Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 10
Fnmerkjaþattur yarðveizla umslaga. í>egar kemur að því að varðveita umslög í ‘heilu lagi, varð það oft vandamál hjá söfnurum fyrri tíma. Voru þá merkin tíðast klippt af um- slögunum og annað hvort geymd í eins litlum pappírsstykkjum og mögulegt var, eða þá hreinlega leyst af öllum pappír í vatni. í>að eru til 18 islenzk skildinga- bréf, eins og sagt verður frá í póst- söguþáttunum, og hvert þeirra er ekki undir 100.000,00 króna virði. ggg*| Hve margir vildu nú ekki eiga nokkur slík umslög og hafa haft aðstöðu til að varðveita þau í safnibók- um og geta skreytt safn sitt með þeim í dag? Nú er svo komið, að fáanlegar eru safnbækur undir nær allar gerðir og stærðir umslaga. Þessar safnbækur gera mönnum kleift að halda saman bæði góðum söfnum fyrsta dags bréfa, t.d. er safn íslenzka lýðveldis- ins á fyrsta dags bréfum mjög eftir- sóknarvert nú þegar. I>á er ekki síður \ \ : \ Lexsiflj-] AMPMÍIÆN 67 k*M úr vegi að halda saman hvers konar sérstimplunum, Skál'holt, Vatnajök- ull, Dagur frímerkisins, Skátamót, og svona mætti lengi telja. Hvaða stimpill er þetta? Hér er svo mynd af umslagi sem var sent þættinum nýlega frá Banda- ríkjunum. Þar er eitt albezta Islands- safn, sem til er í dag í einkaeigu, en eigandi þess er Roger A. Swanson í Chicago. Bréfið er sýnilega sent frá fs- landi rétt fyrir jól 1939, eða eftir ára- mót 1940, sbr. jólamerkið. Það, sem hér er um að ræða, er stimpillinn, sem þátturinn og eigandi vildu gjarna fá upplýsingar um. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, er um litinn hringstimpil að ræða, 22 mm. í ummál. Ekkert staðarheiti er í stimplinum „29-203-6“ í beinni röð neðantil vinstra megin. Við værum sem sagt mjög þakklátir fyrir upp- lýsingar. Hvar og hvernig var þessi stimpill notaður í byrjun stríðsins? Bréfið hefir verið opnað af „Cen- sor 219“, P.C. 66. en það eru einu upplýsingarnar, sem eru á miðanum, sem því er lokað með að nýju. AMPHILEX 67. Næsta heimssýning á frímerkjum, verður haldin undir vernd FIP, Fed- eration International de Philateli, í Amsterdam 11.-21. mai í vor. Það eru frímerkjasamtök Hollands, sem að sýningunni standa, en forseti þeirra er hinn kunni frímerkjafræðinguh G. W. A. de Veer. Sýningin verður haldin í stórri sýningarhöll, sem nefnist RAI. Er þetta í eitt hinna fáu skipta er allt sýningarefnið er sýnt undir sama þaki í einum sal, en áður hefir yfirleitt þurft að skipta sýningarefninu í marga sali, stundum 1 mörg hús. Umboðsmaður sýningarinnar hér á landi er Sigurður H. Þorsteinsson, póstihólf 1336, Reykjavík. X h S KRISTNITÖKUÁRIÐ Framihald af bls. 1 3) Ari notaði páskatöflu, sem var byggð yfir 19 ára tunglöld, en slík- um öldum ljúki daginn fyrir 1. sept- ember, og þannig sé nýársdagur samkvæmt slíkum útreikningi ein- mitt fjórum mánuöum fyrr en okkar nýársdagur. 4) Iieimkringla, Eyrbyggja, Lax- dæla og Brennunjálssaga geri ráð fyrir, að kristnitakan hafi orðið 999. 