Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 15
MIK HOPENHAGEN; IfíiWÍÍifö 'jíöl 1. s 4 V. hann þegjandi á stað og sást ekki í viku til hálfan mánuð. Þá var hann á eigri hér um göturnar, sat eða lá tímum sam ai; á afviknum stöðum meðan drykkur- inn entist. Hann drakk ekkj vegna víns ins, heldur til að vera fullur. Honum var sama hvert áfengið var, en mest drakk hann óblandaðan kogara, var sá eini, sem ég þá vissi drekka þann vökva. Aldrei var Dabbi í félagsskap, yrti aldrei á neinn að fyrra bragði, en eigr- aði urrandj áfram götuna. Gamla fólkið af Seltjarnarnesi gaf honum mat, og lofaði honum að liggja inni í geymslu á nóttunni. Aldrei þakkaði Dabbi fyrir sig svo heyrðist, en hann þekkti þá, sem hlúðu að honum. Svo hvarf hann ailt í einu heim að Nesi, kom þegjandi eíns og hann fór. Annar drykkjumaður, mér minnis- stæður var Siggi „biskup“. Hann var á stærð við lítinn fermingardreng, vel vax inn og bar sig vel. Hann var snotur og snyrtilega klæddur á hælaháum skóm og svörtum frakka. Eitt sinn hafði Sigurður verjð settur inn fyrir fyllirí, líklega til að láta renna af honum, því ættingjum hans var raun af honum. Sigurði líicaði þetta illa og hugði á hefndir, enda var hann Húnvetningur að ætterni. Það var öskudagurinn, Sigurður kom inn Lauga- veginn á svarta frakkanum, með pípu- hatt á höfðinu og dró á eftir sér sleða en glerhált var á götunni. Efst í Bakara brekkunni settist Sigurður á sleðann, þaut á flugferð niður brekkuna og brunaði langt inn í Austurstræti. Lög- reglan horfði á og gat ekkert aðhafzt. Sigurður fékk hefndina, sýndi lögregl- unni aftan undir sig. Sigurður drakk ekki tímum saman, hj agðaði ekki áfengi. En svo drakk hann at löngun í áfengi, var snyrtimenni í drykkju og drakk helzt ekki nema fín vm. Hann var gáfaður, ágætur söngmað ur, en fann sárt til likamssmæðar og var einmaná. Sigurður var kurteis maðuc 16. október 1966 ------------------ og túrinn tók venjulega hálfan mánuð. Eitl sinn sá ég út um búðargluggann, hvar stór strákahópur var að hrinda honum á milli sín. Hann var illa kominn útjaskaður eftir fyllirí. Mér sárnaði þetta, fór út og tók Sigurð inn í búðina, en skammaði strákana, sem sneyptust burtu. Mikið var Sigurður mér þakk- látur fyrir liðsinnið. Margir drykkju- menn eru innilega góðir, en finna sárt til einmanaleika og umkomuleysis. Sig- urður var þakklátur öllum, sem sýndu honum góðvild. Það var komið fram á nótt vorið 1914 ég stóð við búðardyrnar. Þá kom Oddur af Skaganum vestan Hverfisgötuna, gekk norðanmegin götunnar, mikið drukkinn og sönglaði í sífellu „ellá menni, ellá menni“, eins og hann gerði vanalega, þegar hann var fullur. En aust an götuna kom Ástu-Bjarni, gekk sunn- anmegin, blindfullur og slagaði áfram með hnakk á bakinu. Er þeir komu auga hvor á annan gengu þeir á skjön og horfðust í augu, steinþegjandi. Er Odd- ur var kominn fram hjá fór hann aftur að söngla, en Bjarni hristi höfuðið stór- hneykslaður á því, hvað Oddur var full- ur. Brynki á Hólmi hafði róið um vetur- in:i suður í Höfnum, og auðvitað þurfti hann að umsetja vertíðarkaupið. Hann var brjálaður þegar hann var fullur, og æði á honum í byrjun drykkjunnar. Á lokadaginn óð Brynki um göturnar, riieð hund í bandi og stóra sveðju í munninum. Hann var stórhættulegur, vissi ekkert hvað hann gerði, og lögregl- an leitaði hans, til að setja hann í stein inn. Brynki varð þess var og fór á flótta. Inni á Rauðarártúni var hann um- kringdur og uppgefinn og lagðist þar niður. Þá var sent eftir fangakerrunni sem var handvagn með lokuðum tré- kassa á, og smá-loftopi á lokinu. Þar var Brynka troðið í kassann, en hann mótmælti og