Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 4
I. Vandamálið nú á tímum: ÞÖrfin 6. Brýn þörf í mennta- málum og víssndastarfsemi Vesflings skemmtiferðamenn! — Tungumál leiðsögumanna og leið- sögubóka — Tungumá'l fræðimanna og stúdenta — Tungumáil alfþjóða vísindaþinga — Tungumál trúiboða — Bókmenntamá'l. að er ekki að ástæðuilausu að tungumálalþörf ferðamanna vekur at- fþygli- Sá maður, sem aðeins er í skemmti- ferðalagi bætir svo sem ekki neitt við- skipti og efnahag landsins sem hann kiemur frá. Þess vegna er í hans eigin landi litið á hann með velþóknun eða vanþóknun eftir því hvort landið er vel stætt fjárhagslega og hve mikinn er- ilendan gjaldeyri það hefur handlbæran. Ameríka telur hentúgt að eyða dollur- um erlendis, svo að aðrar þjóðir geti notað þá til þess að kaupa vörur fram- leiddar í Ameríku og hvetur þess vegna Ameríkumenn til fer'ðalaga er.lendis. Bretum finnst erfitt að afla þess erlenda gjaldeyris, sem ferðamennirnir þurfa á að halda, og þess vegna eru ferðalög til útlanda litin óhýrum augum og gjald- eyrishöft notuð til þess að stemma stigu við hreinum skemmtiferðalögum. En frá sjónarmiði gistiilandsins ber Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hagstofustjóri þýddi nærri ætið að skoða ferðamanninn sem heillasendingu. Hann kemur með og eyðir erlendum gjaldeyri, sem erfitt hefði verið að afla án þess að skera nið- ur innflutning. Þess vegna er ferða- maðurinn boðinn velkominn. Ef til vill er það ljósasti vottur um hve kærkominn hann er, hversu allir reyna að gera honum txL hæfis, að því er tungumálið snertir. Mál hans er tal- að nærri allsstaðar þar sem líkur eru til að hann komi. Gristihússtjórar og veitinga þjónar, dyraverðir og leigubílstjórar, jafnvel ríkisstarfsmenn, tollþjónar og lögregluþjónar leita eftir og fá kennslu 1 máli ferðamannsins. Leiðbeiningar- merki eru sett upp á máli ferðamanne- ins og matseðlar eru skráðir á því. Leið- sögumenn fara með það af kunnáttu. í frönskum leikhúsum er séð fyrir síma- tækj um sem heyra má í enska þýðingu á frönskum sjónleikum. Engin fyrirhöfn er spöruð til þess að láta ferðamanninum finnast hann vera heima hjá sér. Ferðamaðurinn tekux venjulega allri þessari greiðasemi með fullkomnu kæru- leysi. Hann tekur við öllu sem honum er boðið gjarna eða ógjama og gerdr litla eða enga tilraun til að gera sömu skil. Þetta leiðir að lokum til þeirrar hyggju hjá íbúum gistilandsins, sem er mjög útlbreidd þó að hún sé ramsibökk, að ferðamenn séu einfaldir sérvitringar. Hálfdulin fyrirlitning fyrir ferðamann- inum, með gnægð peninga og skort á eáfum, gægist oft fram gegnum vara- þjónustu þá sem honum er sýnd. Allt þetta breytist skyndilega ef ferða maðurimn sýnir, að hann lætur sér veru- lega umhugað um fólkið í landinu sem hann heimsækir og menningu þess, en það sést venjulega á því að hann getur eða að minnsta kosti reynir að tala mál þess. Og íbúarnir, sem menntað og við- kunnanlegt fólk, keppist um að sýna virðungu sína þessum þakkláta gesti, þótt hann borgi það sem hann þiggur. Það sem sagt hefur verið, á ekki ein- ungis við um Ameríkumenn á ferðalagi í Bvrópu, heldur um aila ferðalanga frá öllum löndum og til allra landa. Löngu áður en Amerikumeim vegna velmegun- ar urðu mest áberandi meðal ferða- manna þá voru Bretar það, en næstir þeim voru, þó með nokkru millibdli, Frakkar og Þjóðverjar. Reynsla þeirra var alveg eins. A. ftur heyrist hið venjulega við- kvæði: „Ef þú ætlar að fara til útlanda, þá lærðu erlend tungumál!