'Hér er ekki ætlunin að kryfja rök- semdafærslu Ólafíu til mergjar, en nokkrar athugasemdir skulu þó látnar fylgja. r. að má vel vera, að Ari hafi þekkt Kirkjusögu Beda. erj hvaða ný- ársdag notaði hinn lærði Engilsaxi? Ólafía segir, að það ’hafi verið 1. sept- ember og það sé „almindelig accepter- et“, en þó hafi verið gerðar tilraunir til að hnekkja því. Síðan vísar hún í höfunda, sem hafi gert þessar tilraunir. Annar þessara höfunda, Wilhelm Levisohn gaf árið 1946 úí ritgerð með heitinu „England and tlhe Conti- nent in the Eight Century". Hann held- ur því fram í þessari ritgerð, að Beda láti árið hefjast um jólaleytið en ekki 1. september. Hinn er C. W. Jones, sem gaf út ritgerð sína „Saints Lives and C-hronicles in 'Early England" 1947, og heldur því fram þar, að Beda hafi not- að marga nýársdaga og farið þá eftir heimildum sínum án þess að samræma iimatalskerfin. Ekki bendir Ólafía á að neitt nýtt hafi komið fram, sem hnekki bókum Levisohns og Jones. Hún nefnir einungis, að það sé „almindeligt accept- eret“ að Beda hafi notað 1. september sem nýársdag. Hefði ólafía haft fyllstu ástæðu til að fara nánar út í þetta í rit- gerð sinni. Eins og það er sett fram hjá henni er það ekki reglulega sannfærandi. -Arið 663 eða 664 var baldið kirkju- þing í Whitby. Þingið var haldið um haustið eftir 1. september. Frá þessu segir Beda. Hafi hann miðað nýársdag- ínn við 1. september, hefur þingið verið haldið 663. Hafi hann miðað nýársdag- inn við 1. janúar hefur þingið verið haidið 664. A. Poole áleit, að Beda hefði miðað nýársdaginn við 1. september. Þess vegna ársetja þeir, sem fylgja 1. sept- ember-nýársdagskenningu hans, þingið 663. Hinir ársetja kirkjuþingið 664. Sé nú atihugað í yfirlitsritum um Englands- sögu hvernig þessi atburður er ársettur, sést, að engin föst venja gildir um þetta. Sumir ársetja 663, sumir ársetja 664. Bendir þetta ekki helzt í þá átt, að roálið sé óútkljáð, að það sé óvíst, hvort Beda hafi notað 1. september sem nýárs- dag eða ekki? A.m.k. er það einkar vel fallið til að veikja trúna á fullnægjandi málsmeðferð Ólafíu á þessu atriði. Í-J n hafi Beda notað 1. september sem nýársdag hefur Ari sjálfsagt þurft að átta sig á því, áður en hann tók þelta eftir hinum lærða engilsax- reska presti, og sjálfsagt er leyfilegt að spyrja, hvernig Ari hafi farið að því, að átta sig á því, fyrst nútimamönnum gengur það svona illá. En hafi Beda notað 1. september sem nýársdag og hafi Ari þekkt og notað kirkjusögu hans, er það þá þar með ór- uggt, að faðir íslenzkrar sagnaritunar hafi tekið það eftir Beda að láta árið hefjast 1. september? Er það meira en tíjgáta? Kannski væri rétt að finna xyrst óvefengjanlegar sannanir fyrir þvi, að Ari hafi í raun og veru látið ár- ið hefjast 1. september? Það er erfitt að verjast hér þeirri hugsun, að Ólafía tefli hér æði djarft í röksemdafærslu sinni. II. Ekki fæ ég séð, að nein ástæða sé til að furða sig á, að Ari notar falL Ólafs Tryggvasonar sem viðmiðunarár. Af hverju ætti Ari skilyrðislaust að nota innlendan atburð fremur en er- lendan sem viðmiðunarár? Miðar ekki Evrópa upphaf tímiatals-síns við atburð, sem gerðist austur í Palestínu? Og var ekki fall Ólafs Tryggvasonar á einhvern hátt viðkomandi öllum Norðurlöndum, sem á tímum Ara hafa