sagði: „Þið eruð þjófar að mér fyrir Guði og mönnum, nema þið skilið mér aftur á morgun á sama stað“. Hversdagslega var Brynki hæglátur og kurteis, vel greindur maður. Hann gat verið allt að tvo mánuði án þess að bragða áfengi. En þá missti hann stjórn á sjálfum sér, og varð að rasa út, honum var ekki sjálfrátt. Hann mun hafa verið af stórbrotinni ætt að göllum og gæðum og varð að gjalda synda feðranna. Og þakklátur var Brynki þeim, sem viku góðu að honum. Einu sinni sá ég stóra stráka hrekja hann á milli sín, útjaskað an eftir fyllirí. Ég tók hann inn í búðina Vöggur, en rak strákana burtu. Mikið þakkaði hann mér vel, og þó var hann ekki enn með réttu ráði eftir vímuna. Eftir 1. janúar 1912 var bannaður inn flutningur á áfengi. Þó bar ekki mikið á smygli, helzt þeir, sem fluttu fólk í land úr skipunum. Það þóttu stórtíðindi þegar Þorvaldur pólití gómaði einn hérna á Laugaveginum um hábjartan daginn, með heila brennivínstunnu á hestvagni, auðvitað smyglað brennivín. Svo máttu líka brennivínsbúðirnar selja birgðir sínar í þrjú ár, svo enginn hörg- ull var á áfenginu. Og svo kom gamlárskvöld 1914, og þá var mikið keypt þar sem birgðir voru, því daginn eftir átti að hella af- ganginum niður. Flestir helltu því í sig strax, svo éfengið færi ekki til spillis og drukku sig blindfulla, fóru á eftir í bind indi, sem margir héldu vel. Aðrir vildu l\afa varabirgðir til vondu áranna. En mesta óhamingja var, hvernig fór með templara. Þeir höfðu barizt vel, sigrað glæsilega, en sofnuðu nú á verðinum og hafa ekki vaknað síðan. Það er ekkj nóg að sigra, það þarf að trygja friðinn. O- vinurinn hóf gagnsókn, leiðtogarnir, ráðamenn og prestar svikust um, drukku sjálfir og tældu aðra til þess og hvers- kyns svika í áfengismálum. Því er þjóð in í dag á þessu sviði ábyrgðarlaust rekald, en læpuskaps ódyggðir blómstra sem gorkúlur á haug. Og þó verð ég að segja, að þrátt fyrir allt voru bannárin blessun fyrir mörg alþýðuheimili og heimilisfrið. Og nú var farið að spóla lakkspíritus, áhaldið kostaði 15 krónur. Einn vinur minn pantaði 250 potta tunnu af spíri- tus menguðum 5% af lakki. Ég sagði fyrir um formúluna. Aðrir pöntuðu lakkspíritus og kogara lítt mengaðan. Og nú fórum við strákar að drekka, af því við máttum það ekki, og svo vorum við líka að leika fyrirmennina. Ég fór eitt sinn á fyllirí með menntaskólastrákum að norðan; við drukkum spólu. Úr þessu varð hörkufyllirí, sem breiddist út. Einn strákurinn hrinti öðrum, sem klagaði, og alli fór í uppnám. Það átti að reka strák ana úr skólanum fyrir agabrot. Böðvar heitinn Kristjánsson kennari gekk í það að bjarga þeim. Hann ræddi við Jón Magnússon fógeta, kom svo til mín og bað mig að taka sökina á mig Ég mætti í einkayfirheyrslu, sagði eina vitleysu, sem var leiðrétt af því fóget- inn heyrði betur. Það verður 50 króna sekt, sagði fógetinn, en ég bar mig aum- lega, vegna fátæktar. „Þið bara splæsið“ var svarið. Svo kom Páll pólití og skrif aði undir sem réttarvitni. Böðvar neitinn var ágætur kennari og einstakt ljúfmenni. Ég held að öllum nemendum Menntaskólans hafi þótt vænt um hann. Og þó Jón Magnússon væri sannur íhaldsmaður, held ég að hann hafi verjð góður maður, eða svo reyndist hann mér, hafi haft samúð með smæð og umkomuleysi. Ég sá hann við fiskkaup í fiskstíum, þá var enginn fyrirmennskusvipur á honum, rétt eins og hann taldi sig jafningja alþýðunnar, og sá hugsunarháttur held ég að honum hafi verið eiginlegur. Það fór eins og hann sagði, við splæstum, borguðum sinn tíkallinn hver. Ég launaði Jóni með því að fella hann Framhald á bls. 6 I»ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.