Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Síða 1
1* — Sigríður Halldórsdótfir og Guðjón Helgason bjuggu í Laxnesi á fyrsta fjórðungi aldar- innar. Jónas Magnússon, fyrrum bóndi í Stardal og vegavinnuverkstjóri um langt árabil, lýsir hér kynnum sínum af þeim hjón- um, foreldrum Halldórs Laxness. Fyrri hluti. ------------------ A A Tl' V mm mmmm U\ jU( il Jll wm M L F apdaga-árið 1905 fluttust að Laxnesi í Mos- fellssveit hjónin Guðjón Helgason og Sigríður Hall- dórsdóttir. Þau komu frá Reykjavík og voru búin að búa þar um nokkurt skeið, áður en þau fluttu að Laxnesi. Guðjón Helgason var vegaverkstjóri og hafði það starf með höndum öll árin, sem hann bjó í Reykjavík. Guðjón hafði á hendi vegalagn- ingar víða um landið, á Austfjörðum, Norðurlandi, Vesturlandi og í Kjósarsýslu, áður en hann flutti að Laxnesi. Öll árin, sem Guðjón bjó í Laxnesi, hafði hann umsjón og verkstjórn Þingvallavegar og fleiri vega, þar til hann lézt vorið 1919. Guðjón Helgi Helgason hét hann fullu nafni. Hann var Borgfirð- ingur eða Mýramaður að ætt, fæddur 19. okt. 1870, ólst upp á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu til fullorð- insára. Ég, sem þessar línur skrifa, kynntist Guðjóni og þeim hjónum litlu eftir að þau fluttu að Laxnesi, þekkti heimili þeirra og áhugamál Guðjóns og því meir sem árin liðu, og margvísleg samskipti urðu fleiri allt til hins síðasta, að hann féll frá, og síðan meðan Sigríður bjó eftir mann sinn, þar til hún brá búi 1928 og flutti til Reykjavíkur. E g var hjá Guðjóni eins og margir ungir menn þá í vegavinnu nær öll árin, sem hann bjó í Lax- nesi, og stund-um á heimili þeirra, ef það var eitt- hvað sérstakt, sem Guðjón var að láta gera, bygg- ingar og þess háttar, og varð ég þess vegna m. a. meira kunnugur Guðjóni og þeim hjónum báðum og heimili þeirra en margur annar, sem var hjá honum í vegavinnu, eða samsveitungar og nágrannar. Þegar litið er til baka yfir nær 60 ára tímabil, er þau Guðjón og Sigríður fluttu upp í Mosfellsdal að Laxnesi og flestir samtíðar- og samstarfsmenn þeirra horfnir og örfáir eftir, sem eru þá og þegar á förum, sem muna frá upphafi bóndann og athafna- manninn Guðjón í Laxnesi, kemur mér í hug að setja þetta á blað svo það glatist ekki með öllu, ef einhver síðar meir hefur gaman og gagn af að skyggnast í það liðna. J örðin Laxnes var ekki talin góð bújörð, áður en Guðjón Helgason kom þangað, þótt ekki væri hún landlítil miðað við þær jarðir, sem eiga ekki til hálendis eða fjalla. En mikið af landinu, sem fjær liggur, er graslendi, þýfðar mýrar og heldur blautar, þegar talað er um engjar til slægna, sem þá var mest lagt upp úr. Jörðin var í hálfgerðri niðurníðslu langan tíma, áður en Guðjón flutti þangað. Þar bjuggu fátækir bændur oftast og flestir stutt ára- tugina áður en Guðjón kom þangað. Þó varð breyting á nokkur fyrir og um aldamótin síðustu, þegar þangað að Laxnesi fluttist Páll Vídalín hestakaup- maður fyrir Cölnes-félagið enska. Páll Vídalín rak nokkurn búskap í Laxnesi og byggði þar íbúðarhús allgott á þess tíma mælikvarða, og stendur það hús enn. Þetta íbúðarhús var byggt úr timbri og bárujárni, ein hæð og grjóthlaðinn kjallari. Einnig byggði Páll heyhlöðu heima úr timbri og bárujárni, ekki stóra, svo þetta var mikil fram- för og umbót í Laxnesi, því öll hús þar áður voru í niðurníðslu og falli. E kki bætti Páll jörðina að öðru leyti nema þessum byggingum, nema ef segja mætti að síður væri. Páll Vídalín var eins og fyrr segir hrossakaup- maður og keypti hundruð og þúsundir hrossa til út- flutnings, og varð oft að láta vakta stóra stóðhópa í Laxneslandi yfir lengri og skemmri tíma, eftir því sem á stóð skipakomum, og hefur þessi mikli átroðn- ingur farið illa með jörðina eins og gefur að skilja, enda heyrði ég frá því sagt, hvað landið hafi farið illa og stórkostlega eyðilagt landið þessi mikli hrossasvermur, sem þar var á sumrin þau árin, sem Páll var í Laxnesi, og mundi seint ná sér aftur. T únin í Laxnesi voru þegar Guðjón kom þangað mjög slæm, næstum verri en nokkurs staðar þekktist annars staðar. Þau voru kargþýfð, blaut og auk þess öll í skæklum. Þar að auki stórgrýttir þeir túnskæklar sunnan og austan við bæinn. Þannig heyrði ég frá sagt, þegar talað var um jörðina og Sigiiður Halldórsdóttir lýsingu á Laxnestúnunum, þegar Páll Vídalín flutti þaðan, og jörðin seldist ekki né byggðist. Eins og hér er drepið á í aðalatriðum um útlit og ástand jarðarinnar, biðu bóndans ærin verkefni og margvísleg, enda tók Guðjón þá þegar strax til marg- háttaðra umbóta í jarðrækt og húsábótum, sem hann hélt mátti heita látlaust áfram með öll árin, sem hann bjó. Guðjón keypti jörðina á sama árinu og hann flutti þangað af Páli Vídalín. Jörðin var nokkuð dýr miðað þá við verðlag jarða. En það gerði íbúðarhúsið, sem v var tiltölulega nýlegt og nokkuð rúmgott miðað við á þeim tíma í sveit, en önnur hús á jörðinni nema heyhlaðan voru lítil og léleg. Fyrsta jarðabótin, sem Guðjón gerði vorið sem hann flutti, var að leggja veg heim að bænum frá ánni Köldukvísl, sem rennur sunnan við túnið. Vegur þessi var uppbyggður og mölborinn. Heim að bæn- um var engin heimreiðargata frekar á einum stað en öðrum, því í allar áttir út frá bænum var for- blautt og þar af leiðandi farið sitt á hvað eftir ástæð- um hverju sinni. Þetta var hvort tveggja ljótt og sóðalegt og fór illa með tún og graslendi. Ég held að þetta sé fyrsti upphleypti og mölborni heimreið- arvegur sem ég man eftir að gerður hafi verið í okkar byggðarlagi. Þá gerði hann einnig veg frá bænum að austan upp að svonefndum Stöðli, upp- hlaðinn og mölborinn. Þetta þótti mikil og góð bæj- Guðjón Helgason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.