sjálfsagt verið meiri heild menningarlega en síðar? Ólafur Tryggvason olli mestu um það, að ísland var kristnað. Hann var kon- ungur í Noregi. Það voru konungar í Svíþjóð og Danmörku, sem felldu hann. Var hér ekki hentugur atburður að miða við? Annars má benda á það, að Ari miðar víðar við Noregskonunga, er hann viil ársetja atburði. Þannig nefnir hann t.d. fall Ólafs helga sama sumarið og Skafti lögsögumaður deyr. Hann virð- ist 'hafa miðað tímasetningar sínar við þrennt: Krists burð, lögmenn og Nor- egskonunga. 0 g hvað var svo saga Noregs fyr- ir íslendinga? Óþekkt svið? Ónei. Nor- egssaga var ein helzta séngrein íslend- inga og bezfu sérfræðingar í þessu fa,gi ó 12. og 13. öld voru einmitt ís'lendingar. Hér er þess vegna því ekki til að dreifa, að miðað sé atburð, sem ísLendingum sé framandi og ókuhnur. Auk þess er útreikningur frá árinu 999 í stað 1000 varla svo erfiður, að ástæða sé til að ætla, að Ari hefði kdn- okað sér- við áð leggja á sig það auka- erfiði, sem fylgir því að taka tillit til 1, sem munar á 999 og 1000. Og Ari var samkvæmt því sem Ólafía segir „ivrig efter at foretage beregn- ing“. Samkvæmt þeirri fullyrðinigu ætti hann einmitt ekki að hafa fiorðazt að reikna frá árinu 999 í stað 1000. Hann hefði væntanlega svalað reikningsákefð sinni enn betur með því að reikna frá 999 en 1000. III E nda þótt Ari noti páskatöfilu, sem. er byggð yfir 19 ára tunglöld og einnd slákri öld ljúki daginn fyrir 1. september 1120, er ekki þar með sagt að Ari hljóti þess vegna að nota 1. september sem nýársdag. Slíkt er ein- ungis tilgáta. Þá nefnir Ólafiía og áð vissar forn- sögur svo sem Eyrbyggja, Njóla og Lax- dæla og Heimiskringla reikni með kristnitökunni árið 999. Almennt hefur þó verið talið, að Heimskringla miði kristnitökuna við 1000 og svo er einnig talið í útgáfu dr. Bjarna Aðalbjarn- arsonar. Tímatal Eyrbyiggju, Njálu og Laxdælu er naumast svo fast í skorðum né traust, að neitt verulega sé leggjandi upp úr því þótt tækist að miða kristni- tökuna þar við 999. S íðan ritgerð Ólafiu kom út hefur birzt ritgerð eftir Svend Ellehój, sem fjallar einnig nokkúð um árið 1000. Hann færir þar rök fyrir þeirri skoðun sinni, að ártalið 1000 muni komið úr ikirkjusögu Hamborgarbiskupa eftir Adam frá Brimum og hann virð'ist telja þennan atburð gerast seint á árinu 1000. Gæti það þá komið heim við, að það væri í september eins og talið hefur verið. Ekki er annað að sijá en Adam miði áramótin við jólin e’ða 1. janúar. Bendir þetta í þá átt, að skoðun Ólafiu sé röng. Ekki getur Ólafur Tryggvason hafia fiali- ið bæði 999 og 1000. E n hvort sem skoðun Ólafíu kann að reynast rétt eða röng, þeigar hún verður skoðuð niður í kjölinn, er fyllsta á'Stæða til að þakka hennd viðleitni hennar til að skýra á nýjan hátt atriði, sem ekki er svo örugglega s’kýrt, a'ð nein ástæða sé til að hafna tilraunum til nýrrar skýringar. Röng niðurstaða -þarf ekki að vera gagnslaus. Hún getur haft örvandi áhrif á rannsókn viðkom- andi atriðis. Yfirleitt er það svo, að vafasamar niðurstöður visindamanna hvetja til andmæla. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.