Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 9
ISLENZKIR USTAMENN Talab við Thor Vilfojúlmsson TÍU ár eru nú liðin síðan bókin And- lit í spegli dropans eftir Thor Vil- hjálmsson kom út. Sú bók var þýdd bæði á saensku og ensku svo sem kunnugt er. Þær baekur, sem Thor hefur skrifað síðan Undir gervitungli (Helgafell, 1959), Regn á rykið (Helgafell, 1960), Svipir dagsins, og nótt (Helgafell, 1961) fjalla allar — ef undan er skilin bókin um Kjarval auðvitað — að mestu um reynslu 'bans á ferðalögum; sjálfur er hann alltaf nærstaddur í þessum verkum sínum, í Rússlandi, Frakklandi, ítalíu ...... Smásaga eftir Thor í síðasta jólablaði Morgunblaðsins vek- ur forvitni mína. Ég er alltaf að skrifa, segir Thor, þetta hrúgast upp hjá mér og er orð- inn mikill bingur. Sjálfur brölti ég í hrúgunni, reyni að komast upp á hól- inn og sjá yfir. En, jú;, það er stórt skáldverk í mótun, og ég geri ráð fyrir, að það verði einar þrjár bækur úr því efni sem liggur fyrir. Ég held mér sé óihætt að segja, að fyrsta bók- in, sé væntanleg á þessu ári. — Og sögusviðið? Sagan gerist bæði erlendis og í ís- lenzkri náttúru. fslenzkt landslag, landið sjálft, á mjög rík ítök í mér. -— Mig langar til að vita, hvernig þú sjálfur skilgreinir skáldverkin í fyrstu þrem bókum þínum — ef við tökum sem dæmi Andlit í spegli dropans. Er það safn smásagna? Ég er eiginlega í vandræðum með það. Smásögur? Ég hef ekkert á móti því. Sjálfur hugsa ég lítið um slikt, mér finnst aðrir eigi að finna heitið. Ég bý aðeins til það sem ég þarf að búa til og hef aldrei lagt mig eftir því að læra tækniheiti bókmennta- fræðinga, allra sízt hjá þeim í norr- ænudeildinni. En það er víst ekki komið að því næstu hundrað árin, að þeir fjalli um mig þar. Ekki veit ég, hvernig norrænudeildin fer að því að verja sig svona rækilega gegn samtímabókmenntum, þeir hafa ekki hugmynd um, hvað er að gerast og oft dáist ég að því, (hvað þeir eru dug legir að exportera Gamla heyið___ þeir eiga fyrningar eins og háttur er góðra bænda. Annars hef ég heyrt, að í deildinni núna séu kornungir menn, sem ekki hefur tekizt að murka alveg lífið úr og fylgjast dá- lítið með samtímanum. Finnst þér þú hafa lært af eða sótt áfhrif til einhverra sérstakra erlendra höfunda? Ég næ alls staðar í áhrif. Maður veit ekki sjólfur, hvað hjálpar manni mest. Ég hef aldrei vitað af því, að neinn sérstakur hafi haft áhrif á mig. Það er þá kannski helzt fólgið í því, að maður finni stundum einhvers konar samfélag við aðra, sfem eru að fást við • svipuð vandamál. Það eru vissir hlutir, sem liggja í loftinu og menn hér og þar, sem taka á móti þessu óg svara hver með sínum hætti. — Hér á landi er alltaf verið að reyna að hanka menn á því, að menn séu að taka eftir einhverjum öðrum, mér að sá sem færi til Indlands yrði aldrei sami maður. Kannski hefur þetta verið mitt Indland í þeim skilningi^ Það sveif líka mikið á mig, þegar ég las Vef- arann frá Kasmír. Þá fannst mér líka fsland vera svo stórt. Það gæti ekki nægt islenzkum höfundi að Skrifa bara fyrir ísland. Við getum líka þakkað Laxness fyrir hvað hann „ftlér finnst ég hafa týnt þeim degi sem ég skrifa ekki". en jafnvel þótt menn séu aflhjúpaðir sem listrænir myntfalsarar og staðn- ir að því að stela