“ Það er góð ráðlegging, einkurn ef þú ætlar að fara til eins lands. En nú orðið eiga menn, fyrir mjög lágt verð, sem flestum er við- ráðanlegt, kost á ferðalögum þar sem töluð eru mörg tungumál — England, Hiolland, Belgia, Þýzkaiand, Sviss, Ítalía, eða Jamaica, Haiti, Kúlba, Curagao, Brasilía, Argentína. Ef fara á eftir hinu vel meinta og í sjálfu sér ágæta ráði formælenda tungumálanna, þá verður að læra að minnsta kosti fjögur tungu- mál til undirbúnings einu sumarferða- lagi. Þetta er venjulega of mikið fyrir meðalferðamann, svo að hann setur aftur traust sitt á gistihúsið og spjölddn sem á er letra'ð „Enska töluð hér“. í mesta lagi leitar hann aðstoðar Lingua- pix, hjálparbæklings í ferðalögum með myndum af því sem mann vantar og benda má á. Það sem harm fer á mis við með þessu lagi, er ef til vill hið bezta í landinu, sam hann heimsækir. Hann sér kaffihús, matsöluhús, næturklúbba (sem eru mjög svipaðir um allan heim), eitt safn eða tvö, nokkrar kirkjur og gamla minnisvarða, nokkrar fegurðardísár á leiksviði og mjög mörg herbergi í gisti- húsum — ekki mikið meira en hann hefði getað séð heima í Bandaríkjunum. En ef hann getur blandazt saman við Ibúana á einlhverskonar sameiginlegum grundvelli, þá er allt öðru máli að gegna. Þá sér hann raunveruleikann, loftslag og svip landsins. En til þess þarf að kunna málið. En getur hann kunnað mál allra landanna, fjögra, fi-mm eða sex, sem hann þýtur í gegnum eins og hvirfil- vindur? Ef til væri tungumál, sem væri sam- eiginlegt fyrir hann og sérhvert þeirra landa, sem hann kæmi í, þá mundi að minnsta kosti tífaldast kostur á ánægju- deigum viðræðum, ’-æðslu um staðlbundn- ar aðstæður og vandamál, kynning á menningu þjóðarinnar. Vegna vöntunar á slíku timgumáli verður hann að leita einhvern uppi, sem talar hans tungu. E f fierðalagið er ekki eingöngu í skemmtunars'kyni, svo sem ef ferðamað- urinn er stúdent, bennari, fræðimaður eða vísindamaður, sem ætlar að stunda nám, kennslu, rannsóknir eða athug- anir á vissu sviði, þá eru líkindi til, að hann kunni eitthvað í tungumáli lands- ins sem hann fier til. En í álfu eins og Evrópu, þar sem eru mörg lönd hvert Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor i rómÖnskum málum við Columbia University i New York með sínu tungumáli, þarf ekki að fara nema skemmtiferð um eina helgi til þess að lenda í öðru landd þar sem ann- að mál er talað. Jafnvel þótt menn kunni eitt mál eða jafnvel fleiri, þá er sú kunn- átta oft óful'lkomin og nægir ekki til þees að hafa full not af kynnum milli þjóða. Fyrr á tímum fóru aðeins fáir menn, aðallega af efnaðri stéttum, til náms erlendis. Nú á dögum fara þúsundir af stúdentum vorum til útlanda með náms- styrki frá ríki eða einkastofnunum og mörg þúsund útlendinga koma hingað. Þeir eru allir menntaðir menn með nokkra tungumálakunnáttu, en það er litlum vafa bundið, að vandi þeirra mundi minnka stórkostlega, ef til væri sameiginlegt tungumál, sem allir töluðu jafnauðveldlega sem móðunmál sitt. ★ T -B. ungumálavandamálið er sérstak- lega tilfinnanlegt á alþjóðlegum þingum og fundum fræði- og vísindamanna, þar sem notaðar eru allskonar tilfæringar til þess að ráða bót á vandkvæðum þeim sem tungumálafjöldinn hefur í för með með sér. Á sumum þessum þingum eru tvö, þrjú eða jafnv-el fjögur, fimm tungu- mál viðurkennd fundarmál með kerfi túlkana, þýðinga og ágripa, sem minnir á Sameinuðu þjóðirnar í smækkaðri mynd. Á öðrum er tilraun gerð til þess að nota gervimál, svo sem esperanto eða interlingua (hinu síðamefnda eru eink- um talin til gildis ágrip af framlögð- um ritgerðum, er lesa má þegjandi í góðu tómi). Einn slíkur fundur, er hald- inn var nýlega í Bandaríkjunum, tók upp þá nýíhreytni áð hafa á reiðum hönd- um leiðsögumenn og túlka á tíu tungu- málum. Á öðrum, sem haldinn var í Washington af læknum í hjartasjúkdóm- um frá 50 löndum (þar á meðal Rúss- landi og Júgóslavíu), var bæði ritaður útdráttur á interlingua úr munnlega fluttum ræðum og samtímis þýðing í síma á ensku, þýzku og spænsku. En öll þessi neyðarúrræði sýna aðteins hversu vandamálið er knýjandi og sí- vaxandi. Sama má segja um hina váð- kunnu tiiLögu Sameinuðu þjóðanna um notkun kjarnorku á friðartimum, sem rædd Var í Genf með þátttöku 84 ríikisstjórna og hefur verið þess vald- andi, að Sameinuðu þjóðimar hafa neyðzt til að fara að vinna