'T YBR KN/T /T A PULLOVER/ En er hann að! Hann og bíllinn hans. — Alltaf ao buna; maour fær bara khg ju. — hann liugsar meira um þennan blessaðan bíl HVERS VEGNA SAUMARÐU EKKI Á HANN PEYSU? 16. október 1968 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.