Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Side 10
Frímerkjaþáttur
lfleð þessu tölublaði Lesbókar-
innar hefst frímerkjaþáttur, sem
aetlað er, að verði framvegis í hverju
blaði. Uppbygging hans er áaetluð
þannig að 3. til 4. hver þáttur fjalli
um nýjungar og ýmislegt, sem á
hverjum tíma er efst á baugi í frí-
merkjaheiminum. Hinir þættirnir
verða eins konar póstsaga, þó aðeins
sá hluti hennar ér fyrst og fremst
kemur frímerkjasafnaranum við.
Verður þá sagan hafin með þeim
póstferðum, er fyrst flytja bréf inn-
anlands og til útlanda, þá tilskipun
um póst á íslandi og hvernig fram-
kvæmdin tókst, skildingaútgáfan
o.s.frv.
Sú tegund söfnunar er nefnist
póstsögusöfnun, hefir ekki verið
mikið rækt af fslendingum, en í því
ríkara mæli hafa erlendir íslands-
safnarar farið út á þessa braut. Er
ætlunin með skráningu þessarar
sögu að gefa mönnum tækifæri til
að vinna upp regluleg söfn í þessum
dúr og gera þeim aðgengilegar þær
heimildir er þarf til að þau geti
orðið sem fullkomnust.
Jólamerki.
Eins og alltaf fyrir jól, flæddu nú
...........
► T^etttHÍK-ikis
n 11 p t i H t t m
....................
á markaðinn jólamerki. Fyrst er að
nefna merki Thorvaldsensfélagsins,
sem var sérstaklega fallegt að þessu
sinni. Þá sendu Framtíðar konur á
Akureyri út jólamerki sitt, en
það er það næst elzta þeirra er út
koma. Rotaryklúbbarnir í Hafnar-
firði og Kópavogi gáfu ennfremur út
sitt merkið hvor, svo og Lionsklúbb-
urirm á Siglufirði. Þá kom og út
um þessi jól skátamerkið eins og
venjulega.
; -airt-li i
; itVv*'»»íiílfcc-ýattL>íSN \
Myntsöfnun.
Einhvern veginn hefir svo farið,
að myntsöfnun hefir í æ ríkara mæli
. tengzt frímerkjasöfnun hér á landi,
og eru frímerkjakaupmenn þeir
einu, sem mynt selja, en þetta er að
vérða geysivinsæl söfnunargrein.
Sigmundur Kr. Agústsson, Grettis-
götu 30, sýnir um þessar mundir '
myntsafn sitt í frímerkjasölu sinni,
en þar getur að lifa marga góða og
sjaldgæfa gripi. Allt frá pappírs rík-
isdal niður í Quislingana svonefndu,
krónuseðlana, sem öllum var í nöp
við. Þá eru þarna sýnishorn af hvers
konar annarri gjaldgengri og ógjald-
gengri mynt og seðlum, sem verið
hafa í umferð hér á landi. Auk þessa
hefur svo Sigmundur fjölbreyttasta
úrval myntar til sölu, sem hér á
landi er að finna.
Varðveizla frímerkja.
Segja má, að nú orðið sé úr sög-
unni, að menn geri sér sérstakar frí-
merkjasafnbækur (albúm). Á mark-
aðinn hér kom fyrir mörgum árum
safnbók fyrir ísland og önnur lönd
jafnframt, þar sem frímerkinu er
stungið í sérstakan vasa, sem síðan
varðveitir það um aldur og æfi.
Þetta eru hinar þekktu LINDNER
safnbæktu, sem nú eru mjög vel
þekktar meðal allra safnara. Þá eru
og nýlega komnar á markaðinn bæk-
ur frá LEUOHTTURM, eða Vitanum,
sem gegna sama hlutverki. Þar er
ekki aðeins um safnbækur fyrir fs-
land í heild að ræða, heldur og að-
eins fyrir lýðveldið fsland. Þetta eru
fyrirmyndar bækur með klemmu-
vösum fyrir hvert merki. Þá gefur
Vitinn auk þessa út hvers konar
geymslubækur (innstungubækur).
Eru þær í öllum flokkum og gæð-
um, frá vasabókum til vönduðustu
geymslubóka fyrir dýrustu og beztu
merki, og eru þær leðurbundnar.
Auk þessa framleiðir svo Vitinn
hina þekktu HAWID klemmuvasa
fyrir allar stærðir frímerkja og
blokka. Þá getur sérsafnarinn líka
fengið mjög vandaðar safnbækur,
sem hann síðan skipuleggur sjálfur
og færir inn í sínar eigin athuga-
semdir.
