Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 2
ÆHflllEk SVIP- MVND Apol'lo Milton Obote, núver- andi forseti Uganda og •fyrrverandi forsætisráðherra, varð skyndilega heimsfrægur síðastliðið vor, er hann steypti fyrirrennara sínum á stjórnarstóli, konunginum Sir Edward Frederiek Mutesa II., af stóli og settist sjálfur í sæti hans. Konungurinn, sem í daglegu tali er kallaður Kabaka frá Bugunda, komst lífs af, fyrst til Congo, en síðan ti'l London og þar dvelst hann nú. Valdsviptingin var formálalaus og kom Kabaka á óvart, en hann er hægur maður í framgöngu og kurteis, en uggði ekki að sér. í kon- ungdómi sínum barst hann mikið á og naut einlægrar virðingar stuðn- ingsmanna sinna, Buganda^kynþátt- arins, sem er auðugasti og valda- mesti kynþátturinn í Uganda, enda þótt þeir séu ekki nema sjöundi hluti landsmanna, sem eru ein *-milljón alls. Valdsviptingin átti sér þann aðdraganda, að Kabaka hafði vísað stjórn landsins út af Bugund- ísku landsvæði fyrirvaralaust og með hliðsjón af ættflokkaskiptingu innan konungdæmisins hlaut það að valda alvarlegum vandræð- um. Þar sem höfuðborg ríkisins, Kampala, liggur í miðju Buganda- héraði, var engin furða þótt for- sætisráðherrann, Obote, tæki brott- vísunina óstinnt upp og léti til skar- ar skríða. Þannig lauk löngu tauga- stríði, sem þessir fulltrúar tveggja áhrifamestu ættflokika í Uganda höfðu háð sín á milli árum saman. w. Það var tuttugasta og þriðja maí •1., sem Kabaka vildá binda endi á deilu sína og ríkisstjórnarinnar me'ð því að setja stjórnina af og vísa ráðherrunum úr landi þegar í stað. Jafnframt brauzt út bylting gegn stjóminni. Obote for- sætisráðherra snerist þegar til varnar, lýsti yfir neyðarástandi í landinu, og sagt er að hann hafi tekið sér í munn kjörorð byltingarsinna 5 Afríku: „Þegar gamalt þjóðskipulag er þungað af nýju, er valdið eina yfirsetukonan". Hann gaf her Uganda fyrirskipun um að um- kringja konungshöllina. I dögun að morgni 24. maá gerði <herinn mikla árás á konungshöllina, en hundruð Buganidamanna höfðu safnazt þar saman til að verja höllina fyrir hugsanlegri árás. Eftir tólf stunda grimman bardaga, sem kosfaði 200 til 300 mannslíf, hafði stjórnarherinn náð höilinni á sitt vald og gert upptaekar birgðir ólöglegra vopna, sem þar hafði verið safnað. — Kabaka hafði hins veg- ar tekizt að flýja, og þessi flótti hans úr APOLLO MILTON OBOTE konun.gshöllinni er þegar orðinn að hálf gildis goðsögn naeðal stuðningsmanna hans. En samkvaemt eigin sögn, stökk hann niður af hallarmúrnum og komst í leiguibíl, sem ók hjó, og með honum út Cyrir orrustusvæðið. M aðurinn, sem steypti Kalbaka af stóli, Apollo Milbon Obote, er faeddur í moldarkofa í litlu þorpi við Kwania- vatmð í norðurhluta Uganda, sem heitir Akakoro. Hann er feeddur einhvern tíma á árinu 1924, en enginn veit með vissu fæðingardaginn eða fæðingarmán- uðinn. Hann er þriðji í röðinni af níu börnum Stanley Opeto með Pulsikiru, einni af fjórum konum hans. Obote er af Langoættbálkinum, sem lengi hefur búið í norðurhluta Uganda, en í stjórn- málum Afriku hefur það enn úrslita- þýðingu hvaða ættbálki stjórnmálamað- urinn tilheyrir. að er ekki satt, að ég bafi byrjað líf mitt sem fátækur drengur, eins og svo margir segja“, sagði Obote nýlega í samtali vfð erlendan blaðamann. Og hann hélt áfram: „Forfeður miínir voru valdamenn. Afi minn, langafi og laniga- langafi höfðu allir mannaforráð. En hitt er aftur á móti satt, sem sagt er um mig, að ég hafi verið sauðasmali og geitasmali. Faðir nriinn vildi hafa mig hjá sér. Öll systkini mín fóru í skóla, en ég var kyrr heima hjá föður m'ínum. Þó undarlegt kunni að virðast leit ég á