Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 5
Hnnn sagði ekkert, þegar hann kom inn. Ég var að strjúka bezta rak- hnífnum mínum fram og aftur yfir slípi- ól. Þegar ég gerði mér grein fyrir hver hann var, fór ég að skjálfa. En hann veitti því ekki athygli. í von um að geta leynt geðshræringu minni hélt ég áfram að brýna rakhnífinn. Ég reyndi hann á gómi þumalfingurs og brá hon- um síðan upp að birtunni. í því leysti hann af sér hlaðið skotfærabeltið, sem byssuhylki hans hékk við. Hann hengdi það upp á snaga í veggnum og lagði hermannshúfu sína yfir það. Þá sneri hann sér að mér, losaði um bindishnút- inn og sagði: „Djöfuls hiti er þetta. Ég ætla að fá rakstur." Hann settist í stól- inn. Mér taldist svo til að hann myndi vera með fjögurra daga skegg. Fjögurra daga sem farið höfðu í síðasta leiðangur- ir.n til leitar að herliði okkar. Hann virtist hafa roðnað í andliti, sólbrunnið. Eg byrjaði að útbúa sápuna af vand- virknL Ég skar fáeina spæni, lét þá í bollann, bætti sopa af heitu vatni útí og fór að hræra með kústinum. Sápan fór samstundis að freyða. „Ég býst við, að hinir piltarnir í flokknum séu álíka skeggjaðir." Ég hélt áfram að hræra sápuna. „En okkur varð all-vel ágengt, skal ég segja þér. Við náðum forsprökkunum. Við komum aftur með nokkra dauða, og fieiri höfum við, sem enn eru lifandL SMÁSAGAN lokuð augun. „Mér væri alveg fyrir- hafnarlaust að steinsofna hérna,“ sagði hann, „en það verður nóg að gera á eft- ir.“ Ég hætti að rjóða löðrinu á hann og spurði með uppgerðarsinnuleysi: „Skotsveit?“ „Eitthvað í þá áttina, en eilítið seinvirkara.“ Ég tók aftur til við að löðra skeggið á honum. Hendurnar á mér byrjuðu að skjálfa á ný. Það var engin leið til þess að maðurinn gæti orð- ið þess var, og þetta var mér í vil. En ég hefði heldur kosið, að hann hefði E g tók rakhnífiinn, opnaði vængja slíðrin tvö, dró upp blaðið og hóf verk- ið, frá öðru vangaskegginu og niður. Rakhnífurinn brást fagurlega við. Hann h&fði stíft og hart skegg, ekki mjög sítt, en þykkt. Blett fyrir blett kom húðin í ljós. Rakhnífurinn sargaði á- fram með þessum vanalegu hijóðum, sem hann framleiðir þegar sápulöður og skeggbroddar safnast á blaðið. Ég hætti augnablik til þess að hreinsa það, tók síðan upp slípiólina aftur til að brýna rakhnífinn, vegna þess að ég er rakari, sem fer að öllu réttilega. Mað- urinn. sem hafði haft augun lokuð, opn- aði þau nú, brá annarri hendinni und- an dúknum, þreifaði um blettinn á and- liti sér, þar sem sápan var skafin af, og sagði: „Komdu niður að skólanum í kvöld klukkan sex.“ „Sama og um dag- inn?“ spurði ég með hryllingi. „Það gæti orðið betra,“ svaraði hann. „Hvað ætlið þið að gera?“ „Ég veit það ekki enn. En við gerum okkur eitthvað til gamans.“ Hann hallaði sér aftur og lok- aði augunum. Ég nálgaðist hann með rakhnífinn á lofti. „Er ætlim ykkar að hegna þeim öllum?" áræddi ég að spyrja með hálfum huga. „Öllum.“ Sáp- an var að þorna á andlitinu á honum. Ég varð að hraða mér. Ég leit út á götuna í speglinum. Hún var sjálfri sér lík: matvöruverzlunin og tveir eða þrír viðskiptavinir staddir þar inni. Síðan gaut ég augunum á klukkuna: hálfþrjú ÖO síðdegis. Rakhnífurinn hélt áfram stroku sinni niður á við. í þetta sinn frá hinu vangaskegginu. Þykkt, blá- svart skegg. Hann hefði átt að láta það vaxa eins og sum skáld og prestar gera. Það myndi hæfa honum vel. Fjöldi fólks myndi ekki bera kennsl á hann. Það yrði honum mjög í hag, hugsaði ég, um leið og ég leitaðist við að fara mjúklega yfir hálsinn. Þarna þurfti sannarlega að beita hnífnum af snilld, þar sem hárið, enda þótt mýkra væri, óx í litlum sveipum. Hrokkið skegg. Eitt örsmátt hárslíður gæti opnazt og gefið frá sér blóðperlu. Góður rakari eins og ég stærir sig af að leyfa aldrei slíku að henda nokkurn viðskiptavin. Og