Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Síða 5
20. öld einkum bókum varðandi Ameríku, biblíuútgáfum, Shakespeare og ritum varðandi hann. Að honum látnum hélt systir hans áfram bókasöfnun og stofn- aði 100 þúsund dollara sjóð, sem verja skyldi til viðhalds safninu. Safn þetta er nú í The Public Library, New York. Robert Hoe átti prentvélaverksmiðju í New York og safnaði bókum af mikl- um dugnaði. Hann safnaði bókum varðandi Ameríku, skinnhandritum, Public Library í New York. Bókasö'n forn og ný X: Hann bjó í New York og hóf fyrst- ur bókasöfnun í stórum stíl. Eftir- sóttustu safngreinarnar voru: ensk- ar bókmenntir, Caxton-prent, rit Shakespeares, vögguprent, klassí- kerar 18. aldar og einkum allt það er varðaði fund Ameríku og sögu. Meðal frægustu safnara á 19. öld var James Lenox. Hann átti ágætt safn málverka og bóka og lét byggja yfir safnið um 1870. Hann var sá fyrsti sem eignaðist Gutenbergsbiblíuna í Banda- ríkjunum og galt fyrir hana 500 pund, sem nú þætti spottprís. Lenox safnaði vögguprenti og keypti Gutenbergs- biblíuna úr Ashburnham-safninu enska. Safn hans var selt á árunum 1911-14. Einn var sá safnari, sem safnaði aðeins Shakespeare og ritum varðandi hann, sá var Henry Clay Folger. Safn hana taldi um 20 þúsund bindi og hann átti fimmtíu eintök af fyrstu útgáfum verka Shakespeares, en af þeim eru aðeins til 190 eintök í heiminum. Hann gaf Congress Library í Washington safn sitt og þar er það varðveitt sér. John J. Astor var stórauðugur skinnakaup- maður og einn auðugasti maður Banda- ríkjanna, þegar hann lézt 1848. Hann stofnaði Astorsafnið í New York, sem Bókasöfn á 19. og Effir Siglaug Brynleifsson sem höfðu nánust tengsl við Eng- Bandaríki Norðurameríku land og Evrópu. Þrír fyrstu for- verða efnahagslegt stór- setar Bandaríkjanna áttu ágæt veldi á 19. öldinni; þegar kemur söfn, einkum þó sá þriðji, Thomas fram á síðari hluta aldarinnar er Jefferson. Það bar einkum á þessu framleiðslugeta þeirra meiri en meðal plantekrueigendanna í Suð- flestra annarra ríkja á jarðkringl- urríkjunum, en þar bar einna mest unni. Landið var mjög auðugt, á evrópskum líferrdsmáta og smekk. markaðir virtust ómettanlegir og Verulega stór söfn koma þó ekki landsfólkið framkvæmdaglatt og upp fyrr en á 19. öldinni og einn duglegt. Þegar á 17. og 18. öld hefst fremsti og elzti stórsafnari Banda- bókasöfnun meðal þeirra stétta, ríkjanna var John Allan 1777-1863. Kunnur lcaupsýslumaður hér í bæ rakst inn á leiksýningu ný- lega, eins og af tilviljun, og lýsti ________ _____ ____ því ufir í | heyranda I hljóði í hlé- inu, að hann vœri löngu ■ hœttur að sœkja íslenzk I leikhús, af I pi| pH því hann I ■ fl m I vœri orðinn langþreyttur •I á að sjá alltaf sömu leikar- ana á sviðinu. Þó þessi ummœli séu að vísu til vitnis um harla ra einkennilegt mat á eðli og hlut- verki leiklistar, skulu þau ekki gerð að umtalsefni hér, heldur hitt hvernig kaupsýslumaðurinn rökstuddi þá kenning sína að leggja beeri niður íslenzka leiklist- arstarfsemi. Hann kvað kominn tíma til að fslendingar tœkju að sækja leik- hús nágrannalandanna í stórum stíl, og skildist mér að hagkvœm- asta tilhögunin yrði sú að menn hópuðust saman til leikhúsferða út í lönd með svipuðum hœtti og ým- is byggðarlög hafa samtök um leikhúsferðir til höfuðstaðarins. Með því móti gœfist kostur miklu meiri fjölbreytni, bœði að því er varðaði leikrit og leiken&ur. Meg- Með því móti gœfist kostur miklu inröksemd kaupsýslumannsins var sú, að ísland væri þegar orðið út- kjálkaverstöð, þar sem menn öfl- uðu hráefna og stunduðu tíma- bundna vinnu, en allt frumkvœði í verzlun, iðnaði og menningu væri orðið erlent; við værum ekki ann- að en þiggjendur og betlarar er- lendra miðstöðvá og væri því hlœgi legt að vera að burðast með inn- lenda verzlun, innlendan iðnað, innlenda menningarviðleitni. Ekki slcal ég neitt um það segja, hve marga formœlendur þessi kenning á hérlendis, en þeir kynnu að vera fleiri en við kærum okk- ur um að viðurkenna, og er vax- andi viðgangur Keflavíkursjón- varpsins og hraksmánarleg frammistaða ríkisstjórnar og Al- þingis í því máli meðal annars til marks um það. Sá möguleiki er engan veginn fjarstœður, að Islendingar gefist hreinlega upp fyrir ofurmagni er- lendrar ásœlni á öllum sviðum, þegar fram í sækir, af því þeir telji hentugra og gróðavœnlegra að gerast umboðsmenn og erindrekar erlendra aðilja, sem sjá hér gull- in tœkifœri til auðfengins gróða, eins og á sér víða stað í vanþró- uðum löndum. Hér eru óðum að koma upp angar og útibú erlendra stórfyrirtœkja, sem selja í stórum stíl alls kyns girnilega munaðar- vöru, allt frá ritsöfnum niður í líftryggingar. Við þessu vœri í sjálfu sér ekkert að segja, ef lands- menn gerðu sér almennt Ijósa þörfina á öflugri innlendri við- leitni við að upprœta þann lúmska og gróskumikla liugsunarhátt, að Island hljóti að sœtta sig við hlut- skipti útkjálkaverstöðvarinnar. En sú viðleitni virðist eiga næsta erfitt uppdráttar. Eitt átakanlegt dœmi um linkind eða blindu Islendinga á þessum vett vangi eru tollar þeir, sem ríkið leggur á pappír og annað efni til innlendrar bókagerðar, á sama tíma og erlendar bækur flœða inn í landið tollfrjálst. Vitanlega eiga erlendar bœkur að vera tollfrjáls- ar, en hvernig verður œtlazt til að íslenzk bókaútgáfa standist samkeppni við erlendar bækur, þegar henni er íþyngt með þessu móti? Enda hef ég heyrt því fleygt, að brátt muni íslenzkir bókaútgef- endur sjá sig tilneydda að leita út fyrir landssteinana, ef þeir eigi að hafa von um að halda velli. Furðulegasti þáttur þessa máls er samt sá, að tollun ?;íkisins á efni til bókagerðar er, að því er ég bezt veit, skýlaust brot á reglum Menn- ingar- og vísindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO), sem Island hefur átt aðild að undanfar- in ár. Sigurður A. Magnússon. 15. janúar 1966. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.