og setja nafn sitt við annarra manna verk, þá er bara sagt, greyið, hann er undir áhrifum, og það er reynt að umgangast hann af nærgætni eins og siður er að koma fram við afbrotamenn hér á landi. Listsköpun er allt öðruvísi starfsemi. — í>ú myndskreyttii' sj'álfur fyrstu tvær bækur þínar. Kom nokkurn tíma til þess, að þú yrðir að velja á milli myndlistar og ritstarfa? Nei, ég er eiginlega bara að leika mér, þegar ég geri myndir — að auka sjálfum mér yndi. — Þú munt einna alþjóðlegastur íslenzkra rithöfunda. Hvað heldurðu, að það hafi verið, sem beindi þér í þá átt? í>að stendur í mér að svara því. Ég var svo heppinn að komast snemma í kynni við magnaða erlenda höfunda.. Á unglingsárunum komst ég í kast við Tolstoj og Dostojevskí og sá sem lendir í þessum stóru Rúss- um, hann verður kannski ekki samur maður, sérstaklega ekki, ef það er óharðnaður unglingur. Hiknar Krist- jónsson, sem er forystumaður í fiskveiðideild FAO í Róm, sagði hefur kæft marga vonda höfunda með því hvað hann hefur skrifað vel; stækkað allar kröfur til þeirra. Hann hefur innflutt heimsmælikvarð- ann. En það hefur einhvern veg- inn ekki legið fyrir mér að binda mig við minn hrepp. — Hafði myndlist mikil áhrif í þessa átt? Ja, mynd'list var nú lokuð inni í finum stofum, þegar ég var að alast upp. Maður kynntist henni helzt af bókum. Það er svolítið að lagazt — og þó. Ég rak mig illilega á það, þegar ég var að skrifa Kjarvalsbókina, að hún er enn lokið inni í stofum. Maður hefði getað haldið, að ég fengi varið dögum — jafnvel nóttum — í Kjar- valshöll með vinsamlegu leyfi safn- stjórnar, en sú höll var bara ekki til þrátt fyrir hrós valdhafanna í sinn eigin garð fyrir framtakið sem aldrei náði lengra en taka hver frammí fyrir öðrum í veizluglaumi og skála- glami. — Og bækur þínar um ferðalögin erlendis? Ég hugsa aldrei um þær sem ferða- bækur. Svipur dagsins. og nótt er t.d. ekki skýrsla um túrisma eða land- fræðilegar staðreyndir. Þetta er ein af aðferðum mínum til að átta mig á þeim heimi, sem ég lifi í og hvar ég sjálfur stend í þeim heimi. Ég reyni að skynja manneskjuna í dag í heimi sem er orðinn sameiginiegur, og hér meina ég Evrópu. — Finnst þér íslendingar nægilega næmir fyrir samtíð sinni? Islendingar eru meiri Evrópumenn en þeir átta sig á þrátt fyrir amerískt glamur. Það hefur að vísu skemmt margt, gn ekki meira hér en annars staðar. Þó yerð ég að segja, að ég skil ekki þá foreldra, sem gleyma friðhelgi síns heimilis og hlutverki þess sem uppeldisstöðvar og bjóða inn á það efni úr Keflavíkursjón- varpinu, sem er heppilegt til að skapa réttan geðblæ í ameríska her- menn og ætla svo vitlausir að verða, ef einhverjir ráðamenn, sem bera ábyrgð á þessu, rumska við og ætla að bæta fyrir og bægja hermanna- eldinu á elleftu stundu frá heimilun- um, — Leitar alíslenzkt söguefni aldrei á huga þinn? Ég mundi segja, að fsland væri alls staðar nærri í verkum mínum. Ég er íslendingur .og það hefur aldrei leitað alvarlega á mig að skrifa á öðru máli en íslenzku — þó ég hafi reyndar leikið mér að því að yrkja ljóð á ensku, en viðfangsefni mitt er það, hvernig ísland mætir umheim- 'inum. Ég vil stækka heimsmyndina. Æ, ætli það sé hægt að tala beinlínis um meðvitað prógram. En það eru, þegar allt