þetta sem vott _þess, hve vænit honum þætti um mig. Eg eyddi dagstundunum með hjörðunum, kindunum, nautunum og geitunum — aLeinn. Ég byrjaði í skóla þegar ég var tólf ára gamaU." Skólaganga Obotes var ekki snurðu- laus. Hann varð tvisvar að hætta í menntaskóla vegna lélegrar kunnáttu. Eftir tvo vetur í háskólanum I Kampala hætti hann svo námi sjálfviljugur. „ Eg hætti námi þegar ég hafði gert það upp vi'ð mig, að ég vildi annaðihvort helga mig lögfræðinni eða stjórnmálun- um,“ segir Obote. „Mér var boðið að nema lög við bandarískan háskóla, en stjórnin (þ.e. brezka stjórnin) kom í veg fyrir það. Þeir sögðu, að am.erisk lög væru ekki til neins gagns fyrir þetta land. Þeir neituðu mér einnig um dvöl við háskóLann í Khartum, því þeir sögðu, að ég gæti ekki gert upp við mig hvað mig langaði til að læra. Ég hætti þess vegna og tók í sta'ðinn nokkur námskeið í bréfaskóla“. c kömmu eftir að Obote hætti báskólanámi tók bann sér starf sem venjulegur verkamaður við sykurverk- Smiðjurnar í Keniya. Hann var þá 26 ára að aldri. „Ég hafði hrifiat af verka- lýðshreyfingunni og komizt að þeirri niðurstöðu, að affarasælast væri að byrja neðst", segir hann. í Kenya tók hann við einu starfinu efitir annað, verkamaður, skrifstofumaður, söiumað- ur, íáðningarstjóri, og kynnti sér jafin- framt afríkönsk stjórnmál. mt egar Obote sneri heim til fæ'ð- ingarbéraðs síns árið 1957, var hann kjörinn fulltrúi héraðsstjórnar Lango- héraðsins á þingið í Kampala, sem var undanfari núverandi löggjafaiþings landsins. Frá þeirri stundu hefur stjónn- málalegur uppgangur 'hans verið ó- venjuiega skjótur. Hann varð þegar í stað valdamdkill innan flokks síns, Þjóðarflokks Uganda eins og hann nefindi sig. Brátt stoínaði svo Obote nýj- an fiokk, Aiþýðufiiokk Uganda, og eftir kosnin,garnar 1961 kom hann inn á þing- ið sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ári síðar tryggði hann flokki sdnum kosriingasigur í þjóðaratkvæðagrei'ðslu þar sem Uganda Lýsti yfir sjálfstæði sínu. E nda þótt flokkur Obotes væri stærsti flokkurinn í Uganda hafði hann ekki meirihluta á þinginu. Næststærstur var Kómversk-kaþólski lýðveldisflokk- urinn, en Obote m.yndaði stjórn með stuðningi róttæks flokks, Kabaka- flokksins. Samstarfiið va-r ótryggt, því þessir tveir flokkar voru á mjög önd- verðum meiði um meginatriði varð- andi framtíð landsins. Smám sam a n tókst Obote að vinna einstaka þing- menn annarra flokka til fylgis við Al- þýðuflokkinn og þegar hann hafði tryggt sér meirihluta innan þingsins sprengdi hann samstarfið. Og um mitt sumar 1965 virtist Uganda á gó'ðri Leið með að verða eins flokks ríki. r1 ■Li n brátt risu deilur innan flokks Obotes, Aiþýðuflokksins. Það kom í Ijós, að ættbálkarnir áttu of rik ítök í hugum þingmanna í Uganda til þess að þeir gætu starfað saman í nýjum flokki, sem ekki tó<k tillit til ætfibáLkanna. Al- þýðuflokkurinn klofnað' í deiidiir „Norð lendinga", sem voru úr heimahéraði Obotes, og „Sunnlendinga", se,m voru hinum megin úr landinu. Og í ársbyrj- un 1996 var svo komið, að ílokkur Öbot- es virtist á góðri leið með að leysast upp. Fj'öllþættar deilur risu innan flokks- ins, um trúmál og hugmyndafræ'ði auk ágreinings um staðreyndir. Deilur milli ættflokka og einstakra manna urðu einnig daglegt brauð innan filokksins. Framhald á blaðsíðu 6 Framkv.stJ.: Slfeíns Jónsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnason frft Vleur. Matthtas Johannessen. Eyjólfur Konrftð Jónsson. Auglýsingar: Arni GarSar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstrætl fi. Sími 22480. Utgefandi: H.t. Arvakur. ReykjavIK. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.