Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 3
ÍXM-N-KÍS-.; 4*. / '*•' >*- I „Taktu í árina“, sagði faðirinn", reis upp og rétti hana í áttina til hans. Hann gerir nokkrar árangurslausar tilraunir að ná í hana. „Bíddu“, hrópar faðirinn og rær til hans, en á sam'a augnahliki sér faðirinn að sonurinn stirðnar upp og sekkur. — Þórður gat ekki trúað þessu, hann starði á blettinn, þar sem sonurinn sökk, eins og hann hlyti að koma upp aftúr. ÍÞað stigu nokkrar bólur upp, — enn(þ4 nokkrar, — að síðustu bara ein, seia brast, og vatnið var aftur sem spegill. 1 þrjá daga og þrjár nætur sáu menn föðurinn róa hring eftir hring án þes« að borða eða sofa. Hann var að leita aö syninum. Og á morgni þriðja daginn fann hann Ihann og kom með hann í fanginu heim. Það getur verið að ár hafi liðið frá þessum degi. — Eitt kvöld um haustið heyrir prestur- inn þrusk utan við útidyrnar hjá hér, og að hægt er fálmað eftir dyrahúnin- um. Presturinn opnar og inn gengur Ihár lotinn maður, magur og hvítur á hár. Prestur horfði lengi á hann áður en hann þekkti hann. Það var Þórður. „Þú ert seint á ferð“, sagði prestuP og stóð kyr fyrir framan hann. „Ójó, ég kem seint“, sagði Þórður og settist. Presturinn settist líka. Það var þögn um stund. Þá sagði Þórður: „Ég er hérna með nokkuð, sem ég vildi gefa fátækum, það á að vera sjóður er ber nafn sona.r míns“. Hann stóð upp, setti peningafúlgu á borðið og settist aftur. Prestrinn tekur þá. „Þetta eru miklir peningar". „Ég seldi jörðina mína í dag. Þetta er helmingur“. Presturinn sat þegjandi langa stund, spurði síðan hlýlega. „Hvað ætlar þú nú að taka fyrir, Þórður?“. „Eittihvað betra“. Þeir sátu þarna nokkra stund þegj- andi. Þórður horfði niður á gólfið, en prestur á Þórð. „Nú held ég að sonurinn hafi orðið þér til blessunar“. „Já, nú hugsa ég það sjálfur", sagði Þórður og leit framan í prest, en svo runnu tvö stór tár niður kinnar hans. Sigríður Björnsdóttir þýddi. Effir Björnstjerne Björnsson HANN hét Þórður frá Efra-Ási, einn rikasti og voldugasti maður sveitarinn- ar Dag nokkurn stóð hann í stofu prestsins, hár og alvarlegur. „Ég hef eignazt son, og mig langar tii að láta skíra hann“. „Hvað á hann að heita?“ „Finnur, eftir föður mínum“. „Og skírnarvottar?" Þeir voru nefndir, beztu menn og konur sveitarinnar, ættingjar bóndans. „Er það nokkuð fleira?" sagði prest- urinn og leit upp. „Ég vildi gjarnan að hann væri skírð- ur á virkurn degi“. „Við segjum næsta laugardag kl. 12 á hádegi“. „Var það svo nokkuð annað?“ „Nei, ekkert annað“, sagði Þórður og tók húfuna, og ætlaði að ganga út. Þá stóð presturinn upp. „Aðeins þetta?“, sagði hann; gekk til Þórðar, tók í hönd Þans, leit í augu hans: „Guð gefi að bnrnið megi verða þér til blessunar“. Sextán ár liðu. Dag nokkurn stóð Þórður í stofunni Ihjá presti. „Þú heldur þér“, sagði prestur, hann sá enga breytingu á honum. „Ég hef heldur ekki neinar álhyggjur", svaraði Þórður. „Hvert er nú erindi þitt hingað í kvöld?“ „í kvöld kem ég vegna sonar míns, hann á að fermast ó morgun". „Hann er ágætur drengur". „Ég ætlaði ekki að greiða prestinum, fyrr en ég veit, hvar í röðinni hann er“. „Hann verður efstur“. „Ég heyri, og hérna eru 10 dalir til prestsins". „Er það nokkuð fleira?“ spurði prest- ur og leit á Þórð. „Ekkert annað“. Þórður fór. Enniþá liðu 8 ár, og þá heyrðist há- vaði framan við skrifstofu prestsins. Á ferðinni voru margir og Þórður í far- arbroddi. „Þú kemur mannmargur hingað í kvöld“. „Ég ætlaði að biðja þig að lýsa með syninum og Karen frá Stóruhlíð, dóttur Gaðmundar, sem hér stendur. „Nú, þetta er ríkasta heimasæta hér- aðsins“. „Menn segja það“, svaraði bóndinn, og strauk hárið upp frá enninu. Presturinn sat um stund í þungum þönkum, hann sagði ekkert, aðeins færði nöfnin í bækur sinar, og lét menn- ina skrifa undir. Þórður lagði þrjá dali á borðið. „Mér ber aðeins einn“ sagði prestur. „Það veit ég vel en hann er einá barn- ið mit‘t“. Presturinn tók á móti peningunum. „Þetta er í þriðja sinn, sem þú stend- ur hér vegna sonar þíns, Þórður minn“. „En nú er því líka lokið“, sagði Þórður um leið og hann kvaddi og fór. Mennirnir gengu hægt út á eftir. Fjórtán dögum seinna, réru faðir og sonur í blæjalogni yfir vatnið til Stóru- hliðar, til þess að tala um brúðkaupið. „Þóftan sú arna er eittihvað laus undir mér“, segir sonurinn og stendur upp til að laga hana, en verður í sama bili fóta- skortur og fellur út úr bátnum, ofan í vatnið. Sully Prudhomme: Brostna blómkerið Ó, keri ð með sifct blóm er brostið, og blómið senn til dauða taerist. Af blævæng ker svo létt var losfcið að lítið heyrist, en það særist. Og sárið, sem í fyrstu fær það, það f er að éta sig í hring um þess kristaisliínur, loksins nær það sem lítill brestur ailt í 'kringum. Þá verður næst að vatnið lekur og visnar blóm, að safa þrotið. En brestinum enginn eftir tekur. Ó, ekki snerta, það er brotið! Með agnarhöggi hjartað særir sú höndin stundum, sem það unni. Þar verður opin und sem tærir, og ástin visnar niður að grunni. í augum heims hún enn er blómið, en á sér taug í þjiáning herta, og hjartans þel er þorstatómið. Ó, það er brotið, ekki snerta! Yngvi Jóhannesson þýddi 12. febrúar 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.