kemur til alls, sameigin- legar forsendur og sameiginlegar hættur, sem ákvarða örlög manna. Kynslóð, sem lifir við möguleika á atómsprengju hugsar öðruvísi en sú kynslóð sem lifði í óendanlegum heimi. — Form og stíll í verkum þinum orkaði nýstárlega á sínum tíma. Eg vona það. Fólk var vanara því að fá bara hreina og beina sögu og kannski er ekki lengur ríkjandi að beita myndskyni við lestur. Menn eru að týna þessu næmi, það er að minnsta kosti í hættu. Form? Ég reyni að finna form sem hæfir því, sem ég er að búa til. Ég hef engan áhuga á að taka annars manns form og reyna að þrengja minum hlutum inn í það. Sjálfsagt hefur maður unn- ið fyrir því að fá slengt á sig að vera formalisti af þeim afturgöngum, sem skilja ekki það sem Frakkinn sagði, „Le style c'est l'homme" — „stíllinn er maðurinn". List án forms er ekki til. — Og stíllinn. Þú ert þekktur að mjög myndríkum og íbornum stíl. Leggurðu mikla vinnu í hann eða kemur þetta eins og af sjálfu sér? Það er lítið varið í það, sem fæðist fyrirhafnarlaust. — Hvernig er þinn eðlilegi Vinnu- dagur? Skrifarðu á hverjum degi? Mér finnst ég hafa týnt þeim degi sem ég skrifa ekki. Með því að skrifa, reyni ég að vinna fyrir hverjum degi — fyrir að fá að vera til. sv. j. igengið er að starfi; þó er Iheimilt að neyta % 1. ibjórs eða 20 ol. af léttiu víni með heitri máltíð....". 1 lugmennir.nk láta það ekki á sig íá, þó Raija fari í báttinn, og leggja leið sína til heimilis Kaakkolahtis og halda þar gleðskapnum áfram, unz all- «r áfenigisbirgðir enu þrotnar, en þá er klukkan gengin 20 mínútur í þrjú. Þeir félagar álkveða nú að gista á gestrisnu heimili Kaakkolahbis. Um morguininn 3. janiúar, sem er kald- ¦ur og drungalegur, riíkir undariegt á- stand á filugvellinum í Kruiununkyla. Fartþegar, sem ætla me'ð flugferðinni AY 311 til Helsingfors með miliilend- ingu í Vaasa og Pori, taka að safnast saman í flugstöðvarbyigginguinini, en samkvæmt flugáætlun skyldii lagt upp kl. 7:00. En afgreiðsluopið, þar sem Kaakkölahiti á að afgreiða, er lokað, og — en um það fá farþegarnir að sjálf- sögðu ekkert að vita — flugvélin DC3 með einkennisistöfuniuim OH-LOC stend- ur að visu tilbúin til flugs á stæði sinu, en áhöfnin,, sem á að fljiúga heruni, er ókomin. Drykkjufélagarniir þrír hafa s.ofið yfir sig. Þegar flugmennirnir sjá fram á Iþað, a'ð þeir muni ekki ná í áætlunar- bílinn út á flugvöll, síma þeir á gistihúsið til fllugfreyjunnar, Raiju, og biðja hana að sækja sig í leigulbíl. Fimm miinútum fyrir sjö enu þau iloksirns komin út á flugvöll. Kaakkolahti snýr sér strax að afgreiðslu farangurs og farþega, sem bíða óþolinmióðir. And- stætt venjum ganga fiugfreyjan Raijíi og flluigstjórinn Hattinen beint að fllug- 'Vélinni. Og í staðinn fyrir flugstjórana hefur aðstoðarflugmaðurinn samiband, við flugumferðarstjórnina á leiðinni til þess að ræða flugskiilyr'&in og sækjia lupplýsingar um veðurfarið. Á tæpum. fimmtán mínútum er skoðun á fluigvél- inni lokið og hinir 22 fanþegar eru komnir nm borð. 19.525 kg, eða tæpuira 700 kg fyrir neðan bámiarksflugtaks- iþunga, vegur flugvélin OH-LCC, er hún ihefur sig til flugs 113 miíiniútum á eftir, áætlun. Frarnhaild á bls. 1'2. 12. febrúar 1967 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.