Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Page 6
Lenin-bókasafnið í Moskvu.
er í rauninni fyrsta opinbera bóka-
safnið í Bandaríkjunum.
A rcher M. Huntington safnaði
einkum handritum og bókum varðandi
Spán og lönd Spánar í Suður- og Mið-
Ameríku. Hann ferðaðist mikið um á
Spáni og skrifaði ferðabók, sem kom
út 1898, „A Note Book in Northern
Spain“. Auk þess stóð hann að út-
gáfu sjaldgæfra spænskra rita. Hann
safnaði öllum meiriháttar ritum varð-
andi Spán og spænska sögu, bókmennt-
Ir og listir, og er þetta safn einstakt
í heiminum. Safn landfræðirita er það
fyllsta sem menn þekkja. Hann gaf
The Hispanic Society safn sitt, en hann
var einn stofnenda þess félags. Henry
Edwards Huntington var einn mesti
safnari Bandaríkjanna. Hann varð-
veitti safn sitt bæði New York og Pasa-
dena í Kaliforníu. Hann átti mjög
vandað handritasafn, 5400 vögguprent
og 20 þúsund ensk rit í fyrstu útgáf-
um, meðal þeirra mörg prentuð af
Caxton, einnig fyrstu útgáfur að Shake-
speare. í safni hans voru 55 þúsund
rit varðandi Ameríku. Hann keypti
fjölda einkasafna safni sínu til fyll-
ingar. Handritasafn hans var mjög
merkilegt, hann átti eiginhandritið að
sjálfsævisögu Pranklins, töluvert af
handritum Georges Washingtons og
stærsta einkasafn bréfa Lincolns for-
seta, sem um getur í einkaeign. Kali-
forníuríki á nú þetta safn.
John Pierpont Morgan var sonur
vellauðugs bankaeiganda og var einn
auðugasti maður heims á sinni tíð (d.
1913). Hann græddi offjár á stáli og
alls konar iðnaði, veitti miklu fé til
alls konar mannúðarstarfa og var einn
mesti bóka- og listaverkasafnari, sem
uppi hefur verið. Talið er að hann hafi
varið tæpum 500 milljónum króna til
bókakaupa. 1807 reisti hann marmara-
höll í New York yfir bókasafnið. Hann
keypti fjölda einkasafna og lét kaupa
bækur á uppboðum um allan heim.
Safn hans var mjög fjölskrúðugt, forn
lýst handrit á skinni, 1000 vögguprent,
fjöldi franskra og enskra dýrmæta frá
16. og 17. öld, bréf og rithandarsýn-
ishorn frægra manna og papýrushandrit
voru í safni hans.
Auk þessara, sem hér hafa verið
taldir, var mikill grúi annarra safnara;
mörg þessi söfn eru nú í eigu ríkja
eða borga, því að bandarískir auðmenn
höfðu og hafa margir þann sið að
gefa fæðingarborgum sínum bóksöfn
sín.
F yrsta háskólasafnið var stofnað
í Bandaríkjunum við Harvard-háskól-
ann 1638 á 18. öldinni voru fleiri slík
stofnuð. Almenningsbókasöfn koma upp
í byrjun 19. aldar og óvíða eru slík
söfn fullkomnari en þar í landi. Fjár-
ráð þessara stofnana eru rýmri en víð-
ast annars staðar og skipulag full-
komnara. Mesta safn í Bandarikjunum
er The Library of Congress í Wash-
ington, sem er þjóðbókasafn Banda-
ríkjanna. Það var stofnað árið 1800
og er stærsta bókasafn í hinum vest-
ræna heimi, telur um 10 milljónir binda
og pésa. Þetta safn er skrásetningar-
miðstöð fyrir önnur söfn í Bandaríkj-
unum og veitir auk þess margvíslega
bókfræðilega þjónustu. Þar er séð um
lán milli bókasafna og gefin út skrá
vikulega, Information Bulletin. Þetta
safn er nokkurskonar móðursafn banda-
rískra safna. Auk þessa safns eru nokk-
ur sérsöfn til viðbótar í Washington.
f sérhverju ríki Bandarikjanna eru
ríkissöfn. Háskólasöfnum hefur fjölg-
að stórlega á 19. og 20. öld og binda-
fjöldi hefur stóraukizt í eldri háskóla-
söfnum. f Harvard telur safnið taép-
lega 6 milljónir binda og við alla stærri
háskóla Bandaríkjanna er bindatala
einstakra safna yfir milljón bindi og
margra um tvær milljónir. Mikill hluti
bandarískra safna var í upphafi stofn-
aður fyrir frumkvæði og með fjár-
styrk einstaklinga; bandarískir auð-
menn hafa verið þessum söfnum sann-
ir Mæsenar. Söfn þessi njóta styrkja
úr opinberum sjóðum en stærð þeirra
og rúm fjárráð má fyrst og fremst
þakka einstaklingum.