Varðveizla góðra safna er ekki
svo mikið vandamál, ef viðkomandi
notar góðar safnbækur og geymslu-
bækur. Það þekkja allir frímerkja-
safnarar . vandamálið þegar hinar
lélegri geymslubækur fara í blöð, og
þunn sáfnbókarblöð hafa aldrei ver-
ið til ánægju.
Nýjar útgáfur.
ÍSLAND. Flestum mun víst finn-
ast Bókmenntafélags-frímerkin líkj-
ast meir vörumerki en frímerki, því
miður. íslenzk frímerki undanfar-
inna ára hafa verið með þeim ágæt-
um, að hryggilegt er, þegar illa tekst
til. Við þurfum ekki annað en skoða
þann fjölda fyrsta-dags-umslaga, sem
út koma til að líma frímerkin á.
Myndin á mörgum þeirra hefði betur
hæft frímerkinu.
VESTUR-ÞÝZKALAND. Þann 13.
desember gaf þýzka sambandslýð-
veldið út 3 ný frímerki, og Vestur-
Berlín 1. Eitt merkið er til að minn-
ast 150 ára afmælis Werners von
Siemens, sem flestir er nota Siem-
ens-rafmagnsvörur kannast við.
Hann var fæddur 13. desember 1816
í Lenthe rétt hjá Hannover. Merkið
er teiknað af Herbert Kern í Múnc-
hen og gefið út í 30 milljónum ein-
taka.
Hin merkin eru úr samstæðunni 12
aldir þýzkrar byggingarlistar. Eru
myndir þeirra frá Löwenberg í Slés-
íu og Hildesheim. Berlín gefur einn-
ig út Löwenberg-merkið.
Verðgildi merkjanna er sem hér
segir: Siemens 30 pfennig, Löwen-
berg 2 mörk, Hildesheim 1 mark og
10 pfennig, sem er nýtt verðgildi á
þýzkum frímerkjum.
) O I N I O «>
Á erlendum bókamarkaði
Bókmenntir.
Karoton. George Faludy.
Eyre & Spottiswoode 1086. 25/-
Höfundurinn dvaldi í þrjú ár
í fangabúðum kommúnista.
Hann er talinn með beztu
skáldum ungverskum og býr
nú á Englandi. Ævisaga hans
„My Happy Days in Hsll“ kom
út 1962 og hlaut ágæta dóma.
Þetta er fyrsta útgáfa þessar-
ar bókar, hún er skrifuð á
ungversku og þýdd af Floru
Fapastavrou.
Sagan gerist í Alexandríu í
byrjun fjórðu aldar eftir Krist.
Fimm keisarar berjast um
völdin, kristnir menn eru of-
sóttir af engu minni krafti en
áður fyrr og þeir deila einnig
sín á milli um ýmis trúarat-
riði. Það bendir ekkert til þess
að kristnin muni sigra. Aðal-
persóna sögunnar er Niphetod-
es, sem er nefndur Karoton
af vinum sínum. Hann er læri-
sveinn Aríusar prests og verð-
ur altekinn af boðskap kristn-
innar og tekur að sækjast eft-
ir píslarvætti, sem megi verða
honum til eilífrar sáluhjálpar.
Síðan gerist það að Konstant-
ínus -veitir kristnum mönnum
trúfrelsi, deilurnar innan
kirkjunnar magnast og Karot-
on dregst ínn í þessar deilur....
Höfundur reynir að draga
upp lifandi mynd af þessu tíma
bili og þeim mönnum sem
mest koma þá við sögu. Bók-
in er lipurlega skrifuð og sam-
tölin lifandi.
Giacomo Leopardi. Selected
Prose and Poetry. Edited,
translated, and introduced by
Iris Origo and John Heath-
Stubbs. Oxford Library of It-
alian Classícs. Oxford Univers-
ity Press 1966. 35./—
Leopardi er oft talinn ásamt
Petrarca lýrískasta skáld ftala.
Hann fæddist 1798 í Recanati,
hann var af gamalli aðalsætt
og ólst upp við heldur þving-
andi aðstæður, var mjög ein-
mana, og leitaði sér fróunar í
lestri klassíkeranna. Hann
hvarí síðan að heiman og leit-
aði sér atvinnu í Róm, Bologna
og Flórenz, en það gekk erfið-
lega. Síðustu árin dvaldi hann
í Napoli á vegum vinar síns,
Ranieris. Hann lézt 1837. Ljóð
hans eru þunglyndisleg, hon-
um fannst allt hafa brugðizt
sér og að allt mannkynið lifði
í ónáð guðanna.