þetta var fyrsta flokks viðskiptavin- ur. Hve marga okkar hafði hann skip- að að skjóta? Hve marga okkar hafði hann skipað að limlesta? Það var betra að leiða ekki hugann að því. Torres vissi ekki, að ég var fjandmaður hans. Hann vissi það ekki né heldur hinir. Það var leyndarmál, sem mjög fáir höfðu vit- neskju um, einmitt til þess að ég gæti gert uppreisnarmönnunum aðvart um, hvað Torres væri að gera í bænum og hverjar fyrirætlanir hans væru í hvert skipti, sem hánn undirbjó leitarleið- angur til að eltast við byltingarseggL Svo það myndi verða allt annað en auðvelt að útskýra það, að ég hefði haft hann bókstaflega milli handanna Framhald á bls. 14 ANNAO En brátt verða þeir allir dauðir." „Hve mörgum náðuð þið?“ spurði ég. „Fjórtán. Við urðum að fara nokkuð langt inn í skóginn til að finna þá. En við jöfnum sakirnar. Ekki einn einasti skal sleppa frá þessu lifandi, ekki einn einasti.“ Hann hallaði sér aftur í stólnum, þegar hann sá mig með sápulöðrandi kústinn í hendinni. Ég átti enn eftir að breiða dúkinn yfir hann. Það varð ekki um villzt, mér var órótt. Ég tók dúk upp úr skúffu og hnýtti hann um háls- inn á viðskiptavini minum. Hann var ekki á þvi að hætta að tala. Hefur senni- lega haldið að ég væri hlynntur stjórn- málaflokki hans. „Bærinn hlýtur að hafa lært eitthvað af því, sem við gerðum um daginn.“ sagði hann. „Já“, svaraði ég og herti að hnútnum við dökkleita, sveitta hnakkagrófina á honum. „Það var afbragðs sýning, ha?“ „Mjög góð,“ svaraði ég og sneri mér við eftir kústinum. Maðurinn lokaði aug- unum með þreytulegu látbragði og beið eftir svalandi snertingu sápunnar. Ég hafði aldrei haft hann svo nálægt mér. Daginn sem hann skipaði öllum bæj- arbúum í raðir í skólaportinu til þess að horfa á uppreisnarmennina fjóra, sem héngu þar, stóð ég augliti til auglitis við hann andartak. En lemstraðir manns- líkamir drógu athygli mína frá andliti mannsins, sem stjórnað hafði öllu sam- an, andlitinu sem ég nú var í þann veg- inn að taka milli handa mér. Það var ekki ljótt andlit, síður en svo. Og skegg- ið, sem lét hann sýnast ofurlítið eldri en hann var, fór honum alls ekki illa. Hann hét Torres. Torres höfuðsmaður. Hugmyndaríkur maður, því hverjum öðrum hefði svo sem dottið í hug að hengja uppreisnarmennina nakta og efna síðan til skotæfingar með vissa líkams- hluta þeirra að marki? Ég fór að bera fyrsta sápulagið á. Hann hélt áfram, með EFTIH HERNANDO TÉLLE5 HERNANDO Télles er Columbíu- maður, fæddur árið 1908 í Bogota. Þar hlaut hann einnig menntun sína. Hann lét mjög snemma til sín taka í blaðamannaheiminum og er þekkt- astur á því sviði í heimalandi sínu, þar eð hann hefur starfað við rit- stjórnir flestra vinsælustu dagblaða og tímarita Columbíu. Það var ekki fyrr en árið 1950, með útgáfu smá- sagnasafnsins „Cenizas al Viento“ sem nafn hans fór víðar. Sorglega spaugsamar sögur hans bera vitni skarpskyggni og hárfínni nákvæmni í samtíðarmati, og þó sérstaklega raunsærri angist um hag hans eigin þjóðar. ekki komið. Líkur voru til, að margir úr hreyfingu okkar hefðu séð hann fara inn. Og að hafa fjandmann undir þaki sínu leggur manni viss skilyrði. Mér bar skylda til að raka þetta skegg eins og hvert annað, mjúklega, varfærnis- lega eins og á öðrum viðskiptavinum, leggja mig í líma til að varna því að dropi af blóði sprytti úr nokkru húð- slíðri. Gæta þess vandlega að litlir hár- skúfar leiddu ekki hnífsblaðið afvega. Sjá um að húð hans yrði hrein, mjúk og heilbrigð að lokum, svo ekki fynd- ist fyrir nokkru hári, þegar ég stryki handarbakiniu eftir henni. Jú, ég var uppreisnarmaður á laun, en ég var einn- ig samvizkusamur rakari og hreykinn af nákvæmni starfsgreinar minnar. Og þessi fjögurra daga skeggvöxtur bauð upp á hæfilegt verkefni. 2. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.