í öðrum ríkjum Ameríku eru helzt:
Þjóðbókasafnið í Mexíkó, stofnað 1857,
þjóðbókasafnið í Buenos Aires, stofnað
1810 og á sama ári var stofnað þjóð-
bókasafn í Rio de Janeiro af Jóhanni
VI, en hann flutti stofn þess safns til
Rio, þegar hann flúði frá Portúgal und-
an Napóleon. í öðrum löndum Suður-
Ameríku er stofnað til þjóðbókasafna
á 19. öldinni og í Ecuador er elzta safn-
ið stofnað 1768.
í Kanada var stofnað háskólasafn
„Bibl. de l’Université Laval“ 1663. Þjóð-
bókasafnið þar í landi er Library of
Parliament í Ottawa, stofnað 1849.
IVÍeð Rómantíkinni hefst þjóðern-
isvakning á Þýzkalandi og þar með
aukinn áhugi á þýzkri sögu og bók-
menntum. Áhugi fyrir söfnun þýzkra
eldri bóka stói'eykst samhliða áhuga
á þýzkri málsögu og tungu. Fram und-
ir aldamótin 1800 var frönsk bók-
menntatízka ráðandi með þeim stétt-
um á Þýzkalandi, sem lásu fagrar bók-
menntir að einhverju ráði. Á þessu
verður breyting með Rómantíkinni.
Margir frumkvöðlar þessarar stefnu
á Þýzkalandi voru jafnframt miklir
safnarar, svo sem Brentano, Grimms
bræður, Hoffman von Fallersleben og
fleiri. Þessi áhugi breiðist síðar út með-
al almennings og hafði það sín áhrif á
stóraukna útgáfustarfsemi. H. F. von
Diez var mjög fróður um AusturlönO,
menningu þeirra og bókmenntir, og safn
aði mjög vönduðu safni í þeim fræð-
um. Hann náði saman miklum sæg
handrita í Konstantinói>el, settist að í
Berlín og hélt áfram söfnun þar. Hann
var náinn vinur Goethes, en það virð-
ist ekki hafa aukið áhuga hans á þýzk-
imi bókmenntum, því að hann virðist
hafa hirt lítið um þau fræði. Hann
ánafnaði safn sitt konunglega bóka-
safninu í Berlín. Safn hans taldi um
17 þúsund bindi bóka og handrita. Hein-
rich Klemm safnaði einkum vöggu-
prenti og bókum frá 16. og 17. öld. Með-
al merkari bóka í safni hans var Gut-
enbergsbiblían á skinni. Alls taldi safn
hans um 5 þúsund bindi og var keypt
af saxnesku stjórninni. Klemm hóf aft-
ur söfnun og var það safn síðar boð-
ið upp. Eitt bezta safn varðandi Lúther
og siðaskiptin var safn Joachims Karls
Friedrichs Knaake. Hann gaf konung-
lega bókasafninu í Berlín nokkum
hluta safns síns, afgangurinn var seld-
iu á uppboði í Leipzig að honum látn-
um.
Joseph Freiherr von Lassberg var
rithöfundur og bókasafnari. Hann hafði
mikinn áhuga á germönskum fræðum
og safnaði einkum bókum varðandi þau
fræði, og var safn hans lengi vel eitt
það bezta sinnar tegundar í einkaeign.
Safn hans taldi um 12 þúsund bækur
og handrit. Karl Hartwig Gregor Frei-
herr von Meusenbach einskorðaði söfn-
un sína öðrum fremur við þýzkar bók-
menntir. Hann átti mjög gott safn
þýzkra verka frá 16. og 17. öld og síð-
ar. Safn hans taldi um 30 þúsund bindi
og var um tíma bókfræðileg miðstöð
þeirra, sem fengust við germönsk fræði.