í þesari bók eru birt sýnjs-
horn af verkum Leopardis,
bæði úr bundnu og óbundnu
máli. Heath-Stubbs þýðir
kvæðin og frumtexti þeirra er
einnig birtur.
Minningar, ævisögur.
Aus den Tagebúchem 1918-
1937. Harry Graf Kessler. Her-
ausgegeben von Wolfgang
Pfeiffer-Belli. Deutscher Tasch
enbuch Verlag 1965. 4.80 DM.
Kessler fæddist í París 1868,
hann stundaði nám í Bonn og
Leipzig og bjó síðar í Berlín
og Weimar. Hann varð síðar
sendiherra í Póllandi, en hvarf
bráðlega úr utanríkisþjónust-
unni og helgaði sig baráttunni
fyrir friði, einkum á vettvangi
Þjóðabandalagsins. Hann flúði
land 1933, dvaldi fyrst á Ma-
jorka og síðar í Frakklandi.
Hann þekkti fjölda manna,
sem stóðu framarlega í lista-
og bókmenntalífi, skrifaði ævi-
sögu Walters Rathenaus, enda
mikill vinur hans. Kessler var
mikill málverka- og bókasafn-
ari, átti hlut að stofnun Cran-
anchprentverksins og studdi
ýmsa málara og myndhöggv-
ara. Faðir hans hafði látið eft-
ir sig nokkrar eignir, svo að
Kessler þurfti ekki að hafa
áhyggjur af afkomu sinni, og
það gerði honum fært að geta
varið nægum tíma og fjármun-
um til söfnunar og kaupa lista-
verka og bóka. í þessum dag-
bókum birtast margar skarp-
legar athugasemdir um listir,
bókmenntir og stjórnmál, auk
þess eru þær ágætlega skrif-
aðar og gefa góða innsýn í
aldarfarið.
Mein Lebenslauf. Meister
Johann Dietz, des Grossen
Kurfúrsten Feldscher. Heraus-
gegeben von Friedhelm Kemp.
Kösel-Verlag, Múnchen 1966.
12.80 DM.
Þetta er sjötta bindið í bóka-
flokk Kösel útgáfunnar „Leb-
enslaufe — Biographien, Er-
innerungen, Briefe“. Höfundur
inn Johann Dietz, rakarameist
ari fæddist í Halle 1665 og
lézt þar 1738, hann lýsir í
þessu lífshlaupi sínu daglegu
lífi þýzkra smáborgara á síð-
asta hluta 17. og fyrri hluta
18. aldar. Auk þessa segir hann
frá því, sem fyrir hann bar í
þjónustu Kjörfurstans mikla,
hann var í læri í Halle, vann
um tíma í Spadau og barðist
í liði Prússa gegn Tyrkjum.
Hann barst með hollenskum
sem skipslæknir til hvalveiða,
en rakarar þeirra tíma voru
nokkuð lærðir til lækninga.
Höfundur skrifar af einlægni
og einfeldni, og minnir um
margt á Árna frá Geitastekk.
Hann gefur greinagóða lýsingu
á einkalífi sínu og þeim, sem
koma þar helzt við sögu. Höf-
undur fylltist forundran í ferð
um sínum með hollenzkum til
hvalveiða við Spitsbergen og
Grænland. Aldrei gleymir
bartskerinn að gefa Guði dýrð-
ina og kenna eigin syndum
um ófarnaðinn. Bókin kom út
í fyrstu útgáfu á árunum 1915-
‘19, önnur útgáfa vkom út 1935
og hún var gefin út á ensku
1923.
Bókinni fylgir eftirmáli og
athugagreinar, hún er vönduð
að öllum frágangi og mjög
smekkleg eins og öll þau rit,
sem þetta forlag lætur frá sér
fara.
The End of the Ancient Werld.
Santo Mazzarino, translated by
George Holmes. Faber and
Faber 1966. 30/—
Prófessor Mazzarino er á-
gætur fræðimaður um fornald-
arsögu og vel þekktur sem
slíkur innanlands og utan.
Þessi bók hans kom út hjá
Aldo Garzanti Editore 1959 og
nefndist „La Fine del Mondo
Antico“. Höfundur segir í for-
mála, að hann riti þessa bók
með það fyrir augum, að segja
sögu hugmynda manna um
hnignun og fall Rómar, allt frá
því á annarri öld og fram á
okkar daga. Einnig birtir hanrt
hér eigin skoðanir um þessi
efni, og gagnrýnir ýmsar full-
yrðingar um þessi efni, sem
hann álítur hæpnar. Höfundur
tekur fyrir vissa þætti hnign-
unarinnar og gerir þeim ítar-
leg skil, og tengir þá öðrum
x
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
15. janúar 1966.