að atóm- orðabók á 5 tunngumálum, þar sem í rauninni verður að mynda ný orð á spænsku, kínversku og mörgum öðrum málum. A meðan að heita mátti að vísindin væru einskorðuð í höndum fárra vest- rænna þjóða, þá var hugsanlegt að þeim nægðu nokkur vestræn tungumál, með eða án fulltingis gervimála, sem mjög hneigjast f sðmu &tt sem þess! vestrænu mál. En alU er þetta skyndilega að breyt- ast við hina þróttmiklu framgöngu So- vétsambandsins á sjónarsviðið í fullum búnaði vísindanna. Og hvað verður þar á ofan, þegar fleiri og fleiri nafnkenndir vísindamenn birtast vor á meðal frá löndum Asíu og Afríku? Sumstaðar hef- ur verið tíðkanlegt að halda því fram, að þar sem nútímavísindi hafi átt upptök sín á vestrænum tungumálum, þá hljóti þau um alla framtíð að halda áfram að styðj- ast við þau, og að vísindamenn Indlands, Kina og Japans, hvað þá heldur slaf- nesku þjóðanna, muni ætíð framvegis halda fast við ensku, frönsku og þýzku. En ef þeir neita? En ef ríkin sem orðin eru óháð vesturlöndunum á sviði vísinda og tækni krefjast þess, að tungumál þeirra fái viðurkenningu á vásindafund- um, eins og sum þeirra hafa þegar feng- ið á alþjóða stjórnmálaþingum? Á þá að verða vísindalegur klofningur eftir tungumálum, svo að uptpgötvanir og upp- finningar vesturlandanna yrðu duldar þjóðum austurlanda og öfugt? Ástandið á sviði vísindanna virðist þarfnast, ef til vill meir en á öðrum sviðum, sam- eiginlegs tungumáls sem öllum sé til- tækt. ■t\ sviði trúarbragðanna hefur tungumálafjöldinn ávallt verið fullkom- lega viðurkenndur. Ætíð síðan postulun- um voru gefin fyrirmæli um að fara og prédlika á ýmsum málum, hefur trúboðs- starfið farið fram út um sveitir og þorp og boðari orðsins numið tungu þess staðar, sem hann var sendur til. Það mætti jafnvel halda því fram að trúboð- arnir væru fyrstu tungumálagarparnir, því að mjög oft er það þeim að þakka að til eru málfræðibækur, orðabækur og biblíuþýðingar á mörgum lítt þekktum tungumálum. Það er samt athyglisvert, að þessir sömu trúboðar, sem sögðu frá og lýstu málunum sem þeir komust í kynni við, gerðu sér líka f£ir um að útbreiða hið viðurkennda tungumál eigin trúarbragða eða trúflokks, að minnsta kosti við tíða- gerðir. Latínan hélt með þessu móti á- fram að útbreiðast eftir fall rómverska rikisins, þar til áhrif hermar urðu jafn- vel enn gagngerðari en þau höfðu verið þegar heiminum var stjórnað af hinum heiðnu Rómverjum. Sama má segja um grísku en þó í minna mæli. Hin mikla útbreiðsla arabísku er meira að þakka trúbók Múhameðstrúar, Kóranin- um, heldur en sigrum í hernaði, og san- skrít Indverja komst til Tibet, Kína, Japans og Indónesíu fyrir tilstilli Búdda- trúboða. Það er því augljóst, að jafnframt því sem eitt af aukastörfum trúboðsins hef- ur verið að veita tungumálategund trú- boðsstaðarins viðurkenningu og sæmd, þá hefur önnur sýslan þess, jafnrökrétt en með gagnstæðum afleiðingum, verið sú að útbreiða nokkur helztu tungumál heims. Það er eins og hver megintrúar- brögð, sem stefndu að því að verða alls- herjartrúarbrögð, hafi leitazt við að treysta aðstöðu sína á tungumálasviðinu eins og á andlega sviðinu. Þar sem þjóðtungan er víða orðin einn veigamiesti máttur þjóðernisstefnunnar nú á dögum, verður þess einnig vart á trúmálasviðinu eins og annarsstaðar. Þjóðartrúarbrögð Ihneigjast hvarvetna að þvi að láta tíðagerðatungu sína víkja fyrir þjóðtungunni. Þessa verður jafnvel vart hjá hinni allra íhaldssömustu trúar- bragðastofnun, rómversk-kaþólsku kirkj- unni, þar sem komið hafa fram formæl- endur þess að sleppa latnesku messunni og nota í staðinn málið sem talað er á hverjum stað. Aðrir hafa hinsvegar svarað því til, að eftir þvi sem eining í tungumáli þverri veikist hin andlega ein- ing. Hvaða afleiðingar mundi allþjóðlegt tungumál hafa fyrir kirkjufélögin? Það mundi áreiðanlega létta störf þeirra við Framhald á bls. 6. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.