Eitt vandaðasta safn músikrita á Þýzka-
landi var safn Werners Wolffheims, en
hann var einn fróðasti maður um músik
sögu á þessari öld. Hann átti mjög gott
safn varðandi músik og ágætt hand-
ritasafn. Þetta safn var selt á uppboði
í Berlín á árunum 1928-29 fyrir um
600 þúsund mörk. Sá maður sem af
mörgum var talinn bókfróðastur á
Þýzkalandi á 19. og 20. öld var Fedor
von Zobeltitz. Hann var einnig afkasta-
mikill rithöfundur og skrifaði ógnar-
fjölda bóka, sem jöðruðu við eldhús-
reyfarann. Hann var mikill bókasafnari
og bókavinur, gaf út tímarit, sem hafði
það markmið að efla betri smekk á
frágangi bóka og bókbandi. Hann átti
gott safn bóka og safnaði einkum þeim,
sem voru frábærar um prentun, pappír
og band. Barátta hans fyrir meiri bók-
menningu átti mikinn þátt í því að
bæta smekk manna á bækur.
S tærsta bókasafn á Þýzkalandi er
„Deutsche Staatsbibliothek“ í Austur-
Berlín. Það er sama safnið og Friðrik
Vilhjálmur stofnaði 1661. Þetta safrt
jókst mjög á 19. og 20. öld eins og öll
önnur söfn á Þýzkalandi. Safn þetta
taldi tæpar 3 milljónir binda fyrir sið-
ari heimsstyrjöld. Nokkur hluti þessa
safns eyðilagðist í stríðinu og hluti
þess var fluttur í „Westdeutsche Bibli-
othek“ í Marburg, en það safn er nú
landsbókasafn Vestur-Þýzkalands og tel-
ur um 2 milljónir binda. Annað helzta
safn í Berlín er háskólabókasafnið,
stofnað 1831. Ágæt söfn eru við þýzka
háskóla og eitt það stærsta er safnið
í Göttingen, rúml. 1 milljón bindL
Hirðbókasöfnin voru mörg gerð opin-
ber á 19. öld og fjöldi nýrra safna var
þá stofnaður af borgum, ríkjum og
við háskóla. Þjóðbókasafnið í Munchen
er eitt merkasta safn á Þýzkalandi; það
er upphaflega stofnað á 16. öld af
Albrecht hertoga í Bæjaralandi. Hann
keypti mikið af bókum frá ítalíu og
síðar runnu klaustrasöfnin inn í það
safn 1803, eins og víðar á Þýzkalandi,
og jukust söfn þá mjög. Safnið telur
um 2 milljónir binda, þar af 16 þúsund
vögguprent. í Dresden var ágætt safn,
en 250 þúsund bindi af því
safni voru eyðilögð í árás-
um á borgina í lok síðara stríðs. Borg-
arbókasafnið í Lubeck fór enn verr
í styrjöldinni; safnið taldi um 850 þús-
und bindi, en af því eyðilögðust um
710 þúsund bindi. í Leipzig telur há-
skölasafnið um 1 milljón og 600 þús-
und bindi; þar í borg var „Deutsche
Bucherei" stofnað, og var ætlunin að
safna þar saman öllum þýzkum bókum
fyrr og síðar, einnig voru þar gefnar út
bókaskrár. Þetta safn taldi um 2 millj-
ónir binda fyrir styrjöld; í styrjöldinni
eyðilagðist trm % milljón binda. Fyrir
komulag þýzkra safna er mjög til fyr-
irmyndar og náið samstarf með þeim.
Mikið magn bóka gjöreyðilagðist í síð-
ari styrjöldinni, en mikið hefur áunn-
izt að bæta tjónið.
HAGALAÐAR |
Tíminn og mikilmennin.
Fátt er þó, sem erfiðara er að átta
sig á en mikilmennin. Gorki þekkti
Tolstoj vel, og er auk þess einhver
mesti mannþekkjari og ritsnillingur.
En ómögulegt taldi hann að lýsa
Tolstoj að svo komnu. Það væri 1
aðeins hægt að lýsa einstökum hlið- ■
um hans. Túninn yrði að dæma hann. |
En hvernig dæmir Túninn? Er ekki }
myndin, sem dregin er úr fjarska. 1
aðeins þeim mun skýrari, sem hún k
er ónákvæmari. Söguleg vissa er á j
því reist, að svo margt er gleymt. J
Mörg vissan myndi riða, ef þeir I
dauðu risu upp og fengi málið. 1
(Magnús Jónsson). f
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þjóðbókasafnið í Miinchen
—-----------— . 15. janúar 1966.